Ljóð til að létta lund ...

Allir eiga drauma
Lag og texti:  Ólafur Haukur Símonarson

:,: Allir eiga drauma
um að vera eitthvað annað en
þeir eru’ í raun og veru :,:


Það var einu sinni steinbítur
sem dreymdi’ um að verða naglbítur.
Það var einu sinni skjaldbaka
sem dreymi’ um að verða tvíbaka.

Allir eiga drauma…

Það var einu sinni jólatré
sem dreymdi’ um að verða herðatré.
Það var einu sinni hlébarði
sem dreymdi’ um að verða hjólbarði.

Allir eiga drauma…

Það var einu sinni pottormur
sem dreymdi’ um að verða höggormur.
Það var einu sinni sendisveinn
sem dreymdi’ um að verða jólasveinn.

Allir eiga drauma…

 

Smile Góðan daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góðan daginn mín kæra og takk fyrir hlátraskell.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur, mér fannst ekki veita af smá gríni og glensi inn í daginn.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.2.2010 kl. 06:15

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góðan daginn! ég skil þessa vísu alla vega..

Óskar Arnórsson, 14.2.2010 kl. 05:51

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.2.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband