Ábyrgðarleysi hverra?

Þetta minnir mig á skilnaðarmál.   Eiginmaðurinn var búinn að vera óheiðarlegur og halda framhjá og konan óskar eftir skilnaði. -   Hann kallaði hana ábyrgðarlausa. -  

En nóg um það.  -  Það sem mér finnst um þetta mál: 


Skjótt skipast veður í lofti, - ríkisstjórnin fallin og hvað svo? -

Það má horfa til þess sem gerðist á Sólheimum á þessu ári,

þar fór stjórnarformaður frá eftir að ung kona, sjálfboðaliði - sagði frá

"ástarsambandi" þeirra, í kjölfarið hrökklaðist sonurinn,

framkvæmdastjórinn frá - enda hafði hann hlotið mikla gagnrýni

(og vissi af sambandi föður síns við unga sjálfboðaliðann). -

Margir vildu fagna og gleðjast, EN því miður höfðu þeir feðgar

talað starfsemina þannig upp í langan tíma að fólk hélt að þar

væri allt í himnalagi - þrátt fyrir raddir margra fyrrverandi starfsmanna. -

Það var því miður ekki rétt, því Sólheimar berjast í bökkum fjárhagslega -

ekki síst vegna stórundarlegrar forgangsröðunar í að byggja hús og vera

í einhvers konar útrás með alls konar framleiðslu, og framtíðarsýn

sem fól í sér m.a. að búa til eitthvað "spa" í staðinn fyrir gömlu góðu

sundlaugina.

Kjarninn - sem átti að þjóna, fólkið sjálft íbúarnir - sem áttu að fá þjónustuna

urðu útundan. Það var EKKI því fólki sem þó var á plani að kenna, auðvitað ekki,

heldur - þessari fyrrnefndu forgangsröðun. Nú er verið að bjarga því sem bjargað

verður - kaffihúsið Græna kannan sem var stækkað í tíð fyrri sjótnarformanns og framkvæmdastjóra er nú lokað. - Fengin var kona til að þrífa upp "skítinn" eftir

þá feðga. - Það er ansi mikil hætta á þeir muni segja: "sjáið hvað allt gengur

illa þegar við erum ekki lengur" .. EN .. það er hægt að sjá samanburðinn við þessa ríkisstjórn sem er núna. - Fólkið - kjarninn - hefur skort þjónustu, svo talað

er um "sveltistefnu" ... og það í góðæri? - Hvers vegna? - Heilbrigðisþjónusta

og menntun barna okkar hefur liðið fyrir bruðl í eitthvað allt annað. Ójöfnuður er svakalegur. Þeir sem hafa meiri peninga fá meira - alls konar bætur aftur í

tímann o.s.frv. Hvað er best í þeirri stöðu sem er í dag? Annar flokkur? -

Ég trúi því ekki.

 

Ég myndi vilja sjá einhverja konu/ karl eða teymi  - eins og hana Auði sem

var fengin til að koma til Sólheima - koma að málum og "taka til" ..

það er þó langt í frá öfundsvert hlutverk.

 

Síðast en ekki síst má ekki gleyma þessum "þúfum" sem veltu stóru hlassi.

Eða "dropunum" sem fylltu mælinn. Það má ekki gleyma ungu konunni sem þorði að

koma fram í fjölmiplum og segja frá því að 70 ára stjórnarformaður væri ástmaður hennar -

hver hlúir að henni í dag? 

Það má heldur ekki gleyma, í gleðinni yfir því að ríkisstjórn sé fallin, að enn eru

mál óleyst. Enn er fólk í ótta og óvissu um að vera sent í annað land, fólk

sem þráir ekkert heitara en að eiga skjól á Íslandi - og enn eru undirskrifuð

plögg um uppreist æru barnaníðinga. - Munum kjarnann sem er fólkið - og nei

það er ekki bara íslenska fólkið - það er ALLT fólk,

 

"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott" .. og nú þurfum við að vera raunsæ og skoða

hvaða "tækifæri" eru framundan. Ég styð manngildissjónarmið fyrst og fremst.

Við þurfum að koma niður á jörðina og fara að virða það sem kom fram á

þjóðfundi hér um árið og það er það að vera HEIÐARLEG. Óheiðarleiki og

leyndarhyggja eru ávísun á fall. Þegar byggt er á sandi þá kemur húsið

til með að falla. Í öllu þessu - þá er samt svo gott að muna að láta ekki

þau sem við erum ósammála eða erum reið út í - kalla fram hið versta í okkur,

þá er það fólk enn við völd. Förum í verkin með kærleika - og allra síðast

og alls ekki síst: Verum sjálf breytingin sem við viljum sjá á Íslandi.

Erum við tilbúin? -


mbl.is „Stórkostlegt ábyrgðarleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband