8.3.2010 | 10:17
"Time Out" - dagur 1
Sumt fólk er þannig að það segir of oft "já" og það segir of oft "ég skal" ... og þarf reyndar að skipta sér af öllu. Ég er svolítið svona eins og sumt fólk, en er að reyna að læra að segja nei og draga mig í hlé líka stundum.
Sólin rís og sólin sest án þess að ég sé að skipta mér af því.
Sumt fólk á líka erfitt með að deila með sér verkefnum, nú og stundum eru ekki margir til að deila þeim með - það kemur nú fyrir líka. Sumt fólk hlustar á annað fólk og tekur sorgir þeirra of mikið inn á sig, sérstaklega ef fólkið er ungt og hefur lítið bakland.
Án þess að hafa þennan formála lengri, þá er bikarinn minn víst fullur núna og því er ég komin í frí til að hella úr bikarnum, safna kröftum og endurnýjast fyrir áframhaldið. Það þýðir þó ekki að mín ætli að leggjast með fætur upp í loft. Ég þarf auðvitað að taka hvíld frá vinnunni, koma blóðþrýsting, sem var víst orðinn háþrýstingur niður, og beina huganum að öðru. Ekki vantar áhugamálin, en áhugamál nr. 1 er að sjálfsögðu mannræktin - sem hefst auðvitað á sjálfsrækt, að setja fókusinn á hið góða. Rækta sál og líkama.
Á meðan ég man: Með því að kjósa Nei í þjóðaratkvæðisgreiðslu í gær var ég ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk né Framsókn, svo það sé alveg á hreinu!
Jæja, þá er það út að ganga - og reddingar með símann minn.
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn.
Athugasemdir
Elskum friðinn og kyssum á kviðinn, það sögðum við fyrir norðan.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 12:50
Farðu vel með þig ljúfust, það er bara til ein þú.
Við elskum friðinn og breiðum út gleðina
Kærleik til þín Jóhanna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2010 kl. 18:29
Takk þið þarna konur, kyssum þá á kviðinn og breiðum út gleðina ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 20:19
Farðu vel með þig mín kæra, það er bara til ein þú og við hin þurfum þig
Jónína Dúadóttir, 9.3.2010 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.