Er barnið þitt að hefja nám í framhaldsskóla? Eða ert þú sjálf/ur að fara í framhaldsskóla?

Það vill þannig til að við eigum mikið af klárum krökkum hér á Íslandi. Af einhverjum orsökum hefur það þó þróast að mikið brottfall er úr framhaldsskólum, yfirleitt talið vegna skólaleiða eða áhugaleysis. Ég held að mikið af því megi rekja til þess að nemendur kunna hreinlega ekki á kerfið eða kunna ekki að læra. 

Þeir sem falla út úr skóla naga sig síðan í handarbökin þegar þeir átta sig á því að þeir vilja ekkert frekar en að vera í skóla,  en ekki er lengur pláss fyrir þá. 

Sumir hafa siglt í gegnum grunnskóla á klárheitunum einum saman, eða svona hér um bil, og gorta jafnvel af því að hafa lesið mjög lítið.  Þegar þeir síðan ætla að halda uppteknum hætti í framhaldsskóla, þá ganga þeir á vegg.

"Úps - það er ekki nóg að taka plastið utan af stærðfræðibókinni viku fyrir próf,  og "shit ég átti víst að skila fullt af verkefnum."  Svo koma foreldrarnir;  "Sonur minn/dóttir mín er sko rosalega klár,  en fannst bara óþarfi að skila verkefni"  eða "kennarinn var ómögulegur allt honum að kenna" ..  

Merkilegt er þó að margir nemendur sama kennara eru kannski með 8 eða 9 í áfanganum.   Þótt að lélegir kennarar séu til þá eru þeir undantekning en ekki regla. 

Það er oft leitað að öðrum ástæðum,  en raunverulega eru.  Nemandinn ber ábyrgð á sínu námi,  þó auðvitað sé plús að hafa góða kennara. 

Það eru ýmis atriði sem nemendur geta og eiga að tileinka sér sem getur gert þeim námið og lífið svo miklu léttara.

Grunnatriði: 

1) Mæta í skólann   (virkar einföld regla,  en verður flókin fyrir suma)

2) Lesa leiðbeiningar innra nets skólans, námsáætlanir, námsbóka  og aðrar upplýsingar

3) Fylgja síðan námsáætlun 

4) Skila verkefnum,  og það á réttum tíma (algengt er að verkefnaskil séu stór hluti einkunna) 

5) Vera í góðu sambandi við kennara ef þeir missa úr vegna veikinda  og láta vita af sér 

Stundum gengur nemanda illa vegna aðstæðna heima fyrir, tímaleysis foreldra, skilnaðar eða annarra vandamála. 

Í skólunum eru námsráðgjafar sem gott er að leita til og mæli ég með því að sem flestir,  ef ekki allir nýti sér þjónustu þeirra. 

Ég,  tala hér af reynslu sem fyrrverandi aðstoðarskólastjóri í framhaldsskóla.  En ég hef líka ákveðið að bjóða fram þjónustu,  viðtöl og ráðgjöf fyrir nemendur og/eða foreldra - líka 18 ára og eldri. 

Foreldrar þurfa líka að vera vakandi,  sýna námi barna sinna áhuga og helst að fylgjast með. 

Oft þarf fólk að fá svolítið spark í rass eða klapp á kinn,  eftir því hvað við á.  Ég hef einnig heilmikla reynslu í slíku.  Ég ætla mér að gerast svo frek að auglýsa þjónustu mína hér á blogginu,  en hægt er að panta tíma hjá mér í síma 895-6119 eða senda póst á johanna.magnusdottir@gmail.com 

Verðið er 3.500.- krónur tíminn,  afsláttur ef nemandi þarf að vera í "eftirliti" fleiri en fimm tíma. 

Einnig er ég með hóp á facebook  þar sem ég mun setja inn efni og upplýsingar. 

Smellið hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Það er ekki nokkur frekja að auglýsa sig á eigin bloggi. c",

Þetta er flott, og gangi þér (og nemendunum) vel.

Billi bilaði, 18.8.2010 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband