21.2.2010 | 14:05
Köld og fersk ..
Fórum fjögur í hressingargöngu kringum Tjörnina, en eins og sum sem hafa lesið bloggið hér á undan var ég með mannræktarútkall.
Hulda systir kom til mín rétt fyrir eitt og röltum við að Iðnó. Þá áttaði ég mig á því að auðvitað vissi ég ekki ef einhver væri þarna mættur til að ganga með og ekki þekktu viðkomandi mig, nema kannski af þessari einu bloggmynd .. Ég réðst á eina fína frú sem sat þarna á bekk beint fyrir framan Iðnó og spurði hvort að hún væri mætt í göngu. Hún hélt auðvitað að konan væri létt geggjuð, en sagðist nú bara vera að fara í leikhúsið. Samferðafólk mitt, en tvö höfðu bæst í hópinn í viðbót, skellihló að tilburðum mínum. Jæja, næst auglýsi ég að ég verði með bleika klút eða eitthvað, svona eins og á "blind date" ..
Það var kalt en bjart og við gengum rösklega stóran hring, sem þó bara tók innan við 20 mínútur að ganga. Við töluðum aðeins um andrúmsloftið í þjóðfélaginu og hversu mikilvægt væri að létta á því og koma með mótvægi. Hulda og Doddi vinir mínir voru þessi tvö sem gengu samferða okkur og sagðist Hulda hafa heyrt að sjálfsvígstíðni hefði aukist, sérstaklega hjá ungu fólki.
Það er ástand sem bregðast verður við.
Jæja, mér þykir leitt ef ég hef misst af því að hitta eitthvað fólk með eldmóð í hjarta, en mun standa betur að þessu næst, láta vita af bleika klútnum .. gefumst ekki upp þó norðanvindurinn blási á móti!
Athugasemdir
Þó þú hefðir verið ein Jóhanna mín þá var það byrjun, því eins og þú og allir vita, maður kemst ekki áfram nema að taka fyrsta skrefið.
Flott hjá ykkur
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2010 kl. 17:07
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2010 kl. 23:12
FLott hjá þér Jóhanna mín. Og það er rétt hjá þér, vertu bara með grænan borða um handlegginn svona líkt og Hörður Torfa á Austurvellinum. Svona til að leggja áherslu á það græna og góða í því sem þú ert að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 11:45
Mér líst vel á þetta og hefði komið ef það væri ekki svona langt á milli okkar
Jónína Dúadóttir, 25.2.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.