Er óttinn ævintýri sem við sköpum sjálf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Neil Donald Walch, sem hefur skrifað fjölda bóka, sem eru hann dikteraði niður eftir guði sjálfum. Ekki akkúrat sá trúverðugasti af þessum nýaldargúrúum er það? Var hann ekki í The Secret?  Það er náttúrlega gæðastimpill, sem ekki verður dreginn í efa..

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 07:17

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir innlegg þitt Jón Steinar.

Neil Donald Walsch var ekki í The Secret. Ég þekki til bóka hans Conversations with God, þó ég hafi ekki lesið þær, svo ég get ekki dæmt þær.  Mér finnst hugmyndir hans, þær sem ég hef þegar kynnst, hvort sem þær eru frá Guði eða honum sjálfum virkilega mannbætandi - og það finnst mér vera það sem skiptir máli í raun. 

Sá reyndar viðtal við Walsch þar sem hann benti á að í The Secret snérist allt um manninn sem miðdepil og hvað hann gæti fengið frá umheiminum, en ekki hvað maðurinn gæti gefið umheiminum.  Vissulega verðum við að vera sátt og glöð til að geta gefið af okkur, en áherslan er vonandi hvernig við síðan getum lagt sem þyngst lóð á vogarskálarnar að bættum heimi.  Við gerum það örugglega ekki ef við erum óttaslegin.

Trúi ekki öðru en að flest  fólk geti tekið undir það sem hann ræðir á t.d. þessu meðfylgjandi klippi um "The Emotion of Fear" ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 10:43

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk Jóga

Það var gott að hlusta á hann.

Marta B Helgadóttir, 24.3.2010 kl. 11:47

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ha, ha, ha, gott hjá þér .. þú ert meira inni í þessu Secret dæmi en ég Jón Steinar.   Ég sá einhvers staðar myndband með honum þar sem hann var að gagnrýna það sem eg minntist á að ofan,  þ.e.a.s. einstaklingshyggjuna í  The Secret,  en reyndar tók hann ekkert fram hvort hann hefði verið með innlegg þar eða ekki.

Það má alveg pikka það góða út úr þessu og tileinka sér, eins og jákvæðni og fleira en ekki gleypa  pakkann hráan. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Marta mín

.. en Jón Steinar, þú hefur ekki svarað hvort að þér þykir varið í það sem Walsch er að segja um "The Emotion of Fear" eða er allt ónýtt hjá honum af því að hann var í The Secret?

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 14:08

7 identicon

Þú verður að fara að snappa út úr þessu hallelúja gauli Jóhanna mín, það er augljóst að þessi maður á við geðræn vandamál að stríða.. og eða er einfaldlega glæpamaður sem er selja húmbúk

DoctorE (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:40

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hlustaðu nú á Walsch og segðu mér svo af hverju þú ert svona hræddur DoctorE?

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 15:06

9 identicon

Hræddur???? Við hvað?
Mér finnst þetta jafn kjánalegt og þegar kaþólska kirkan er að eltast við Maríu "mey" um allar trissur... og þá sérstaklega núna þegar barnaníð eru að kæfa kirkjuna... þá er um að gera að benda á eitthvað súperpáva dæmi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 16:01

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE,  þetta kemur páfa, barnaníð og kirkjunni nákvæmlega EKKERT við.  Þú ert hræddur við fólk,  þar sem þú þorir ekki að koma fram undir nafni, þú ert hræddur við að þú sért pinku ponsu trúaður og því ferðu út í öfgarnar, það er það sem ég tel þig vera.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 16:12

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir það fyrsta, þá get ég ekki tekið alvarlegga mann, sem skrifar bækur eftir tilsögn guðs.  Hann er óttarlegur bullukollur líka. Það er ekki nokkur speki í þessum vangaveltum hans. Ótti getur verið í öllum litum, allt frá eðlilegri árvekni til lamandi skelfingar. llt eftir tilefningu.  Það er þó rétt að óttinn er meðvitað notaður af óvönduðum til að stjórna fólki og móta álit þeirra athafnir og lífsýn. Ekkert sterkara dæmi um það er bilían og hin kirkjulega stofnun.

Ef við værum í öllu óttalaus, þá værum við sennilega ekki til. Þetta er makanismi í okkur, sem í eðlilegum kringumstæðum er okkur hjálplegur.  Það er enginn, sem er laus við kvíða, áhyggjur, óvissu eitt einasta augnablik. Skoðaðu í sjálfa þig. Þetta er ómissandi hluti af afkomueðlinu. 

Ég er samt á því að óttavæðing, sé löngu komin langt út fyrir allt norm. Pólitík og trúarbrögð misnota þetta viðurstyggilega með hjálp fjölmiðla á auðtrúa fólk til skilyrðingar.  Meira að segja auglýsingar tengja inn á óttann, sem fólki er eðlilegur. óttann við skort og að verða undir; óttan um afkvæmin og framtíðina.

Stundum er þessu beitt jákvætt, eins og í heilbrigðismálum eða öryggismálum, en oftast er einhver að maka krókinn á hinum endanum.

Það er gott að fólk hugleiði þetta og átti sig á að það er spilað inn á þetta eðli. Það er út i hött að segja að við sem einstaklingar búum hann til. Þetta er ofið í genómið.

Mér er málið hugleikið eins og margt annað og einhverntíma skrifaði ég grein sem leggur út af lífræðilega þættinum og hvernig ímyndaðar ógnir eru innprentaðar í okkur. HÉR

Það er þó vert að benda þér á hvað trúarbrögðværu án þessa. Líklegast væru þau ekki til nema í skötulíki, svo út frá baraþví sjónarmiði er vert að ræða hann og eðli hans. 

Ég mátti til með að stríða þér, en mér finnst þetta ekki vitlaus umræða. Walch er þó ekki alveg rétti maðurinn til að kveikja slíkt, þótt hér hafi þér þó tekist það. 

Maðurinn er loddari.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 16:56

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars rétt hjá DoctorE að Walch átti við geðræn vandamál að stríða að eigin sögn og byrjaði að tala við guð á barmi sjálfsmorðs. Fór að heyra raddir, semsagt. Ekki er ég geðlæknir, en eitthvað held ég að það sé málum blandið hvort hann hafi náð sér fyllilega. Ég allavega tel það ekki batamerki, þegar menn fara að heyra raddir í höfðinu á sér.

En það sem ég held að Doktorinn, sé að reyna að koma yfir er að óttinn er megindrifkraftur kirkjunnar. Þar hefur hann fyllilega rétt fyrir sér. Það er líka umhugsunarvert fyrir þokkalega sein manneskju að bendla sig við og verja það költ, sem á slíka sögu, sem doktorinn bendir á.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 17:01

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ef þý rýnir í það, sem Walch er að segja í Secret klippunni, þá sérðu að það er einfaldlega fullyrðing að guð sé ekki til.  "Hver er sinnar gæfu smiður...því miður." er inntakið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 17:10

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér Jón Steinar fyrir málefnalegt innlegg og fyrir vísun í frábæra færslu, en ég leyfði mér að stela þaðan eftirfarandi línum: 

"Ógnir samtímans ættu því ekki að vera af skorti.  Þær eru þó bundnar við áhyggjur af hugsanlegum skorti." 

Ég var á námskeiði í haust hjá Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi i sl. vor og þar talaði hann um að maðurinn væri skort-dýr. 

Ég  held að mikið felist í þessari setningu þinni um hugsanlegan skort og ótta við hann.  Fólk þorir t.d. ekki að fara út úr ákveðnum aðstæðum,  samböndum eða vinnu af ótta við mögulegan skort á þessu eða hinu.  Þar af leiðandi lifir fólk við aðstæður sem það er ósátt við og lætur skortinn stjórna sér, eða ótta við skort.

Það er skiljanlegt, eða skiljanlegra, með fólk sem þarf fyrir börnum að sjá að það hugsi sig tvisvar um áður en t.d. það hættir í starfi sem gefur peninga fyrir salti í grautinn - svo maður tali ekki um allt sem þarf að veita börnum í dag ef miðað er við náungann í næsta húsi. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 18:24

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikið rétt. Ég held við sjáum þetta svipað. Því má bæta við að ég held að þessi ótti við skort sé helsti drifkraftur græðginnar og óttinn við að missa munaðinn vaxi í réttu hlutfalli við auðinn. 

Við rennum upp og niður þessi óttaþrep daginn út og inn, en með viðvarandi áreiti utanað, er hætt við að hann verði stjórnlaus. Sjá nú útrásarprinsana okkar, sem enn berjast a´hæl og hnakka við að sölsa undir sig meira af sviðinni jörð, þótt þeir eigi milljarða á milljarði ofan.  Ég held að þessi sósíópatía (þ.e. að missa eiginlekann til að sjá afleiðingar gjörða sinna á aðra og geta sett sig í spor annarra) sé tengd óttanum. Eftir því sem ógnin er meiri þess meira hugsa menn um eigið líf og láta sér minna um aðra finnast.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 22:09

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta lið er því viti sinu fjær af hræðslu (bókstaflega) við einhverja ógn, sem það mun ekki geta skilgreint ef það væri spurt. Raunar held ég að rekja megi rótina að öllum verstu löstum mannsins til ótta, sem oft er óþekktur og óskilgreindur.  Það væri því kannski þerapíuatriði að fólk skoðaði og lærði að þekkja ótta sinn til að það geti haldið honum í skefjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 22:13

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er raunar lykilviðfangsefni sálfræðinnar að fást við fóbíur af öllum stærðum og gerðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 22:16

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir góðar athugasemdir Jón Steinar.  Las einhvers staðar að ein helsta hindrun velgengni væri óttinn við að gera mistök.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.3.2010 kl. 19:50

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Láttu mig vita það. Ég er verkkvíðinn maður með afbrigðum. Sumir kalla þetta fullkomnunaráráttu, en ég held að þetta sé bara heigulsháttur í bland við leti.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband