Út úr skápnum - koma svo!!!.... VVV MANNRÆKT

Ég var að lesa frétt á DV um baráttumann gegn samkynhneigð  sem var að koma út úr skápnum sem og viðurkenna samkynhneigð sína.  Aumingjans manninum hlýtur að vera létt, að vera búinn að kúldrast þarna inni í dimmum skáp í bullandi afneitun. Maðurin er orðin 55 ára gamall!! ..

Hversu margir ætli það séu sem hafi hátt og berjist gegn samkynhneigð sem eru í sömu stöðu og öldungardeildarþingmaðurinn Roy Ashburn? 

Nýlega stofnaði ég hóp á Facebook sem gengur undir nafninu VVV MANNRÆKT  og nú eru komnir 94 í þennan hóp.  Fólk sem með opinn faðminn er tilbúið að taka á móti þeim sem eru hikandi við að koma úr hinum dimmu skápum samfélagsins.  Fólk sem er tilbúið að verja annað fólk gegn fordómum og þröngsýni sem þetta fólk hræðist.  

Hugsa sér að manneskjur þurfi að kúldrast inni í skáp vegna þess að þess að þær eru hræddar um að verða stimplaðar sem minni manneskjur vegna kynhneigðar, og nú er árið 2010.  Þessu erum við að snúa við. 

En á sætum sellufundi sem við héldum sl. laugardag, ræddum nokkur um þá félagslegu einangrun sem getur sem því fylgir að mega ekki vera eins og við erum,  eða viðurkenna að vera eins og við erum. 

Þetta gildir líka um ýmislegt sem við erum að glíma við með sjálfum okkur. Við getum tekið dæmi sem margir kannast við,  en það er að vera einmana.  Fæstir vilja viðurkenna að þeir séu einmana, en ég veit að margir eru það og bara það að geta sagt það upphátt gefur okkur ákveðið frelsi. 

Einmanaleiki er t.d. oft fylgifiskur skilnaðar eða dauðsfalls maka,  við dæmum oft fólk, sérstaklega karla fyrir að hlaupa fljótt í samband aftur,  en það er kannski ekkert bara vegna þess að þeir séu svona svakalega graðir (afsakið orðbragðið)  þeir eru bara hreint út sagt einmana með sjálfum sér og vantar snertingu ástvinar,  ekki síður snertingu sálar en líkama.

Við erum misjöfn, sumir eru sjálfum sér nægir og sáttir makalausir - en alls ekki allir. 

Það er hægt að vera inni í skápnum með fleira en samkynhneigð, en vissulega myndum við ekki segja um Palla sem viðurkenndi loksins að honum liði eins og hann væri einn í heiminum, að hann væri að koma út úr skápnum. 

Ég óska öllum Roy Ashburn´s þessa heims til hamingju með þá ákvörðun að koma út úr skápunum, en verra er að kannski hefur hann sært marga með baráttu sinni gegn samkynhneigðinni með sinni framgöngu. 

Virðing - Viska - Vinátta 

Sýnum náunganum umburðalyndi þannig að hann viti að hann er velkominn út úr skápnum, hvenær sem er. Heart

 Hér er svo Stephen Fry með ágætis innlegg .. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er rétt að taka það fram að það eru fleiri búnir að hafa samband og lýsa ánægju sinni með hugmyndir VVV MANNRÆKTAR, sem eru ekki á Facebook.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.3.2010 kl. 18:14

2 identicon

Einn góðann veður á Jóhanna eftir að lenda á eyðieyju með þrem hroll-sexy gaurum er reynast samkynhneigðir . Örlög Jóhanna, örlög !

conwoy (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er líka flottur félagsskapur og ég er stoltur meðlimur

Jónína Dúadóttir, 9.3.2010 kl. 19:17

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Convoy - mér á örugglega ekki eftir að leiðast

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 00:24

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. hmm.. þetta var víst Conwoy en ekki Convoy..

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 00:25

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við erum stoltar saman Jónína mín

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 00:25

7 identicon

Það er löngu ljóst að helstu baráttumenn og konur gegn samkynhneigð eru sjálf samkynhneigð... þetta fólk lætur eins og vitleysingar vegna þess að það er að tala við sjálft sig; Alvarlegasta mynd þessa heilkennis er þegar menn eru komnir með biblíu í hönd og básúna hversu samkynhneigð sé slæm og hvað Gudda sé illa við hneigðina; Þú getur bókað að slíkir menn eru 100% hommar... margir þeirra blogga einmitt hér á blogginu.. ásamt því að koma fram á Omega... sumir jafnvel embættismenn hjá Geimgaldrakarlsstofnun ríkisins.

convoy er pottþétt hommi... algerlega ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:57

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð færsla að vanda og er ég sammála henni afar, svo er Stephen Fray frábær.

Ég hef nú aldrei skilið þetta pex og þann viðbjóð sem sumir láta út úr sér um fólk, við eigum öll sama rétt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2010 kl. 20:06

9 identicon

Fyrst að dokksi básúnar hvað trú sé slæm, er hann að sjálfsögðu bullandi Kristinn og allt . Í hvaða kirkju ferðu alltaf í kallinn minn ? Já, of kourse krossinn maður !!

conwoy (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 22:26

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stephen Fry er snillingur, heillaði mig upp úr skónum með þáttunum um Ameríku.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband