4.6.2010 | 11:33
Sameinuð fjölskylda
Ég ætlaði að hafa titilinn "dreifð fjölskylda" sem mín vissulega er, en vonast til að með jákvæðum titli "sendi ég boð út í alheiminn" við getum komið öll saman fyrr en síðar. Ég er aldrei ánægðari en þegar við getum öll komið saman, en auðvitað erum við saman í anda, en það er það sem skiptir mestu máli.
Sjálf, 14. ágúst sl. í brúðkaupi Evu og Henriks ásamt börnum og tengdabörnum.
Eva mín og Henrik búa í Danmörku með barnabörnin tvö og það er erfitt að hitta þau svona sjaldan. Á móti kemur, að þegar ég fæ tækifæri til heimsókna er ég mikið með þeim. Ég hef nú bókað "one way ticket" til Danmerkur 14. júlí og veit ekkert hvenær ég kem til Íslands aftur. Áður en ég fer utan á ég von á þriðja barnabarninu hér á Íslandi, en það er um miðjan júní, þannig að þá fæ ég væntanlega að njóta nærveru barnabarns oftar.
Það eru margar ömmur og afar að horfa á eftir barnabörnunum sínum til útlanda þessa dagana, og hafa verið. Efnahagsástandið hefur ýtt undir það að yngra fólkið leitar sér að vinnu og í skóla erlendis.
Isak Máni stækkar og stækkar og er meira að segja byrjaður í skóla. Allt gengur vel, en hann átti erfitt fyrst eftir að flytja frá Íslandi og var með mikla heimþrá.
Fröken Elisabeth Mai í sumarkjól með tíkó!
Ekki hafa allir tækifæri til að ferðast á milli landa og það er sárt að fá ekki að sjást. Mér fannst leiðinlegtað vera ekki viðstödd eins árs afmæli Elisabethar Mai, en það var 7. maí sl. en nú hlakka ég bara til að hitta hana og stóra bróður hennar, Ísak Mána, í júlí og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Húsin á Skagen sem er nyrsti hluti Jótlands eru eins og úr ævintýri.
Planið er jafnvel að keyra saman til Skagen, sem er einn magnaðasti staður í Danmörku.
P.s. fyrir þá sem eru að fylgjast með mér í baráttu við aukakíló þá eru 3,8 kg farin (næstum 8 smjörlíkisstykki) síðan 25. maí og geri aðrir betur! ;-) Hef spes blogg um þetta næsta þriðjudag. þegar tvær vikur eru liðnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.