Færsluflokkur: Spil og leikir

Hanna Birna að snúa á Jón Gnarr?

Nú er það sem gildir í borgarstjórnarkosningunum að vera nógu frumlegur og fyndinn. Talsmenn fjórflokkanna svokölluðu hafa hingað til ekki fattað að það að kasta tómötum í Jón Gnarr og hans Besta flokk er ekki vænlegt til árangurs. Þeir þurfa að sjálfsögðu að koma með skemmtiatriði á móti sem trompar Besta flokkinn.

Hanna Birna kom skemmtilega á óvart í kvöld,  þegar hún steig á svið sem fulltrúi Albaníu í "The Eurovision Song Contest 2010" .. Geri aðrir betur!! .. 

Þarna er möguleiki á að fá góða kosningu! 

Hægt er að sjá Hönnu Birnu við æfingar á Youtube, og ef vel er að gætt Dag B. Eggertsson leika á fiðlu! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband