Tilgangur ..

Ein stærsta spurning sem við spyrjum okkur sjálf er spurningin um tilgang tilvistar okkar. Ég held að í rauninni þurfi hver og ein/n að spyrja sjálfa/n sig þessarar spurningar og svara fyrir sjálfa/n sig. En þegar manneskjan finnur engin svör, finnur engan tilgang þá verður erfitt að stíga framúr á morgnana, erfitt að erfiða því að hún upplifir að erfiðið sé til einskis.

Kveikjan að þessari pælingu minni, er að ég tala mikið við ungt fólk, eða það talar við mig og það finnur akkúrat ekki þennan tilvistartilgang sinn og því fallast hendur.

Ég helda að við öll eða flest höfum verið á þessum stað og spurt þessara spurninga. Af hverju erum við hér á þessari jörð, af hverju erum við að púla og læra, fjölga okkur, ala upp börn o.s.frv.  Það er oft djúpt á svari og eftir því sem við gröfum dýpra lendum við oft í því að grafa okkur niðrí holu sem við sitjum svo föst í og komumst ekki upp úr.

--

En nú svara ég bara fyrir sjálfa mig. Þó ég sé ekki að spyrja þessarar spurningar á hverjum degi, þá fæ ég svörin svona næstum því á hverjum degi.

Í hvert sinn sem ég upplifi eitthvað gott finnst mér ég finna tilgang. Í hvert sinn sem ég sé árangur af starfi mínu eða fæ bros finnst mér ég finna tilgang. Að anda að sér fersku lofti í góðri göngu gefur mér tilgang .. og svo má lengi telja.

En skoðum nú orðið til-gangur. Við erum s.s. að ganga TIL einhvers. Göngum ekki til einskis. Þetta er ekki frá-gangur .. s.s. við eigum ekki að horfa til baka heldur áfram. Við höfum markmið, markmiðið liggur kannski í því að vera betri á morgun en við erum í dag. 

Að sama skapi og ég finn tilgang þegar ég geri vel eða upplifi eitthvað gott, finn ég tilgangsleysi þegar ég klúðra eða geri eitthvað rangt. Fæ ádrepur fyrir hvað ég er utan við mig eða sinni illa fjölskyldu minni. Þar er mín viðkvæma hlið, þ.e.a.s. gagnrýni frá mínum nánustu og þá verð ég lítil og upplifi tilgangsleysi. 

Ég tala hér í fyrstu persónu, þó ég viti að einhver hafa upplifað svipaða hluti og þessi framsetning er svona bara vangaveltur. Við höfum öll svo mikið að gefa og það er tilgangur í sjálfu sér að gefa og deila gjöfinni sem við sjálf erum.

Verð að viðurkenna að ég trúi svolítið að tilgangur lífsins sé líka að þroska okkur og hvert annað og þess vegna séu hindranir oft tækifæri til þroska. Ég trúi á fleiri tilverustig, ekki á svart eftir dauðann eða svart eftir þetta líf.

Nú er krullhærði kallinn að byrja að tala í sjónvarpinu, svo ég ætla að hlusta á hann og vita hvað hann hefur að gefa! ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Af hverju erum við hér á þessari jörð
Nú við fæddumst, foreldrar okkar bjuggu okkur til.. það er ekki nein önnur ástæða

Af hverju erum við að púla og læra.
Gera líf okkar og annarra betra, vonandi gera líf akomenda okkar betra en okkar.

Fjölga okkur, ala upp börn o.s.frv.

Viðhalda stofninum eins og öll önnur dýr... það er frumhvöt.

Það er ekkert djúpt við þetta allt saman.. eini "æðri" tilgangurinn sem er til er sá sem við sköpum sjálf... að gera okkar besta til þess að gera heiminn betri.. þá getur þú "lifað" áfram af verkum þínum...

Ég sá alveg guðlega ívafið í þessu hjá þér ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég skil þessar pælingar,ekki síður hjá börnin.Ef við einangrum ekki við Ísland,heldur við alheiminn.

Hvaða tilgangur er í því,er barnið fæðist,liggur fyrir því að verða skipuð til að klæðast vopnum,til að drepa einhvern eða verða drepinn,í þágu einhverja trúar eða til að þóknast einhverjum pólitíkum,sem reynir að telja því trú að þeir séu að berjast fyrir land og þjóð.

Ingvi Rúnar Einarsson, 31.1.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fínar pælingar hjá þér Jóhanna. En fer ekki tilgangurinn líka eftir aðstæðum og mati á aðstæðum?

Hrannar Baldursson, 31.1.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góð og sígild pæling frá höfundi, sem ávallt hefur góða nærveru.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 17:50

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tek alveg undir með Doksa. Lífið er bara.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.1.2010 kl. 18:34

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu ekki að rugla saman hugtökum hér Jóhanna mín. Tilgangi og markmiði.  Tilgangurinn er skráður í genin okkar og er utan og ofar okkar langanna. Að lifa af, fjölga sér og þrífast vel.  Ástæða þess að við erum "góð" felst í því líka því andfélagsleg hegðun ógnar okkar eigin afkomu. 

Þú finnur tilgng þegar þú færð verðlaun þessa. Þegar þú upplifir eitthvð fallegt eða eignast barn t.d. Þar öðlast þú líka markmið.  Þegar unglingar finna fyrir tilgangsleysi, þa er það vegna þess að þau skilja ekki tilgang  þess sem fyrir þau er lagt að gera.  Það er okkar sök. Fyrst og fremst er það þó skortur á markmiðum, sem gefur þeim þessa tilfinningu. Að skapa, að lifa fyrir eitthvað eða eihverja. Þeir finna það nógu snemma þegar þau verða ástfangin upp fyrir aus. Þá er bara eitt markmið og einn tilgangur. (og hvað heldur þú vera drævið?)

Þú hefur engin svör fyrir aðra í þessu og ég geld varúð við því að fara að vísa til einhverrar yfirnáttúru eða æðri tilgangs, sem svo aldrei er skýrður nema í einhverju tilfinningaklámi, sem á sér engann grunn í öðru en þinni eigin óskhyggju og fantasíu. Þar berð þú mikla ábyrgð að segja satt, þegar óharnaðir unglingar í leit að fótfestu spyrja.  

Það getur gefið fró að hverfa inn í heim liggaliggalásins og þykistuleikjanna, þegar þrengir að, en það er ekki veganesti til að byggja á. Það er undanhald frá veruleianum, sem leiðit til þess að börnin tapa í lífinu.

Hinir geistlegu herrar taka umhvörtunum um það hve lífið sé skitt með því að biðja fólk að þrauka og vera þolinmótt, því eitthvað miklu betra taki við handan lífsins, ef maður bara sýnir þeim undirgefni. Öll trúarbrögð hafa þennan faktor. Þau veita ekki þá fyllingu og lausn, sem þau lofa og grípa til þess að benda útyfir gröf og dauða.  Þar liggja markmiðin og þar tilgangurinn. Eilíft sældarlíf í VIP stúkunni.

Ég undrast alltaf, þegar fólk lætur glepjast af þessari himinhrópandi lygi og heimsku. Það er orðið skilyrt af trúarbrögðunum til að þrúa því sem meikar engan sens en hafna því sem hönd á festir. Ef eitthvað er tilgangsleysi, þá er það slíkur heilaþvottur. Að lifa í blekkingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2010 kl. 19:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Jóhanna mín, ég hef ætíð fundið mér tilgang og hann er allstaðar í kringum mig, ef einhver situr út á mig eða líkar ekki mínar gjörðir þá er það þeirra mál og það er nauðsynlegt fyrir okkur að læra af mistökum sem gerast í okkar lífi.

Litla ljósið mitt hringdi hér um fjögur leitið og sagði, hæ amma mín ég get ekki komið í heimsókn í dag, nú sagði ég ertu að fara eitthvað skemmtilegt, nei ég er lasin, æi elskan mín ertu þá lasin eins og amma, já mér er illt í höfðinu, bakinu og hendinni, hún var náttúrlega með beinverki.
Þetta litla ljós er búin að koma til okkar næstum upp á hvern dag síðan hún fæddist, hún hefur tilgang og ég verð svo glöð er hún lætur mig vita hvað er í gangi. Auðvitað er tilgangur lífsins að þroska okkur og þau litlu líf sem eru í kringum okkur.

Annars er tilgangur svo teygjanlegur að það væri efni í heila bók.

Kærleik til þín vinkona mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2010 kl. 19:48

8 Smámynd: Jens Guð

  Þarf að vera tilgangur? Er eitthvað/einhver sem ætlar manni eitthvert tiltekið hlutverk?  Þetta er áhugaverð pæling.  Kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki,  segir í kvæði Magnúsar Eiríkssonar. 

Jens Guð, 31.1.2010 kl. 22:25

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott kvöld og takk fyrir athugasemdir.  Það sem ég setti á blað er ekkert heilagt, enda pælir bara hver út frá sér.

Takk fyrir þitt innlegg DoctorE, ég held að það sé það yfirvegaðasta sem ég hef séð koma frá þér og er þakklát fyrir það. 

Ingvi Rúnar, ég sé að þú ert að pæla í tilgangi lífsins almennt.  Þetta byrjar kannski í einstaklingnum sem pælir fyrst og fremst í sínu lífi og svo fer spekúlasjónin yfir í tilgangi lífs almennt.  

Það er líka gaman að velta upp mismunandi tilgangi manna/dýra/plantna ??.. Er munur á? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 22:54

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hrannar, ég er ekki alveg viss um að ég skilji þig; en jú -  ertu að meina að tilgangur fari eftir aðstæðum, hvað við gerum í ákveðnum aðstæðum og við gerum kannski hlutina af mismunandi ástæðum. 

Sumir skilja ekki tilgang fólks að ganga á fjöll, en þeir sem gera það eru eflaust í flestum tilfellum að gera það vegna upplifunarinnar, til að sigrast á einhverju, til að stunda líkamsrækt... nú eða sýnast og geta sagt öðrum frá því? 

Takk kæra Jenný Stefanía

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 22:59

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigurður Þór;  "Af því bara" er eflaust ágætis skýring" ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 23:00

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar minn (við erum sko mín og minn) ég sé ekki alveg hvar ég rugla saman tilgangi og markmiðum en sver það alls ekkert af mér vegna þess að mér finnst mörkin stundum óljós.

Ég segi í færslunni að ég svari bara fyrir sjálfa mig, ég get ekki uppljóstrað um tilgang lífsins fyrir aðra. Bara það sem mér finnst og það sem ég hef á tilfinningunni. 

Hvað held ég að sé drævið? 

Ætli svarið við spurningu þinni sé ekki sex-drive, fólk kemst býsna langt á því. 

Þú þarft ekki að hafa áhyggju að ég trúi einhverju yfirnáttúrulegu inn í höfuð ungmennanna, ég kann mín mörk og blanda aldrei neinu slíku í mín viðtöl að fyrra bragði. Ef að fólk biður um það,  þá segi ég mitt álit því ég fer engu að ljúga um það.  Umgengst alla á skalanum frá mjög vantrúuðum til ofsabókstafstrúaðra - eins og gefur að skilja, eða eins og mannflóran er öll. 

Í raun skipta orð oft minnstu máli í samtali við þá sem leita hjálpar, hef komist að því að viðmót skiptir mestu máli og hver við erum og hvað við gefum. 

Ég tel mig ekki lifa í blekkingu, enda alltaf að skoða, endurskoða og skoða svo aftur.  

Takk fyrir þitt innlegg, gaman að fólk nennir að leggja orð í belg. Orðin skipta að sjálfsögðu máli hér. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 23:17

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hinir geistlegu herrar taka umhvörtunum um það hve lífið sé skitt með því að biðja fólk að þrauka og vera þolinmótt, því eitthvað miklu betra taki við handan lífsins, ef maður bara sýnir þeim undirgefni."

Algjörlega ekki minn tebolli.  Ef það er helvíti þá er það hér og nú og paradís er líka hér og nú.   

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 23:23

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Tilgangur er teygjanlegur" - mér líst vel á það, gæti verið upphafið á ljóði!

Knús og kærleik til þín Milla mín og ég er fegin að þú ert komin af stað aftur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 23:28

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jens Guð,  það er spurningin um afþvíbarað og hvort að þurfi nokkuð að vera tilgangur.  Eigum við ekki bara að taka því sem að höndum ber og vera ekkert að spekúlera í tilganginum, því að spekúlasjónin gerir okkur kannski þung?

Ómissandi fólk, ... ég fékk þessa viðvörun frá lækni í fyrra, þ.e.a.s. hann notaði nákvæmlega þessar línur sem þú vitnar í  - þegar ég taldi mig ómissandi í vinnunni og hafði mestar áhyggjur af því að geta ekki mætt í vinnu nýgreind með illkynja krabbamein! ..  En það var fyrir ári og það var sem betur fer staðbundið og ég heil sem aðrir í dag (að svo miklu leyti sem hægt er að kalla okkur heil), en bara að hafa horfst í augu við það breytti mér svolítið og gerði mig enn áhugasamari um að vera heiðarleg við sjálfa mig og aðra.  Kannski persónulegur tilgangur minn sé að lifa þessu lífi af heilindum, nú eða markmið? ..hehe..  rugli, rugl...

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2010 kl. 23:36

16 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Tilgangur með lífi okkar hér virðist vera aðeins. Hann er sá að tortíma okkur, eins og sjá má af umgengni okkar um jörðina.

Svo einfalt er það.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 23:38

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sveinn Elías,  sumir álíta manninn krabbamein á jörðinni. Hann fari svo illa með jörðina.  Mér finnst það býsna sorgleg hugmynd um tilgang að við séum hér til að tortíma okkur, auðvitað er fólk mismikið meðvitað - og við þurfum öll að líta í eigin barm hvað þetta varðar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2010 kl. 00:19

18 identicon

Læra, vaxa, þróast, gefa og þiggja. Tilgangur mannsins er að stíga upp á hæðri tilverustig í meðvitund sinni. maðurinn verður að þekkja leikreglur lífsins og lögmál alheimsins til þess að geta fundið sinn sanna tilgang sem býr í hjarta hvers manns. Að vakna til meðvitaðar vitundar er tilgangur sem maðurinn á að leita í átt að. Andleg vakning felst í þekkingu á sjálfinu og þar að leiðandi þekkingu á öllu.

R (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 01:55

19 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er freystandi bráðabyrgðaniðurstaða að segja að tilgangur mannsins sé að lifa. En við sjáum það ef við skoðum æfir einstaklinga að menn finna mismunandi tilgang og markmið. Það er eðlilegt.

Verst er að sumir bægja frá sér öllu og aðallinn virðist að efast. Það virðist aðalatriðið að ánetjast engu. Sjónarhornið verður ekkert, allt er jafngott eða jafnslæmt og fullkomlega afstætt. Það er hin versta heimska og þannig birtist nútíminn okkur því miður allt of oft.  En það er ekki sæmandi hinum menntaða að fara þannig að. Það þarf að skoða og rannsaka og taka afstöðu. 

Guðmundur Pálsson, 1.2.2010 kl. 12:25

20 identicon

Bara að vera, er það ekki málið? njóta þessa stutta lífs. Eignast afkvæmi, gera heiminn af betri stað, lifa lífinu á sínum eigin sannleika ekki einhverjum annars.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:54

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð grein eins og endranær J'ohanna mín.  Takk fyrir þetta.

Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 13:16

22 identicon

Jæja Guð-mundur.. er það bráðabirgðaniðurstaða að segja að tilgangur lífsins sé að lifa því.. .vá
Útfrá náttúrunni og raunveruleikanum er tilgangur lífsins sá að lifa lífinu og viðhalda stofninum.. við sem hugsandi menn getum sett okkur stefnur og markmið... að setja stefnuna á yfirnáttúru og eilíft líf með galdrakarli er klárlega alger vegleysa sem gerir ekkert nema það að gera lífið svo til einskis virði... hverjum er ekki ~sama um lífið þegar það biða gull og grænir skógar að eilífu eftir að maður er DAUÐUR.

Við mannkynið erum að engu frábrugðin öðru lífi hér á jörðu eða hvar sem er.. nema það að við erum grimmari en öll önnur dýr samanlagt.. en við eigum líka til kærleika og samúð.. rétt eins og mörg önnur dýr.
Hver var tilgangurinn með öllum dauðsföllunum á Haiti, hvað með Congo þar sem milljónir eru myrtar... þúsundir dag hvern.. hvar er guð.. það er svo létt að liggja í notalegri stofu heima hjá sér og hugsa að master of the universe elski þig... þú fékkst draumadjobbið... hvað með þær milljónir sem virkilega þurfa hjálp, kalla á guð allan daginn.. alla nóttina en horfa samt á alla fjölskylduna deyja.. alla í þorpinu deyja, alla í borginni deyja.. að endingu stendur einhver einn uppi á líkhrúgu og þakkar guði fyrir vel unnin störf.
Já þetta er geðveiki...

DoctorE (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 14:16

23 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Jæja, doksi. Fróður ertu. Segðu mér meira. Ég lít aftur inn seinna.

Guðmundur Pálsson, 1.2.2010 kl. 15:19

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að líta hér við. Mér hefur farnast best með því að láta mig alltaf hlakka til einhvers að morgni, þannig hef ég drifið sjálfa mig áfram í gegnum erfið tímabil, smálegir hlutir hafa þá oft verið notaðir sem gulrót, en þetta hefur alltaf virkað og virkar enn.  Kær kveðja  t.d. að þegar ég fór að sofa í gærkvöldi þá lét ég mig hlakka til að fara í hárþvott í dag, er ekki búin að finna "hlakk" morgundagsins en það kemur

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:57

25 identicon

Ég er að fara að sýsla í fiskabúrinu mínu í kvöld... sjæna það að eins til og svona, svo fiskarnir mínir hafi það sem allra best; Kisan mín fylgist alltaf með af áhuga, verð stundum að grípa hana svo hún fari ekki á kaf vegna áhuga síns á að ná fiskunum.. þó hún sé vatnsfælin með afbrygðum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 16:23

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka góð viðbrögð! ..

Það er augljóst að einn af aðaltilgangi þínum DoctorE  er að berjast gegn tjah.. þínum eigin hugmyndum um guð...   þó að menn minnist ekki einu orði á guð þá ert þú alltaf farinn að góla um guð.

Getur ekki verið að lífið sé  grimmt en guð sé einn eða eitt af okkur?  Guð sem þjáist, guð sem grætur - og guð sem er myrtur?   Af hverju heldur þú að guð sé Súperman DoctorE?

"What if God was one of us" ?

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2010 kl. 16:30

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"To be or not to be, that is the question"  CrazyGuy...  

R - tilgangurinn býr örugglega í hjarta hvers manns, við leitum oft langt yfir skammt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2010 kl. 16:35

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðmundur: "Það þarf að skoða og rannsaka og taka afstöðu."

Sammála þar, en þessi afstaða má aldrei staðna og við þurfum að vera í sífelldri endurskoðun. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2010 kl. 16:36

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2010 kl. 16:59

30 identicon

Ég tek bara það sem biblían segir um guð.. eða kóran, það stendur klárlega að guð sé klárari og sterkari en allir aðrir.. að hann buffi og pynti alla sem trúa ekki meintri bókinni hans.. að hann sé skrilljón sinnum sterkari en súperman, að hann hafi skapað alheiminn á 6 dögum... drekkti síðan öllum vegna þess að hann varð fúll út í einhverja..
Þetta er náttlega ekkert nema skrif einhverra manna sem héldu að alheimurinn væri bara það sem sást ofan af einhverju fjalli eða háu tré... Nóaflóðið var í besta falli svona venjulegt flóð sem fór yfir bæinn hans Nóa.. allt tekið úr öllu samhengi og ýkt upp úr öllu valdi í hræðslukasti manna sem vissu ekki neitt, kunnu ekki neitt.. töldu að óveður, eldingar og eldgos væru einhverjir súpergaurar að hefna sín vegna einhvers..
Þetta er svo barnalegt að það er stórmerkilegt að fólk árið 2010 hlægji einfaldlega ekki að öllu ruglinu...

DoctorE (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:17

31 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þí segir nokkuð DoctorE  Eru  þetta ekki þjóðsögur frá gyðingum?

Sveinn Elías Hansson, 1.2.2010 kl. 21:21

32 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er margbúinn að segja þér Doksi minn að þú átt að lesa Biblíuna fyrst sem bókmenntatexta. Vera þolinmóður. Þetta er hnossgæti þú hlýtur að sjá það og finna eitthvað við þitt hæfi.

Annars sagði fróður maður að það sé merkingarlaust að lesa Ritninguna eins og aðrar bækur. Það er nokkuð til í því. Og einföld er hún ekki. Biblían "lýkst upp" eins og menn þekkja. Hún er þvílíkt hafdjúp að þú kemst aldrei til botns og þú getur synt um öll heimshöf þessarar bókar. Hún snertir hvern þann sem trúir eins og talandi vera. Í raun get ég ekki útskýrt það en öllum sem þekkja til ber saman um þetta. Biblían segir frá öllu sem máli skiptir. Allt annað eru neðanmálsgreinar.

Guðmundur Pálsson, 1.2.2010 kl. 21:40

33 identicon

Jú þetta eru þjóðsögur frá gyðingum sem þeir yljuðu sér við að segja hvor öðrum... svona eins og hver einasta þjóð á ... kappinn hann Sússi stóðst ekkert prófið með að hann væri gaurinn sem kæmi og myndi frelsa þá ... frekar má segja að Sússi hafi orðið til þess að gyðingar voru ofsóttir um allar trissur.
GT var einfaldlega fengið að láni sem grunnur undir NT... þar byggðu kaþólskir heila lygasögu ofan á.. rétt eins og múslímar byggðu sína lygasögu ofan á GT líka...

Sorry Guðmundur... þú lest ekki neina bók í einhverju jesúljósi og með biblíugleraugum.. hvað með kóran.. getur þú ekki lesið hana í Mummaljósi og kóransgleraugum.. BANG besta bók í heimi.. eða þvæluna úr Ron L Hubbard í vísindakirkjunni, lesa hana bara í Hubbardljósi og geimverugleraugum.. voila albesta  bók sem til er, þvílíkar málsgreinar... geimveran Xenu kemur úr eldfjallinu sem hann var núkaður inni í og gefur öllum súperpáva... svo fljúga allir alsælir út í alheiminn.
Mér finnst þetta hlægilegar bækur.. hreint fáránlegt að fólk leggi líf sitt undir þessa augljósu steypu. :)   Ég væri að sýna ykkur þvílíka vanvirðingu ef ég myndi virða þessa þvælu alla saman...


D (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 22:14

34 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég hef aldrei skilið þessa tilgangsmaníu.  Ég hef ekki hugmynd um það hvort líf mitt hefur tilgang eða ekki og mér er slétt sama.  Í mínum huga hefur orðið tilgangur þá merkingu að einhver hafi ákveðið hver tilgangurinn á að vera og að einhver hafi hagsmuni af þessum tilgangi.  Ef líf mitt hefur tilgang, þá hlýtur semsagt einhver að hafa ákveðið lífi mínu þann tilgang, en ég get ekki ímyndað mér hver hann ætti að vera.

Maður getur t.d. velt því fyrir sér hver sé tilgangurinn með lífi hagamúsar.  Er hann t.d. að vera dýrum ofar í fæðukeðjunni fæða?  Er tilgangurinn með okkar lífi hugsanlega einhver svona della, en við gerum okkur bara ekki grein fyrir því?  Kanske er bara gott að vita ekki hver tilgangurinn er, ef hann er einhver.

Það er sennilega klisja að segja það, en þar sem ég fæ ekki séð að nokkur maður geti vitað að líf hans hafi tilgang og þá hver hann er, þá geti fólk einfaldlega valið lífi sínu þann tilgang sem því hentar, þ.e.s. ef það getur ekki lifað án tilgangs.

Theódór Gunnarsson, 1.2.2010 kl. 22:46

35 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Gamansamur ertu Doksi.

Guðmundur Pálsson, 1.2.2010 kl. 22:57

36 identicon

Tilgangurinn já... hhmmm.. það eina sem ég skil þegar ég er með hljóðfærið mitt er að það er mikill tilgangur að stilla strengina og ná góðum samhljóm... Ég sé engan tilgang með fölsku hljóðfæri, það hreinlega tvístrar sálartetrinu...

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:36

37 identicon

Gunnar Dal skrifaði á sínum tíma bók sem bar nafnið : "Að elska er að lifa",  mér fannst þessi setning svo einföld og góð, en er það ekki hinn rétti vegur eða tilgangur (Að elska er að lifa) til þess að fara eftir, eða hver er hinn rétti vegur/ tilgangur í þessu lífi, ef ekki að upplifa ást, gleði og hamingju?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 03:22

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þorsteinn, gott þú komst inn á þetta - þekki mann sem hefur þetta sem sitt lífsmottó og var einmitt að pæla í hvort þetta væri ekki svarið, eða a.m.k. eitt af svörunum. 

Guðni sem er kenndur við Rope Yoga segir einmitt að tilgangur okkar sé ást og svo kemur annað orð fljótt á eftir og það er örlæti. 

Við s.s.fyllum okkur af ást og svo gefum við af örlæti af ást okkar, án eftirsjár. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.2.2010 kl. 05:50

39 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Annars hafa þessar pælingar mínar og ykkar vakið upp löngun hjá mér að sjá aftur mynd Monthy Python; "The Meaning of Life"

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.2.2010 kl. 05:51

40 identicon

Sæl, Jóhanna mín.

þú ert snillingur, í að vekja upp þessa stráka sem hafa öll svörin.

Takk fyrir skemmtilega " UPPHRISTINGA" á blogginu þínu.

Kærleikskveðja á þig alla þína og svo okkur hin líka í hring .

                                                                      

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 07:54

41 Smámynd: Theódór Gunnarsson

The Meaning of Life er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ég veit ekki hve oft ég hef horft á þá mynd.  Á hana á DVD.  Og svo auðvitað Life of Brian.  Sú mynd er líka alger klassi.

En Jóhanna, auðvitað er ég sammála þér um að best sé að lifa í sátt við sjálfan sig og þá sem maður umgengst og finnst vænt um.  Auðvitað er gott að láta gott af sér leiða og slæmt að klúðra hlutunum og valda jafnvel skaða.  Mér finnst þetta bara augljós sannindi, en sé ekki hvað tilgangur hefur með málið að gera.

Theódór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 08:50

42 identicon

Okkar tilgangur frá náttúrunni er einfaldlega að viðhalda stofninum, það er samt ekki neinn tilgangur per se.. snæris-jóga gaurinn getur vel hafað búið sér til einhvern persónulegan tilgang.. eða markmið; Eins manns markmið er annars markleysa.

Náttúran og raunveruleikinn hafa ekkert plan með okkur.. þróun lífs stefnir ekki að neinu.. Ég heyrði í einhverjum enskum biskup um daginn sem sagðist samþykkja þróunarkenningu.. að guð hafi skapað þróun með það markmið að búa mannkynið til...og þá hann, kirkjuna hans og biblíu; Sem er hlálegt, milljónir ára af þróun.. frá non-life í einfrumunga.. risaeðlur.. lífið hefur horfið með öllu af jörðinni á sumum tímapunktum og svo byrjað aftur.. allt frá því að menn komu á sjónarsviðið hafa þeir búið við þvílíka eymd og volæði, hrunið niður í milljóna tali.... Í dag sjáum við krissa tala um að endalokin nálgist, það eru stríð og náttúruhamfarir, heimurinn svo svakalega slæmur, merki dýrsins í strikamerkjum og ég veit ekki hvað og hvað... EN heimurinn í dag er sá besti sem mannkynið hefur upplifað frá því að við komum á sjónarsviðið...
Þannig að við höfum ekki neinn tilgang.. við getum eingöngu sett okkur markmið... það gæti komið lofsteinn hér og BÚMM allt þurrkað út.. eitt af okkar mikilvægustu markmiðum ætti að vera að koma okkur á aðrar plánetur líka/geimstöðvar.. svo við hverfum ekki.. eins og við höfum aldrei verið til; Öll okkar saga og listir gætu horfið á einu bretti eins og hefur gerst margoft í sögu jarðarinnar.. 99% af öllu lífi jarðarinnar hefur einmitt hlotið þau örlög.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:58

43 identicon

Hver er tilgangur samfylkingar, sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks með því að vilja borga laun miðborgarprests aka hjátrúargaurs.. þegar gífurlegur niðurskurður er á allir alvöru þjónustu við borgarbúa... takið eftir að þetta eru flokkarnir sem eiga mest í því að ísland hrundi...
http://visir.is/article/20100202/FRETTIR01/38358566

Enn og aftur sjáum við að þessir flokkar eru algerlega gaga, vita ekkert hvað þeir eru að gera.. vilja líklega að presturinn segi fólki að fyrirgefa þessum flokkum + að Jesú sé að elska fólkið.

Hvað getur þú gert til að stemma stigu við þessu rugli, jú þú getur farið og sagt þig úr útrásarjesúlingaríkiskirkjunni... það er það eina sem þú getur gert.. gerðu það að markmiði þínu strax í dag, kláraðu málið... láttu rödd þína heyrast

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:36

44 identicon

Það mætti jafnvel flokka tilgangin í þrjá flokka:

1.Af hverju er almennt eitthvert líf eða lífsmark í geimnum;

af hverju er eitthvað til frekar en ekkert?

2.Síðan er það þetta með tilgang hvers og eins og frá degi til dags.

(T.d. Maslov-pýramídinn)=Að uppfylla þarfirnar.

3.Síðan er það spurningin með loka-tilgangin.

*Er það að ná heimsmeistaratign í skák?

*Gerast framkv.stj. Sameinuðuþjóðanna?

*Koma á heimsfriði?

*KOmast lengra út í geiminn?

*Ná sambandi við aðrar vitsmunaverur frá öðrum hnöttum?

Ps. Hefur þú lesið Nýalsfræðin hans Dr. Helga Pjéturs?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 13:13

45 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þórarinn,

Þú segir:

þú ert snillingur, í að vekja upp þessa stráka sem hafa öll svörin.

Ég geri frekar ráð fyrir að þessu hafi að hluta til verið beint að mér, og svo sem ekkert að því.  Ég vil bara benda á að það sem ég stend fyrir, eða er að minnsta kosti að reyna, er einmitt að vera ekki að slá um mig með fullyrðingum um það sem ég tel að ekki sé hægt að fullyrða um.  Annars er hún Jóhanna alltaf ljúf og góð og er hófsöm í fullyrðingum sínum.  Reyndar er hún svo sem ekki að fullyrða um neitt í þessarri færslu, heldur eru þetta bara vangaveltur.

En það er annar hér á blogginu sem er alger snillingur í að æra óstöðuga og það er hann Mófi (http://mofi.blog.is/blog/mofi/).  Hann er magnaður gaur og það er með ólíkindum hve margir láta hann teyma sig í gersamlega tilgangslausar rökræður um tóma dellu.  Þar er ég ekki undanskilinn, en ég reyni samt að stilla mig.  Hann er líka alveg gríðarlega afkastamikill í fullyrðingum sínum um eitt og annað.  Ég vek semsé sérstaka athygli á Mófa.

Theódór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 14:09

46 identicon

Mofi... hann er náttlega löngu búinn að banna mig, sem snertir mig ekki neitt.. þegar hann nær inn á topplistann hér á blogginu þá droppa ég inn og skoða; Ég hreinlega skil ekki að menn nenni að vera að karpa við gaurinn, hann er gersamlega hopless case, beyond help; Hann vill sitt extra líf í lúxus.. ef hann fær það ekki þá er lífið ónýtt; Enginn ástæða til þess að drepa ekki að nauðga ekki...
My precious extra life, got to have my precious extra life in luxury; Svona ala Gollum úr lord of the rings.

Slæmt þykir mér þó að hann sé hugsanlega að þvaðra þetta rugl sitt yfir ungum börnum.. í þessari steiktu kirkju sinni

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 14:50

47 identicon

Ég á mjög erfitt að trúa því að Mofi trúí því öllu sem hann bullar allan daginn, svona blekking er ómöguleg. Ef maður les sum skrifin hans þá fær maður bara hroll yfir sjálfblekkingunni, en hann er nú bara en eitt fórnalamb kristinnar trúar. 

CrazyGuy (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 15:40

48 Smámynd: Arnar

Skemmtilegt samhengi hérna, Mofi og tilgangur.

Skrif Mofa virðast fyrst og fremst vera í þeim eina tilgangi að skapa honum sjálfum tilgang.  Mig grunar að Mofi sé í trúarlegri tilvistarkreppu og með því að 'berjast fyrir trúnni' á blogsíðum sé hann að halda trúnni í sjálfum sér lifandi.

Annars er tilgangur er eitthvað til að dunda sér við á meðan tíminn líður.  Sumir þurfa mikin tilgang aðrir ekki.

Arnar, 2.2.2010 kl. 16:42

49 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já strákar, ég hef líka velt þessu fyrir mér með Mofa.  Ég get ekki fengið mig til að trúa því að hann trúi sjálfur bullinu í sér.  Innst inni hlýtur hann að gera sér grein fyrir að hann sé bara að bulla.  Hann er allavega alveg mergjað dæmi.

Theódór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 17:48

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fínar pælingar Jóhanna, og takk fyrir að veita mér innblástur að þessari grein um sama efni, en með mínum vinkli. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.2.2010 kl. 17:59

51 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Halló Hafnarfjörður, ég er búin að missa af þræðinum hér, en það gerir kannski ekkert til  -  svo gott að margir séu tilbúnir að leggja orð í belg um tilgang lífsins eða tilverunnar. 

Það er gaman að veita öðrum innblástur "inspiration"  og mættum við kannski hafa það í huga hvernig við gerum það á sem bestan máta. 

Ég hef ekki svörin á tæru um tilgang lífs, hvort sem það er fyrir dýr, blóm eða menn. 

Hver er tilgangur uppsprettulindar?  Hefur hún ekki lítinn tilgang ef enginn eða ekkert fær slökkt þorsta sínum af henni, eða hvað? 

Hver er tilgangur með hálendi sem enginn eða fáir sjá?  Er ekki hálendið bara tilgangur í sjálfu sér? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.2.2010 kl. 18:16

52 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Úff hvað ég er orðin spekingsleg ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.2.2010 kl. 18:16

53 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jóhanna,

Þú kemur þarna einmitt inn á pælingar sem ég var að hugsa um, en lét vera að skrifa um.  Mér datt t.d. í hug að taka myndbandsspólu sem dæmi.  Segjum að einhver finni slíkan grip eftir 1000 ár.  Þá er líklegt að enginn viti hvaða fyrirbæri þetta er og engin tæki til sem geta spilað efnið af spólunni.  Reyndar þarf örugglega ekki að bíða svo lengi eftir að þetta ástand skapist.  Sá sem finnur gripinn mun gera sér fullkomlega grein fyrir að þetta sé eitthvert apparat sem hafi verið hannað og haft tilgang fyrir einhvern, en þar sem enginn veit lengur hvað þetta er og enginn hefur gagn fyrir það, þá hefur spólan ekki lengur tilgang.

Uppsprettulind hefur t.d. ekki tilgang, nema einhver hafi ákveðið hann.  Ef lindin er bara þarna og gróðurinn nýtir sér hana, þá kemur hún auðvitað að gagni fyrir gróðurinn, en það er ekki tilgangur hennar þar sem það var aldrei ákveðið.  Hinsvegar, ef ég væri t.d. bóndi og boraði borholu niður á vatnið og veitti því síðan á matjurtagarðinn minn hefði borholan og aðveitubúnaðurinn þann tilgang að vökva garðinn.

Tökum líka annað dæmi.  Steinn liggur á jörðinni bara eins og hann lenti þegar skriðjökullinn skildi hann eftir.  Þá hefur hann engan tilgang.  Einhver tekur steininn upp og ákveður að nota hann sem bókastoð.  Þá hefur steinninn öðlast tilgang, þó svo að hann sé nákvæmlega sami steinninn, óbreyttur. 

Það er sjálfsagt hægt að gata þetta eitthvað hjá mér.  Það væri gaman ef einhver nennir því.  Ég finn að þetta er grátt svæði og skilgreiningin á orðinu dálítið teygjanleg, en ég hef nokkurn vegin þessa tilfinningu fyrir merkingu þess.

Theódór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 18:44

54 identicon

Uppspretta er bara uppspretta.. hálendi er hálendi.. það er ekki neinn tilgangur með þessu.. þú dettur aftur í þá villu að ef enginn sér eitthvað.. svalar þorsta sínum af einhverju að þá sé það svona "waste"..  þetta kemur væntanlega af guðs hugsuninni.. guð gerði uppsprettuna svo þú eða einhver gæti svalað þorsta sínum.. setti sólina svo dýrum og fólki yrði ekki kalt... og kannski líka svo húðsjúkdómalæknar, sólarvarnaframleiðendur hafi eitthvað að gera..

Það er ekki neinn tilgangur með neinu af þessu.. það bara er svona, and that's it; End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 19:01

55 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ertu að tala við Theódór eða mig DoctorE?

"Hver er tilgangur uppsprettulindar?  Hefur hún ekki lítinn tilgang ef enginn eða ekkert fær slökkt þorsta sínum af henni, eða hvað

Hver er tilgangur með hálendi sem enginn eða fáir sjá?  Er ekki hálendið bara tilgangur í sjálfu sér?" 

Ég get alls ekki fullyrt að tilgangur einhvers sé að gefa einhverju öðru en sjálfu sér tilgang. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.2.2010 kl. 19:12

56 identicon

Uppspretta þarf ekki neinn tilgang, ekki hóll heldur, né fjall blah... en ef þú grefur eftir vatni.. þá er tilgangurinn með því að drekka það eða eitthvað...

Hefur steinn sem liggur einhverstaðar einhvern tilgang... úps ég gleymdi því að einhverjir krissar telja að steinar hafi greindarvísitölu.. sem og dauðir líkamar, nema þeir hugsa ekki eins mikið og lifandi :)
Hér má sjá himnaleikfimi krissa ala .. ja ég veit það eiginlega ekki :)
http://doctore0.wordpress.com/2010/02/02/jesus-christ-has-the-highest-iq-ever-recorded/

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 21:28

57 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Doksi,

Ertu nokkuð dottinn í það?  Ég spyr eins og Jóhanna, hvort ertu að svara mér eða henni?

Theódór Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 23:04

58 identicon

Ég er eiginlega að tala við Jóhönnu.. :).. og svona alla í bland.

Dottinn í það, ég man ekki hvenær það gerðist síðast, hef ekki séð neinn tilgang með því undanfarið ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:38

59 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér er smá thesa av vísindavefnum: Tilgangur lífsins finnst ekki nema með því að lifa lífinu á þann hátt að við séum stöðugt að gefa því merkingu og mikilvægi með hugsun okkar og breytni.

Hér er önnur mystiskari thesa, kristin en þó ekki með orðalagi Biblíunnar: Hún fjallar eiginlega um leit mannsins að hinu sanna lífi: Tilgang lífsins finnur maðurinn þegar hann finnur Guð. Elski hann Guð af öllum sínum mætti, þá skilur maðurinn fyrir tilverknað kærleikans ( Guð er kærleikur ) að hann er innst inni hluti af lífi allra annarra manna og limur á líkama Krists.

Með því að gefa líf sitt fyrir náungann öðlast hann lífið annars týnir hann því. Hann kemst að því að hann getur ekki gert þetta af eigin rammleik og því verður hann að leita til Guðs. Hann verður að sætta sig við þjáninguna sem fylgir þessu skilyrði eða taka henni ljúflega með hjálp Guðs.

Skilyrðin eru því ansi ströng. Maðurinn verður að gefa líf sitt fyrir kærleikann eins og Kristur gerði til þess að skilja hinstu rök lífsins og tilgang þess.

Hver eru þá þessi hinstu rök samkvæmt kristinni kenningu? Það er Kærleikurinn, hann er mestur. Hann er hið sanna líf. Gullið. Kaleikurinn. Hinn innsti leyndardómur. Það sem allt annað er búið til úr.

Guðmundur Pálsson, 3.2.2010 kl. 00:34

60 identicon


Tilgangur lífsins er að finna galdrakarl úr gamalli skáldsögu sem enginn veit hver skrifaði????

Taktu eftir að skáldsagan tók næstum 2000 ár að skrifa.. það er eiginlega ekkert sem bendir til að Jesú hafi verið til yfirhöfuð.. nema í biblíu; Hún vitnar í Jón Jónsson og Gróu á leiti.. að þau hafi séð eitthvað eða heyrt eitthvað... að menn verði að elska bossinn sem kirkjan er með umboð fyrir, kirkjan sem skáldaði upp biblíu.
Að söguhetjan segi að hún hafi komið til að fyrirgefa okkur fyrir það sem við erum saklaus af.. ef ekki þá eru það pyntingar að eilífu... að þjáning og fátækt sé alveg frábær.. vont að vera ríkur(Gott afsökun fyrir kirkju og elítu)
Að mannfórn sé eitthvað sem sé sniðugt.. að guðinn sé kærleikur og miskunn að auki þó það komi klárlega fram í biblíu að þetta sé alls ekki rauninn.. þvert á móti er þetta eins og versti einræðisherra og dómsdagsspámaður.
Submit or burn er slagorðið.. Kirkjan er þessi guð sem þið talið um. Það er staðreynd málsins; Biblían er bara stjórntæki og áróðursmaskína

DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband