Skýrslan mín og skýrslan þín ..

Ég verð að viðurkenna að ég get ekki séð fyrir mér að líf okkar eigi eftir að breytast mikið við útkomu skýrslu dagsins. Ég þykist vissulega vita að þar komi fram svik og prettir, mútur og ýmislegt sem menn hafa gert ljótt. En ég treysti því að fólk leggist ekki í þunglyndi yfir því, treysti því að við LÆRUM af reynslunni, mér leiðist svo þegar við köllum hvert annað heimsk og vitlaus og þar fram eftir götum.  Hver er þessi heimski Íslendingur, er það ég? ert það þú?  Við erum ekki heimsk,  en eflaust má segja að við höfum verið andvaralaus, en ekki getum við öll verið lögfræðingar eða með nefið ofan í innstu málum stjórnsýslunnar.

Við þurfum að hætta að setja fólk í embætti skv. einkavinavæðingu, pólítískum tengslum og ættartenglsum.  Hæft fólk og heiðarlegt verður að vera við stjórn.  Ég ætla ekki að fara nánar út í það hér. Heldur að minna okkur öll á það sem er okkur mikilvægast.  Ef við værum að fara að upplifa einhverjar hörmungar eins og gengu yfir á Haiti, þá mættum við virkilega óttast, þar sem margir deyja, veikjast, missa ættingja og svo framvegis. 

Fólkið okkar er það mikilvægasta, fjölskylda, vinir og vandamenn. Þú ert líka það mikilvægasta í þínu lífi og heilsa þín er það mikilvægasta í þínu lífi.  Við vitum öll að peningar geta aðeins keypt það sem er í kringum okkur,  en peningar geta ekki keypt vini, - alvöru vini þ.e.a.s.,  peningar geta ekki keypt fjölskyldu og peningar geta í fæstum tilfellum keypt heilsuna,  eða læknað okkur þegar við erum orðin alvarlega veik. 

Peningar geta keypt mat þegar við eru orðin svöng, og húsaskjól þegar okkur vantar húsnæði.  Það er að sjálfsögðu lágmarkskrafa allra á þessu landi að fá að borða og eiga öruggt þak yfir höfuðið.  Þar ofan á bætast smám saman kubbar, eins og atvinna,  tómstundir o.fl.  

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, en munum að hugarfarið okkar getur skipt sköpum um það hvernig við tökum á móti áföllum,  hver gildin okkar eru og hvað er það sem í raun skiptir okkur máli. 

Persónulega skiptir mig máli að mér líði vel, viðurkenni það alveg - hafi allt áðurnefnt, þ.e.a.s. mat og húsaskjól, samneyti við mitt fólk og að því liði vel og svo koll af kolli. Heilsa, andleg og líkamleg; mín, minna nánustu, þeirra nánustu, og svo má lengi telja þar til heilsa allra jarðarbúa er komin í pakkann. Þú skiptir mig máli. 

En nú verð ég að viðurkenna að nemendur mínir og samstarfsfólk skiptir máli og ég á að mæta til vinnu,  svo ég enda þetta á því að bjóða ykkur góðan dag og fer inn í hann með sól í hjarta og vona að þú gerir það líka,  þrátt fyrir utanaðkomandi áreiti og annað sem á eflaust eftir að lita daginn. 

Mundu þá eftir þínum eigin litum,  gulur, rauður, grænn og blár og láttu þá umvefja þig í gleði, og verða sterkari en svartra skýrslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert mjög heilbrigð manneskja Jóhanna mín kær

Jónína Dúadóttir, 12.4.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæra vinkona, ekki ætla ég að láta þessa skýrslu fara með mig, hef eiginlega nóg með að ná heilsu og byggja mig upp, svo elska ég lífið og fólkið mitt, hér framundan er útskrift á Laugum Þ.e.a.s 21/5 og munu Englarnir mínir útskrifast þá, en þær verða 19 ára 22/5, svo það verður tvöföld yndisleg helgi þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að gleðjast með okkur.

Kærleik til allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2010 kl. 09:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist þessi skýrsla segja nákvæmlega það sem allir vissu á fyrsta degi hruns og hafa hamrað á síðan. Ég legg til að hún verði sett í alfræðiorðabókina til skýringar á Murpy's Law.  What can go wrong will go wrong. Það var ekkert gert rétt. Akkúrat ekki neitt, en allt gert sem hægt var til að gera afleiðingarnar verri.

Nú er að sjá hvort handtökuskipanir verða gefnar út. Líklega ekki, þótt allir hlutaðeigandi hafi unni sér inn eilífðarvist á hrauninu.  Kannski að menn séu að hraða byggingu nýs fangelsis til að mæta þessari auknu þörf á gistirými.  Ég vona það.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 11:47

4 identicon

Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera mikið skáld þótt ég hafi afar gaman af vel ortum vísum.

Samt verð ég að viðurkenna að mig hefur alltaf langað til að geta sett saman skemmtilegar vísur, en vandamálið er ekki síst fólgið í því að ég kann nákvæmlega ekkert fyrir mér í bragfræðum.

Samt ... í tilefni dagsins ... ákvað ég að semja eins og tvær vísur, eina ferskeytlu og aðra, sem er limra.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég birti eftir mig vísur opinberlega og ég vona að fólk taki viljann fyrir verkið og láti það ekki fara í sig þótt vísurnar séu ekki réttar bragfræðilega.

En hér koma þær, fyrst ferskeytlan:

Skýrsla, skýrsla, skýrsla skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla.

Og limran er svona ...

Skýrsla, skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla.
Skýrsla, skýrsla, skýrsla, skýrsla.

Þakka þeim sem á hlýddu.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru raunar sléttubönd hjá þér Grefill. Það má lesa vísuna afturábak og áfram.

Góður kveðskapur. alltaf gaman að því þegar meiningin er falin svona milli línanna og maður þarf að hugsa svolítið til að skilja líkingamálið. Eftir svolitla umhugsun og yfirlegu sé ég að þessi ljóð fjalla um skýrsluna, þótt það sé ekki svo augljóst af lestrinum.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 17:24

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott að fá heilbrigðisstimpil frá þér Jónína

Til hamingju með þitt fólk Milla mín, gott að vel gengur

Jón Steinar, skýrslan verður eflaust staðfesting á því sem áður er um rætt, rétt - og svakalega hefur nú mörgu verið klúðrað - áts

Takk fyrir vísur Grefill, mér er það heiður að hýsa kveðskap þinn! 

Og Jón Steinar mættur aftur, til að gefa endurgjöf - takk fyrir það, því að ég hef lítið vit á kveðskap. Set saman vísur við og við eftir engri uppskrift - enda á ég erfitt með að fara eftir uppskrift - hvort sem er í ljóða-eða matargerð.  Og örugglega einhverju fleira ef djúpt er kafað. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband