2.2.2010 | 18:34
Að vekja
Bloggið mitt um tilgang vakti augljóslega marga til umhugsunar um tilgang, hvort sem það var tilgangur tilgangsins vegna eða tilgangur lífsins.
Ég renni yfirleitt blint í sjóinn með hugleiðingar mínar. Stundum skrifa ég (að eigin áliti) útspekúleraðar tímamótagreinar, sem enginn hefur áhuga á. Svo vakna ég einn sunnudagsmorgun og læt flæða um tilgang lífsins og það eru margir sem hafa áhuga.
Ég verð að viðurkenna að það gleður mig þessi áhugi á tilgangi. Markmið og tilgangur flækjast stundum svolítið fyrir hvort öðru.
Markmið hvers kennara hlýtur að vera að vekja og vera nemanda innblástur, en ég starfa m.a. við kennslu og svo sannarlega er mitt starf fólgið í að veita innblástur. Innblástur til náms og löngunar til náms. Fátt er leiðinlegra en að læra án löngunar, en auðvitað vitum við að nám - sérstaklega skyldunámsgreinar er ekkert alltaf allt sem fólk langar að læra. Þá er mikilvægt að matreiða efnið á þann hátt að það sé spennandi, og að gera nemandanum grein fyrir hvað akkúrat þessi námsgrein sé mikilvægur hlekkur í námsferlinum. Æ, nú er ég komin algjörlega í vinnuna!
Megin punktur minn með þessari færslu er að vekja athygli á hvernig við sem manneskjur getum verið öðrum manneskjum "inspiration" eða innblástur. Við getum að sjálfsögðu virkað akkúrat öfugt. Við getum dregið úr fólki með neikvæðni - má kannski kalla það útsog, svona andstætt innblæstrinum.
Við þekkjum það öll hvernig það að vera nálægt sumu fólki veitir okkur innblástur á meðan aðrir sjúga úr okkur máttinn og við verðum þreytt og jafnvel leið.
Maðurinn er ekki eyland, við verðum vissulega að bera ábyrgð á okkur sjálf og kannski einmitt vernda okkur fyrir því fólki sem hefur það sterk áhrif á líf okkar að það dregur úr okkur. Þá með því að styrkja okkur sjálf og sjálfsmynd okkar.
Vera síðan tilbúin til að taka á móti hinu góða.
Tónlist veitir mér oftar en ekki innblástur.. hérna syngur sonur kvikmyndaklúbbsfélaga míns fyrir okkur "Þú komst við Hjartað í mér" .. Þetta er ástarsöngur, en gæti alveg verið bara um einhvern sem hjálpar annarri manneskju áfram í lífinu til að "mæta hverju sem er" ....
Athugasemdir
Sæl Jóhanna,
Mér finnst pínulítið merkilegt hvað þú, guðfræðimenntuð konan, notar orðið tilgangur kæruleysilega. Í undangengnum umræðum notar þú það út og suður á þannig hátt að mörg önnur orð koma upp í hugann.
Til dæmis:
"Í hvert sinn sem ég upplifi eitthvað gott finnst mér ég finna tilgang."
Finnur maður tilgang? Er það ekki eitthvað sem maður hefur fyrir einhverjum eða sjálfum sér, sé það skilgreint, án þess að maður þurfi eða geti "fundið" fyrir því?
Þegar ég geri eitthvað gott líður mér vel og mér finnst ég hafa öðlast örlítið mikilvægi í lífi einhvers. En er það "tilgangur" minn? Er það ekki dálítið að stökkva úr einu í annað?
Orðið tilgangur er einfaldlega afskaplega háð því að einhver hafi gagn af því sem hefur tilgang. Sé ekki um neitt slíkt að ræða verður orðið merkingarlaust. Þess vegna þurfa menn að gefa sér líf handan dauðans og fleira í þeim dúr til að það hafi "ytri" tilgang að vera til.
En trúfólk lætur oft einfaldlega vaða með allskyns tal um tilgang án þess að skilgreina þessa hluti neitt frekar.
Trúarleg hugsun virðist mér gjarnan eiga sér stað á útjaðri merkingar orðanna. Þar sem allt þarf að fá að hafa örlítið aðra merkingu en vanalega er lögð í orðin, til að hlutirnir skiljist.
Það í sjálfu sér tel ég að sé blekkingarleikur. Enda eru vítt skilgreind hugtök mikið í tísku í andaheiminum. Ætli guð tali bara svona samsuðu tungumála, svo allir heyra það sem þeir vilja heyra?
Kristinn Theódórsson, 2.2.2010 kl. 20:30
Mörg hugtök eru svo ónákvæm að þau eru eiginlega ónothæf. Ekki síst hugtakið ''neikvæðni''. Eða ''hið góða''. Þetta eru hugtök sem oftast segja ekki neitt í daglegri orðanotkun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2010 kl. 10:49
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 15:11
Kristinn vaknaður!!!
Sigurður - mín hugtök eru líka örugglega ónothæf.
Ásdís, blikk blikk ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.2.2010 kl. 16:38
Kristinn það klæðir þig ekki að setjast svona í hádómarasæti; "Alveg merkilegt hvað þú guðfræðingurinn blah, blah.. " eins og talað út úr munni Jóns Vals ..
Já, hvert skyldi tungumál Guðs vera? Tungumál ástarinnar kannski?
Ég held að þeir sem vilji skilja Guð skilji Guð og þeir sem ekki vilja skilja, skilji ekki.
That goes for me as well.
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.2.2010 kl. 16:45
Þeir sem vilja skilja guð skilji guð... sorry þetta hefur ekkert með vilja að gera.. málið er einfalt; Þú tekur út sögur af guðum og kemst að niðurstöðu... niðurstaðan getur ekki orðið neitt nema það að guðir eru tilbúningur manna til að blekkja og ná völdum; Þetta er svo rosalega geggjað augljóst að það hálfa væri nóg.. Ég sé ekkert nema það að græðgi, hræðsla og fáfræði gæti hugsanlega fengið fólk til að trúa þessum hlægilega einföldu sögum, taka "Nígerískt" veðmál með að þetta sé satt. HALLÓ bókin var í höndum kaþólsku kirkjunnar í sínu valdabrölti.. rétt eins og kóran var á hinum endanum.. eða GT.. eða hvaða trúarrullubók.
Ef fólk færi á mynd í bíó með svona lélegu plotti.. og sagan væri ekki um guði, sússa blah.. þá er á tæru að fólk myndi labba út löngu fyrir hlé, gefa myndinni 0 stjörnur.
Svo er guð starfsheiti.. þarf ekki stóran staf... sko fólk farið að brjóta einföldustu reglur í stafsetningu vegna þessa.. meira segja "hann" í miðri setningu er komið með stórum staf.. eða ef guðinn á að vera að gera eitthvað þá er það sett með stórum staf líka.. bilun :)
Höfðingjasleikjuháttur dauðans alveg.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 18:03
He he, ég ætlaði nú ekki að vera leiðinlegur. Ég tel mér bara trú um að orðið tilgangur hljóti að fá dálítið meira staðlaða meðferð í guðfræðinni.
Kristinn Theódórsson, 3.2.2010 kl. 20:23
Sæll Kristinn - ég ætlaði heldur ekki að vera leiðinleg. Fátt í mínu lífi er "staðlað" .. og ég kláraði guðfræðiprófið í febrúar 2003 og það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan.
Ég man hreinlega ekkert eftir umræðu um tilgang í guðfræðideildinni, en auðvitað höfum við farið í eitthvað slíkt.
Ég er svo þreytt andlega að ég hef ekki treyst mér að svara þér almennilega. Kemur kannski síðar.
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.2.2010 kl. 21:32
Hvernig er hægt að fara í gegnum guðfræði(biblíusögur) án þess að sjá að þetta meikar ekki neinn sense?
Hvernig farið þið eiginlega að þessu :)
Áður en ég fór að skoða þessi trúarbrögð. . það litla sem ég þekkti úr þessu sýndi það ljólega að hér var hreinasta skáldsaga á ferðinni... ég sá þetta á fyrstu litlu jólunum í skólanum.. .. svo eftir að ég for að stúdera þessi mál.. mar mar mar bara hreinlega er með hökuna í gólfinu yfir því að fólk trúi þessari dellu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:43
Það er margur tilgangur og að vekja fólk til umhugsunar er ágætis tilgangur... nú er ég upptekinn af því að vekja fólk í heimabyggð til að horfast í augu við spillingu og vinna að umbótum... verð að viðurkenna að spilltu öflin eru ekki ánægð með slíkan tilgang :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 14:18
Sæl Jóhanna.
Já, það er alltaf fróðlegt og ekki fróðlegt að líta á síðurnar sem fjalla um Trú , Biblíuna og Doktor E.
Ég ætla áfram að fylgjast með. Ég les orðið og það hefur GAGNAST mér, meira en Doktor E, sem að mínu viti er á mála hjá Mbl.is, vegna þess að það sem frá honum kemur " stundum " líðst engum öðrum hér á blogginu. nema ef vera skyldi "Stormsker".
Í vinsemd við ykkur og virðingu fyrir orði Guðs.
Kærleikskveðja á þig og alla hina líka.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.