10.4.2010 | 12:24
Jesús er fórnarlamb barnaníðinga
"Ábendingar bárust um kynferðislegt ofbeldi fyrrum Þrándheimsbiskups gegn altarisdreng fyrir um 20 árum ... "
Hvenær er mælirinn fullur? Hversu mörgum börnum þarf að fórna til þess að kaþólska kirkjan og verndarar hennar fari að líta í eigin barm og átta sig á því að stofnunin og dogmað er gróðrastía fyrir barnaníð?
Menn verða að viðurkenna að kynlíf er eðlilegt, eðlilegt með jafningja, hvort sem um er að ræða kynlíf kynlíf gagnkynhneigðra eða samkynhneigðra.
Á meðan að kirkja kennir annað og styður bælingu eðlilegs og heilbrigðs kynlífs þá mun barnaníð halda áfram að grassera innan hennar.
Á meðan kirkja veitir skjól slíkum mönnum til athafna, munu fleiri sem eru sjúkir leitast við að starfa undir hennar þaki - þar sem þeir fá aðstöðu til að nálgast börn.
Svo segir fólk; "Þetta er ekki bara tengt kaþólsku kirkjunni, þetta þrífst alls staðar, ekki vera að ásaka kirkjuna eða leggja hana í einelti" ..
Kirkjan á að vera fyrirmynd, þjónar hennar að bera kærleikanum vitni, en ekki illskunni. Kirkjan á að vera börnunum skjól en ekki skjól fyrir ofbeldisverk barnaníðinga.
Jesús grætur, ég græt svo sannarlega með honum, og ég veit að þú grætur líka - því að hann sagði: Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra það gjörið þér mér
Jesús er því fórnarlamb barnaníðinga.
Hvenær ætlar okkur að lærast það?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla Jóhanna. Færslan sem þú vitnar í, var afar sorgleg.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2010 kl. 12:48
Algjörelga sammála þér Jóhanna mín. Hvenær ætlar þessi stofnun að átta sig á staðreyndum og komast til nútímans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2010 kl. 13:03
Sæll Axel Jóhann, ég gleymdi að tengja við fréttina - gott að benda á hana.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 14:05
Svo var það reyndar þessi færsla Sigríðar Laufeyjar, sem leyfir ekki athugasemdir sem ýtti líka við mér.
Við erum nú yfirleitt sammála um flest Ásthildur mín.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 14:07
Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2010 kl. 14:08
Sigurður Grétar er ósáttur við færslu Sigríðar Laufeyjar, en hún bendir á að hún hafi aðeins verið að biðja um vandaða fréttamennsku og bendir á að það sé bæði gott og vont fólk í kirkjunni eins og á öðrum stöðum.
Málið er að flestum finnst að kaþólska kirkjan eigi ekki að skjóta skjólshúsi yfir eða verja illar gjörðir starfsmanna sinna, en staðreyndin er að það hefur verið gert allt of lengi.
Hlutfall illskunnar er því of mikið og skyggir á góðverkin.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 14:14
Verður ekki páfinn,að breyta lögum kaþólsku kirkjunni.Annað hvort að gelda starfsmenn kirkjunnar eða leifa giftingu.
Þessir menn hafa uppgvötað það,að það er hægt að gera meira með "honum",en að pissa.
Ingvi Rúnar Einarsson, 10.4.2010 kl. 14:51
Góð ábending.
Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2010 kl. 21:14
Æi...
Jónína Dúadóttir, 10.4.2010 kl. 21:24
Góð grein og einstaklega góður titill.
"Á meðan að kirkja kennir annað og styður bælingu eðlilegs og heilbrigðs kynlífs þá mun barnaníð halda áfram að grassera innan hennar."
Áttu við með þessu að kirkjan t.d. bannar prestum að giftast ?
Stundum hef ég heyrt menn segja að þessi stranga regla geri það að verkum að menn fari að níðast á börnum. Mér hefur alltaf þótt það skrítin rökfærsla að maður með heilbrigðar hvatir leiti í börn ef honum er neitað um að njóta ásta við konu/karl ?
Ég held að það að prestar fái ekki að ganga í hjónaband sé ekki vandamálið.
Ég hef grun um að þetta sé svona "ungfrúin góða og húsið" syndrome sem leiðir það af sér að börn sem verða fyrir níðingi fá ekki möguleikann á að vinna úr sínum málum og læra jafnvel að þessi hegðun sé alls ekki óeðlilegt af hálfu gerandans. Svo verða einhverjir af þessum altarisdrengjum prestar og málið vindur upp á sig og sífellt er verið að verja heiður hússins og hylja yfir.
En þetta er vonandi að breytast með umræðum og opinberunum síðastliðinna ára.
Haraldur Blöndal (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 22:37
Sæll Haraldur, takk fyrir athugasemdina þína - og við erum sammála með titilinn. Ég held að mörgum sem hafa trú á boðskap Jesú svíði hvernig mynd hans er afbökuð og hvað kirkjan er komin svakalega langt frá grasrótinni.
Greining þín er örugglega rétt að mörgu leyti. Ég held að þetta sé tvíþætt, þ.e.a.s. keðjuverkun - eins og þú talar um og heiður hússins, en ég held að það hjálpi ekki til að menn fái ekki útrás á eðlilega hátt fyrir kynhvöt, sverja þess eið að lifa skírlífir. Bæling getur ekki verið góð, hvorki fyrir sál né líkama.
Svo er annað að Þegar þeir misnota stráka er minni hætta á að afleiðingar verði opinberar, heldur en ef þeir kæmust yfir stúlkur .. þá er augljós hættan á að þær verði ófrískar og upp komist um faðernið. Það er ein tilgátan líka.
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 08:40
Ingvi Rúnar - ég held að í raun, og að forsögðu í svari til Haraldar, þurfi ekki aðeins að breyta hugsunarhætti hjá kaþólskum, heldur öllum varðandi kynlíf og líkamann.
Tvíhyggjan að líkaminn sé óæðri sálinni er hættuleg að því leyti að líkaminn verður þá eitthvað vont fyrirbæri - en við vitum flest að við aftengjum ekki svo glatt líkama frá anda. Slökkvum ekki á þörfum eða afneitum þeim og með því að gera það þá koma þær út á afbrigðlilega hátt, eða það tel ég.
Pælið í því að þessir biskupar eða prestar taka kannski þátt í því að fordæma samkynhneigða sem þó lifa í sátt og samþykki með sínum maka, en sjálfir misnota þeir unglingsdrengi til að svala sínum þörfum - og hvað? skrifta svo og fá aflausn? eða eru þeir í sálarangist .. kannski bæði, ég get ekki sett mig inn í þennan fáránlega hugsanagang.
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 08:46
Takk Sigurbjörn - og sammála Jónína Æi .
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 08:48
Bara að senda inn jákvæðni á þennan pistil þín kæra vinkona og sendi kærleik í loftið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2010 kl. 09:20
Nei það eru aðeins börn og fjölskyldur sem eru fórnarlömb hér...
Gifting mun ekki bjarga þessum málum
DoctorE (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:17
Jóhanna og Haraldur,ég þakka rökin.
En barnið er alltaf varnarlaust,nema það er sterkt og skynji munin á réttu og röngu.Margir eru til þess að brengla hug þeirra,vilja beina þeim af leið.Margir hafa hrósað samkynhneigðum að koma út úr skápnum.Sjálfur tel ég að það sé rétt,en að þeir eiga það fyrir sig,en ekki að vera auglýsa það með skrúðgöngum og alkonar uppá komum.Ég tel að það erfitt fyrir foreldra,að skýra fyrir barninu,hvaða fólk þetta væri,og af hverju það væri öðruvísi,en annað.
Jóhanna,ég þakka þér fyrir áhugasama pisla.
Ingvi Rúnar Einarsson, 11.4.2010 kl. 11:22
Vel mælt Jóhanna mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2010 kl. 17:14
Ég á við með bælingu presta kaþólikka, þetta skírlífi þeirra gengur ekki upp og átti að afnema eins Lúther gerði fyrir mörg hundruð árum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2010 kl. 17:16
Ég fæ það ekki til að koma heim og saman að krafa um skírlífi kaþólskra presta leiði til barnaníðs. Barnaníð þeirra hlýtur að vera jafn mikið brot á skírlífskröfunni og kynlíf með fullorðinni manneskju.
Ef kaþólska kirkjan hefði raunverulegar áhyggjur af þessu útbreidda barnaníði innan þeirra vébanda myndi hún taka á vandamálinu; setja í gang rannsókn til að komast að því hvað veldur svo hægt verði að stöðva þetta. Það gerir kaþólska kirkjan hinsvegar ekki. Hún óttast að slík rannsókn muni leiða til breytinga sem komi fjárhagslega niður á kirkjunni. Til að mynda á þann hátt að slakað verði á kröfunni um skírlífi presta. Ef kaþólskir prestar eiga konu og börn er hætt við að þeir hætti að arfleiða kirkjuna af eigum sínum.
Lagið með Jóhönnu frá Bægisá (eins og Laxness kallaði hana) er flott.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 19:08
Ég hef stundum velt þessu fyrir mér, semsé þessu með kaþólsku prestana og barnanið, og hef látið mér detta í hug að skýringin gæti verið sú að menn með afbrigðilegar hvatir leiti í þetta starf, einmitt vegna þess að þeim er ætlað að lifa í skírlífi. Einhver finnur hjá sér annarlegar hvatir, er t.d. hommi eða hreinlega pedofil, en vegna þess hve kaþólska kirkjan hefur mikla skömm á kynlífi og þó sérstaklega kynlífi samkynhneigðra, þá dettur mönnum e.t.v. í hug að þarna sé skjól sem þeir geti lifað í og notið virðingar. Sennilega ætla þeir að vera skírlífir og láta kynlíf bara eiga sig, en þegar á reynir verður það þeim um megn. Mér dettur í hug að þeir leiti á börn vegna þess að þau eru varnarlítil og hægt að kúga þau til þagnar. Bara til að ég verði ekki misskilinn, þá er ég ekki að halda því fram, eða telja mér trú um að hommar séu líklegri til að níðast á börnum en aðrir, en þarna skapast mjög sérstakar aðstæður.
Ég tek fram að ég hef aldrei séð þessa kenningu viðraða í fjölmiðlum, heldur eru þetta bara mínar eigin hugrenningar.
Theódór Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 23:01
Sæl Jóhanna.
Kaþólskakirkjan er á villigötum. Jesús var fullkominn maður og sigraði dauðann. Það væri fáranlegt að halda því fram að hann hefði hafnað kynlífi. Af hverju hefði hann átt að hafna eðlilegu lífi? Ef hann var maður á annað borð. Varðandi kynhneigð homma og lespía, hef ég þá skoðun að það sé fárveigt fólk. Eð kanski eru þetta tilburðir nátturunnar að hamla fjölgun mankyns til þess að maðurinn lifi af.
Gunnar Borgþór Sigfússon, 12.4.2010 kl. 00:28
Gunnar Borgþór,
Þetta er fráleit kenning. Telur þú Pál Óskar t.d. fárveikan mann? Hefurðu kynnst samkynhneigðu fólki persónulega, eða er það fyrir neðan virðingu þína að tala við fárveikt fólk? Það er einmitt svona afstaða til samkynhneigðra sem valdið getur heilsubresti, sem þá felst í andlegri vandliðan og þunglyndi. Það angrar og kvelur samkynhneigða að verða sífellt fyrir fordómum, mismunun og hneykslun samborgara sinna, en sem betur fer er þetta smám saman að breytast.
Theódór Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 07:08
Tek undir orð Theódórs hér, samkynhneigð er ekki veiki - endilega fáðu að tala við lækni Gunnar til að spyrja hann út í það.
Ég held að Jesús hafi verið bara venjulegur breyskur maður, og að við getum öll sigrað dauðann. Það er það sem felst í boðskapnu, að við megum vera breysk - og að við munum öll lifa áfram eftir dauðann. Auðvitað ekki í sama formi og í dag. En það er eiginlega efni í aðra umræðu og mjög umdeilt svo ekki sé meira sagt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2010 kl. 17:59
Takk Milla fyrir jákvæðnisendinguna - tek endalaust á móti slíku
Takk fyrir hugrenningar þínar Theódór, ég er ekki sérfræðingur í skýringum á þessu ofbeldi sem virðist vera svona algengt innan veggja kaþólsku kirkjunnar, en eflaust er það aðallega tvennt sem veldur, keðjuverkun þ.e.a.s. sá misnotaði misnotar = lærð hegðun, og svo held ég að bæling á eðlilegri kynhvöt hjálpi ekki til.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2010 kl. 18:02
Lúther áttaði sig á þessu Haukur, það er rétt - þó Lúther hafi ekki verið fullkominn þá var ýmislegt sem skánaði með hans siðbreytingu.
Ingvi Rúnar, ég skil afstöðu þína - ekki allir eru sammála því að Gay Pride gangan sé jákvæð, meira að segja fer hún í taugarnar á einstaka samkynhneigðum einstaklingum, hef ég heyrt. En persónulega, fyrir mér, er hún gleðiganga - ég fór og horfði á hana síðast og sá bara gleði og gaman og mér finnst bara ekkert veita af slíku í þjóðfélaginu.
Þakka fyrir góð orð í minn garð.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2010 kl. 18:06
"Ef kaþólskir prestar eiga konu og börn er hætt við að þeir hætti að arfleiða kirkjuna af eigum sínum."
Góðir punktar hjá þér Jens, ég fékk ábendingu frá fyrrverandi nemanda að einmitt skírlífi presta hefði verið sett upp sem skilyrði á 3. öld, nákvæmlega af þeirri ástæðu að of mikið af peningum eða brauði prestanna færu til barna þeirra.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.4.2010 kl. 18:09
Því miður er leitað á börn innan margra samtaka og stofnana sem hafa umsjón eða starf með börnum. Skátarnir eru eitt dæmi um þar sem kynferðislegt áreiti mun hafa viðgengist. Þeir sem hafa þörf hjá sér að leita á börn leita þau gjarnan uppi með því að sækja um vinnu með börn að aðalstarfi eða hjá áhugasamtökum. Það er sorglegt að horfa upp á að katólska kirkjan hafi lent í þessu og þöggunin misráðin einsog svo margt í þeirri stofnum. Það verður þó að vera mönnum alveg ljóst að það hefur ekkert með grundvallar boðskap kirkjunnar að gera.
Skírlífi klerka er fyrir okkur óskiljanlegt og gamaldags en það er ekki ástæðan fyrir kynferðisáreiti. Ef ástæða barnanauðgana er önnur innan kirkju en utan er fullyrðing bloggara kannski rétt. En svo mun vera harla ósennilegt. Allar höfuð syndir mannana eru óháðar skoðunum og trú. Menning þjóðanna sem hýsir viðkomandi eru ráðandi um hegðun þeirra. Kirkjan ræður engu um menningu okkar í dag.
- Síðan verður maður að átta sig á því að margar af meintum ákærum á hendur klerkunum eru ósannar. Það er eðli mála af þessu tagi að það hleypur vöxtur tíðni ásakana og þarf alls ekki að vera neitt á bak við þegar betur er rannsakað. Það afsakar auðvitað ekki misnotkun barna. Það eiga margir bágt vegna þessa.
Kristur þjáist enn fyrir syndir mannanna.
Gísli Ingvarsson, 16.4.2010 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.