2.6.2010 | 16:23
Árshátíð í kvöld, obb, obb, obb, hvað gera konur á Síberíukúr þá?
"Í forrétt verður boðið upp á humarsúpu með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði. Í aðalrétt verður boðið upp á Sinnepsgljáðan lambahryggsvöðva með sætum kartöflum, rjómasoðnum sveppum og rauðvínssósu. Í eftirrétt verður boðið upp á volga súkkulaðiköku með sólberjasósu og vanilluís." Slurp! ..
Þetta er matseðill kvöldsins, þá þarf að:
1) Veiða humarhalana uppúr - baða þá í vatnsglasinu og borða svo, sleppa brauðinu.
2) Borða lambakjötið og sætu kartöflurnar, skola sveppina á sama hátt og humarhalana.
3) Gefa átvaglinu á borðinu eftirréttinn sinn en fá sér grænt te í staðinn.
Að sjálfsögðu verða humarhalar og sveppir ekkert baðaðir í vatni, en þetta var "extreme" útgáfa á því hvernig má redda sér frá því að borða rjóma!
Það þarf líka ekki alveg að gúffa í sig öllum matnum, heldur bara smakka á góðgætinu!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.