Dagbók í skeytastíl .. gleði og sorg

18. apríl 2010

Gos, skýrslur, ást, gleði og sorgir lita veröldina í dag ...  það er í lagi að lita út fyrir 

 

- Til hamingju með 30 ára afmælið elsku Birta mín og bróðurdóttir, þú fallega og yndislega stelpa.

 

 

 

Til hamingju með fermingardaginn þinn í dag Már flotti frændi og systursonur og spekúlant..

 

 

 

Far vel Hanna Lísa, elsku fallega perla og fyrrv. nágrannakona í Blönduhlíðinni og ávallt vinkona þó við hittumst lítið  síðustu árin - kona sem mér þótti stundum of góð fyrir þennan heim.  Það var vont og klaufalegt af mér að geta ekki kvatt þig og fylgjast ekki betur með, en þú ert nú þeirrar gerðar að þú veist hvað mér þótti þú stórkostlega fallega hugsandi kona. Takk fyrir þitt líf. 

 

hanna_lisa.jpg

 

 

 

Í stormi og logni lífsins er það fólkið í kringum okkur sem litar tilveru okkar,  markar vörður á lífsleiðinni og skiptir okkur máli.  Fólk sem snertir okkur, kennir og hjálpar til að vera þau sem við erum og vonandi til að vera betri en við erum.  

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.4.2010 kl. 06:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Falleg og sönn skrifin þín kæra Jóhanna mín.
Ljós og gleði í þitt hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2010 kl. 08:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf ertu einlæg og yndisleg Jóhann mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2010 kl. 18:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf svo gott að kíkja á þig í lífsins ólgusjó

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 10:57

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk, takk, takk, takk og takk.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.4.2010 kl. 11:07

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæl Jóhanna !

    Hún nafna þín var skólasystir mín fyrir "nokkrum" árum , það var í Hagaskóla , ég þekkti hana á þessarri mynd , en hana hitti ég aldrei í 39 ár (vorið 1971) , og varð hissa að ég skyldi þekkja hana á myndinni eftir öll þessi ár , sem segir nú sitt um hvað hún hefur lítið breytst .

    Samúðarkveðjur .

Hörður B Hjartarson, 24.4.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband