29.5.2010 | 12:23
Systur á Síberíukúr ... 3,8 kg samtals á fjórum dögum!
Jæja, þegar konan er búin að ákveða sig, eða næstum ákveða sig hvað hún ætlar að kjósa þá er best að snúa sér að mataræðinu. Sem er reyndar ekkert æði, bara mjög hófsamt. Við systurnar hófum sem sagt Síberíugöngu okkar 25. maí sl. það eru nú aðeins fjórir dagar síðan. En það þýðir að við breyttum algjörlega eða miklu leyti um mataræði. Auðvitað á ekki að gefa upp tölur fyrr en eftir viku, en það er svo gaman að sjá árangurinn strax að ég ætla að hvísla því að þeim sem eru að fylgjast með.
Ég hef sett hér inn í fyrri færslum, í hverju mataræðið felst - í þessu sem ég kalla Síberíukúr og svo þrjár einfaldar uppskrftir af því sem ég hef fengið mér í kvöldmat. Í gær fékk ég mér svo Subway kjúklingasalat án dressingar, bara smá ólífuolía, salt og pipar. Ég borða ekkert eftir kvöldmat, í mesta lagi hálfan ávöxt eða nokkrar hnetur. Grænt /koffínlaust te er stór partur af árangrinum, en ég sleppi kaffi í staðinn sem hefur reynst einna erfiðast.
Tertur hafa verið flæðandi í vinnunni, en ég hef fengið mér peru eða epli í staðinn, úje..
En þá er komið að nýjustu tölum. Eftir samtal við systur í morgun þá er niðurstaðan eftir fjóra daga að undirrituð hefur tapað 2,4 kg og systir 1,4 kg Auðvitað er það vökvatap og eitthvað, en váts það er þess virði. Auðvitað þykir það ekkert normalt eða "hollt" að tapa svona hratt, en ég hef ákveðið að halda þetta út þar til ég er komin í óskavigt og halda svo áfram en taka einn nammidag í viku.
Auðvitað mæli ég með hreyfingu líka, enda gekk ég niður Laugaveg í gær og hafði gaman af!
Bikiníið bíður, eða þannig!
Athugasemdir
Auðvitað á Síberíukúrinn ekkert skylt við Síberíu fyrir utan það að virka frekar óspennandi, en það er hægt að leika sér með ýmislegt þar. Erfiðast er að sleppa kaffinu.
Svona lítur hann út í sinni einföldustu mynd:
Sleppa:
- öllum sætindum
- snakki
- öllu brauði nema spelt- og hrökkbrauði
- hvítu hveiti og hrísgrjónum
- allri mjólkurvöru
- majonessósum
- kaffi og gosi
- áfengi
Borða:Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 12:38
Vá hvað mig langar að vera með í þessu!
borða samt ekki grænmeti, fisk, baunir, fræ, hummus né avacado og brún grjón...
En gangi ykkur geðveikt vel, finnst þið rosa hugrakkar!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.5.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.