"Forsetafígúran"

Ísland er lítið land með stórt og ástríðufullt hjarta. Á Íslandi býr hugmyndaríkt og sjálfstætt hugsandi fólk, en stundum hlaupum við hvert á eftir öðru eins og gengur í samfélagi manna. Við erum þar að auki mjög nýjungagjörn þjóð. Þegar Vigdís bauð sig fram var spennandi að fá einhleypa konu með barn sem forseta, og þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram var spennandi að fá svona klassíska fjölskyldu á Bessastaði. Við höfum líka þorað að hleypa fólki að þó það væri ekki "eftir uppskrift".. 

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti Íslands, skemmdi það ekki fyrir að hann átti einstaklega elskulega konu sem var með fallegt viðmót. 

Bakgrunnur Ólafs Ragnars er pólitískur og ein hans frægasta setning er um skítlegt eðli Davíðs Odssonar. Ólafur var víst flokksmaður í fleiri en einum flokki, en ég dæmi fólk ekki fyrir að skipta um flokka, því það getur að sjálfsögðu verið þroskamerki að skipta um skoðun. 

En þá komum við að eðlinu aftur.  Kannski ekki bara eðli Ólafs Ragnars heldur eðli manna þegar aðstæður breytast.  Framsóknar- og síðar Alþýðubandalagsmaður, alþýðu - takið eftir, sem umturnast í vemmilegan kóng sem nuddar saman höndum og finnst allt "dýrmætt" .. 

Úff, hversu sannfærandi er það? 

Hunangið draup af hverju strái og gjáin breikkaði á milli alþýðu og forseta, jafnvel þótt að drottningin Dorrit reyndi að leggja sig yfir sem brú var hún allt of stutt í annan endann. 

Dorrit kemur úr aristókratíu og kemur fram sem slík en þó hrein og bein og virðist ekki vera að fela neitt, en einhvern veginn klæðir þessi aristókratismi Ólaf Ragnar hörmulega illa og  úr verður ósannfærandi forsetafígúra.

Forseti á að mínu mati  að vera landsfaðir- eða móðir, með breiðan faðm og vera góð fyrirmynd. Forseti á að vera virðingarverð og heil persóna. 

Ólafur Ragnar hefur eflaust gert marga góða hluti, en hann er bara ekki minn forseti og ekki sú fyrurmynd eða sameiningartákn sem ég vil bjóða fram á Íslandi.  Mér fannst hann gera rétt í því að taka tillit til hinna mörgu radda þjóðarinnar sem skrifuðu á InDefence listann,  þó að fjöldinn hefði eitthvað orkað tvímælis. 

Við skulum öll lesa okkur vel til og hlusta á fræðingana, þó einn segi A og hinn B, og taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en mér finnst þrátt fyrir að forsetinn hafi gert eitthvað rétt eigi hann að fara að safna kössum og segja af sér embætti. 

Nú er íslenska þjóðin í sárum, stórum sárum en Ólafur floginn af "heimilinu"  til að taka á móti Nehru verðlaunum m.a. vegna góðra samskipta við Indland. 

Hefði nú kallinn ekki átt að vera heima og sinna sínum, nú eða hjálpa til við að lægja öldur þær sem nú berast að landi?  

Kannski er ég óréttlát, en það er bara eitthvað svo ótrúlega farsakennt við þetta allt sem gengur ekki upp og það vantar einhverja heila brú.  

 

baron-munchausen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr....er sammála að mestu leiti

Sigrún Jónsdóttir, 6.1.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

villtu komast á þing

Ásgeir Jóhann Bragason, 6.1.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Sigrún mín, þetta hefur brunnið á mér lengi - með ÓRG,  fór samt að hugsa það eftir á að hann á fjölskyldu sem gæti tekið svona skrif nærri sér. Úff.. maður ætlar sér aldrei að meiða neinn, en stígur kannski óvarlega til jarðar. 

En auðvitað blæs hvað mest á toppnum - og sumir hafa komið sér á toppinn og eru komnir á stultur þar að auki og með stóra kórónu til að hækka sig enn meira. 

- ég veit að hvaða leyti þú ert ekki sammála en við vonum að réttlætið vinni. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 18:32

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ásgeir Jóhann,  góð spurning, en ég var einmitt að vorkenna þingmönnum núna í jólafríinu vegna þess hve hörmulegt það hlyti að vera að starfa þarna í leikhúsi fáránleikans eins og alþingi leit út síðustu dagana fyrir IceSave samþykkt. 

Ég vil að sjálfsögðu vera þar sem ég get látið gott  og sem best af mér leiða, bara spurning um hvar það er.  Í dag er mitt starf reyna að "rækta" ungt fólk og aðstoða það við að mennta sig og leiða þau þannig í lífsbaráttunni. 

Svo þurfum við bara öll að vera heiðarleg - þó við segjum ekki endilega fólki að við höldum að það sé geðveikt, af væntumþykju við það.   Verðum líklegast að kunna milliveginn á milli þess að:  "Oft má satt kyrrt liggja" og  "Sannleikurinn er sagna bestur." 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 18:41

5 identicon

 Einmitt það er verið að þrengja að ungu barnafólki og heilbrigðisgeiranum endalaust í leikhúsinu.

Ásgeir jóhann (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 19:24

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég hef skipt um skoðun, ég ætla að gerast þingmaður og stjórna samsöng úr Mamma Mia Sing a Long "SOS" verður auðvitað fyrsta lagið á dagskrá!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 20:23

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og næsta lag verður þá "Money money money...."

Annars hefði ég fyrsta lagið "I have a dream...." kannski býð ég bara fram á móti þér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2010 kl. 21:15

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heyrðu, veitir örugglega ekkert af okkur báðum - mér líst reyndar miklu betur á "I have a dream" .. .. og svo auðvitað "Dancing Queen"

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.1.2010 kl. 21:35

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að aðeins góðir hlutir gerist í kjölfar neitunar ÓRG á IceSlave samninginum.  Eftir hræðsluáróður stjórnarinnar fyrstu dagana, virðist mér að góðir hlutir séu nú þegar farnir að gerast.  Þetta mun verða okkur til gæfu, þegar til lengri tíma er litið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband