"Skemmtilegur" borgarstjóri, og hvað er að vera skemmtilegur?

Þegar ég var í kennsluréttindanámi,  ekkert fyrir allt of mörgum árum, tók ég viðtal við  nemendur og spurði hvað þau teldu einkennandi fyrir góðan kennara.  Undantekingalaust var eitt af atriðunum,  og þá oftast fyrst upp talið,  að mikilvægt væri að kennari væri skemmtilegur. 

Í framhaldi af því hlýtur að kvikna spurningin hvað það sé að vera skemmtilegur? 

Ekki eru nemendur að biðja um að það standi trúður uppi við töflu og sé bara fyndinn og kenni ekki neitt.  Eitt þarf ekki að útiloka annað, það að vera skemmtilegur þarf ekki að útiloka það að kennari sé bara býsna góður miðlari.  Nemendur eru að sjálfsögðu að biðja um að fá lifandi kennslu, fá kennara sem veitir innblástur, vekur áhuga á námsefninu og heldur athygli þeirra við kennsluna.  

Andheiti þess að vera skemmtilegur er að sjálfsögðu að vera leiðinlegur. Sá sem er leiðinlegur virkar því akkúrat öfugt á fólk og enginn eða fáir vilja hafa leiðinlega kennara og það gildir einnig um leiðtoga. 

En hvað er þá einkennandi fyrir góðan leiðtoga? 

Ef að menn hafa þokkalega skynsemi og tilfinningagreind,  eru heiðarlegir, ástunda lýðræði og eru skemmtilegir í ofanálag þá er ég sátt. 

En er Jón Gnarr skemmtilegur? Það eru víst deildar meiningar um það.  Ég get aðeins svarað fyrir mig og ég er bara mjög ánægð með húmor Jóns Gnarr. 

Jafnframt finnst mér finnst hann hreinn og beinn og ekki vera að flana að neinu.  Í þessu viðtali sem ég er að blogga við tala þeir Dagur um að þeir vilji ræða við borgarstarfsmenn,  benda á vefinn betrireykjavik.is þar sem borgarbúar geta tjáð sig og tala einnig um að þeir séu að fara að ræða við sérfræðinga varðandi fjármálin.  Hvað vill fólk meira?  

Þetta er lýðræði og má hrósa þeim og öllum þeim sem standa að þessu samstarfi fyrir.  

Ef einhver var leiðinlegur í gær,  var það Þórhallur í Kastljósinu en skil eiginlega ekkert í því hvernig maður sem er á leiðinni að verða afi getur verið svona fúll á móti.  Mér hefur alltaf þótt hann aðlaðandi maður og koma vel fyrir þar til í gær að hann var bara eins og fulltrúi svekktrar kærustu (Sjálfstæðisflokks) sem var að yfirheyra kærastann af hverju hann vildi ekki vera með honum. 

Jón Gnarr hefur verið mjög kurteis í gegnum kosningabaráttuna og svaraði að sumra mati ekki nógu skýrt þegar Þórhallur var að væla í honum, en getur verið að hann hafi ekki viljað særa neinn og viðurkenna opinberlega að hann hafi ekki haft áhuga á að  fara á "deit" með Hönnu Birnu vegna þess að honum finnist hún leiðinleg? WizardLoL

Því má svo bæta við að tískusýning á vegum Hjálpræðishersins, þar sem Jón Gnarr tók þátt er dæmi um skemmtilegheit með alvarlegum undirtón.  Þar tekur Jón sig ekki of hátíðlega til að taka þátt til að styrkja gott málefni. 


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eitt af því fáa sem Jón Gnarr hafði til málana að leggja fyrir kosninga og ekki var sprottið af einskærum fíflagangi var þegar hann spurði; "Þarf endilega að vera meiri og minnihluti?".  Jón gaf  einnig í skyn að hann mundi vilja starfa í þverpólitískri borgarstjórn. -

Eitt af því sem Þórhallur var að "væla" út af var hvers vegna Jón hefði ekki einu sinni reynt þá leið. Jón svaraði að hún væri of erfið og of flókin. -

Það aukna lýðræði sú mikla stjórnsýslubót sem afnám minni og meirihluta mundi hafa í för með sér, er of erfitt verkefni og flókið fyrir Jón Gnarr.

Jón Gnarr kann að  fíflast og gerir það vel. En þurfa menn sem kunna að fíflast að vera fífl?

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 12:40

2 identicon

Hvernig stendur á því að ef einhver annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn er gagnrýndur þá telst það vera óréttlátt og leiðinlegt. Mér fannst Þórhallur bara koma mjög vel út úr þessu, hann var ákveðin og hefði í raun mátt vera ákveðnari. Dagur situr þarna búin að gagnrýna Besta flokkinn alla baráttuna, segja meðal annars að fólk muni fá vitið aftur í kjörklefanum og það kjósi ekki BF og að búin í alla staði að sýna þessu framboði hroka og yfirgang, en situr svo þarna núna eins og pólitísk portkona. Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að Jón skuli vera spurður afhverju hann sverji af sér meirihluta og minnihluta einn daginn, en segir svo að hitt sé bara svo flókið, hann kannski heldur að atvinnuleysi uppá 7000 manns sé einfalt. Brandarinn er búinn og núna tekur alvaran við, hvernig stendur þetta í bókinni góðu ,, þú verður búin að afneita mér þrisvar áður en haninn galar".....Það verður gaman að sjá hversu fljótir kjósendur Besta Flokksins verða að sverja hann af sér, þegar þeir sjá að brandarar leggja ekki mat á borðið hjá þeim sem eiga erfitt sökum atvinnuástands eða annarra ástæðna.

Doddi (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 15:51

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svanur,  ég held að Hanna Birna hafi gengið fram af Jóni og Co. og þau hafi ekki getað hugsað sér samstarf,  en það er bara mín tilgáta. 

Ég tel að menn sem kunni að fíflast þurfi alls ekki að vera fífl. Ég held það sé meira að segja hollt fyrir alla að fíflast við og við og a.m.k. að taka sig ekki of hátíðlega,  þó að sjálfsögðu þurfi að taka hátíðlega verkefnin sem framundan eru. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 17:56

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú segir það Doddi! .. Veistu það að ég hefði líka farið í fýlu ef að Sjálfstæðisflokkur hefði farið í samstarf með Besta flokknum,  ekki það ég sé fylgjandi Samfylkingu - en ég þoli hana mun betur en Sjálfstæðisflokkinn.  Segi það bara hreint út.

Að sjálfsögðu leggja brandarar ekki mat á borðið hjá þeim sem eiga erfitt sökum atvinnuástands eða annars og ekki ímynda þér að Jón Gnarr eða Dagur haldi það heldur.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:01

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott og vel, segjum að Hanna Birna hafi gengið fram af Jóni og Co.  En hvenær? Varla á þeim tveimur dögum sem liðu frá því að Jón spyr í sjónvarpsviðtali: "Þarf endilega minnihluta og meirihluta?" Og hvað varð um allar glaðbeittu yfirlýsingarnar hans um að hann vildi "vinna með öllum". Hann hefði þá átt að vera heiðarlegur og segjast vilja vinna með öllum nema Hönnu Birnu.

Þú segir líka að það verði að taka "hátíðlega verkefnin sem eru framundan eru".

En hvað gerist ef að það verður svo? Hvað ef Gnarr byrjar að taka hlutina alvarlega þegar hann var auðvitað kosinn til að grínast?

Mér finnst þetta vera orðin sjálfhelda hjá Jóni.

Hann getur auðvitað ekki fíflast í gegnum þetta endalaust en var samt kosinn einmitt til að fíflast. Ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 18:36

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er gert ráð fyrir því í venjulegum samt0lum manna á meðal og vina á meðal, að menn viti hvenær eitthvað er sagt í alvöru og hvenær gríni. það er eins og fólk haldi að Jón Gnarr viti ekki sjálfur að hann hefur unnið fyrir sér sem grínleikar. Að hann serveraði shów handa fólki í atvinnuskyni. Einmitt af því að hann hefur auga fyrir því að sumir leika hlutverk að flestir eru bara þeir sjálfir, er hann svona góður. Að Jón Gnarr sé komin í sjálfheldu með eitthvað, virðist vera óvani fólks að sjá fólk vera það sjálft í hlutverki stjórnmálamanns. Og það er einmitt það sem er svo þægilegt. Ég vil heldur sjá skemmtilega Borgarstjóra gera dellur enn leiðinlegan. Enn ég á ekki von á að Jón Gnarr geti nokkurtíma komist með tærnar þar sem fráfarandi hafa hælanna í dellum og rugli, þó hann vandaði sig við það...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 18:43

7 identicon

Nei ég veit Jóga mín að þeir haldi það ekki, en ástæðan fyrir því að það er gengið hart að þeim er sú að fólk vill fá að vita hvað þeir ætla sér að gera. Þeirra loforð voru öll í formi gríns, sem er gott og blessað en núna þegar alvaran tekur við þá er grínið bara ekki nægilegt. Ég geri mér full grein fyrir því að Jón og Dagur eru báðir mjög gáfaðir og klárir menn þó þeir aðhyllist annarri stefnu en ég.

Doddi (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband