Einelti og mannréttindabrot í skjóli Biblíutexta og fáfræði

Ég hef í raun ekki tíma til að skrifa blogg núna, en rennur blóðið til skyldunnar vegna þess að nú hefur komið upp mál sem mig langar að nota til að lýsa upp hvernig biblíutextar eru notaðir sem skálkaskjól fyrir einelti og dómhörku.

Kveikjan að þessari bloggfærslu minni er þetta blogg hérna.

Mín athugasemd við blogg og athugasemdir var þessi:

Rósa tjáir sig og segir: "Heldur þú Sigvarður minn ef ég væri í innstu víglínu og ég væri uppvís af þjófnaði að ég myndi ekki vera beðin um að víkja úr þjónustunni."  - ef ég skil hana rétt þá er hún að segja samkynhneigð sambærilega þjófnaði ???

Sigvarður skrifar: "En ef Friðrik Ómar er tilbúin að sleppa því að vera sofa hjá öðrum karlmönnum að þá fyndist mér að hann mætti fá að syngja í kórnum."   -   Döh...ætli aðrir meðlimir kórsins megi sofa hjá sínum heittelskuðu?  Woundering 

Síðan skrifar Þórólfur um vin samkynhneigðan vin sinn: "Ég er ekki haldinn fordómum en þessi vinur minn tók eigið líf vegna þess að honum var um megn að horfast í augu við sjálvann sig eða aðra vegna kynhneigðar sinnar."  ..

Ég segi nú við þetta annars ágæta fólk sem segist trúa á Jesú Krist:  "haldið þið að þetta sé leiðin sem Jesús vill að þið farið? Að þið dæmið aðra eftir því hvort þeir sofa hjá fólki af sama kyni, fólki sem það elskar. Dæmið fólk vegna kynhneigðar sinnar, sem er þeim meðfædd? "

Hversu marga fleiri viljið þið með fordómum ykkar reka út í sjálfsvíg?  Það þarf ENGINN að skammast sín fyrir að vera samkynhneigður og enginn að skammast sín fyrir að vera gagnkynhneigður.

Vinur Þórólfs væri eflaust á lífi í dag, ef að þjóðfélagið væri orðið það þroskað og meðvitað að það samþykkti samkynhneigð á sama hátt og gagnkynhneigð.

Lokið nú Biblíunni,  hugsið inn í hjörtu ykkar og leyfið heilögum anda að hvísla að ykkur hvernig best er að taka á móti náunga okkar og umvefja hann elsku. Hvað skyldi nú Guði  í raun vera þóknanlegt.

Ef ykkar Guð er hefnandi illur Guð þá er skiljanlegt að þið viljið útiloka - en ef þið þekkið Guð kærleikans þá held ég að þið hljótið að fá þau svör að allir séu jafn velkomnir að syngja í kór og það sé ekki ykkar að útiloka eða leggja hreinlega í einelti, en þetta er ekkert annað.

Nú stendur yfir átak Heimilis og skóla gegn einelti, hvað skyldu samtökin Heimili og skóli segja ef að nemandi fengi ekki að syngja í kór í skólanum ef hann væri samkynhneigður?

Þarna er um að ræða Hvítasunnusöfnuð, með sínar boðanir og kenningar, ef ein af þeim er að banna kynlíf fólks af sama kyni ættu þeir að auglýsa það opinberlega og svo finnst mér bara orðin spurning hvers vegna að svona stofnanir - hvort sem um þjóðkirkju eða aðrar er að ræða, hafi leyfi til að brjóta mannréttindi í skjóli laga sinna sem brjóta berlega í bága við landslög.  

Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar er svohljóðandi: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Að lokum:

Ef fólk höndlar ekki Biblíuna betur en þetta; að nota hana sem vopn gegn náunga sínum, er betra að hún sé læst ofan í skúffu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta sannar bara enn einu sinni að almennt umburðarlyndi og umhyggja hefur ekkert með trúarbrögð að gera, heldur verkar slíkt jafnvel öfugt á fólk.

Ég þekki ekki einn trúleysingja sem hefur nokkurn tíman tjáð sig um að hommar megi ekki vera með í einhverjum félagsskap.

Kristinn Theódórsson, 27.11.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek hjartanlega undir þetta kæra vinkona, tel og reyndar veit í hjarta mínu að guð elskar okkur eins og við erum.
Ég hef átt vini í gegnum tíðina, sem eru frá mörgum trúfélögum, engin sem komið hefur á mitt heimili hafa sýnt fordóma eða ýtni á neinn hátt.

Mér finnst vera komin heittrúarmennska í þessi mál í dag, en hef reyndar áður ekki þekkt svo gjörla til, nema að langamma mín var í sértrúarsöfnuði og sama var hvenær maður kom, ætíð var allt yfirfullt að fólki í mat og hún stóð á haus þessi elska og mallaði, ekki létu þeir sjá sig er hún dó.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú átt virðingu mína alla fyrir þessi skrif kæra Jóhanna. Mættu aðrir kristnir taka þig til fyrirmyndar, því það eina sem gæti bjargað mannorði trúarbragða og kannski aukið veg þeirra, er að Kristnir menn sjálfir veiti hverjir öðrum aðhald.

Samkvæmt rökum þarna hjá þessum "fordómalausa manni"  þá ætti einnig að banna fólki í óvígðri sambúð, aðgang að kirkjustarfi. Raunar er það það eina sem Kristur sjálfur fettir fingur út í, en hann minnist ekki einu orði á samkynhneigð. Aldrei.

Ef menn ætla að láta Pál postula trompa Jesú, þá er líka rétt af þeim að taka kvennfyrirlitningu hans bókstaflega. Muna að þær eiga að þegja í guðshusinu og fleira slikt. 

Það eru þessi viðhorf, sem reka samkynhneigða unglinga út í örvæntinguna og jafnvel sjálfsvíg, rétt eins og afstaðan til stúlkna sem eignast börn í lausaleik, rekur þær til ólöglegra og löglega fóstureyðinga til að forðast útskúfun í hinum Kaþólska heimi. 

Þetta fólk mætti fara að lesa kverin sín og ef það er svona skynheilagt, þa ætti það kannski að hugleiða Lúkas 14:26 og sjá hvort það er tilbúið í það líka. Mér sýnist þau vera að nálgast það hér. Svo mætti raunar lengi telja.

Mér verðu flökurt að verða vitni að svona hræsni og sjálfhverfu. Eina skýringin í mínum huga er sú að fólk sem svona talar, sé illa gefið. Því miður. Greindarskorturinn og eigingirnin er himinhrópandi. 

Þetta er vont fólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 12:07

4 identicon

Jóhanna mín, biblían er svona.. hún er ekki bara með fordóma gegn samkynhneigðum, hún er með fordóma gegn konum, gegn trúfrjálsum, gegn öllum sem trúa á eitthvað annað.

Og þú ert ekki kristin Jóhanna mín... hvers vegna ætti fólk líka að vera kristið, þetta er trú sem er búin til af kaþólsku kirkjunni.. byggð ofan á gamla testamentið.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sé ekki betur að með tilvitnunum sem Sigvarður birtir á síðu sinni, sem segja að gagnkynheigðir séu dauðasekir eða það eigi a.m.k. við þá sem þar er sagt, sé hann  að hvetja til ofsókna gegn samkynheigðum. Öll færslan er ein sammfelld ofsókn. Það ætti að kæra þennan mann fyrir að viðhafa opinberar ofsóknir gegn samferðamönnum sínum. Það eru takmörk fyrir öllu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og þetta telur Sigvarður að eigi við um samkynheigða:

''fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -''

!-- /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:IS;} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 12:39

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki veit ég hvers vegna þessi óskiljanlegi eftirmáli kom við athugaemdina!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 12:40

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég segi nú við þetta annars ágæta fólk sem segist trúa á Jesú Krist:  "haldið þið að þetta sé leiðin sem Jesús vill að þið farið? Að þið dæmið aðra eftir því hvort þeir sofa hjá fólki af sama kyni, fólki sem það elskar. Dæmið fólk vegna kynhneigðar sinnar, sem er þeim meðfædd? "

Mér finnst bara mjög líklegt að Jesús hafi verið á móti samkynhneigð. Miðað við sum ummæli sem eru eignuð honum þá var hann afskaplega mikill "púritani". Þessi vísun í "Hvað myndi Jesús gera?" er afskaplega léleg, því þú hefur bara einhverja glansmynd af Jesús sem passar við þínar skoðanir, þannig að þú ert í raun og veru bara að spyrja: "Hvað myndi ég gera?"

Lokið nú Biblíunni,  hugsið inn í hjörtu ykkar og leyfið heilögum anda að hvísla að ykkur hvernig best er að taka á móti náunga okkar og umvefja hann elsku. Hvað skyldi nú Guði  í raun vera þóknanlegt.

Mér finnst undarlegt að þú hafir ekki fattað það að það virkar ekki að reyna að láta einhverjar ósýnilegar verur segja skoðun sína á hlutunum. Ef þú ert á móti samkynhneigð þá "segir" guð/heilagur andi að það sé ekki í lagi, ef þú ert ekki á móti samkynhneigð þá "segir" guð/heilagur andi að það sé í lagi. Mætti jafnvel halda að fólkið væri bara að tala við sjálft sig!

Ef ykkar Guð er hefnandi illur Guð þá er skiljanlegt að þið viljið útiloka - en ef þið þekkið Guð kærleikans þá held ég að þið hljótið að fá þau svör að allir séu jafn velkomnir að syngja í kór og það sé ekki ykkar að útiloka eða leggja hreinlega í einelti, en þetta er ekkert annað.

Guð kristinna manna er alveg sáttur við það að "útiloka". Það að þér persónulega finnst að ósýnilegi vinur þinn myndi ekki gera það hefur bara ekkert vægi.  

Þarna er um að ræða Hvítasunnusöfnuð, með sínar boðanir og kenningar, ef ein af þeim er að banna kynlíf fólks af sama kyni ættu þeir að auglýsa það opinberlega...

Hvítasunnumenn telja kynlíf fólks af sama kyni vera synd, ég held að það viti það nú flestir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 12:47

9 identicon

Biblía eða kóran.. ég er ekki að sjá neinn mun per se.
Trúaðir eru afar gjarnir á að sjá allt slæmt í öllum trúarbrögðum nema sínum eigin, valkvæm blinda.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:09

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rökin eru svo frábær hjá þesum nöttkeisum. Þeir keppast um að segja að þeir séu ekki fordómafullir út í samkynhneigða, ef samkynhneigðir hættu að vera samkynhneigðir.  Ég gæti gubbað á þetta pakk. 

Skoði maður annars skrif þessa fólk, þá er augljóst að það er ekki alveg með fullum fimm.   Ég myndi segja snargeðveikt, ef ég mætti það, en læt það vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 13:19

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég myndi segja snargeðveikt, ef ég mætti það, en læt það vera.

Þú ert að verða svo stilltur í seinni tíð

En, já, góð grein, Jóhanna. Thumbs up.

Kristinn Theódórsson, 27.11.2009 kl. 13:21

12 identicon

Ég get ekki samþykkt að hluti skrifa Jóhönnu séu góð skrif.. .það er hlutinn sem hún talar um Sússa og Gudda... Jesú vildi einmitt að þetta væri leiðinn, hann sagði það berum orðum.
Það gengur ekki upp að fordæma einn part úr biblíu en upphefja svo annan og tala um kærleika og miskunn, sérstaklega þegar meint kærleiksafl undirstrikar og heggur á að viðbjóðurinn sé í fullu gildi, að þar megi engu breyta.
Ég bíð rólegur þar til Jóhanna fer alveg út úr trúarhjálminum og komi út sem 100% púra manneskja... ég get alls ekki séð hvernig hún getur haldið því til streitu að vera kristin..

Disclaimer
 Auðvitað veit ég að Sússi og Guddi sögðu ekki neitt.. þeir eru jú skáldaðir upp.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:31

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka kærlega fyrir athugasemdir, sé að hér er mikið af mínu uppáhaldsfólki mætt, "barfélagar" mínir og fleiri, en ég kemst ekki til að taka almennilega þátt og svara fyrr en í fyrsta lagi í kvöld. 

Takk Hjalti fyrir að taka að þér að vera "fúll á móti" og vekja athygli á "rétttrúnaðinum."  Átti reyndar von á öðrum fulltrúa hans hér á undan þér, en hann er vafalaust búinn að gefast upp á að bjarga mér frá villu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 13:45

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft er grunnt á vitleysunni hjá mörgum - því miður. Fordómar og virðingaleysi hefur lengi verið mikið böl. Og oft hafa margir þurft að líða fyrir það.

Lengi vel voru ótrúlegir fordómar gagnvart skógrækt svo dæmi sé tekið. Um miðja öldina síðustu, tóku t.d. sauðfjáreigendur því mjög illa að Heiðmörkin væri tekin undir skógrækt. Var hamast í fjölmiðlum og mörgum fundum gegn skógræktarfólki, girðingar voru klipptar og máttu oft garðeigendur sem vildu rækta garðinn sinn verjast þessum síétandi og sísvöngum fjórfætlingum sem átu bókstaflega allt. Það var meira að segja gengið svo langt að fullyrða að skógrækt væri eins og hvert annað húmbúk. Einn mjög virtur ljóngáfaður bókmenntamaður fullyrti að skógrækt væri eins og skegghýjungur á andliti ungrar konu!

Nú hafa í dag um 30 manns meginatvinnu sína af skógarhöggi svo dæmi sé nefnt. Um þetta er lítið fjallað meðan álkórinn ætlar að yfirgnæfa alla umræðu í dag. Álver er fremur óvistlegur vinnustaður og í ljósi þess að offramleiðsla er á áli í heiminum þá má reikna fremur með því að álfyrirtækin dragi saman seglin og loki þeim álverum sem eru þeim óhagstæð. Í sjónvarpinu í gær var frétt frá ítalíu þar sem Alkóa var að loka tveim álverum. Svo gæti farið að þessi álfyrirtæki ákvæðu að loka álverum sínum hér vegna þess að nýrri tækni hafi gert þessi á Íslandi óhagkvæm. Verða þau þá ekki eins og gamla verksmiðjan á Djúpavogi sem var áratugum saman eins og draugahús eftir hvarf síldarinnar?

En skógrækt er komin til að vera. Þessi fjöldi 30 manns er um 2-3% af þeim mannafla sem er bundinn í álverum landsins. Skógarhögg er líkamlega nokkuð erfið atvinna en er samt heilsusamlegri en í álverunum.

Af hverju var ekki lögð miklu meiri áhersla á skógrækt fyrir 50-60 árum? Voru það fordómar en það var alla vega skilningsleysi og virðingarleysi fyrir öðru en menn voru að berjast fyrir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2009 kl. 14:36

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til með að segja við Kristinn Teódórsson að Jón steinar lofaði ef ég man rétt, að vera stilltur fram að jólalokumkannski minnir mig ekki rétt.
En tek undir það að mér verður flökurt af þessari hræsni, en hvort hér sé um greindarskort að ræða er ég ekki svo viss um, en að sumir/margir séu heilasteiktir í sinni trú er nokkuð víst.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 15:50

16 identicon

Æi hvers vegna tókstu út myndina af biskup :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:51

17 identicon

Ég lagði inn athugasemd hjá Snorra í betel en hún hefur enn ekki verið samþykkt, athugasemdin á einnig við hér og er svona:

 Snorri þú segir:Það hefur mátt vera öllum mönnum ljóst að engin kirkja né kristinn söfnuður hefur hafnað hommum, lesbíum eða peningagráðugum, þjófum né barnaníðingum. Hvernig getur þú lagt kærleika meðbræðra þinna við þjófa og barnaníðinga ! ???...... svona lúmskur hatursboðskapur er skelfilegur, ég held meira að segja að þú áttir þig ekki á því hvernig þetta kemur út og hversu mikil trúfæla er í orðum þínum.  Ef guð þinn er kærleikur, ef ég elska mann af sama kyni, þá lifi ég í kærleika.... hvar lifir þú elski vinur?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:13

18 identicon

Eitthvað nískur á letrið, reyni aftur:

 Snorri þú segir:

Það hefur mátt vera öllum mönnum ljóst að engin kirkja né kristinn söfnuður hefur hafnað hommum, lesbíum eða peningagráðugum, þjófum né barnaníðingum.

 Hvernig getur þú lagt kærleika meðbræðra þinna við þjófa og barnaníðinga ! ???...... svona lúmskur hatursboðskapur er skelfilegur, ég held meira að segja að þú áttir þig ekki á því hvernig þetta kemur út og hversu mikil trúfæla er í orðum þínum.  Ef guð þinn er kærleikur, ef ég elska mann af sama kyni, þá lifi ég í kærleika.... hvar lifir þú elski vinur?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:14

19 identicon

Guð biblíu er ekki kærleikur, við skulum alveg hafa það á hreinu.... alls ekki taka mín orð fyrir þessu, lesið bara biblíu.. ok

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:18

20 identicon

Góð grein.

Það sýður á mér eftir lesturinn hjá honum Þórólfi - 

Alfa (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:25

21 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Langt síðan ég hef verið á þessum vettvangi , langaði bara til að hrósa þér Jóhanna fyrir óbilandi dug og þor og fyrir þessi góðu skrif. Var að lesa færsluna sem vakti þessa bloggfærslu og það er alveg merkilegt hvað fólk getur endalaust rætt þessi mál af hreinni og tærri illsku í garð náungans sem í þessu tilfelli eru samkynhneigðir. Mér finnst það í raun og veru alveg með ólíkindum að það skuli verið að diskútera það á síðum bloggsins hvort líferni þessa eða hins sé eðlilegt eða óeðlilegt! Það er verið að ræða fólk, tilfinningar, veru þess og líf! Það er ekki eins og verið sé að ræða hvort hafa eigi fisk eða kjöt í kvöldmat!

Ég gafst upp á þessu fyrir löngu, sem var kannski ekki gott eftir á að hyggja, en það er stundum eins og maður sé endalaust að berjast við steininn og þess vegna áttu alla mína virðingu fyrir að halda áfram baráttunni fyrir því sem er gott og rétt!! Bestu kveðjur að norðan ! sdm

Sunna Dóra Möller, 27.11.2009 kl. 19:25

22 identicon

Sko ég bannaður hjá ofurkrissanum sem hatar svo mikið og margt, samt var ég að vitna í biblíu :)
Ég hugsa að JVJ hafi beðið hann um að banna mig.. þar sem JVJ gat ekki varið bullið í sjálfum sér.. og biblíu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:00

23 identicon

Það er hægt að efast um að maðurinn hafi ekki komist í kórinn af því einu að hann sé samkynhneigður. Samkynheigð ein og sér er ekki synd að mati kristinna, heldur mök tveggja einstaklinga af sama kyni. Synd er ekki hugarástand heldur athöfn skv. skilgreiningu kristinna.  Það vill oft gleymast.

Líklega hefur manninum verið hafnað af því að hann er í sambúð með öðrum manni, ekki vegna kynhneigðar hans. Á nákvæmlega sömu forsendum myndi maður sem væri í sambúð með tveim konum að öllum líkindum ekki verða kosinn forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins, né heldur komast í kórinn.

Fjöldi fólks finnur til samkynhneigðar en lætur ekki undan henni því það vill ekki gerast hommar eða lesbíur. Um það má t.d. lesa á þessari síðu:

http://www.exodusinternational.org/stories

Efasemdir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:12

24 identicon

Já Efasemdir... þú ert að tala um að menn eigi að hafna sjálfum sér... og vera eins og The Borg, you will be assimilated, resistance is futile.

Þetta eru lélegar afsakanir...fyrirsláttur

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:24

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hverslags þversagnarþvaður er þetta í þér Efasemdir??

Eru samkynhneigðir gúteraðir af kirkjunni ef þeir eru ekki samkynhneigðir?? Eingöngu gjaldgengir ef þeir bæla sínar tilfinningar og hvatir? Líkir þú þessu við fjölkvæni, sem er bannað með lögum? 

Hvernig veit söfnuðurinn hvort samkynhneigður lætur undan eðlishvöt sinni? Er það eingöngu ef hann er í sambúð?  Hvernig er það með gagnkynhneigða? Hefur safnaðarstjórinn einhverja hugmynd um kynhegðan meðlima sinna utan sambúðar, sem er víst ekki vel sé og sýnir þá himinhrópandi hræsni, sem er í gangi.

Er línan dregin við kórsöng? Fær kannski samkynhneigð manneskja í sambúð almennt ekki aðgang að kirkjunni? Má hún kannski vera inni ef hún hefur sig hæga?

Hvern fjandann þykist þú vita um samkynhneigð og hversu margir séu samkynhneigðir, sem bæla hvöt sína? Þvílíkt hróplegt blaður!

Það er hreinn viðbjóður að lesa þessa tvöfeldni og hræsni. Þú ert meðmæltur því að kirkjan sé með nefið ofan í brókum fólks og skipti sér að því hvar, hvernig og með hverjum það gerir það. Telur eðlilegt a setja þá kröfu fyrir samfélagsþátttöku að fólk afneiti eðli sínu.  Finnst það sjálfsagt að samkynhneigt fólk geti ekki þjónað í söfnuði né tekið þátt í starfi hans.  Vilt mismuna mönnum eftir eðli og prívat kringumstæðum.  Ertu á því að samkynhneigð séu bara einhver sérviska og duttlungar? Fetish? Þú ert sjúkur.

Fyrir kjaftæðið í svona gúbbum tekur fjöldi samkynhneigðra ungmenna líf sitt, þið alið á því að það sem þau eru, sem rangt og ljótt og ekki þóknanlegt guðsíkinu ykkar. Ykkar prívat heimasmíðaða guðsríki, sem byggt er kringum fordóma ykkar og skriðdýrshátt. 

Það er svona fólk eins og þið sem eigi alla fordæmingu og útskúfun skilið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 23:21

26 identicon

Merkilegt að gaurinn kalli sig "efasemdir".. hlægilegt, reynir að flækja alveg auðskiljanlegan texta með einhverju þvaðri og rugli..

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:46

27 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Best að hafa að leiðarljósi hvernig Jesús myndi bregðast við í dag. Hvað sagði hann er grýta átti (syndugu) konuna : Kastið þið fyrsta steininum er syndlaus eruð. Hættu ekki allir við að grýta hana?  Veit ekki betur. Þetta segir allt tel ég sem segja þarf.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.11.2009 kl. 00:17

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn ættu frekar að spyrja sig: Hvað væri réttast að ég gerði? Sólveig.

Annars þér til fróðleiks, þá er það nokkuð öruggt að þessi orð eru ekki úr munni hins meinta Jesú. Þetta er viðbót, sem er skrifuð inn á 10. öld hvorki meira né minna, eins og svo margt annað, sem hefur verið stílfært og skáldað utan um þessa fabúlu. 

Jesús sagði þér hinsvegar að hata fjölskyldu þína og einnig tekur hann því skýrt fram að hann sé ekki kominn til að færa frið. Nú og svo má nefna að hann segist ekki vera kominn til að frelsa neina aðra en Gyðinga. 

Rétt að menn lesi sig til áður en þeir hafa meint orð hans á hraðbergi. Hvað þá rugludallinn Pál, sem aldrei vissi að Jesú hafi verið til og vitnar aldrei í orð han, kraftaverk, ferðir, samferðamenn og hvað sem ætti að hafa verið honum augljóst, enda skrifaði hann bréfin sín löngu áður en Guðspjöllin ósamræmanlegu voru skálduð.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 00:28

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég velti því fyrir mér hvernig líf þessara drullupunga og hómófóba sé í öllu dýrðarljósinu. Ég hef séð þá nokkra. Oftast lið með allt niðrum sig. Lúserar par exellance. Töff að segja það, en svona er það bara. Fólk, sem er svo uppfullt af sjálfshatri og biturð út í aðrar manneskjur að það er orðið háð því að rífa niður allt í kringum sig.  Kannski einhverskonar þrá um óskorðuð yfirnáttúrleg völd. Mátt til að þurka út "óvinina" með orðum einum og bendingum.  Það er eitthvað svoleiðis lágkúrulegt í gangi. Það lægsta af öllu lágu í mannlegu fari.

Lestu bara snillingana hér á blogginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 00:35

30 identicon

Sólveig verður að kynna sér sögu biblíu áður en hún fer að segja hvað meintur Jesú á að hafa sagt... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:39

31 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jón Steinar ég hef ekki gjörlesið biblíuna og veit þar af síður ekki hvort biblían er á rökum reist eða ekki. Ég man bara það fallega sem ég hef lesið í biblíunni. Biblían getur verið skáldverk mín vegna en ég held samt ekki. "Jesús sagði þér hinsvegar að hata fjölskyldu þína og einnig tekur hann því skýrt fram að hann sé ekki kominn til að færa frið". Það er líka margt í biblíunni sem ég er alls ekki sátt við. Samt get ég leitað til sem ég kalla ekki guð heldur Æðri Máttur skapara himins og jarðar. Það hefur hjálpað mér mikið í mínu stormasama lífi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.11.2009 kl. 00:50

32 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jón Steinar  Getur þú sett inn link eða sent mér tölvupóst á solthora hjá hive.is eftirfarandi, "Þetta er viðbót, sem er skrifuð inn á 10. öld hvorki meira né minna, eins og svo !margt annað, sem hefur verið stílfært og skáldað utan um þessa fabúlu."

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.11.2009 kl. 01:10

33 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er búin að lesa bæði bloggin, og báða svarhalana og verð að játa að ég tek aldrei þátt í trúarlegum rökræðum á blogginu.   " Ef fólk höndlar ekki Biblíuna betur en þetta; að nota hana sem vopn gegn náunga sínum, er betra að hún sé læst ofan í skúffu."  ég er sammála síðustu málsgreininni þinni!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2009 kl. 01:52

34 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert alltaf eins Jóhanna mín, alltaf svo góð og villt öllum vel

En ég tek annars hjartanlega undir orð þín.

Allir eiga rétt á að syngja í öllum kórum, sama hvers kynheigðir þeirra leiðir, og sama hvernig eiginlega allt í fari manneskjunnar er ef út í það er farið.

.. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.11.2009 kl. 10:50

35 identicon

Sólveig ertu að ákalla The Big Bang.. eða kannski Supernova...?
Það er ekki neinn skapari.. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 10:55

36 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Einhversstaðar lærði ég það að maður á að virða skoðanir annarra.. en það hefur örugglega farið framhjá nokkrum einstaka aðilum hérna...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.11.2009 kl. 11:07

37 identicon

Já Rósalín.. ef maður ætlar að senda peninga til Nígeríu eftir að hann fékk tölvupóst.. þá er best að virða "skoðun" hans með að hann verði moldríkur, er það ekki... eða er þetta í lagi í trú vegna þess að menn geta ekki grátið eftir að þeir eru DAUÐIR.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:41

38 Smámynd: Stjörnupenni

Hér er það sem mig langaði að segja við Rósu í þessari umræðu, en því var að sjálfsögðu eytt. Ég skýt því inn hér: 

Hæ Rósa - þið eruð klárlega að reka fólk til þunglyndis og sjálfsvíga!

Það myndi ekki nokkur maður eiga erfitt með að sætta sig við samkynhneigð sína ef ekki væri fyrir fólk eins og þig. Þessir viðbjóðslegu fordómar sem þið hafið ekki einu sinni rænu á að skammast ykkar fyrir eru eina vandamál samkynhneigðra og ég get lofað þér því að líf fjölmargra væri á margan hátt betra ef þig og þinna líka nyti ekki við. 

Þið, með þessa óforskömmuðu mannfyrirlitningu, eruð ekki annað en krabbamein á mannkyninu og ég gleðst þegar ég hugsa til þess að heimurinn verði betri staður þegar þið eruð komin í gröfina. Vonandi náið þið að heilaþvo sem fæsta með ógeðinu í ykkur áður en að því kemur.

Með bestu kveðju og étið það sem úti frýs:

Stjörnupenninn 

Stjörnupenni, 28.11.2009 kl. 11:44

39 identicon

Og plís hættið að leita að kærleika og réttlæti í trúarbrögðum... þetta finnst ekki í trúarbrögðum, þið fáið ekki eilíft líf; Trúarbrögð eru stjórntæki, peningaplokk.
Ekkert í heiminum aðskilur fólk eins mikið og trúarbrögð.. enda eru þau búin til sem stríðstól, þau ala á lægstu hvötum manna, læpvíslega forrita þau fólki og telja því trú um að þau snúist um allt annað en þau snúast um.. get over it.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:46

40 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður pistill Jóhanna, og lesturinn á athugasemdaþræðinum sem þú linkar í var afar fróðlegur með tilliti til óbilgirni og meðvitaðrar sjálfsdýrkununar. Mannskepnan er snillingur í að upphefja sig á kostnað annarra og þar spila trúarbrögðin stórt hlutverk. Sagan af miskunnsama samverjanum er greinilega bara fyrir börn....hegðun hans þykir greinilega ekki sýna trúarlegan þroska eða þann náungakærleik og umburðarlyndi sem trúarbrögðin stæra sig þó svo óspart af...

Haraldur Davíðsson, 28.11.2009 kl. 14:36

41 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eftir að hafa lesið þetta allt þá segi ég bara að við (mannfólkið) verðum ALDREI sammála um þessi mál.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 15:08

42 identicon

Það er nýnasismi að vera fordómafullur gagnvart samkynhneigðum, Íslenskt samfélag verður að gera allt í sínu valdi til að stöðva svona fordóma.

Fordæmum Fíladelfíusöfnuðinn!!!!!!

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:10

43 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hér er stuð, góður pistill JóhannaEr ekki velvilji, umburðarlyndi og náungakærleikur eitthvað sem við öll ættum að leggja meiri rækt við... láta trúarbrögð bara liggja milli hluta ? Svo kemur engum við hvað aðrir gera undir sinni eigin sæng... ég er alveg hörð á því !

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 17:18

44 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert alltaf að snúa útúr DoctorE, og ég hélt að ég myndi gera mikið af því.. úffpúff!

Ég er að meina að það er MÍN skoðun og ákvörðun að ég sé í þjóðkirkjunni, og þér ber að virða það og sömuleiðis ber mér að virða það að þú trúir ekki á að það sé til Guð. En það á EKKI að gera lítið úr því sem öðrum finnst, það er ekki að rökræða, það er að vera með yfirgang og frekju!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.11.2009 kl. 18:13

45 identicon

Hvað finnst þér um það sem er sagt hér :

http://www.ankerberg.com/Articles/_PDFArchives/streams-of-life/SL2W0803.pdf

enok (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:39

46 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Látum meistara Condell slútta þessu.  Vona að þessi skriðdýr smelli á linkinn og fái smá lavask á latínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 18:44

47 identicon

Sorry Róslín en það er ekki þín skoðun og ákvörðun að þú sért í þjóðkirkjunni... þú ert forrituð til að vera í þjóðkirkjunni.. eða í kristni...
Ég er ekki að gera lítið úr einu né neinu, ég er að virða fólk þegar ég kynni fyrir því hvað trúarbrögð- eru... allir skulda sjálfum sér að kynna sér það sem það er að játa sig inn í.. hvað þá að láta börn sín í.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:56

48 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Róslín er sjálfstæð ung kona, með þeim klárari og ákveðnari sem ég þekki - og ein af mínum uppáhaldsvinkonum, láttu ekki 15 ára dömu þurfa að ala þig upp í kurteisi DoctorE   

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 20:22

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Annars er hér nýleg uppgötvun:

http://www.youtube.com/watch?v=qCzbNkyXO50  

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 20:23

50 identicon

Ég er algerlega kurteis..eflaust með kurteisari mönnum á íslandi.. og þó víðar væri leitað.

Videóið er reyndar gamalt, en gott :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:54

51 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, þú ætlar vonandi að koma með lengra svar en þetta!

Rósalín, svo á maður ekki að virða skoðanir annarra.

En allt í lagi Rósalín, þú vilt vera í félagi sem berst hvað mest gegn réttindum samkynhneigðra í samfélaginu okkar. Flott hjá þér!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2009 kl. 21:16

52 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti hún heitir Róslín ekki Rósalín.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 21:37

53 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég veit að það er víða pottur brotinn og þá líka innan veggja þjóðkirkjunnar, en ég veit líka að það eru mjög margir innan hennar, þ.m.t. prestar sem berjast fyrir jafngildri vígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra, og fólk sem er að gera góða hluti fyrir samfélagið. 

Þjóðkirkjan er ekki bara stofnun, hún er auðvitað fólkið sem er í kirkjunni. Ég verð að viðurkenna að ég fæ kjánahroll (eins og unglingarnir segja)  þegar Þórhallur er að auglýsa orgelvígslur í miðri kreppu ;-/ ...    

Varðandi svör: 

Hér hafa komið svo mörg innlegg og mér finnst leiðinlegt að geta ekki kafað ofan í þau og svarað, en heimilisaðstæður eru þannig núna að ég er með börn og barnabörn heima - og þá eru dýpstu pælingarnar aðallega hvað amma á að hafa í matinn fyrir liðið!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 21:49

54 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var Pat Condell ekki fínn?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 21:53

55 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars finnst mér ekki fair að þú skulir vera svona snubbótt við hann Hjalta. Hann á skilið að honum sé svarað, enda er hann hófsamur og fróður um kristindóminn og flest verðugt umhugsunnar, sem hann setur fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2009 kl. 21:58

56 identicon

Jón Steinar skrifar í andsvari við innleggi mínu frá kl. 22.12 í gær:

.. Það er svona fólk eins og þið sem eigi alla fordæmingu og útskúfun skilið.

Ég verð að vísa þessum orðum og þeim sem á undan koma á bug. Vertu stilltur Jón Steinar,  menn ná yfirleitt mun betri árangri ef þeir tala, skrifa og skiptast á skoðunum að siðaðra manna hætti.

Þessi mikla tilfinningaólga í umræðu um málefni samkynhneigðra helgast að líkindum af því að baráttan hið innra með þeim hlýtur að vera mjög hörð. Sumir segja að hlutfall þeirra sem finna til samkynhneigðar sé á bilinu 3-5%. Ef um helmingur þess fólks lætur undan hneigð sinni og á mök við fólk af sama kyni þá er það um 1,5-2,5% sem er líklega hlutfall homma og lesbía í samfélaginu. Eins og ég sé þetta þá virðast talsmenn samkynhneigðra skiptast í tvo alveg öndverða flokka. Þá sem eru öndverðir á móti mökum við sama kyn og þá sem styðja það. Hörðustu andstæðingar gegn málstað homma og lesbía eru því líklega samkynhneigt fólk sem hefur ákveðið staðfastlega að lifa venjulegu fjölskyldulífi. Athyglisvert er að einstaklingar innan beggja hópanna virðast finna sterka þörf fyrir  að sannfæra sem flesta um að val sitt hafi verið rétt. Þetta viðhorf kemur einnig fram í ofurviðkvæmni gagnvart því að skoðanir öndverðar þeirra séu tjáðar.

Ásakanir Jóns Steinars um að skoðanaskipti af þessu tagi og þau viðhorf sem ég viðrað hér reki fólk út í sjálfsmorð eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Það sem rekur fólk út í að grípa til slíkra örþrifaráða er fyrst og fremst andlegt skipbrot sem getur helgast af ýmsum ástæðum, til dæmis einelti og vel má vera að slíkt einelti sé til komið vegna kynhneigðar. Slíkt einelti á að sjálfsögðu að fordæmast. Það er hins vegar reginvilla að rugla slíku saman við öndverðar skoðanir þjóðfélagshópa, skoðanir sem oftast eru passívar en koma ekki fram fyrr en þrýstingur kemur fram af því tagi sem kórfélaginn kýs að beita í þessu tilfelli.

Efasemdir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:13

57 Smámynd: Anna Guðný

Sæl Jóhanna mín. Það er sama fjörið hjá þér og venjulega.

Ég er búin að renna yfir bæði skrifin þín og athugasemdir. Líka skrifin hjá Þórólfi og athugasemdir hjá honum. Ég þekki þennan mann ekkert og við verðum lítið vör við hann hér á Akureyri. Ætla rétt að vona að hann haldi því bara áfram.

Fékk hugmynd eftir að ég las athugasemdina frá þessari að austan um jákórinn þinn. Málið er að ég veit að þú hefur ekki ótakmarkaðan tíma til að skrifa hér og því gætir þú stofnað svona jákór.

Við erum nefninlega, sem betur fer, svo mörg sem höfum sömu skoðanir og þú að þá gætum við komið inn og bætt við svona rétt á meðan þú setur kartöflurnar í pottinn. Við þurfum ekkert að skipta um nafn. Hann gæti bara heitið Mamma Mia kórinn.

Geri þín lokaorð að mínum:

Ef fólk höndlar ekki Biblíuna betur en þetta; að nota hana sem vopn gegn náunga sínum, er betra að hún sé læst ofan í skúffu.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 29.11.2009 kl. 00:15

58 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Efasemdir: Þú ert fífl og ég nenni ekki að eyða frekari orðum á þig. Það hefur enginn áhuga á að lesa þessa sjálfmæringu þína og uppgerð, enda ekki nokkur leið að skilja hvað þú ert að fara í öllu þessu rembingslega þversagnaþvaðri.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 00:28

59 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Okkar á milli Jóga, en ég er orðin 16 mannstu, komin með æfingaakstur og allt... og þú ert sko algjörlega ein af mínum uppáhalds vinkonum sömuleiðis!!

En DoctorE, þú ert svo lúmskt fyndinn, en nærð samt alltaf að pirra mig, sem er allt í lagi sko!

En að öðru, ég get tekið þá afstöðu að skrá mig úr þjóðkirkjunni, ég er að meina það, ég ákvað að fermast þegar var komið að því, og nei alls ekki vegna gjafanna. Ég er voða feimin við að þiggja.. enda finnst mér alltaf skemmtilegra að gefa en þiggja. Og jújú, þú ert kurteis, enda búinn að kynnast því að ókurteisi borgi sig ekki innan bloggheimanna..

Hjalti, maður á víst að  virða skoðanir annarra, því að allir hafa rétt á sinni skoðun. Það er ekkert kurteist og heiðarlegt við það að þurfa alltaf að rakka skoðanir annarra algjörlega niður og gera fólk kjaftstopp vegna yfirgengni og frekju.. það þykir mikil fáfræði og ósiður!

En ég styð fúslega rétt samkynheigðra, enda á ég samkynheigða vini og svo er kannski ágætt að leyfa því að fylgja að Andrea Jóns er systir afa míns. Þetta er allt ósköp venjulegt og gott fólk, og ekkert við það að sakast. Mér þykir þetta álíka jafn kjánalegt og þegar fólk gerir lítið úr örvhentum, örfættum, rauðhærðum og jafnvel lesblindum, það sem það eru allt minnihlutahópar líka, og setur mig í minnihlutahóp í leiðinni..
Það er bara fáfræði og skortur á almennri siðfræði að leggja í einelti vegna þess að fólk tilheyrir minnihlutahópum og bara almennt.. því fólki líður sjálfu alveg örugglega illa í sálartetrinu...

Og afsakið langlokuna Jóga mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.11.2009 kl. 01:40

60 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það mættu margir taka hana Róslín til fyrirmyndarOg hugsið ykkur hún er bara 16 ára en er samt komin miklu lengra í þroska en sumir sem skrifa hérna

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 07:00

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þeim, sem kallar sig Efasemdir, hann kemst vel að orði um þetta, og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. En ljóst er, að Jóhanna byggir ekki skoðanir sínar á bakgrunni þessa máls á kenningu Nýja testamentisins, og það finnst mér leitt til að vita um guðfræðing.

Sammála Hjalta Rúnari, að maður ekki að virða RANGAR skoðanir annarra, en virða ber vitaskuld rétt allra til að mynda sér skoðanir, auk þess sem umgangast ber náungann af tillitssemi, a.m.k. meðan hann valtar ekki yfir aðra. Hjalti verðskuldar ýtarlegri svör frá Jóhönnu, þótt ekki skrifi ég upp á sumt í máli hans (ekki frekar en 'Efasemdir' gerir það, ef þið berið þá saman).

Lifið heil, og haldið áfram að hugsa málin.

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 10:05

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

... maður Á ekki ...

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 10:06

63 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er bara vitnað í mann hérna, en ég held að sumir skilji það ekki að samkynhneigð(kynvilla) er synd. Friðrik Ómari var ekki bannað að syngja í kórnum í Fíladelfíu, hann sagði að hann fengi líklega ekki að syngja þar, þar sem hann er samkynhneigður. Ég skil ekki hvað fólk er alltaf að rangsnúa hlutunum og fá alla til að vorkenna sér. Það er ekki kærleikur að samþykja það sem er ekki rétt. Ef fólki er ílla við það sem Biblían segir um hvað sé rétt og rangt að þá tel ég að það ætti að velja sér bara aðra trú. Þakkið bara fyrir að Ísland sé ekki múslima land, því að þá væri búið að drepa allt samkynhneigt fólk í landinu. Kristin trú er ekki trúarbragð, heldur trú sem byggist á réttlæti Guðs til okkar sem hann gefur okkur. Trúarbragð er það sem fólk reynir að uppfylla ákveðin skilyrði til að reina réttlætast fyrir verk sín. Við sem tilheyrum Kristi höfum ekki gert neitt til að réttlætast nema það eitt að taka við Kristi og vera fullkomnlega réttlát, ekki fyrir okkar verk, heldur fyrir það sem Kristur gerði fyrir okkur. Jesús sagði alldrei að við ættum að hata fjölskildu okkar eða stofna til ófriðar, sum vers er ekki bara hægt að taka úr samhengi og láta þau segja eitthvað sem þau eru ekki að segja.

Samkynhneigt fólk er allveg ágætist fólk en Friðrik Ómar fær enga samúð frá mér í þessu máli né hinir sem ætla í hópsleik inn í kirkjunni. Þessi viðbrögð þeirra, lýsir bara óþroska þeirra og frekju, af því að aðrir eru ekki tilbúnir að samþykja að þetta sé ekki eðlilegt, að þá erum við bara flokkuð sem grýlur og þau fórnarlömbin.

Það er orðið langþreytt þetta væl í sumum...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 10:10

64 identicon

Róslín.. Menn eins og JVJ, Sigvarður, Gunnar Á Krossinum.. þeir lifa í skjóli þeirra sem segjast vera hóflega trúaðir, dag eftir dag, ár eftir ár heyrum við þessa menn sem trúa svo mikið á að þeir fái extra líf í lúxus.. telja þig og alla sem eru skráðir í kristni sem sína liðsmenn..
Hóftrúaðir eru enablers fyrir þetta krabbamein á samfélaginu... hver sá sem ber virðingu fyrir friði, mannréttindum, jafnrétti.. sá hinn sami verður að skrá sig utan trúasöfnuða... þetta er staðreynd málsins.

Ég er nú bara stoltur yfir að hafa verið bannaður af einni mestu mafíu íslands, sjálfstæðisflokkunum.. ég er stoltur yfir því að hafa verið bannaður fyrir að segja sannleikann.
Á nýja bloggi mínu er ég engu minna gagnrýnin á hjátrúna og óréttlæti sem nærist í skjóli hennar.. ég hef engar aðvaranir fengið.. enginn spurt mig hvað ég heiti, enginn hótað að banna mig.
Ísland er eins og lítið samfélag vitleysinga þar sem mafíur blómstra, þar sem skrælingarnir eru skráðir í trúarsamtök og innprentað að vera undirgefnir...enda segja margir sjálfstæðismenn/framsókn að kristni sé aðalmálið á íslandi, þar eru helstu smiðir að óréttlæti og misskiptingar á íslandi.
Auðvitað vilja mafíur, stjórnmálamafíur, trúarmafíur halda fólki inni í fáfræði og rugli... það er hagur þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:42

65 identicon

P.S. Róslín og þið hin sem skráið ykkur í kristni.. þið eruð ástæðan fyrir því að þessir ruglukollar og ofurkrissar segja að þetta sé kristin þjóð.. í stað þess að við segjum okkur vera íslenska þjóð.
Þið eruð hluti af vandamálinu.. get over it or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:54

66 Smámynd: Haraldur Davíðsson

JVJ, hví lætur þú alltaf eins og álit þitt skuli vera öðrum til viðmiðunar, skoðanir þínar séu þær einu réttu og þér sé gefið að ákveða fyrir aðra hverja skuli hlustað á og hverja ekki...?

Hvað var það í þínu lífi sem fyllti þig þvílíkri dýrkun á sjálfum þér að guðinn þinn kemst ekki einu sinni að?

Eða hefurðu alltaf verið svona?

Haraldur Davíðsson, 29.11.2009 kl. 13:55

67 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vegna fjölda áskoranna ætla ég að reyna að svara Hjalta Rúnari hér, enda er nú smá stund milli stríða.  Hjalti segir:

"Mér finnst bara mjög líklegt að Jesús hafi verið á móti samkynhneigð. Miðað við sum ummæli sem eru eignuð honum þá var hann afskaplega mikill "púritani". Þessi vísun í "Hvað myndi Jesús gera?" er afskaplega léleg, því þú hefur bara einhverja glansmynd af Jesús sem passar við þínar skoðanir, þannig að þú ert í raun og veru bara að spyrja: "Hvað myndi ég gera?"

Hjalti:  Þér finnst líklegt að Jesús hafi verið á móti samkynhneigð, miðað við ýmis ummæli sem eru eignuð honum.

Ég held að við lesum bara Biblíuna á ólíkan hátt. Ég les Biblíuna og loka henni, og það sem eftir situr er svo sannarlega Jesús sem passar við "skoðanir mínar" ..   en skoðanir mínar eru byggðar á minni lífsreynslu samveru með fólki af öllum stærðum og gerðum.   Grunnurinn að minni trú varð ekki til við lestur Biblíunnar, heldur frekar frá góðu fólki sem sagði mér frá Jesú, eins og ég vil færa hann öðrum. Ég get alveg lifað án Biblíunnar og kannski væri það sumum hollt. 

Auðvitað verðu við að heimfæra Jesú eða hugmyndina um Jesú á samtímann. 

Hvernig getur svo Jesús verið fyrirmynd inn í daginn í dag? Jú, t.d. þegar hann minnir á það að hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. 

Hann er að segja það að við eigum að horfa út fyrir kassann, út fyrir lög og reglur og leita inn á við, inn í manneskjuna sem við erum og hafa hana í fyrirrúmi. 

Að nota svona bókstafinn til að hanga á því að meðbræður og systur séu syndugri og ást þeirra og kynmök séu verri eða vanheilagri en okkar eigin er hroki og mannvonska hjá fólki sem á að heita vel gefið  en heimska hjá hinum eða ótti við þá illa þenkjandi leiðtoga, nú eða heimska sem þeir hafa. 

Mér finnst bara skrítið, verð ég alveg að segja, að t.d. Jón Valur, vel lesinn og menntaður maðurinn skuli ekki vera meðvitaðri, en vissulega getur verið að hann sé fastur í sínum kassa og sjái ekki út fyrir ramman.   Ég skil vel að fólk sem hefur verið alið upp, og í sumum tilfellum heilaþvegið , í þessum sjálfsupphafningaranda að það telji sig betra en náungi sinn og minna syndugt en náunginn vegna þess að það stundi kynmök með gagnstæðu kyni.

Það er því ENN meiri ástæða til að vekja fólk upp, vekja fólk og segja því að það sé komið árið  2009,  læknavísindin og líffræðin hafi sýnt fram á að sumir eru bara fæddir samkynhneigðir og það er nákvæmlega ekkert ónáttúrulegt né syndsamlegt  við það, ekki frekar en að vera örvhentur, freknóttur eða með útstæð eyru.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 14:25

68 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti segir: "Mér finnst undarlegt að þú hafir ekki fattað það að það virkar ekki að reyna að láta einhverjar ósýnilegar verur segja skoðun sína á hlutunum. Ef þú ert á móti samkynhneigð þá "segir" guð/heilagur andi að það sé ekki í lagi, ef þú ert ekki á móti samkynhneigð þá "segir" guð/heilagur andi að það sé í lagi. Mætti jafnvel halda að fólkið væri bara að tala við sjálft sig!"

Hjalti - það er ekkert í BOÐI að vera á móti samkynhneigð.  Ekki frekar en það er í boði að vera á móti svörtu fólki eða freknóttu svo ég taki það aftur upp. 

Talandi um ósýnilegar verur, þá erum við trúuð sem vantrúuð alltaf umkringd ósýnilegu "verum"  þessar ósýnilegu verur eru bæði góðar og illar.  Við veljum okkur félagsskap þessara vera með huganum. Sumir velja sér félagsskap ótta, kvíða og jafnvel haturs, en aðrir velja sér félagsskap elsku, gleði og trausts. 

Ég kalla þetta ósýnilegar verur hér, þó þetta séu bara hugtök, en það er staðreynd að fólk er að glíma við þetta alla daga. Churchill kallaði t.d. þunglyndið "svarta hunda" ..  

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 14:33

69 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

SEM BETUR FER ER ÞAÐ MIKILL MINNIHLUTAHÓPUR SEM KLAPPAR SÉR Á BRJÓST OG TELUR SIG BETRI OG MINNA SYNDUGA EN NÁUNGANN VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR STUNDI SJÁLFIR KYNLÍF MEÐ GAGNSTÆÐU KYNI .. 

Annars er ég búin að skrifa nýja færlsu um óttann og elskuna og vil benda herrunum sem hér hafa skrifað gegn samkynhneigð að ein tilgátan fyrir hómófóbíu sé að menn séu hræddir við hommann í sjálfum sér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 14:38

70 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

færslu átti þetta að vera - nú er ég farin í bili. Love all serve all.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 14:39

71 identicon

Ósýnilegar verur?????

Sorry Jóhanna en JVJ tekur biblíu eins og hún er... að vísu sleppir hann ýmsu sem snertir lífsgæði hans sjálfs... já jafnvel hörðustu bókstafstrúarmenn setja stopp á það sem biblían segir ef það kemur niður á þeim sjálfum... þeir LALALALA yfir þetta í huga sér rétt eins og minna trúaðir LALALALLALALALALA yfir það helsta í biblíu sem kemur illa við þá.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:40

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er villandi að tala hér um, að málið snúist um "að vera á móti samkynhneigð" eða ekki. Málið, hvað Biblíuna varðar og kristni byggða á henni (önnur kristni er ekki til), snýst um athafnir, ekki grunnhneigð. Þetta sést skýrt í I. Kor. 6 og I. Tím 1. En það, sem sameinar bæði "frjálsynda" fólkið í þessu máli (þ. á m. þá sem eru úrdráttarmenn, reductionistar, varðandi Biblíuskilning) og þá, sem ganga of langt í Biblíutúlkun sinni, er, að þeir eru allir að slást við þá spurningu, hvort samkynhneigðir sem slíkir séu meðtakanlegir (velkomnir, verðir umhyggju okkar) skv. Biblíunni og þar af leiðandi í söfnuðunum. En Jesús umgekkst alla og samneytti eða tók þátt í samkvæmum með (fyrrum ágjörnum) tollheimtumönnum og bersyndugum. Hann sagði þó við syndarana, t.d. hórseku konuna sem hann hafði borgið: "Far þú, og syndga ekki aftur." Það, sem Biblían leggur bann við, er ekki einhver óvirk eða lítt virk grunnhneigð (hvernig sem hún varð til), heldur athafnir, þ.e. kynmök í þessu umrædda tilviki.

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 14:50

73 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hahahahahaha DoctorE þú ert alltaf samur við þig, mín trú er sú að allir séu jafnir fyrir Guði. Ég trúi ekki á þrískipt himnaríki og að fólki sé skipt niður eftir því hvaða kenningum það trúði, ég trúi bara því sem Biblían segir ;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 15:43

74 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti:  Þér finnst líklegt að Jesús hafi verið á móti samkynhneigð, miðað við ýmis ummæli sem eru eignuð honum.

Ég held að við lesum bara Biblíuna á ólíkan hátt. Ég les Biblíuna og loka henni, og það sem eftir situr er svo sannarlega Jesús sem passar við "skoðanir mínar" ..  

Og þá er spurningin þessi: Af hverju heldurðu að Jesús hafi ekki talið samkynja kynlíf vera synd?

Eina umfjöllunin þín um Jesús sem ég sé er talið um hvíldardaginn.

Út frá þeirri afmörkuðu spurningu um hvernig eigi að hegða sér á hvíldardeginum býrðu til mjög almenna reglu, sem er mjög vafasamt að Jesús hefði almennt tekið undir: "við eigum að horfa út fyrir kassann, út fyrir lög og reglur og leita inn á við, inn í manneskjuna sem við erum og hafa hana í fyrirrúmi"

Síðan segirðu að af þessari almennu reglu getum við séð að samkynja kynlíf er ekki synd.

Þetta eru mjög vafasöm skref:

1. Jesús var að tala um þessa almennu reglu.

2. Jesús taldi að samkvæmt þessari almennu reglu væri samkynja kynlíf ekki vera synd.

Ef við gefum okkur bara það að Jesús hafi verið sammála þessari almennu reglu, þá veit ég ekki hvernig þú getur haldið að hann væri sammála því að eitthvað svona almennt eins og "manneskjan á að vera í fyrirrúmi" þýði að hann hafi talið samkynja kynlíf vera allt í lagi. Af hverju heldurðu að Jesús hefði haldið að "manneskjan á að vera í fyrirrúmi" myndi þýða að samkynja kynlíf væri í lagi?

Ef við skoðum önnur ummæli hans, þá gerði hann mjög strangar kröfur þegar það koma að kynlífssiðferði (bannað að horfa á konu í girndarhug, bannað að giftast konum sem voru búnar að skilja, bannað að giftast óhreinum meyjum). Ertu ekki sammála því að það er líklegt að maður sem gerir svona strangar kröfur telji að samkynja kynlíf vera rangt?

Að nota svona bókstafinn til að hanga á því að meðbræður og systur séu syndugri og ást þeirra og kynmök séu verri eða vanheilagri en okkar eigin er hroki og mannvonska hjá fólki sem á að heita vel gefið  en heimska hjá hinum eða ótti við þá illa þenkjandi leiðtoga, nú eða heimska sem þeir hafa. 

Ég myndi segja að þetta væru fordómar. Þetta grey fólk er bara fast í þeirri leiðinlegu heimsmynd að telja biblíuna hafa eitthvað kennivald. Af því leiðir einfaldlega sú niðurstaða að kynlíf samkynhneigðra sé synd. Er það "hroki og mannvonska" að telja biblíuna vera innblásna?

Hjalti - það er ekkert í BOÐI að vera á móti samkynhneigð.  Ekki frekar en það er í boði að vera á móti svörtu fólki eða freknóttu svo ég taki það aftur upp. 

Þegar ég tala um að vera á móti samkynhneigð, þá er ég að tala um þá skoðun að telja samkynja kynlíf vera synd. Og ég veit ekki af hverju þú segir að það sé ekki í boði, meirihluti kristinna manna er líklega á þessari skoðun.

En mér finnst þetta tal þitt um að hatur og gleði séu ósýnilegu verurnar vera undansláttur.

Í bloggfærslunni þinni talaðirðu um það að fólkið ætti að hlusta á hvað "heilagur andi" segði þeim. Er það rangt skilið hjá mér að þarna hafirðu verið að segja að það sé til raunveruleg andavera sem kallast "heilagur andi" sem sé á þeirri skoðun að samkynja kynlíf sé ekki synd?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2009 kl. 16:03

75 identicon

Sigvarður og hvað segir biblían??? Hún segir að guð muni pynta þá sem fara ekki etir boðskapnum...
Svona ala: Ykkur er frjálst að kjósa hvað sem er.. en ef þið kjósið ekki sjálfstæðisflokkinn þá verðið þið sett í pyntingarbúðir, börnin ykkar líka og barnabörnin og barnabarnabörnin...

það er augljóst að biblían, kóran og aðrar álíka bækur voru ekkert nema pólitík fornmanna... Við sem búum og lifum árið 2009 eigum að vera nægilega upplýst til þess að sjá þetta í hendi okkar... Guðir eru ekkert nema uppskáldaðir formenn stjórnmálaafla... það er svo létt að segja: Hey formaðurinn í geimnum sagði þetta, þá má ekki segja neitt um það sem formaðurinn segir::: Þetta segja þeir sem eru sjálfskipaðir umbosðmenn hinna ímynduðu formanna flokkana

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 17:05

76 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er endalaust hægt að þrasa og ræða um þetta málefni.. ég pant eiga komment nr. 100!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.11.2009 kl. 18:53

77 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Kóranin er nú bara stolin úr gamla testamenntinu að hluta til. en komdu með vers úr Biblíunni DoctorE sem staðfestir það sem þú ert að segja ;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 19:10

78 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Pólitík Páls postula er nú ágætis sönnun á orðum herr doctor...

Haraldur Davíðsson, 29.11.2009 kl. 19:23

79 identicon

Ertu ekki búinn að lesa biblíu Sigvarður... slepptir þú að lesa allar síður sem þetta kemur allt fram..
Ég er náttúrulega ekki hissa á þessu, krissar eru prófessional í að sjá bara það sem þeir vilja sjá í bókinni sinni.

BTW; Nyja testamentið er byggt á gamla testamenti alveg eins og kóran... gyðingar samþykkja ekki að jesúinn þinn hafi verið það sem hann átti að vera, hann uppfyllti ekki skilyrðin góurinn... enda er þetta bara skáldskapur sem kaþólska kirkjan setti upp í valdabrölti sínu í leit að heimsyfirráðum.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:58

80 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hó, hó, hó, hér hef ég startað einhverju sem ég hef ekki tíma til að enda, enda fyrsti sunnudagur í aðventu og verið að jólast.

Hjalti, ég er ekki að blogga rökræðunnar vegna, ég er að blogga til að reyna að opna augu fólks fyrir mannréttindum.  Mér finnst þú býsna lunkinn við að snúa út úr fyrir mér, og spyrja í raun að því sem ég er þegar búin að svara. Sumu getur þú nú bara svarað þér sjálfur. 

Og til allra sem tala um það að þeir séu ekki á móti samkynhneigð aðeins að hvernig þeir lifi sínu kynlífi, þá er það álíka gáfulegt og að segja að þeir séu ekki á móti örvhentum aðeins á móti því að þeir noti vinstri hendina.  

Ykkur er velkomið að halda áfram umræðunni, en ég býst ekki við að komast í hana á næstunni aftur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 20:21

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktor (það ertu), þú segir hér ofar: "hvað segir biblían??? Hún segir, að Guð muni pynta þá sem fara ekki eftir boðskapnum," en að gerir hún ekki. Orðið pynta (pynda) kemur þar einu sinni fyrir (Hebr. 11.35), en þar er um að ræða pyndingu trúaðra af hendi óguðlegra. Ennfremur kemur orðið 'pynding' tvisvar fyrir í allri Biblíunni, Mt. 24.9 og Post. 26.11. Fyrra versið á við um svipað tilfelli og hér á undan, nema hvað í þessu tilviki er um spádóm Jesú að ræða um lærisveina hans, sem verði framseldir til pyndinga. Seinna dæmið fjallar um verknað Sáls frá Tarsus gagnvart hinum kristnu, meðan hann sjálfur hafði ekki mætt Drottni sínum.

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 21:12

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

... en ÞAÐ gerir hún ekki ...

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 21:13

83 identicon

Nei nei á ég að trúa því að JVJ sé með orðhengislhátt.. hahaha
Sorry JVJ minn, en messíasinn þinn hótaði fólki pyntingum í helvíti... dæmi
43Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:29

84 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hahaha....orðhengilshátturinn er jafnvel enn botnlausari en trúar-hræsnin...

Haraldur Davíðsson, 29.11.2009 kl. 21:48

85 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

doctorE þú virðist vera snillingur að taka Biblíuna úr samhengi. það á ekki að taka þessu versi svona bókstaflega. Ég hef ekki stúderað þetta vers neitt sérstaklega, en ég er viss um að Jesús er að meina að það sé betra að láta það eiga sig sem getur tælt okkur til falls. En Hel er til og það er engin hótun frá Guði, og hann sendir engan þangað. Heimurinn er fallinn og þessi dómur er yfir heiminum. Jesús gaf líf sitt til lausnargjalds svo að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf. Einu syndirnar sem koma mönnum þangað niður er að lastmæla Heilögum Anda og trúa ekki á Son Guðs sem fórn fyrir okkur.

En mér leiðast rökræður sem fara út í vitleysu. DoctorE þú átt eftir að opna augu þín einn daginn og átta þig á því að Jesús elskar þig, þrátt fyrir vantrú þína.

Annars tak fyrir svarið Jón Valur

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 22:11

86 identicon

Vá Sigvarður.. það á ekki að taka biblíu úr samhengi eða taka hana bókstaflega.. þú ert nú meiri ruglukollurinn maður, þú ert sí og æ að taka hana bókstaflega, þá hluta sem þér sjálfum finnst svalir.

Hættu svo að væla um þetta eilífa líf maður.. þú færð ekkert annað líf, Jesú elskar þig ekki, guð er ekki til....
Þú ert bara að gleypa hráa pólitík fornmanna.. það gerir þú eingöngu því þú ert svj fjandi gráðugur í eilífa lífið sem þú færð alls ekki... fyrir utan það að þá segir biblían að menn megi ekki vera gráðugir eins og þú og ofurkrissa vinir þínir sem eruð eins og alverstu höfðingjasleikjur sem hægt er að ímynda sér.
Þið eruð kannski svipaðir og þeir sem seldu fólk í hendur nasista í þeirri von að fá verðlaun.. og að verða ekki sendir sjálfir í útrýmingarbúðir..

Eina vitleysan hér er einmitt það sem sumir krissarnir eru að skrifa, hræsnin lekur af hverju orði.. setningar sökkva í hræsni og smeðju

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:45

87 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta ætlar að vera lífsseig umræða. Ég spyr, ræður söfnuður sem rekur sig fyrir eigið fé því ekki hverjir syngja í kór hans? Ég er sammála túlkun hvítasunnusafnaðarins um samkynhneigð í ljósi Biblíunnar, finnst aðeins að talsmenn þeirra mættu vera nærgætnari í umfjöllun sinni og ekki taka DoctorE sér til fyrirmyndar í þeim málum.

Til hans segi ég að það er alger þvæla sem þú heldur fram hér ofar í samtali við Rósalín. Þú heldur því fram að öfgasinnaðir hatursfullir trúarleiðtogar starfi í skjóli allra sem aðhyllast kristna trú.

Með sömu rökum má segja að glæpir Kínastjórnar og morð Stalíns á 5 milljónum bænda séu framdir í skjóli trúlausra af því þeir hafa svipaða skoðun í trúmálum og kommúnistar.

Þú hlýtur að sjá að þetta er þvæla, ef þú ert fær um að hugsa út fyrir kassa þröngsýninnar sem blindar þig og lætur þig endurtaka sömu innantómu frasana þrátt fyrir að þeim hafi verið svarað hvað eftir annað.

Theódór Norðkvist, 29.11.2009 kl. 23:14

88 identicon

FAIL Theodór.. kommúnismi Stalíns & annara var ekkert nema trúarbrögð karlinn minn, enginn mátti gagnrýna yfirvaldið.. yfirvaldið var hafið yfir lög, leggist undir yfirvaldið eða verðið pyntuð og myrt, sett í gúlag.

Hugsa Theódór.. kynna sér málin líka...

Trúfrjálsir snúast um eitt atriði.. það eru engir guðir, það er ekkert dogma í að hafa ekki guði.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:35

89 identicon

Jón Valur

En það sem þú miskillur er að Jesús vissi að það væri ekki hægt fyrir fólk að "...syndga ekki aftur." Það er pointið hjá Jesúsi. Við erum fólk, við syndgum. Við getum ekki fylgt í fótspor hans. Þess vegna tekur ég undir Sören Krarup (prestur í Danmerku) þegar hann segir: "Synd tappert!"

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:38

90 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hugsa.. kynna sér málin líka...

Hvenær ætlarðu að byrja á því, DoctorE? Ég hlakka til.

Ég var ekki að halda því fram að glæpir Stalíns væru öllum trúlausum að kenna, er farinn að halda að þú hafir ekki lesið það sem ég skrifaði.

Ég var einfaldlega að benda á að það að halda því fram væri jafn heimskulegt og segja að ruglið í öfgasinnuðum hatursmönnum sem telja sig kristna væri öllum trúuðum að kenna.

Theódór Norðkvist, 29.11.2009 kl. 23:53

91 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktor, það er ekki ég, sem er með orðhengilshátt, heldur þú. Fyrst segirðu að Biblían haldi því fram, að Guð pynti þá, sem fara ekki eftir boðskapnum – án þess að hafa fyrir því neinn ritningarstað, enda kemur orðið ekki fyrir í Biblíunni í slíku merkingarsamhengi. Því næst bendirðu (kl. 21:29) á orð Jesú í Mk. 9.43, en þar segir ekkert um það, að Guð sé þar gerandi, heldur er þar sagt, að það sé illt fyrir manninn "að hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld," eins og maðurinn fari þangað sjálfur, ekki að Guð kasti honum þangað og haldi honum þar.

Gerðu ráð fyrir, að hver maður beri sinn dóm með sér, eins og skáldið segir (H.P.). Gerðu ráð fyrir eilífri vanlíðan þess manns, sem skapaður er til að fá að sjá Guð sem sitt fyllsta hamingjuefni, en fær það ekki, af því að þessi maður hefur með lífsferli sínum, með því að velja hið illa fremur en hið góða, skilyrt sig til að loka sig frá Guði – þeim Guði sem tekur ekki frá honum það frelsi hans, heldur leyfir honum að ráða þessari ferð sinni. Og sá maður hefur tekið 'skurðgoðadýrkun' (beina eða – aðallega – óbeina), girnd, hroka, ásælni og aðrar ódygðir sínar fram yfir Guð – og tekið sjálfan sig fram yfir Guð. Sá hinn sami maður finnur samt til mistaka sinna, að hafa misst marks, en er þó ekki laus við þá sálarmótun, sem hann fekk hér í lífi með sínu endurtekna siðferðsvali, og hann þráir jafnvel enn viðfang lasta sinna, en fær, þegar þarna er komið, enga uppfyllingu þeirra, og það veldur honum kvöl. Girndin veitir manninum enga fullnægju né hvíld til eilífðar.

Í vísu minni hér á eftir er orðið 'sár' nafnorð, ekki lýsingarorð (sár heljar = kvöl glötunarástandsins).

Heljar sár er samvizkan,

sök, er bítur ranglátan.

Hroki og girnd er hjáguð sá,

hvíld sem aldrei veita má.

Gangi þér vel að reyna að skilja þessi hluti öðruvísi en svo að ímynda þér almáttugan Guð sem einhvern pyndingameistara. Hann er það ekki, en hann stendur vörð um réttlætið.

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 00:39

92 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kæra Jóhanna.

Takk fyrir þennan pistil.   Þú ert sönn baráttukona

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 02:54

93 identicon

Þar sem guð gefur skilyrðin.. hann er almáttugur, getur stöðvað pyntingarnar... en gerir það ekki vegna þess að ég eða einhver trúir ekki á hann... þá er hann gerandi.
Reglunrar eru hans... sama og ef ég færi fram á að einhver lítil börn dýrkuðu mig en ef þau geri það ekki þá láti ég þau í hendur snarvitlausra glæpamanna sem myndu nauðga og pynta.. þá er ég gerandi, upphafsmaður að glæpnum.

Rétt eins og Kim í Norður Kóreu.. hann er með sömu reglur.. en fólkið þar á amk möguleika á að sleppa þegar það deyr.. enginn möguleiki er hjá guði þínum.. skrímslinu ógurlega sem vílar ekki fyrir sér að láta pynta fólk að eilífu fyrir engar sakir.. 

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 07:35

94 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna ferðu flatt á því, gervidoktor. Þetta eru EKKI pyntingar, enda ekki kallað því nafni í Biblíunni. Þetta er ástand hinna glötuðu sjálfra. Guð getur ekki tekið það ástand frá þeim nema annaðhvort með því að binda enda á tilveru þeirra eða taka frá þeim frelsi viljans. Hann gerir hvorugt.

Og treystu því, að einungis þeir, sem hafa stórsyndir og illræðisverk á samvizkunni og valið hafa kærleikslaust skeytingarleysi gagnvart náunganum fremur en að hjálpa honum í neyð, verða fyrir hinum meiri háttar þjáningum.

Ennfremur skaltu gæta þessa: Guð mildar líka hið erfiða hlutskipti hinna glötuðu – eða með orðum Tómasar frá Aquino: refsing þeirra er citra condignum, minni en þeir verðskulda, þ.e.a.s. úr henni er dregið miðað við þá verðskuldun.

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 10:11

95 identicon

Yea right JVJ... gyðingarnir sem enduðu líf sitt í gasklefum.. það var bara ástand hinna glötðuð... fólkið sem fórst í flóðbylgjunni um árið.. ástand hinna glötuðu... og það besta er að þar sem fæst af þessu fólki var kristið, þá tók guddi við og sendi það til helvítis... en hann fór að gráta þegar hann gerði það.
Hellelúja

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:18

96 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur: "Málið, hvað Biblíuna varðar og kristni byggða á henni (önnur kristni er ekki til), snýst um athafnir, ekki grunnhneigð."

Ég veit ekki betur en að Biblían leggi það að jöfnu að drýgja hór og að hugsa um það. Þar er dæmt eftir grunnhneigð - eða er losti ekki frekar basic hluti af mannlegu eðli?  

P.s. Hvernig væri að þú fræddir okkur um lesbíusjúkdómana sem þú þóttist vita svo mikið um? Ég er orðin alveg ofsalega forvitin...þetta hljóta að vera allsvakalegar pestir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.11.2009 kl. 10:19

97 identicon

Jóhanna, það hefur heyrst um mikla afhýrunarveislu sem gegnur undir nafninu

God Saves The Queens

Uppl: http://or.blog.is/blog/or/

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:29

98 identicon

Hvað gerist ef lessa fer óvart í afhommun.. verður hún þá súperofurlessa?

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:07

99 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einhver óhreinleiki virðist í sál þinni, gervidoktor, að skrifa eins og þú gerir um Gyðingana í gasklefunum. Hverjir af kirkjunnar mönnum og söfnuðum hafa sagt þér, að þessi fórnarlömb illskunnar hafi ekki verið hólpin? Svo sannarlega máttu taka það sem gefið svar kaþólskrar kristni, að í það minnsta afar stór hluti þessara fórnarlamba hafi með þeirri eldskírn sinni fengið aðgang að náðarstóli Guðs, – trúlega flestir. Þetta er sú tegund píslarvættis, sem kallast á ensku "baptism by fire" – frelsandi eldskírn þrátt fyrir viðbjóð illskunnar í ódæðisverki ofsækjendanna.

Ég held þú ættir að fara að virða trúað fólk meira en sýnir sig í skrifum þínum. Það er væntanlega löngu kominn sá tími, að þú eigir að geta skrifað öðruvísi en sem óþroskaður götustrákur, sem atar vefslóðir út með sora sínum og guðlasti.

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 16:25

100 identicon

Enginn kemur til föðurins nema fyrir klóninn.. .stendur skýrum stöfum í uppáhaldsbókinni þinni.
Þér ferst það afar illa að afsaka ruglið í bókinni. .eiginlega mistekst það 100%.

Og plís ekki tala um virðingu góurinn... þú sjálfur ert sá síðasti sem talað getur um virðingu.. talandi um götustrák.. með einhverja lame uppnefningu á mér.. já það er 100% púra FAIL í öllu sem þú gerir.. nema kannski í því að fæla fólk frá kristni

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:00

101 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hinn mikli mannþekkjari JVJ hefur tjáð sig...gegnum dulnefni og netheima sálgreinir hann fólk, gerir því upp skoðanir, trú, trúleysi, hugsanir og kenndir...

...við getum líklega leyst alla geðlækna, sálfræðinga og vísindamenn yfirhöfuð, frá störfum, því JVJ getur þetta allt svo miklu miklu betur í gegnum tölvuna sína....

..sagnfræðingar og fornleifafræðingar, mannfræðingar og heimspekingar eru einnig á glapstigum og ættu að víkja fyrir hans heilagleika JVJ....sheeeshhhh....

Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 18:02

102 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, ég er ekki að blogga rökræðunnar vegna, ég er að blogga til að reyna að opna augu fólks fyrir mannréttindum. 

Þú ert að reyna að "opna augu" kristins fólks með því að benda á rök fyrir því að það ætti ekki að vera á móti samkynhneigð. Aðalrök þín sýnist mér vera ætlaðar skoðana Jesú og því sem "heilagur" andi á að segja því.

Ég bendi á að skoðanir Jesú væru líklega frekar í átt þeirra sem telja kynlíf samkynhneigðra vera synd og að "heilagur andi" virðist alltaf vera sammála þeim sem á í hlut.

Þegar ég hrek rökin þín þá finnst mér frekar slappt að segja bara að þú sért ekki að blogga rökræðunnar vegna, heldur til þess að reyna að opna augu fólks. Þú opnar vonandi ekki augu neins með svona vitleysu.

Mér finnst þú býsna lunkinn við að snúa út úr fyrir mér, og spyrja í raun að því sem ég er þegar búin að svara.

Mér finnst þú nú vera að kasta steinum úr glerhúsi þegar það kemur úr þessu. Eins og ég sagði hérna að ofan þá vísarðu meðal annars til þess sem heilagur andi á að segja fólki. Ég benti á að heilagur andi segir fólki almennt það sem það trúir þegar. Svarið þitt virðist vera á þá leið að það sé hægt að kalla hugarástand eins og t.d. reiði ósýnilega veru.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2009 kl. 20:15

103 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En svo er ljóst að hugmyndir Jóns Vals um helvíti á ekkert skylt við Nýja testamentið. Ef við kíkjum til dæmis á hvernig Jesús talaði um helvíti, þá líkti hann því við að þrælaeigandi væri að berja þræl sinn, hann líkti því við að verða hent í dýflissu þar sem maður væri pyntaður. Síðan talaði hann um að englarnir myndu kasta fólki í helvíti.

Þarna er ekki talað um að fólk fari sjálft í helvíti af fúsum og frjálsum vilja og sé frjálst að fara þaðan og að guð sé að milda refsinguna. Þetta er einhver síðari tíma tilbúniningur þeirra sem sætta sig ekki við þessa ljótu kenningu kristinnar trúar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2009 kl. 20:21

104 identicon

Það er löngu ljóst að trúaðir vita minnst af öllum hvað trú þeirra gengur út á...
Afsökunaraðilar eins og JVJ sem hefur lesið biblíu skrilljón sinnum, þeir eru að mér sýnist þeir sem minnst virðast skilja í trú sinni, enda tjúllaðir af hræðslu við þykjustu pabba í geimnum.. svo tjúllaðir að þeir snúa terrornum upp í að vera kærleika og miskunn... enn og aftur komum við að hinu yfirnáttúrulega Stokkhólms heilkenni.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 21:20

105 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú fekk bókstafstrúarmaðurinn með gervidoktorsnafnbótina aldeilis kikk í umræðunni. En honum verður skammgóður vermir af því.

Hjalti, það, sem ég flyt hér af kaþólskri kenningu um helvíti, byggir á margra alda íhugun guðfræðinga um þau mál – ekki nútímalíberalista (enda er ég ekki einn slíkur), heldur kenningarfastra manna á fyrri öldum, og það á m.a. við um þetta atriði sem ég nefndi um mildun refsingar. Guð verður að lokum "auglýstur" (eins og það heitir á gömlum Biblíuþýðingum) að vera réttlátur og miskunnsamur.

Líkingar notar Jesús margar, m.a. um helvíti. Það er líking að tala þar um "eld" og um að "berja" menn o.s.frv., en um hitt fer Hjalti rétt með, að góðir englar Guðs hafa hlutverki að gegna við efsta dóm; það breytir þó ekki því, sem ég var að segja.

PS. Svo talaði ég hvergi um, að hinum glötuðu væri frjálst að fara úr helvíti.

PPS. Ekki þarf ég að svara þessum Haraldi.

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 22:55

106 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Var ég að spyrja þig einhvers JVJ?

Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 23:13

107 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvernig var það, átti ég ekki að eiga hundruðustu athugasemdina??

Nú er það víst farið út um þúfur..

En elskið friðinn og strúkið kviðinn piltar!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.11.2009 kl. 23:29

108 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er komið í 107 held ég, ég er búin að gefast upp hér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:15

109 identicon

Ef Jón Valur er í himnaríki, þegar ég dey - fer ég frekar í partýið á neðri hæðinni.

Góður pistill, Jóhanna. Takk.

Skorrdal (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 01:57

110 identicon

Það segir í biblíunni að grýta skuli börn séu þau óþekk.

Þið verðið að fyrirgefa að ég get engan veginn farið eftir þessum tilmælum. Vonandi ekki þið heldur, þið sem eruð svona sannfærð um að ykkar trú sé eina rétta túlkun Biblíunnar sem til er.

Ég lít á Biblíuna sem fróðlega sögu um uppeldisaðferðir. Guð er foreldið sem skapaði okkur, og NB hann skapaði okkur í sinni mynd. Það hlýtur að þýða að allur sá breyskleiki sem finna má meðal manna hlýtur að finnast hjá guði. Það þýðir ekki að andmæla þessari staðhæfingu með því að okkur hafi verið gefinn frjáls vilji til þess að velja, vegna þess einfaldlega að ég er nokkuð handviss um að guð búi yfir miklum frjálsum vilja og því hefur hann einmitt staðið við það sem hann gerði - skapað okkur í sinni mynd.

Aftur að uppeldisritinu Biblíunni: Guð bjó okkur til og hefur svo verið að ala okkur upp allar götur síðan, við erum börn hans. Í byrjun reyndi hann að beita okkur hörku og ofuraga og þaðan eru þessi klikkuðu tilmæli komin sem enginn nennir að hlýða í Biblíunni. Guð hefur áttað sig á því að hann, eins og allir aðrir foreldrar, lærir af reynslunni og áttar sig á því að til þess að ala upp almennilega einstaklinga er ekki rétta nálgunin að beita ofbeldi og hótunum. Þessvegna hefur guð mildast í afstöðu sinni. Þessvegna er sá mildi guð og Jésú sem við þekkjum í dag alls ekki sambærilegur þeim sem boðaður var með oddi og egg í kringum 1000 og aldirnar á undan.

Guð er almáttugur og þessvegna er honum mögulegt að breytast. Það sem hann skapaði okkur í sinni mynd vitum við að hann er bæði breyskur og ófullkominn vegna þess að við erum það. Þetta sjá allir og því hefur fólk lært að fagna því sem guð stendur fyrir og einbeita sér að honum en ekki einbeita sér að misgáfulegum orðum skrifuðum af misupplögðum lærisveinum guðs á öldum áður. Því við megum ekki heldur gleyma því að Biblían er bara frásögn manna af því hvernig þeir halda að guð sé.   

Guð gaf okkur líka hæfnina til þess að greina á milli góðs og ills. Mér finnst fólk sem talar af jafnmiklum trúarhita og ofstæki og hér viðgengst einfaldlega af hinu illa. Það segir einhversstaðar að djöfullinnn sé slægur og feli sig jafnan meðal andstæðingsins. Þið sem misbjóðið og rangtúlkið guðs orð jafn heiftarlega og af jafn mikilli mannfyrirlitningu og hér kemur fram eruð í mínum huga útsendarar djöfulsins. Þið hafið í mínum huga engan rétt til þess að túlka guðs orð ef það kemur þannig út að mannfyrirlitning og dómharka yfir manneskjum verður réttlætanleg.  

Skammist ykkar og skríðið aftur ofan í holuna ykkar, þaðan sem þið komuð frá.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 02:27

111 identicon

JVJ, ert 2ja ára :)

Margra alda íhugun manna með oddhvassa hatta... menn eins og þú... heldur þú virkilega að það sé eitthvað marktækt :)


DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:39

112 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var merkileg guðfræðisamsuða frá þér, Hjördís, og ekki ættuð úr kristindómi og heldur ekki upplýst af sannri þekkingu af tilurð Ritningarinnar.

Þá kýstu ennfremur að búa þér til skrípamynd af því, sem Biblían boðar, t.d. í upphafssetningu þinni: "Það segir í biblíunni að grýta skuli börn séu þau óþekk." Hvergi er þetta sagt í Biblíunni, en hitt var vissulega leyft Gyðingum, ef einhver bölvaði föður sínum eða móður, að lífláta viðkomandi (III. Mós. 20.9). Að 'bölva einhverjum' var í menningarumhverfi Mið-Austurlanda ekkert léttvægt fyrirbæri eins og óþekkt barna. En hér er lýst þeim hugmyndaheimi:

"The vocabulary of cursing is rich in Hebrew. It expresses the violent reactions of a fiery temperament. Men curse in anger (z'm), and in humiliating ('rr), in contempt (qll), in execration (qbb), in oaths ('lh). ... A curse brings into play profound forces which are beyond man. Through the power of the spoken word which seems to develop its deadly effects automatically, the curse calls forth the dreaded power of evil and sin, the inexorable logic which leads from evil to misfortune. Also, in its full form a curse implies two closely linked terms, the cause or condition involving the effect: "Because you have done this (if you do this) ... such a misfortune will come upon you." One cannot curse thoughtlessly without the danger of letting loose upon oneself the evil one calls on another." (Dictionary of Biblical Theology, ed. Leon-Dufour, Lond. 1973, s. 106, s.v. 'Curse'). Hér er í raun um alvarlegar bölbænir að ræða, ekki t.d. kæruleysisleg blótsyrði.

Og samhengi textans í III. Mós. 20.9 er einmitt þetta, sem hér var um rætt, enda lýkur því versi þannig (leturbr. jvj): "Vegna þess að hann hefur bölvað föður sínum og móður, skal blóðsök hans koma yfir hann."

Ég geri ekki ráð fyrir, að vantrúaðir og aðrir gagnrýnendur kristindómsins séu neinir sérstakir meðmælendur þess, að synir óski foreldrum sínum bölvunar. En sömu gagnrýnendur mega einnig vita, að þessi ákvæði Móselaga eru ekki og hafa ekki verið partur af kristindómi, þetta var aðeins eignað einni þjóð til að fara eftir um takmarkaðan tíma.

Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 11:25

113 identicon

Thetta er ekki i fyrsta sinn sem eg se hja ofgatruudum ad samkynhneigdum er likt vid barnanidinga sem er audvitad ekki i lagi  frekar vidbjodslegt!! Og thad var heldur ekki ad astædulausu sem eg skradi mig ur thjodkirkjunni a gaypride fyrir ari sidan... eg styd ekki andlegt eda likamlegt ofbeldi i nafni "guds heilags anda og amen "  thvilik sidblinda i gangi 

vonum ad "godur gud geti læknad" ofgatruada og sidblinda.

Birta (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:58

114 identicon

Guðinn hans JVJ skrifar eina bók fyrir suma.. sem á bara að vera í smá tíma.. svo skrifar hann aðra bók fyrir aðra..  Samt segir hetjan hans JVJ að fyrri bókin sé í fullu gildi og þar megi engu breyta því það sé fullkomið orð hans Gudda.

Tada sér enginn heimskuna í þessu... ég var ekki að spyrja þig JVJ, ég veit að þú veist að þetta er allt ferlega heimskt en þú munt aldrei viðurkenna það :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 12:07

115 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktorinn vill gjarnan halda í sína lögmálstrú og túlkar þetta allt einhæft, gætir t.d. ekki að þessum ummælum Jesú: "Lögmálið og spámennirnir ná fram til Jóhannesar." (Lúk. 16.16). Og í Mk. 2.21-22, þar sem rætt hafði verið um föstuboð lögmálsins: "Enginn saumar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat því þá rífur nýja bótin af hinu gamla og verður af verri rifa. Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi því þá sprengir vínið belgina og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.“ Þá breytir Jesús áherzlum þjóðar sinnar á ákvæði lögmálsins, beitir sér gegn því, að menn vanræki réttlætið, miskunnsemina og heiðarleikann, og leggur sjálfur áherzlu á þau atriði í lögmálinu (Mt. 23.16-26). Sumt hafi mönnum ennfremur verið leyft í gamla lögmálinu eingöngu "vegna hjartaharðúðar" þeirra, en sjálfur leggur hann áherzlu á fullkomnun, til líkingar við fullkomleik Guðs (Mt. 5.21-48). Þótt þessu verði aldrei að fullu náð í tilveru okkar nú (sbr. Mt. 19.10), er fordæmi Jesú mikilvægt fyrir uppfyllingu boðorðanna og sá innri styrkur sem veitist með hjálp Heilags Anda, skv. orðum Jesú (Post. 18, sbr. Jóh. 16.13).

Sjálfur setur Jesús fremst alls hið tvíþætta kærleiksboðorð lögmálsins (Mk. 12.28-34), allt skuli vera gefið undir þetta boðorð og leitt af því (Mt. 712), þessi gullna regla kærleikans jafngildi í raun öllu lögmálinu og spámannaritunum: "Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir."

Þá er þess og að geta, að Jesús talar sjálfur sem löggjafi um málefni lögmálsins, t.d. þegar hann segir manninn meiri en hvíldardaginn (Mk. 2.23-27 og hliðstæður, sbr. Jóh. 5.18, 7.21 o.áfr.) og breytir reglunum um hreinlætissiði lögmálsins (Mk. 7.15-23 og hliðst.).

Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 12:56

116 identicon

Vá Jón Valur, það kom hálf setning frá sjálfum þér, restin var öll úr símaskránni ;)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:19

117 identicon

Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera

Þetta verður alltaf hlægilegra... ef ég myndi vilja plögga þig.. ættir þú þá að plöga mig...
Ef einhver gay fer í FíluDellu og vill vera með Verði... á þá Vörður að vera með honum... ef einhverjum langar að lemja þig með svipu, átt þú þá að lemja hann á móti :)

Sorry en þetta meikar ekki neinn sense hjá þér og kuflunum sem skálduðu þetta upp... en ég veit náttlega að þið túlkið þetta á þann einstefnu máta að allt sem þið krissarnir viljið.. að það eigi allir aðrir að vilja líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:44

118 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öll þjóðin skilur þessa setningu, en auðvitað er þér það fyrirmunað.

Skilningur þinn er myrkvaður, það er málið. End of discussion.

Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 14:57

119 identicon

Heil og sæl; Jóhanna - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Ég skal játa; fyrir ykkur öllum - að ég kaupi benzín á bílinn, yfirleitt; hjá Skeljungi, hér heima í Hveragerðis og Kotstrandar sóknum .

Þó; ég taki stundum á tankinn, hjá Olíuverzlun Íslands (Olís), einnig.

Það hlýtur að kallast; mín dauðasynd !

Hvers lags fíflagangur er þetta; í garð fólks - sem er ekki, með sama strika merkið á enninu, og flest okkar hinna ?

Er það ekki; innræti fólksins - sem framganga þess, gagnvart okkur og öðrum, í lífinu, sem skiptir megin máli ?

Verða ekki; hinir skinhelgu, sem hljóta þyngri dóma - að þessu lífi loknu, en það blessaða fólk, hvert hefir aðrar hneigðir - en flest; okkar hinna ?

Jah; hvílík umfjöllun, Jóhanna mín - og sýnir bezt, hversu lágt planið er, undir nokkrum Íslendinga, eins og á daginn er komið.

Dettur mér þá í hug; annað dæma, um hin íslenzku lélegheit, og það, á hinni ''upplýstu'' 21. öld.

1000 - 10000 vikur, eða meir; tekur það Íslendinga, að koma stórglæpa mönnum hruns, þjóðfélags okkar, í dýflissur, mögulegar. 1 viku; tók það Nígerísk yfirvöld, í sumar leið, að koma skikki á, samsvarandi, þar heima fyrir.

Sjáum; hversu Íslandi er komið; í hyldýpi siðleysisins.

Neðst; allra landa, gott fólk - í veröldu allri !!! 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 15:24

120 identicon

Já ég er með myrkvaðan skilning JVJ... Það sjá allir með hálfan heila að þessi setning er steikt
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera

Það er svo rosalega misjafnt hvað fólk vill að aðrir geri sér... ég gæt td verið rosalega þunglyndur og vildi að einhver myndi drepa mig... samkvæmt þessari setningu þá get ég tekið hana sem ég eigi að drepa aðra..

Sorry JVJ, þessi setning er stúpid.. get over it.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 15:53

121 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú ætlar sumsé ekki að svara mér, Jón?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.12.2009 kl. 18:08

122 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég bendi þér þá bara á þetta: Jón Valur og lösnu lesbíurnar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.12.2009 kl. 19:02

123 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru til heimildir um þetta mál, Tinna, og þú færð að sjá þær.

Gervidoktor, þessi setning Jesú er miðuð við eðlilegar hugsanir, ekki óeðlilegar. Hugsanir manns með sjálfstortímingarhugsanir eru ekki eðlilegar. – Allir skilja þetta raunar nema sá einn, sem ekki vill skilja það. Hver hann er, vitum við ekki, en vitum hitt, að hann er feiminn við að birta nafnið sitt og felur sig bak við gervidoktorstitil. Glæsilegt.

Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 21:28

124 identicon

óó eðlilegar hugsanir eins og þú og páfinn hugsa.. .og kannski barnaníðingar kaþólsku kirkjunnar...

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:49

125 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þu ert að tapa þessari sennu JVJ!

Páll Geir Bjarnason, 2.12.2009 kl. 03:04

126 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Páll Geir, til þess að það þannig!

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 04:23

127 Smámynd: Einar Jón

JVJ: Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Páll Geir, til þess að það þannig!

Spegill! Viltu ekki svara Tinnu áður en þú fullyrðir eitthvað fleira?

Einar Jón, 2.12.2009 kl. 05:23

128 identicon

FAIL: JVJ- Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Páll Geir, til þess að það þannig!

Ég veit ekki betur en að þú, kirkjan þín og biblían þín séu að fullyrða eitthvað algert bull, göngu á vatni, upprisu, master of the universe.. og þið ætlist til þess að það sé þannig, að allir dansi eftir þessum fáránlegu fullyrðingum.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:04

129 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

1.Tím. 8Vér vitum, að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega

9og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, vanheilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum, manndrápurum,

10frillulífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.

Þeir sem eru réttlátir eru þeir sem hafa tekið við Kristi sem frelsara sínum og Drottni. Það er að segja að Kristur tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Jón Valur, lögmálið er i gildi fyrir hina vantrúuðu en ekki þá sem hafa tekið við Kristi, því að við höfum verið gerðir réttlátir fyrir náð Guðs.

DoctorE vitnar í auga fyrir auga dæmið, en það voru viðmiðunarreglur fyrir dómara til að dæma réttláta dóma, en ekki ætlað til þess að fólk færi að hefna sín. Jesús leiðrétti þetta þegar hann var á jörðinni því að menn voru farnir að rangtúlka þetta líkt og svo oft er gert í dag.

Jesús gekk á vatni, hann er Guð of hafin yfir öll náttúrulögmál. Það voru 500 vitni af upprisu Krists, sem hann birtist frá þeim tíma þar sem hann reis upp og fram að Hvítasunnudag þegar Heilagur Andi kom yfir lærisveinana.

DoctorE, það er valkostur hvers og eins og trúa, það getur enginn sagt þér að gera það, þú þarft að velja það sjálfur.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.12.2009 kl. 10:39

130 identicon

Sorry Theódór það er ekki valkostur að trúa, annað hvort trúa menn einhverju bulli eða ekki.

Að trúa því að einhver hafi sagt einhvern gaur fyrir 2000 árum ganga á vatni, fóðra fullt af fólki með engu.. reisa við dauða, rísa sjálfur upp frá dauðum...
Hver voru þessi vitni, hver skrifaði dæmið... ég skal segja þér hver skrifaði dæmið, það var kirkjan hans JVJ, Kirkjan hans JVJ var í pólítískri baráttu á þessum tíma alveg eins og í dag...

Hvaða njálgur sem er getur skrifað hvaða súpergaurasögu sem er og sagt að einhverjir hillbillar hafi verið vitni að þessu... þó svo að þessir hillbillar komi og vitni með honum þá segir það akkúrat ekki neitt.
Fáfráðir trúarnöttar eru verstu vitni sem hægt er að hugsa sér... þúsundir trúarnötta segja að Tod bentley hafi reist meira en 20 manns frá dauðum... gaurinn fór til himna að tala við Gudda...
Sorry Theodór en sagan þín er jafn hlægilega aulaleg og sagan með að Mummi hafi farið á töfrahesti sínum til himna.. og talað við Gudda.

Menn geta ekki valið að trúa svona.. .menn verða að vera geggjaðir, eiginlega geðklofa.. bara sorry en svona er þetta bara.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:03

131 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Páll Geir, til þess að það þannig!"-JVJ

Þú ættir kannski að líta í eigin barm hvað þetta varðar.

Páll Geir Bjarnason, 2.12.2009 kl. 12:51

132 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"[L]ögmálið er i gildi fyrir hina vantrúuðu en ekki þá sem hafa tekið við Kristi, því að við höfum verið gerðir réttlátir fyrir náð Guðs."

Ertu að reyna að halda því fram að "vantrúaðir" eigi að fara eftir lögum forn-gyðinga?  Ert þú átómatískt réttlátur vegna þess að þú trúir á Jesú og þarft ekki að hafa neitt fyrir því að t.d. haga þér á réttlátan hátt?

Helvíti er það hentugt.

"Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Páll Geir, til þess að það þannig!"

*hóst*Bjálki...flís*hóst*

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.12.2009 kl. 14:36

133 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Nei ekki allveg, lögmálið er til að sanna upp á þig synd, því að samkvæmt standard Guðs að þá er enginn maður syndlaus og því sekur frammi fyrir Guði. Róm.8:1 Nú er því engin fordæming fyrir þann sem tilheyrir Kristi Jesú, því að lögmál lífsins anda hefur leyst okkur undan lögmáli syndar og dauða.

Þeir sem tilheyra Kristi eru musteri Guðs og hann býr innra með þeim. Páll ritar í Gal.2:20 að við séum krossfest með Kristi, sjálf lifum við ekki framar, heldur lifir Kristur í okkur. Það þýðir það að Kristur sem er uppfylling lögmálsins og endalok þess býr innra með okkur, og þeir sem tilheyra Kristi eru gerðir réttlátir við því að meðtaka frelsisgjöf Krists, og lifa í uppfyllingu lögmálsins.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.12.2009 kl. 16:39

134 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig breyttist Sigvarður Hans í Theódór, gervidoktor?!

Sigvarður, við verðum að ræða þetta um lögmálið annars staðar. Lúther talaði um nokkrar "notkanir" þess, og kaþólskir tala um lex vetus (gamla lögmálið) og lex nova, sem er allt annars eðlis ("nýja lögmálið"), en ég fer ekki út í þá umræðu hér, en er þó sammála þér að allmiklu leyti –og auðvitað Páli. – En ég þarf raunar miklu fremur að sinna þjóðfrelsisbaráttunni (vörn í Icesave-svikafrumvarps-málinu) heldur en þessum málum.

Gervidoktor, kirkjan fullyrðir ekkert út í loftið, heldur byggir það allt á vitnisburðum og heimildum – en þú hefur hins vegar enga sönnun fyrir því, að ekki sé til neinn guð.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 17:10

135 identicon

Sorry fyrir þig JVJ, öll þín trú, biblían og alles byggjast á skrifum þeirra sem þú virðist hata mest, nafnleysingjum... þú veist þetta vel, bara vilt ekki viðurkenna þetta.

Biblían er marklaust plagg, það er ekki mitt eða annarra að sanna að það sé ekki til guð... það er ykkar að sanna að fullyrðingar skáldsögunnar séu sannar...

Ekki koma endalaust með rugl JVJ.. dömpaðu biblíunni og reyndu að lifa eðlilegu lífi svona í lokin... ekki fara heimskari úr heiminum en þú komst í hann... ekki það að þú getir grátið það, vegna þess að þú verður dauður; steindauður.. ekkert extra líf

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 23:19

136 Smámynd: Jón Valur Jensson

Markús Jóhannes er ekki "nafnlaus", gervidoktor, Mattheus er það ekki, Lúkas (mep guðspjall sitt og Postulasöguna) ekki heldur né Jóhannes guðspjallamaður, sem einnig er talinn höfundur bréfanna þriggja og Opinberunarbókarinnar. Eins var Pétur ekki nafnlaus, ekki Páll með öll sín bréf, ekki Júdas pistilshöfundur, ekki jakob postuli. Einungis Hebreabréfið er nafnlaust í Nýja testamentinu, að margir telja, og þó er það gjarnan eignað Páli eða e.k. Pálsskóla í kristnum fræðum.

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 03:12

137 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvert er fullt nafn höfundanna meintu sem þú telur upp? Hvernig veistu að þeir hafi komið fram undir réttum nöfnum? Geturðu sannað að þeir hafi skrifað þau rit sem þeim eru eignuð?

Það er ekki nóg að fullyrða eitthvað, Jón Valur, til þess að það þannig!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.12.2009 kl. 03:46

138 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru vitnisburðir um það, Tinna, sagnfræðilega attesteraðir, af Papias o.fl.

En hangtu bara í þinni vantrú, ef það er þitt val.

Segðu mér samt, ef þú svarar mér: Heldurðu, að það hefði verið auðvelt að falsa þessi rit löngu eftir á? Og geturðu neitað því með rökum, að guðspjöllin eru 1. aldar heimild?

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 04:20

139 Smámynd: Haraldur Davíðsson

DV er 21. aldar heimild...en það gerir samt voða lítið fyrir DV...svona uppá trúverðuleikann...

Haraldur Davíðsson, 3.12.2009 kl. 04:40

140 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef aldrei neitað því að guðspjöllin séu frá 1. öld. Mótsagnirnar í guðspjöllunum eru hins vegar of margar til að hægt sé að líta á þau sem áreiðanlega sagnfræðiheimild.

Ég hef síðan ekki séð nein svör við spurningum mínum, hvorki þeim sem ég lagði fram hér, né á minni eigin síðu.  Eða hefurðu kannske ekki tíma?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.12.2009 kl. 07:59

141 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú hefðir fjórar heimildir um einhverja stríðsviðburði í fornöld, Tinna, eða t.d. um ástand og líf mannfólksins í einhverju fjarlægu landi, en einhvers staðar væru þar einhver mótsagnakennd atriði, myndirðu þá lýsa því yfir með alhæfandi hætti, að viðkomandi rit væru "ekki áreiðanleg sagnfræðiheimild" og að litlu sem engu hafandi? Væri betra að hafa engar heimildir? Nei, sannir sagnfræðingar bera saman heimildir úr ýmsum áttum og reyna að finna rök fyrir því, hver séu réttust, þegar á milli ber.

En guðspjöllin eru ekki fullkomin né 100% nákvæm sem sagnfræðiheimild um hvert smáatriði, enda er sá ekki megintilgangur þeirra, en það, sem þeim er ætlað að flytja okkur, kenning Jesú og það sem um hann sjálfan segir o.fl. tengd atriði, sem hafa gildi í hjálpræðissögunni, það er fullkomið, og það er það sem óskeikulleiki guðspjallanna snýst um. Við kristnir menn höldum því ekki fram, að guðspjallamennirnir hafi skrifað sem einhverjir róbótar, algerlega fjarstýrðir af Heilögum Anda. Þessi rit eru bæði mannleg og guðleg í senn.

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 09:47

142 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef heimildirnar stönguðust þar að auki á við bæði aðrar heimildir og almenna skynsemi, myndi ég ekki taka mark á þeim, nei.

Ef þú viðurkennir að NT sé að hluta til mannlegt, hvernig greinirðu á milli þess sem er guðlegt og þess sem er bara viðbót frá riturunum? Hvernig veistu t.d. að kraftaverkin eru ekki ýkjur? Hvernig veistu að fordæming Páls á samkynhneigð er ekki frá honum sjálfum komin og í andstöðu við vilja Guðs? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.12.2009 kl. 15:10

143 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tinna, ég er ekki að tala um að skipta upp textanum í annars vegar guðlega texta og hins vegar mannlega. Búningurinn, umbúnaðurinn, er mannlegur og getur (eins og í daglegu tali okkar og þekkingu) væntanlega verið nokkurn veginn réttur um flest eða allflest, en þó undirorpinn skeikulleika og óvissu um ýmis atriði. Textinn skiptist yfirleitt ekki í tvo parta: sum versin mannleg, önnur guðleg, heldur er hann oftast allur mannlegur og guðlegur í senn.

Ég er kannski að fara hér of mikið út í Biblíufræði sem orðið geta tilefni misskilnings, háðsglósna og jafnvel hneykslunar af sumra manna hálfu! En ég vona að þinn inquisitive mind hafi yfirhöndina hér yfir alla hæðni og Schadenfreude.

Ég gef mér ekki tíma til að svara öllum þínum spurningum, skal þó reyna að svara því sem næst þessu stendur. Páll postuli á það til að taka sérstaklega fram, að eitthvað tiltekið, sem hann segir, sé frá honum sjálfum komið, þ.e. hans álit, og þá talar hann jafnframt með hógværari hætti en ella; hann tekur þetta sérstaklega fram einmitt til að greina það frá boðskap Guðs. Í önnur skipti boðar hann kenningu Drottins, bæði það sem hann hefur meðtekið (frá postulum og lærisveinum Jesú) og það sem honum hefur verið opinberað af Guði.

Textar hans, sem víkja að samkynja kynmökum, eru í Róm.1, I.Kor.6 og I.Tím.1. Allir eru þeir greinilega settir fram með því fulla kennivaldi sem honum er gefið sem postula Krists, án allra athugasemda hans sem skilyrða myndu viðkomandi texta sem hans eigin álit. Í síðastnefnda textanum segir beinlínis, eftir upptalningu 13–14 mismunandi syndara: "... og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir." Orðið arsenokoitai, sem þar á undan er notað (= karlmenn sem leggjast til samræðis með karlmönnum) dregur Páll líka beint úr grísku Gamlatestamentisþýðingunni á III. Mós. 18.22, þ.e. myndar (eða birtir) nýyrði samantekið úr tveimur orðum sem þar eru notuð, þannig að kenning hans í þessu efni er ekki ný, þótt hann staðfesti, að hún er kristin rétt eins og gyðingleg. Sama orð er notað í I.Kor.6. En í Róm.1 er kennivaldið augljóslega fullt og postullegt.

Að því leyti sem Páll flytur postullegan boðskap, fagnaðarerindi Guðs og talar með valdi, er hann jafnóskeikull og Guð vill gera hann. Þegar hann tjáir einungis eigin álit, er hann ekki óskeikull. Þegar ýmis smáatriði í frásögn hans, sem heyra ekki til með þeim málflutningi hans, sem tilgangurinn er fyrst og fremst að flytja (quod auctor intendit: það sem höfundurinn (Guð) ætlar sér að segja), heldur með tilfallandi umhverfi á leið hans eða smáatvikum, sem engu skipta, eða þegar hann kynni t.d. að gera pennaglöp, s.s. víxla stöfum, fella niður staf eða orð), þá er það vitaskuld ekki dæmi um óskeikula þjónustu hans við Guð, heldur einber afleiðing mennsku hans og takmarkana.

Jón Valur Jensson, 4.12.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband