Líf eftir skilnað - að læra eða lemja, trega eða temja, veikleiki eða viska.

Þessi færsla er tileinkuð fólki sem er fast í fortíð vegna skilnaðar og er jafnframt með fókusinn á fyrrverandi maka, jafnvel þó að makinn hafi verið "ómögulegur" .. Fólki sem er fast í fortíð og höfuðið næstum úr hálslið vegna eftirsjár og jafnframt, ef að makinn er kominn með nýjan félaga orðið upptekið af nýja félaganum, meira en sjálfu sér jafnvel. 

- Að læra eða lemja, skrifaði ég í fyrirsögn.  Ég var svo lánsöm eftir minn skilnað 2002 að ég fór beint á námskeið sem hét "líf eftir skilnað" .. og lærði helling.  En námskeið stöðvar svo sannarlega ekki sorgarferil og/eða tilfinningar en kenndi mér kannski helst að tilfinningarnar væru eðlilegar, að ég var bara eins og annað fólk.  Sorgarferli eftir skilnað getur verið alveg eins eða svipað og eftir dauðsfall. 

En vissulega koma kannski tilfinningar eins og reiði og höfnun sterkari inn við skilnað. Jafnvel þó að við höfum viljað skilnað, og vitað að það væri eina lausnin þá er skilnaður oftast sorg eða dauði, draumur um eitthvað sem átti að verða og vera hefur dáið.  Það eru að sjálfsögðu ekki bara tveir sem skilja, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur eru þátttakendur og fórnarlömb og oft mjög vanrækt fólk í þessum aðstæðum, sérstaklega börnin - en það er svo sannarlega verðugt umræðuefni í annað blogg. 

Sjálfri fannst mér svo gott að hitta konur í sömu aðstæðum og ég, að það var í raun stærsta hjálpin. Við sátum ekki og rökkuðum niður okkar fv. maka,  við ræddum vissulega aðdraganda og ástæður, til þess einmitt að læra af þeim,  en ekki til að hvíla í fortíðinni eða lemja okkur sjálfar hennar vegna, nú eða exið okkar. Smile

Ég fékk seinna tækifæri að vera leiðbeinandi á svona námskeiði og þá uppgötvaði ég fyrir sjálfa mig ágætis samlíkingu sem mig langar að deila. Eflaust hafa margir aðrir uppgötvað hana á undan mér og eftir, þar sem ekkert er nýtt undir sólinni. 

Sorgarferli, hvort sem það er eftir dauðsfall eða skilnað er eins og meðgöngutími.  Það er hægt að ganga með margt fleira en barn í maganum,  það er t.d. hægt að ganga með skilnað í maganum! 

 

Sorgarferli er ekki hægt að tímasetja eins nákvæmlega eins og meðgöngu barns,  en samt er búið að skoða að það er nokkuð algengt að "eðlilegt" sorgarferli sé u.þ.b. ár,  en það getur vissulega verið bæði styttra og lengra.  

Við meðgöngu barns, erum við flest dugleg að afla okkur upplýsinga, láta fylgjast með okkur, lesa til um þroskann, mánuð eftir mánuð þar til barnið fæðist - þá hættum við að lesa um meðgöngu og förum að lesa um ungabörn. 

baby.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 (http://www.cwrl.utexas.edu/~ulrich/femhist/geddes221.jpg) 

 

Það sem ég er að benda á hér, er að við eigum og megum alveg sökkva okkur niður í að skilja okkur sjálf þegar við skiljum - skilja skilnaðinn. En enn og aftur;  "allt hefur sinn tíma undir sólinni" .. Það á ekki að festast í meðgöngunni/sorgarferlinu þannig að hún vari í mörg ár.  Ef einhver er enn reið/ur, bitur og leiður vegna skilnaðar sem var fyrir  2 - 4 - 10 - 20 árum,  ætti viðkomandi að fara alvarlega að líta í eigin barm og átta sig á því hvort að hann eða hún er stjórnandi í eigin lífi.  Hvort að enn eigi að trega eða hvort að þurfi aðeins að fara að temja tilfinningarnar. 

Þegar barnið er fætt,  þá hefst nýtt líf. 

Nú ætla ég ekki að hafa þessa morgunbloggfærslu lengri, en það er eitt ráð í lokin:

Það er ekki veikleiki að leita sér hjálpar, það er viska.  Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir þessa visku mín kæra

Jónína Dúadóttir, 5.4.2010 kl. 07:36

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir innlit og kvitt

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 08:22

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

frábær færsla hjá þér Jóhanna.  Takk kærlega fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 5.4.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Só trú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2010 kl. 11:22

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk kærlega stelpur fyrir ykkar álit, það skiptir máli. 

Ég var búin að ganga með þessa færslu í maganum í nokkra daga, en las svo bók í flugvélinni á heimleið frá Kaupmannahöfn eftir Paul McGee, Self- Confidence, sem veitti mér innblástur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 12:21

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hér hafa bara konur kvittað fyrir, karlar hafa nú ekki síður gott af því að lesa svona fróðlega lesningu og þarfa. Hefði viljað lesa fyrir nokkrum árum síðan. Fróðlegt og fræðandi. Takk

Grétar Rögnvarsson, 5.4.2010 kl. 13:05

7 Smámynd: Anna

Góð færsla hjá þér Jóhanna.  Fólk upplifir þessa hluti auðvitað á misjafnan hátt en eitt er víst að ferlið er lærdómsríkt og það er virkilega hægt að nýta sér reynsluna á jákvæðan hátt takist fólki að vinna úr málum.

Anna, 5.4.2010 kl. 13:57

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er mjög sátt við þessa færslu, vel skrifað og svo satt. Ég missti og tók 9 ára hlé á sorgarferlið, var upptekin við annað, fæða barn, ala upp þá tvö, samband sem var glatað of fljótt eftir missi og svo loksins leitaði ég eftir hjálp, fékk hana og "katjínk" hlutirnir löguðust, síðan þá er allt á uppleið og mér líður dásamlega.  maður þarf að hafa visku til að nýta sér slæma upplifin sem reynslu til þroska þá fer vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2010 kl. 17:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert frábær kæra mín, svo sannarlega tek ég undir allt þetta með þér.
Sorgin er ekki endilega að skilja við manninn/konuna heldur allt í kringum þau, maður missir heila fjölskyldu, suma af vinunum, en maður verður að byggja upp nýtt líf, fyrirgefa fortíðinni og halda áfram.
Um fram allt fannst mér yndislegast að upplifa frelsið og verða ástfangin af lífinu á ný
mun aldrei hætta því hvernig sem allt fer.
Einnig er hreinskilnin við sjálfan sig og aðra hið besta mál

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2010 kl. 21:43

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Grétar, vertu velkominn - ég var að skoða gestatölu dagsins sem er komin upp í 709 manns, og eflaust eru þar slatti af karlmönnum sem þó hafa ekki kvittað, enda það ekki nauðsyn. Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum og einmitt jafnvel fólki sem er nýskilið - til að átta sig á nauðsyn þess að læra af fortíðinni til að gera framtíðina betri.

Ég segi ekki að ég hafi farið klakklaust í gegnum "líf eftir skilnað" og þetta er reyndar ekki eini skilnaðurinn sem ég hef gengið i gegnum.  Ég hef þó lært að horfa fram á við og líka átta mig á hversu mikilvægt er að eignast ekki óvini með skilnaði. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 22:18

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Anna, takk sömuleiðis fyrir innlit - það er rétt að fólk upplifir þetta á misjafnan hátt, þó við eigum mörg ótrúlega svipaða reynslu, eða það hef ég lært af samtölum við fólk í þessari stöðu.  Sumir fresta öllum viðbrögðum en þurfa svo að glíma við þau síðar, aðrir verða fljótlega ástfangnir á ný, en gætu þá átt á hættu að taka vandamál með sér inn í nýja sambandið,  það er allur gangur á.

Gott  að sjá hvað þú ert happy núna Ásdís mín og takk fyrir að deila

Milla, takk fyrir þín orð og sömuleiðis að deila  - "ástfangin af lífinu" .. vel orðað!

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 22:23

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir mig, þetta var fróðleg lesning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2010 kl. 01:03

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil.  Get vel skilið það tómarúm sem skapast við skilnað og í mörgum tilfellum höfnunartilfinningu.  Það er gott að eiga svona fjársjóð að ganga í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband