Gleðin í lífinu og fýlan í "sumum"

Undanfarin sex ár hefur líf mitt verið samtvinnað ungu fólki, að sjálfsögðu mínu eigin unga fólki, þ.e.a.s. börnunum mínum, en líka öðru ungu fólki þar sem ég starfa í framhaldsskóla. Ég hef fylgst með, og verið þátttakandi, í gleði þeirra og sorgum og í gærkvöldi var gleðistund. Forkeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna.

Í 170 nemenda skóla fluttu nemendur 10 atriði, og í sumum þeirra voru tveir þátttakendur.  Atriðin voru ólík, en öll flutt af mikilli innlifun og ekki voru kynnarnir síðri sem voru svona "Jói og Simmi" Hraðbrautar. 

Hæfileikarnir hrundu fram, þrátt fyrir pinku stress - og stundum mikið stress, tókst öllum að komast vel í gegnum sín atriði og stóðu sig með sóma. Sum auðvitað betri en önnur, enda um keppni að ræða. 

Mjög góð mæting var af nemenda hálfu og við mættum nokkrir starfsmenn og höfðum ekki minna gaman af en nemendurnir. Enda tók t.d. einn nemandi frumsamið rapp þar sem skólastjóri var nefndur á nafn o.fl. 

Það er oft styttra að sækja gleðina en við höldum, en vegna þess sem  nú er að fara að höndum.  Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave samninga,  þá sýnist mér ekki veita af að minna svolítið á gleðina og brosin. 

Brosum til hvers annars þegar mætt er á kjörstað ;-) .. og minnumst alls þess góða sem landið gefur og við gefum hvert öðru.  Heart

Fýla er að sjálfsögðu valkostur líka, ef að fólk vill nýta sér þá fyrirmynd. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef alltaf sagt þetta... fýla er valkostur og ég vel að nota hana ekkiÞað er alltaf eitthvað í gangi, sumt miður ánægjulegt og svo annað misjafnlega auðvelt, en að kjósa fýluna gerir allt bara miklu erfiðaraEigðu góðan dag flotta kona

Jónína Dúadóttir, 6.3.2010 kl. 07:55

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við mætum á kjörstað með sól í sinni og von í brjósti

Sigurður Þórðarson, 6.3.2010 kl. 09:56

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Auðvitað mæta allir á kjörstað,með von í brjósti,að martraðinnar fara að ljúka.En ég sé ekki neitt athugavart við það,þó að ungt fólk,sem þegar er búið að missa allt,eigi erfitt með að mæta með bros á vör.

En trú,von og kærleikur er sú ljóstýra,sem allir vona verði að sólarljósi framtíðarinnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.3.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fýla er leiðinleg hvort sem hún er í útliti eða andrúmslofti. Ég vel að brosa

Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Í dag er góður dagur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:29

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vildi bara koma hér inn og heilsa að góðum íslenskum sið J'ohanna mín.  Ég hef svo lítið farið inn á bloggið undanfarið en fer vonandi að hressast, nennnesssekki lengur.   KNús á þig.

Ía Jóhannsdóttir, 7.3.2010 kl. 20:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú er alltaf frábær Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband