Að færa veggi og ferskt tau á snúru

Ég þori varla að skrifa hér drauminn minn, þar sem Jens Guð túlkar alla drauma sem Kötlugos, en ég held þessi túlki sig sjálfur, en mér fannst hann svo skemmtilega upplífgandi og ætla mér að trúa þessu statt og stöðugt - því eins og við sum höfum heyrt þá getur trúin flutt fjöll - og ekkert fjall er of hátt til að stöðva okkur frá því sem við ætlum okkur! Wizard

Ég sofnaði nefnilega aftur í morgun, eftir að hafa vaknað klukkan fimm þar sem ég var óróleg vegna dótturinnar sem tók upp á því að aka um miðja nótt eftir þjóðvegum Flórída, en fékk að vita að hún væri komin á "Delray Beach" og það róaði konuna svo að hún sofnað afturi sætt og rótt. 

Dreymdi þó alls ekki Flórída né sæta Ameríkana, heldur dreymdi mig ég var flutt á Skólavörðustíg í stóra íbúð og fullt af fólki (örugglega öllu skemmtilegasta fólki landsins, og þó víðar væri leitað - þú varst örugglega þarna líka, já, já, þú sem ert að lesa!!) og við ætluðum að fara að ræða eitthvað einstaklega gáfulegt og uppbyggilegt,  mér fannst eitthvað þröngt að komast í borðstofuna - þá gekk mín að veggnum og lyfti honum frá!! ...dýrðlegt ..

"I can move walls" ..

p.s. svo man ég eftir brakandi ferskum þvotti í bakgarðinum og endalausar þvottasnúrur .... 

 

hang-laundry-

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tók ekki eftir því fyrr en eftir á hvað náttkjóllinn þarna fremst er fallegur!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2010 kl. 08:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegur draumur og þú getur bara allt sem þú ætlar þér.
Kærleik í þitt hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Halla Rut

Þýðingin:

Í langan tíma hefur eitthvað staðið í vegi þínum sem þú vissir vel að þú gætir ráðið við en hefur hingað til ekki haft kjark til að klára. Nú er hins vegar komið að því að þú ryðjir þessari hindrun í burtu á náir í því takmarki sem þú ert á eftir. Það verður svo miklu auðveldara en þú heldur. Eftir munu verða nokkur verkefni þessu tengt til að ganga frá en þau verða þér auðveld þar sem þú hefur í raun staðið í þessu áður og þekkir ferlið.

ps: Hangandi þvottur er til marks um þinn andlega styrk.

og hanan nú.

Halla Rut , 7.4.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér þessa þýðingu Halla Rut, .. það merkilega við þetta var að veggurinn var - alveg eins og þú lýsir - fisléttur eins og korkur!  ..  Ég hlakka bara til að fara að lyfta honum! 

Kærleik líka til þín Milla! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín draumar og allt standa mér rosalega nærri nákvæmlega núna.  Knús elskuleg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2010 kl. 18:10

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2010 kl. 17:15

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.4.2010 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband