Staðgöngumæðrun og velgjörðarkonur

Hugmyndin um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti virkað mjög falleg.  Næstum of falleg til að vera sönn og reyndar efast ég um að hún gangi upp nema í undantekningatilfellum.  

Hvað þýðir þetta í raun og er hugmyndin raunsæ?  

Það eru einhverjir dýrðlingar sem stíga fram og bjóðast til að ganga með barn fyrir systur, dóttur,  frænku eða vinkonu.  Ég á bágt með að trúa því að ókunnar konur fari að ganga í gegnum meðgöngu fyrir ókunnar manneskjur án þess að fá greitt fyrir það.  

Hver ætlar svo að fylgjast með því að ekki sé greitt fyrir velgjörðina?  

Nýlega bárust fréttir af því að Nicole Kidman og hennar eiginmaður hafi eignast barn með hjálp staðgöngumóður. Þar er auðvitað varla spurning um annað en að þar hafi verið greitt fyrir líkama staðgöngumóður.  Nicole Kidman átti fyrir tvö ættleidd börn og eitt sem hún eignaðist sjálf.  Ég held að allir séu sammála því að hún er ekki þessi kandídat sem er í "desperasjón" í barnleysi.  Hún gerir þetta í valdi auðs síns og af því að hún getur keypt manneskju til verksins. 

Hvað með öll munaðarlausu börn þessa heims?  Er ekki nóg framboð af börnum?  Þarf ekki frekar að rýmka ættleiðingarreglur?

Mér þætti fróðlegt að vita hversu stór hópur það er af konum á Íslandi sem er tilbúinn að ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu í velgjörðarskyni  og vita fyrirfram að barnið sem þær bera undir belti verður aldrei þeirra?  

Kannski er allt í lagi að samþykkja þessi lög til þess að allar þessar velgjörðarkonur geti farið að bjóða sig fram?  


mbl.is Fleiri fylgjandi staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s.  - er ekki verið að fara fram á of mikla velgjörð af konum sem eiga að fara að ganga með barn annarrar, finna spark, brjóstin og magann stækka,  fá hækkaðan blóðþrýsting, slit á magann/lærin, svo finna mjólkina koma .. og svo er barnið ekki þeirra? ... ég finn til sorgar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2011 kl. 08:41

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er ekki að gera lítið úr sorginni við barnleysi, en mér finnst að við eigum þá frekar að horfa til ættleiðingar og liðka fyrir lögum um slíkt,  því að væntanlega er fjöldi munaðarlausra barna í heiminum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2011 kl. 08:46

3 identicon

Ég á móti því að fólk taki annað fólk á leigu ,í sama hvaða tilgangi það er.Kynlíf,staðgöngumæður,til að sitja í fangelsi fyrir aðra (það er reyndar svoleiðis á íslandi) og svo framvegis.Sýnum hvert öðru virðingu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjá blogg mitt en þetta yrði til þess að ný stétt kvenna myndast. Sumar konur jafnvel unglingar sá ekkert við því að selja líkama sinn. Það er staðreynd og ekki uppörfandi en lögleg.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2011 kl. 09:53

5 identicon

Það er verið að leigja mig núna.. ég er í vinnu.

Ef ég vill selja úr mér sæðið, ef ég væri kona og vildi vera staðgöngumóðir.. þá kemur engum það við.
Ríkið á mig ekki.. ég ræð mér sjálfur.
Þið megið vel vera mótfallin þessu, en þar endar dæmið. Setjið auka reglur yfir ykkur sjálf.. mér finnst bla bla bla
Vændi á einnig að vera löglegt, annað er rugl, bara gott fyrir mafíur í undirheimum... ég á að fá að taka þau lyf sem ég vill, svo lengi sem ég brýt ekki á öðrum og er fær um að sjá um mig og mína.

P.S. Nota engin lyf.

doctore (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 13:20

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Auðvita mátt þú láta setja leg í þig (já hvernig væri það) og fara út í samkeppni við staðgöngumæður. Þetta er bara einn poki tengdur æðum en í alvöru talað þá ætti þetta að vara undir viðskiptamálaráðherra.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2011 kl. 13:44

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það sem ég set hér fram eru mínar pælingar - ekkert heilagar, en málefnið er flókið og verður svo sem ekki leyst hér á bloggsíðum. En ég held það sé einmitt ágætt að fá svona þankahríð fram á sjónarsviðið og skoða allar hliðar. 

Takk fyrir innleggin hér! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2011 kl. 18:05

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég skil ekki hvað er að því að kona sem vill verða staðgöngumóðir fyrir aðra konu gegn greiðslu, ef báðar konurnar eru sammála um það, báðar sáttar, báðar með frjálsa hugsun.

Forsjárhyggjan er alveg ótúleg.  Að láta alþingismenn úr þessu líka Alþingi sem enginn treystir á, stjórna þessu..... Ég er orðlaus.

Þá finnst mér að "dagmæðrun", "leikskólakennsla", "almenn barnapössun", "hjúkrun", "lækningar" o.s.frv., með sömu rökum eigi eingöngu að vera gerð af VELGJÖRÐARFÓLKI og banna greiðslur fyrir slíkt.  Sem er auðvitað vitleysa.

Mbkv, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 21.1.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband