"Chill" dagur og mín í mussu

Í dag er "Chill" þema dagur í boði nemendafélagsins í skólanum.  Í tilefni af þessum chill degi ætla ég mér að mæta í mussu og bandaskóm með tærnar frjálsar og reyndar fagurlega lakkaðar neglur. 

Ekki veit ég þó hversu mikið verður hægt að chilla í vinnunni,  því að margt liggur fyrir og það fyrsta er fundur sem hefst eftir 30 mínútur um þróunarvinnu í námskrárgerð.  Efast þó um að fleiri af þátttakendum taki Chill daginn svona hátíðlega.

Árshátíð nemendafélagsins var í gær og mættu 12 starfsmenn sem voru heiðraðir með ýmsu móti, eins og t.d. "Rass skólans" ...ég er svo stolt af mínum titli sem kom út úr kosningunum að ég ætla að leyfa mér að bera hann á torg (af því ég er svo "útvortis" manneskja en það er víst þýðingin á extrovert) en það var hvorki meira né minna en "Sál skólans" en eflaust hefur það  hjálpað til að þeim þykir extra vænt um mig núna þar sem ég er að fara að breyta um starfsvettvang og verð ekki næsta vetur. 

Reyndar er þessi breytti nýi starfsvettvangur ekki kominn í ljós, það verður vonandi eitthvað skemmtilegt! ..Wizard

Jæja, ekki má þessi sál mæta of seint á fund, en óskar ykkur öllum góðs dags. 

Kveðja,  Mussukerling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með titilinn  mussukerling Ætli Sveinn Andri viti af þessu?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2010 kl. 20:42

2 identicon

Þarf virkilega "chill" dag til að slaka á ? Ég hef sjaldan séð neitt eins heimskulegt. Um leið og þetta er orðin atburður þá er í raun ekkert hægt að slaka á hvort eð er. Ef eitthvað er þá er chill dagurinn eflaust mjög atburðaríkur og þarafleiðandi er hér komin dagur með nafni sem engan vegin á við og er jú Heimskulegt.

Birgir Fannar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 02:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Hrönn, - gaman að vera mussukerling, var meira að segja búin að gleyma hvað hvítu fallegu mussunni minni, en gott að rifja hana upp!

Birgir Fannar, held að "chill" dagur í huga nemenda hafi að mestu átt við klæðnaðinn, þ.e.a.s. afslappaður og frjálslegur klæðnaður og sumir mættu í náttbuxum og bol!

Gaman að breyta til. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.6.2010 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband