Að bíða ekki (ljósa)boðanna ..

Ég er mikil selskapsmanneskja. Mín helsta skemmtun er að vera með góðu fólki, borða góðan mat, spila, rabba og hafa gaman saman.  Mér leiðast "skemmti" staðir, Vínbarir, Thorvaldsen og hvað sem þetta nú allt heitir. Auðvitað getur verið gaman að fara á svona staði með skemmtilegu fólki, en umhverfið er allt hálf dapurlegt að mínu mati. Kannski vegna þess að ég er ekki 25 ára lengur. Tounge

Þegar fólk skilur eða slítur sambúð þá fækkar oft þessum boðum. Af einhverjum ástæðum er vinsælla að hafa hjónaklúbba eða hjónasamfélög, margir einstaklingar sem hafa misst maka v/skilnaðar eða dauðsfalls kannast við þetta. 

Til þess að gera þetta blogg ekki allt of langt ætla ég ekkert að fara að skrifa meira um aðdraganda, en ég ákvað s.s. þegar að tvær vinkvenna minna, sem ég reyndar kynntist í gegnum minn fyrrverandi sambýlismann,  komu hér í heimsókn vel í glasi í nóvember og sögðust sakna mín, já þá ákvað ég að halda boð fyrir þær, mennina þeirra og svo ákvað ég að bjóða þeim sem hefði "sameiginlega forsjá" með hópnum með líka, þar sem við erum ennþá góðir vinir.  

Svo nú er komið að því, "Ljós" er þemað, því að hvað er meira tilheyrandi en ljós í janúar?.. reyndar bætti ég við silfur/gull svo fólk ætti auðveldara með að græja sig.  Þemað ljós gefur marga möguelika, hægt að mæta í ljósum fötum, láta ljós sitt skína, vera upplýsandi o.s.frv... 

Skilaboðin: 

Bíðum ekki boðanna, bjóðum bara  til okkar!... Það er bæði hægt að bjóða í mat og drykk, og síðan bjóða fólki i "samskud"  þ.e.a.s. að koma með mat og drykk.  Aðalatriðið er að sjálfsögðu samveran. 

Gleði, gleði, gleði .. 

p.s. fyrir þau sem lásu síðustu færslu um fjallgöngur, þá er ég sko lögð af stað; hugurinn flytur mann hálfa leið!!.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 16.1.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Flott þetta !

ég er hinsvegar lítil selskapsdama haha

Ragnheiður , 16.1.2010 kl. 21:15

4 Smámynd: Anna Guðný

Ég upplifði þetta svolítið þegar við hjónin tókum saman. Hann drekkur ekki og ég hætti líka. Og þá allt í einu var okkur bara ekki boðið með. Það voru ýmis partý sem mér var boðið á meðan ég drakk en nei, ekki lengur.

Anna Guðný , 16.1.2010 kl. 23:34

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frá því að ég skildi við minn fyrrverandi fyrir 5 árum, hefur allt félagslíf mitt lagst af.  Enginn talar við mig lengur, næstum allir vinir mínir eru giftir eða í sambúð og ég greinilega ekki æskilegur félagsskapur lengur.  Ég fer aldrei á bari, vegna þess að ég vinn á bar 5 kvöld í viku. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2010 kl. 03:44

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag góðu konur, nú er ljósaboðið mitt afstaðið og gekk upp í alla staði! ;-)

Anna Guðný, skrítið þetta með að vera ekki boðið ef maður drekkur ekki :-&  frekar fúlt reyndar bara. 

Synd að þú ert ekki selskabsdama Ragga, svona skemmtileg kona, en við fáum þó að njóta selskapar þíns  á bloggi og Facebook.

Jóna Kolbrún, þú þekkir þá heldur betur barmenninguna. Það er nú frekar fúlt að félagslífið falli alveg niður við skilnað. 

Ég sótti fundi eftir minn "stóra" skilnað, þ.e.a.s. við skilnað við barnsföður minn eftir 20 ár, hjá Kvennakirkjunni og þar töluðu konur einmitt um það að þær lentu í ýmsu undarlegu. Ein kvennanna sem var á sextugsaldri fékk þau skilaboð frá saumaklúbbnum að hún ætti ekki að koma í sumarbústaðaferð sem búið var að plana með mökum. ..  Það er skemmst frá því að segja að konan hætti í saumaklúbbnum hún var það sár, en reyndar missti þá "vinkonur" sínar. 

Í annað skiptið frétti ég af gönguhóp og þá ætlaði par að bjóða systur mannsins sem var einhleyp með, "nei takk" þetta var sko hjónagönguklúbbur" punktur!.. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 11:17

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii hvað fólk er þröngsýnt!

Anna Guðný! Ég mundi bara benda fólki á að ég drykki vatn.... eða er það ekki að drekka? ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband