Sjónarhólar, Biblíusýn og önnur sýn ..

 

Að sjá

Mér hefur verið tíðrætt um það að hver og einn sjái veröldina út frá sínum sjónarhóli og það þurfi ansi mikinn þroska til að geta séð af sjónarhóli annarra eða að setja sig í spor annarra.

Það þarf þroska til að setja sig ekki í eilíft dómarasæti og dæma; bæði sig og aðra.

Við getum auðvitað fyrst og fremst skoðað eða séð út frá okkur, en eflaust líka út frá þeim sem standa á sama hólnum eða svipuðum hól  og þá sem næst í tíma.

En hvað með hina? Hina sem standa langt í burtu og sjá allt annað en við. Hvernig getum við skilið eða séð það sem þeir sjá?

Sjáum við ekki aðeins það sem við viljum sjá? Og sjáum við kannski ekki það sem við viljum eða höfum ekki áhuga á að sjá?  

Erum við aðeins sammála því sem staðfestir það sem við trúum fyrir? 

Sjáum við kannski það sem við búumst eða vonumst til að sjá? Hvernig sjáum við á "réttan" hátt.

Sjónarhóllinn

Hvernig myndast sjónarhóllinn okkar, á hverju stöndum við?  Stöndum við ekki öll á einhvers konar safnhaug?  Alls ekki  ruslahaug, því sitt sýnist hverjum hvað er rusl og hvað ekki,  svo við getum ekki notað þá líkingu.  

Hvernig höfum við byggt okkar sjónarhól og hvernig byggjum við undir börnin. Verðum við ekki að líta á þennan sjónarhól sem samansafn reynslu, þekkingu, uppeldi og menntunar.. eitthvað af þessu innifelur hitt. 

Hvert og eitt foreldri ber ábyrgð á grunninum að sjónarhóli barns síns.  Hvert og eitt foreldri ber ábyrgð á sínu barni svo fer barnið að aðstoða við að tína inn í sinn hól og að lokum fer barnið að bera alfarið ábyrgð á þessum haug eða hóli. Við reynum að benda þeim á jákvæða hluti til að byggja undir sig, jákvæða að okkar mati að sjálfsögðu.

Víð verðum að passa okkur á að safna síðan ekki svo miklu að við förum að kaffæra okkur í því sem við söfnum og  stöflum ekki upp fyrir haus - þannig að okkar eigin menntun, pólitík, trúarbrögð, þekking, uppeldi o.s.frv. fari að  byrgja okkur sýn.

 

Samhygð (komið af samhugur)

Við getum ekki upplifað upplifanir annarra, fundið sársauka annarra né gleði. Við getum vissulega fylgst með því frá okkar sjónarhóli og fundið til samhygðar sem er orð sem komið er af sam-hugur og þýðing á enska orðinu "empathy" það er eins langt og við komumst að sjónarhóli náungans.

Við getum ekki sest að í líkama náungans eða sál og horft út um hans augu og hugsað hugsanir hans. En samt getum við stundum skilið náunga okkar, sérstaklega ef við höfum lent í því sama, en yfirleitt erum við stödd á öðrum tímapunkti í okkar upplifun. 

Ég get ekki sett mig inn í tilfinningar barns sem missir föður sinn, þó ég hafi misst föður minn sem barn, því að ég finn ekki sömu tilfinningar í dag og ég gerði fyrir X mörgum árum. Ég get samt sem áður deilt með öðrum, hvernig ég upplifði þessa tíma, þó að sem betur fer lifi ég ekki stanslaust í sömu tilfinningum og þá. Tíminn læknar ekki sár, hann umbreytir þeim.

Biblíusýn

Margir sjá veröldina út frá bók, bókin heitir Biblía.  Biblían er skrifuð út frá sjónarhóli manna sem voru uppi á öðrum tíma og sáu veröldina út frá sínum sjónarhóli. Þeir lifðu og hrærðust í menningu og samfélagi sem ekki er til í dag og settu lög og reglur út frá því samfélagi.

Þeir sáu eldingar og þeir sáu flóð og í náttúruhamförunum sáu þeir Guð.  

Í Biblíunni er líka bók sem heitir Ljóðaljóðin, þar tjá elskendur sig um ástina. Það er heimurinn frá þeirra sjónarhóli. Það er í sömu bók, en allt önnur sýn.

Í Biblíunni er öll flóra mannlegs eðlis, frá hinu versta til hins besta...

Ég les Biblíuna út frá mínum sjónarhóli og aðrir frá sínum sjónarhóli..

Við lesum hana öll frá okkar stað og okkar tíma, út frá okkar félagslega umhverfi, trú og pólitík.

Biblían er samansafn bóka og frásagna rituðum út frá  sjónarhóli fjölda manna. Ritin eru valin saman út frá sjónarhóli (og pólitískum/trúarlegum skoðunum) annarra manna. Þeir velja það sem þeir vilja sjá í þessu riti. Það  sem gerir ritið "heilagt" er að það er heilagt í þeirra augum. 

Hið heilaga

Ef ég lít í kringum mig þá finn ég helst það sem mér finnst heilagast að það eru börn..   börnin mín og börnin þín, börn þessa heims, börn sem þurfa á okkur að halda til að vaxa  og dafna og eru á okkar ábyrgð..

Börnin hafa það fram yfir okkur að það er minna búið að móta þau og prógramera þannig að þau sjá heiminn kannski í réttasta ljósi, en ekki eins og þeim er "sagt" að sjá hann?  

Kannski ættum við að reyna fyrst og fremst að leyfa þeim að álykta, prófa og finna, upplifa og reyna, vissulega kenna þeim, kenna þeim eftir bestu getu og sannfæringu að greina gott frá illu,  að vera ekki vond við náungann og virða rými hans, en um leið verðum við að virða rými þeirra og leyfa þeim að dafna sem "lífrænt ræktuð" börn.  Á sama hátt og við veljum handa þeim hollt mataræði þurfum við að velja handa þeim hollt sálarfæði, vernda þau gegn ljótleika t.d. í fjölmiðlum o.fl. Halda að þeim ljósi en hafa þau ekki í myrkri.

Lokaorð.... i bili

Ég skrifa það sem ég skrifa eftir innblástur frá öðru fólki, eftir innblástur frá Guði og síðast en ekki síst af mínum sjónarhóli.  (Að sjálfsögðu er Guð  sem ég sé Guð frá mínum sjónarholi).

Ég hef áhuga á bættum heimi, með eða án trúarbragða, með eða án pólitíkur, með eða án landamæra - bara betri heim og að við náum að betri heim.

Manngildið þarf að vera í fyrirrúmi, maðurinn á undan reglunum. Nauðsyn verður að fá að brjóta lög og ástin þarf að vera drifkraftur þess sem við tökum okkur fyrir hendur. Ástin fyrir okkur sjálfum og ást til annarra manna, kvenna, barna, dýra og náttúrunnar allrar ..

Jörðin er kringlótt,  það er víðsýnt.....

Skrifað fyrir sólarupprás  7. okt  október 2009, .. birt kl. 10:45  sama dag ..

SJÁUMST  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segir þú, er að styttast í að þú komir út úr trúarskápnum? :)

Biblían er jú bara bók sem er skrifuð af mönnum, með siðgæði & þekkingarleysi þess tíma sem hún var skrifuð á.

Ef Guddi hefði skrifað þessa bók... og aðrar álíka, þá værum við ekki að karpa um bókina, að tala um hversu ógeðslega heimsk og hrottalega hún er... OK við gætum kannski sagt að hún sé hrottaleg, en að að segja að bókin sé gáfuleg, að master of the universe hafi skrifað hana... that's just insane

Okkur ber skilda til þess að hóa í þá sem standa uppi á hól með biblíugleraugu.. .og sjá ekkert nema extra lífið sitt í lúxusnum á himnum.. við bara verðum að láta fólkið vita að það sem þá játar trú á er fakískt sýn bronsaldar geitarhirða á tilvistina.
Já þetta voru menn sem voru á mörkum þess að geta kallast siðmenntaðir menn.. þetta voru menn sem töldu jörðina vera flata...   svo voru þeir líka með sand í rassgatinu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl vinkona, ég vaknaði líka snemma og sá að veðurguðirnir voru líka vaknaðir í góðu skapi og brostu.  Stórt bros til þín.

Sigurður Þórðarson, 7.10.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég tel að ég sé ekki í neinum "trúarskáp" og þvert á móti, ég ber trú mína á borð og er löngu komin út úr skápnum með hana. 

Minn sjónarhóll er vissulega byggður upp af mörgum atriðum og Biblían er þar hluti af, en þarf varla að endurtaka það sem ég sagði um hana hér að ofan.

Biblían er hluti af minni sögu og lestur hennar tilheyrir reynslu minni. Hún byrgir mér ekki sýn né kæfir sjálfstæða hugsun, því ég les hana ekki sem slíka, ekki frekar en ljóð eða annað. Hún vekur upp margar spurningar og margt er ótrúlega fallegt þar.  

Ég trúi ekki að Guð hafi skrifað biblíuna enda er það naive hugsunarháttur að mínu mati, en ég trúi á guðlegan innblástur til góðra verk.

Menn skrifuðu ekki af þekkingarleysi heldur af þekkingu miðað við sinn tíma. Nú höfum við fengið meira að vita og því tökum við öðruvísi afstöðu, eða ættum að gera það.

p.s. ertu með svona "trú" "Guð" "Biblía" skynjara í tölvunni hjá þér?

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:57

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Takk Siggi, bros á mót.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. DoctorE,  ef þú hefðir verið uppi á þessum tíma hefðir þú líka talið jörðina flata.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja, góðan og blessaðan.
Tel að við þurfum mikinn þroska til að ala börnin þannig upp að þau geti alfarið myndað sér sínar skoðanir án okkar innskota, sem eru að sjálfsögðu af mörgum toga. En eitt er víst að við verðum að ala þau upp í víðsýni, það er ekki nóg að hendast með þau á leikskólann, nálgast þau kl 5 síðan er það ein mynd á meðan mamman eldar matinn hvað svo, jú beint í rúmið elskan.

Fáir eru svo vel þroskaðir að þeir séu færir um að ala upp í frjálsræði sem veitir samt aðhald.

Var að spjalla við einn skólameistara hér um daginn, hún hló stórum, vegna þess að dóttir mín var að segja henni söguna af því er hún var lítil snót og fékk bara að sleikja deig af sköfunni og þvo bökunarformin.

Í dag fá barnabörnin mín að baka og elda að vild.
Svona breytumst við til hins betra.

En þú ert flottust elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 12:28

7 identicon

Það er vel hugsanlegt að ég hefði talið jörðina flata, ef ég hefði verið uppi á þessum tíma.... hugsanlega hefði ég líka skrifað bók og sagt jörðina vera flata.. sem og að segja að bókin mín sé algerlega sönn, hver sem trúir henni ekki verði pyntaður að eilífu... en þeir sem trúi fari beint til master of the universe, þar sem þeir fá að lofa hann og bókina að eilífu..
Svei mér þá ef helvíti er ekki í himnaríki líka.. ;)

En svona í alvöru: Fáfróðir fornmenn að spá í heiminum + í valdabaráttu.. það liggur í augum uppi að afrakstur þessa getur ekki verið neitt nema trúarrit eins og biblían, kóran eða annað í þeim dúr.
Að fólk árið 2009 trúi þvælunni í þessum fornmönnum.. er hreint alveg gaga.

Já ég er með svona trúarskynjara... :P

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 12:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ég hef trú á þér

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásdís, sömuleiðis

Takk Milla, .. elska að vitna í orðin á síðunni þinni um að kærleikurinn hafi engin landamæri. Sammála þér með börnin, börnin okkar og unglingar þurfa tíma og athygli, það er það laaangbesta.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 13:15

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE, það er margt í Biblíunni sem er algjörlega óháð tíma og passar inn í hvaða samfélag sem er óhætt að trúa, t.d. er gullna reglan algjörlega tímalaus:  Á nútímamáli: Það sem þú vilt að aðrir geri fyrir þig, skalt þú gera fyrir þá.  

Upplagt t.d. í hjónabandi, ef þú vilt að konan nuddi þig með olíu, prófaðu þá að bjóða henni upp á olíunudd.

If you give a little love it all comes back to you, la, la, la, la, la, la, la ...  

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 13:19

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er einmitt það, ég hef eins og Ásdís... trú á þér

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 13:34

12 identicon

Í bókinni hans Hitlers; Mein kampf.. þar kemur fram að hann var hundavinur mesti..
eigum við þá að segja að Hitler hafi verið með mestum ágætum.. þar að segja ef það kæmi líka fram í bókinni hans að eilíft líf væri í boði fyrir þá sem henni fylgja.

Annars er það alveg klárt að meintur guð fer ekki eftir boðorðunum sínum sjálfur...  hann segir, þið skuluð ekki drepa.. hvað gerir hann svo í hvert skipti sem eitthvað mótlæti er í gangi... jú hann drepur, ekki bara þá seku, heldur fargin alla.. saklaus dýr og alles.

Guð er í besta falli gamall einræðisgúbbi sem fékk status guðs.. vegna yfirgangs og frekju.... já þið eruð í besta falli að dýrka Dear Leader frá bronsöld...
Ekki margt sem er jafn LAME og það krakkar mínir :)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:07

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta er Guð frá þínum sjónarhóli DoctorE, takk fyrir að deila þinni sýn með okkur.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 14:11

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Love you Jónína

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 14:12

15 identicon

Nei ekki guð frá mínum sjónarhóli, þetta er guð frá sjónarhóli biblíu...

Frá mínum sjónarhóli er ekkert til sem getur kallast guð....
Hvað er guð eiginlega?: Jú  Samkvæmt trúarbrögðum er hann eitthvað X sem er nægilega klár til þess að bjarga ÞÉR frá því óumflýjanlega.... dauðanum.. .og svo að bjarga ÞÉR frá sjálfum ÞÉR.

Guð er eins og ímyndaður bjarghringur... ímyndaður bjarghringur sem getur engu bjargað... bara kosta slagsmál og vesen yfir því hver er með besta ímyndaða bjarghringinn

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:58

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE, Guð bjargar mér ekki frá sjálfri mér, Guð kennir mér að meta sjálfa mig eins og ég er. Dauðinn í þeirri mynd sem við þekkjum er óumflýjanlegur, en frá mínum sjónarhóli er dauðinn upphaf að einhverju öðru.

Vissulega berjast menn trúarbragðastríði -  en það eru þeir sem eru með byrgða sýn,  byrgða sýn á frið og náungaelsku.

Það er aðeins til tvenns konar trú í mínum huga; trú á hið illa og trú á hið góða.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 21:03

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nafni minn genginn Thorsteinsson orðaði þetta...

Trúðu á tvennt í heimi.
Tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi.
Guð í sjálfum þér.
Alveg dugað mér & þurfti ekki að 'jútjúbaða' ...

Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:03

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Steingrímur, ég hugsa oft til þessarar vísu. Hef einmitt verið að pæla í þessum Guði í sjálfum okkur eða það sem sumir kalla "Higher Self"/ æðra sjálf.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 06:09

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðan daginn þú ert vöknuð snemma.

 Þú ert að pæla í guði í manni sjálfum eða guði sem er allstaðar.  Þetta er augljóslega ekki gyðingleg hugmynd um Jehóva sem var persóna af holdi og blóði, skapaði heiminn, og bjó fyrir utan okkar veröld á himnum. Þetta mætti kannski miklu fremur skilgreina sem búddisma eða einhverskonar sambland af kristni og heiðni? Hvað haldið þið?

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 07:01

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

P.s.

 Tek undir með Steingrími að vísan er mannbætandi og falleg.

Það má segja um þetta eins og margt annað að margir vildu Lilju kveðið hafa.

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 07:05

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigurður, pældu aðeins í því að Guð skapaði heiminni í "sinni" mynd - skapaði þau karl og konu, kemur svo einhvers staðar í framhaldi.

Þetta er hægt að túlka á marga vegu, enda fékk ég margar ólíkar útgáfur af Guði í fermingarfræðslunni  á sínum tíma eftir að ég las þennan texta fyrir krakkana.

Guð = skapari leiðir af sér að  karl = skapari og  kona = skapari.  Við erum því sköpuð til að skapa eins og Guð. 

Guð er því í okkur og reyndar erum við dropar í Guði. Ég held að "mynd" Guðs þurfi ekkert að tákna líkamleg mynd, enda væri þá Guð einhvers konar tvíkynja vera eða tveir, maður og kona? 

Samkvæmt mínum fræðum er Guð hvorki karl né kona, reyndar kynlaus og eina kynjamynd Guðs birtist í okkur sjálfum.  Fólk hefur þörf fyrir að hlutgera hugmyndir eins og gefur að skilja, sumir sjá Guð sem stóra hendi, aðrir sem ljós, í Biblíunni er talað um Guð sem klett o.s.frv. 

Kvæðið er fallegt og stemmir alveg við hugmyndina um Guð skapara okkar ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 07:19

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s.

morguninn er minn tími! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 07:19

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhanna mín við höfum ekki lesið sömu biblíusögurnar.

Guð Gamla testamentisins er af öðrum heimi.  Hann skapaði manninn (karlmanninn) í sinni mynd og gerði hann að herra jarðarinnar,( ekki heiminn eins og þú mismælir þig). Maðurinn er því einhverskonar "landstjóri" guðsins.  Þetta er likilatriði og skilur á milli fjölgyðistrúarbragða t.d. heiðni en þar trúa menn því að þeir séu hluti af náttúrunni sem of langt mál er að ræða hér. 

Biblían segir að konan hafi komið með syndina með því að bíta í eplið og þannig kom erfðasyndin en syndin er skilgreind sem brot gegn Guði. Samkvæmt kristinni kenningu eru allir menn syndugir en einungis iðrun vegna trúar á Guð getur veitt svokallaða náð. Þessi "slaufa" er ólík annarri siðfræði/trúarbrögðum  sem leggja meira upp úr ábyrgð einstaklingsins.

Ég trúi að guðlegar verur séu bæði kvenkyns og karlkyns ég held að þær birtist í náttúruöflunum og  okkur sjálfum þegar vel lætur.

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 07:58

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er ekki að mismæla mig Sigurður,í Biblíunni eru tvær sköpunarsögur, önnur þar sem Guð skapar allt, allan heiminn:

Sköpunarsagan (1. Mósebók eða Genesis)

1Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 2Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum.
3Þá sagði Guð: „Verði ljós.“
Og það varð ljós.
4Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. 5Guð nefndi ljósið dag en myrkrið nótt.
Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.
6Þá sagði Guð: „Verði festing milli vatnanna og hún greini vötn frá vötnum.“
7Þá gerði Guð festinguna. Skildi hún milli vatnanna sem voru undir festingunni og vatnanna sem voru yfir festingunni. Og það varð svo.
8Og Guð nefndi festinguna himin. [1]

Í grísku sjötíumannaþýðingunni stendur hér: Og Guð sá að það var gott.

  Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn annar dagur.
9Þá sagði Guð: „Vötnin undir himninum safnist saman í einn stað og þurrlendið komi í ljós.“ Og það varð svo.
10Guð nefndi þurrlendið jörð og safn vatnanna nefndi hann haf. Og Guð sá að það var gott.
11Þá sagði Guð: „Jörðin láti gróður af sér spretta, sáðjurtir og aldintré af öllum tegundum jarðar sem bera ávöxt með sæði.“ Og það varð svo.
12Jörðin lét gróður af sér spretta, alls kyns sáðjurtir og aldintré af öllum tegundum sem bera ávöxt með fræi.
Og Guð sá að það var gott.
13Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn þriðji dagur.
14Þá sagði Guð: „Verði ljós á hvelfingu himins til þess að greina dag frá nóttu. Þau skulu vera tákn til þess að marka tíðir, daga og ár 15og þau skulu vera ljósgjafar á festingu himins til þess að bera jörðinni birtu.“ Og það varð svo.
16Guð gerði tvö stóru ljósin, stærra ljósið til að ráða degi og minna ljósið til að ráða nóttu, og einnig stjörnurnar. 17Og Guð setti þau á festingu himinsins til þess að bera jörðinni birtu 18og ráða degi og nóttu og til að greina ljós frá myrkri. Og Guð sá að það var gott.
19Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn fjórði dagur.
20Þá sagði Guð: „Vötnin verði kvik af lífverum og fuglar fljúgi yfir jörðinni undir hvelfingu himins.“
21Og Guð skapaði hin stóru sjávardýr og alls kyns skepnur, sem lifa og hrærast og vötnin eru kvik af, og alla fleyga fugla eftir þeirra tegundum.
Og Guð sá að það var gott.
22Guð blessaði þau og sagði: „Frjóvgist og fjölgið ykkur og fyllið vötn sjávarins og fuglum fjölgi á jörðinni.“
23Það varð kvöld og það varð morgunn, hinn fimmti dagur.
24Þá sagði Guð: „Jörðin leiði fram lifandi skepnur, hverja eftir sinni tegund, búfé, skriðdýr og villidýr, hvert eftir sinni tegund.“ Og það varð svo.
25Guð gerði villidýrin, hvert eftir sinni tegund, búfé eftir sinni tegund og hvers konar skriðdýr jarðarinnar eftir sinni tegund. Og Guð sá að það var gott.
26Þá sagði Guð: „Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. Hann skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins, búfénu, villidýrunum og allri jörðinni og öllum skriðdýrum sem skríða á jörðinni.“
27Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.

Maðurinn hér í merkingunni manneskjan.

Bara að það séu til tvær sköpunarsögur segir okkur að þetta eru auðvitað allt mýtur mismunandi manna, svo er það okkar að tileinka okkur það sem okkur finnst rétt. Þeir sem telja sig kristna lesa það með hugarfar Krists að leiðarljósi.

Það er þó ekki skrítið að þú talir um Guð sem karlmann, því að það er ríkjandi mynd í bæði gamla og nýja testamentinu.  Jesús ávarpar Guð sem föður og það er vegna föðurlegra eiginleika.

Í raun gætum við öll sagt faðir og móðir, vinur, vinkona og Guð er svo sannarlega í börnunum okkar! 

 Ég er því sammála um að Guð birtist í öllum formum, líka í fjöllum og fossum..  

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:41

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Má ekki gleyma; systir og bróðir!!!.. Guð er stanslaust að birtast mér í þeim ;-)

Það sem fer mest í taugarnar á fólki er held ég að við skulum kalla þetta góða Guð, en ekki bara eitthvað mannlegt og ásnertanlegt, en það verður hver að eiga við sig.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:49

26 identicon

Bottom læn: Það er ekki neinn guð... þegar þú segist sjá guð í öllu og engu.. þá ertu eingöngu að leita leiðar út.. að telja þér sjálfri trú um að það óumflýjanlega sé ekki óumflýjanlegt, að þú sért merkilegri heldur en þú ert.. að það sé plan í gangi með þig...

Reyndar ertu merkilegri en þú heldur... en planið er ekkert, guðinn er það sem þú grípur í þegar þér fallast hendur.. og því fallast þér hendur, það er ekkert grip í trú.. bara tómt loft.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:03

27 Smámynd: Mofi

Önnur leið til að sjá þetta er eitthvað sem er mjög algengt í Biblíunni og bara almennt þegar fólk er að útskýra eitthvað. Fyrst gefur þú stóru myndina en síðan fókusar þú á ákveðinn part. Það er það sem ég sé í fyrsta og öðru kafla 1. Mósebókar. Fyrst er gefin gróft yfirlit hvað gerðist sköpunarvikuna og síðan er fókusinn settur á sköpun mannkyns.

Mofi, 8.10.2009 kl. 11:30

28 identicon

Já Mofi, við vitum öll að þú ert svo gráðugur í eilíft líf að þú sérð ekki biblíu i réttu ljósi.
Þegar þú ert að verja þetta bull allt saman... þá ertu faktískt að segja: Ég er mikilvægasti maðurinn í heiminum.. ekkert skiptir máli ef ég verð bara dauður þegar ég er dauður... ég heiti "Mofi", master of the universe langar að kyssa á mér rassgatið... en aðeins ef ég kyssi rassgatið á honum fyrst.

Er ekki fyndið að miðjan í trúarbrögðum er einmitt sjálfselska og græðgi... það er undirstaða guða.... vegna þess að guðir eru búnir til af mönnum... til að draga þá á asnaeyrum eftir hinni ímynduðu gulrót...

Alltaf gaman að heyra og sjá græðgis og sjálfselsku játningar hans Mofa... blindaður af glópaBullli

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:24

29 identicon

Ég sá vísuna hans Steingríms,  "Trúðu á tvennt í heimi " nefnda hér á síðunni,  einmitt fallegur boðskapur, einn sá besti í fáum orðum ..Svo er það líka vísurnar hans Hannesar Hafstein..um sólina--" Blessuð sólin elskar allt,", sem allir kunna líka, þetta tvennt er biblían, sem ég vil kenna börnunum mínum, sú gamla er löngu úrelt, enda barn síns tíma.    Ég þekki biblíu-fólk, sem enn trúir því að Guð hafi skapað Adam og Evu ---

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:31

30 identicon

Það er eiginlega ekkert sem stenst í biblíu.. allt er eitt stórt FAIL.
Ef einhver ætlar að kenna börnum sínum eitthvað úr biblíu, þá endilega að benda þeim á hverjir skrifuðu dæmið, í hvaða tilgangi...
Að kenna börnum úr biblíu og segja það sannleika... það er vanvirðing við börnin okkar... það er vanvirðing við allt og alla.


DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:46

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef menn styðjast við Biblíuna sem innblásinn trúartexta þá liggur beinna við að gera það eins og Halldór (Mofi). Þú ert skemmtilega pragmatíks Jóhanna, hvernig þú notar   Biblíuna. Á íslensku þýðir maður ýmist kvenn- eða karlmaður en þú þekkir betur en ég hvernig þetta er á grísku.  En eins og þú segir af hverju að vera að hengja sig í bókstaf þegar sjálft inntakið er kjarni málsins. Mikilvægast er að við  skilum jörðinni ekki verri en við tókum við henni og látum gott af okkur leiða. Ég er þess alls ekki umkominn að segja hvaða kenning sé rétt on það er notalegt að geta trúað á hið góða í fólki og sjálfum sér. 

Sjálfur sé ég guð fyrir mér ýmist sem konu eða karl en ekki bæði eins finnst mér mjög mikilvægt að kynin hafi sömu stöðu gagnvart guði eða guðum.  Einhvertíma kemur í ljós hvort ég hef rétt eða rangt fyrir mér. 

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 12:52

32 identicon

 Það er margt ósamræmið í Biblínunni, sem ég hef rekið mig á, eins og það að hann Jesú sá góði maður, á að hafa verið eingetinn.  Það er eitthvert guðspjallið, sem hefst á að sýna okkur ættartöluna hans.  Þá er það ættartala Jósefs,  (sem sagður er fósturfaðir hans), sem er rakin, en ættartala Maríu meyjar er ekki nefnd á nafn !  Svona er Biblían víða, karlpungarnir eru það sem máli skiptir.........við eigum m.a. að þegja á samkundum, konurnar.  Og að vera körlunum algerlega undirgefnar, ekki satt

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:08

33 identicon

Júbb við getum skellt skuldinni á hvernig er farið með dömur á biblíu, launamisréttið og allt heila klappið.. biblían er td með verðlista yfir þræla frá fæðingu yfir á efti ár, þar eru dömurnar okkar metnar á ~50% af verðgildi karla... við skulum athuga að þjóðkirkja sumra íslendinga leyfði dömum að vera prestar.. fyrir aðeins nokkrum árum.

Ég hef oft sagt að ég geti séð hvers vegna vesælir karlpungar eru að hengja sig á kristni eða annað í þeim dúr... en að dömur aðhyllist þetta er hlægilegt.. að hommar vilji gifta sig í kirkjum er enn hlægilegra...  en þetta kemur til vegna þess að krakkar alast upp við bullið, Sússi loves you; <-- FAIL, hann elskar ekkert nema sjálfan sig, samkvæmt biblíu.. ef þið kyssið ekki á honum rassinn.. þá pyntar hann ykkur.
Guði sé lof fyrir að guð er ekki til... eða þannig ;)

En hey: The Genealogy of Jesus
http://doctore0.wordpress.com/2009/10/08/an-atheist-reads-the-bible-the-genealogy-of-jesus/The Genealogy of Jesus

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:43

35 identicon

Hér ert þú að skrifa út frá þínum sjónarhóli árið 2009 .

Kannski les þetta svo einhver 2000 árum seinna, og segir að nú sé sjónarhóllinn orðinn hærri, og ekki lengur hægt að byggja lífsskoðanir almennings út frá skrifum  kvenna eins og þér .

Hvernig líður þér við tilhugsunina ? 

Og ætli skoðanir á kynvillu verði þá komnar aftur á það stig sem var árið 10 fyrir Krist ? Tjah, það gæti bara alveg farið svo .

Hættu nú í ruglinu Jóhanna mín, og bloggaðu frekar um kökuuppskriftir eða eitthvað svoleiðis plís .

enok (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:38

36 identicon

enok, eftir bara nokkra áratugi þá horfir fólk á menn eins og þig.. á svipaðan máta og við horfum á týnda þjóðflokka í týndum frumskógi.. nema það að þessir týndu þjóðflokkar hafa afsökun, þeir hafa ekki aðgang að þeim uppl sem við höfum... en þú enok, þú hefur enga afsökun... nei það er ekki afsökun að þú viljir lifa að eilífu með einræðisgúbbanum í geimnum.... raunverulega ættir þú líka að nota húana til að ganga á.. eða nei, apar eru ekki nægilega stúpid til að búa sér til súperofurmegageimgaldrapabba... 

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:10

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

enok, ég treysti því að þekking aukist og að sjónarhólar hækki. Ég treysti því að fólk sé almennt orðið þroskað og hafi ekki orðið eftir á í ferlinum. 

Mér líður VEL við tilhugsunina að fólk haldi áfram að þroskast, þroskast frá því að telja sig merkilegri en náunginn o.s.frv. 

Hvað telur þú þig vera að gera með því að segja "kvenna eins og þér"  "skoðanir á kynvillu"  og  að ég eigi að blogga um "kökuuppskriftir" ? 

Hvaða forsendur;  menntun, reynslu og þekkingu hefur þú að baki  enok með litlu e-i til að ráðleggja mér slíkt?  Af hverju kemur þú ekki fram með þinn bakgrunn og þinn andlit? 

Mig langar að biðja þig að fara eftir boðorðum Krists að sýna náunga þínum þá virðingu og  elsku að kalla hann ekki kynvilltan.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:28

38 identicon

Menntun enoks er biblísk..

Svo boðaði Sússi ekki kærleika, höfum það á tæru

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:40

39 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mofi - fyrri sköpunarsagan er yfirleitt talin yngri, þannig að þarna er ekki um þróun að ræða.

"Sköpunarsögurnar
Sköpunarsögurnar í fyrstu Mósebók eru tvær. Sú fyrri í 1. kapitulanum er yngri. Hún er ljóð sem gerir grein fyrir tilurð alheimsins fyrir tilstuðlan Guðs sem skapar allt og leiðir fram með því að tala og það verður. Það er orð Guðs sem er sköpunarmátturinn. Guð segir: &#132;Verði!&#147; og það verður svo sem hann segir. Og lokaverk hans er sköpun mannsins" (mannsins í merkingunni mannkyn - ekki karlsins)

Leturbreyting er mín.

-- ... þessi texti er eftir Gunnlaug A. Jónsson, Prófessor í gamlatestamentisfræðum. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:46

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

enok og doctore - bendi ykkur á þessa hollu lesningu: 

http://www.samtokin78.is/index.php?option=com_content&view=article&id=67:samkynhneigd-skopun&catid=23:samkynhneige-og-tru&Itemid=103

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:57

41 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hlekkur virkaði ekki.

SMELLIÐ HÉR 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:58

42 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég blogginu mínu fjalla ég um hið heilaga. Hið heilaga sem börnin. Öll fæðumst við sem börn og erum allt lífið sem börn. Ég er og verð alltaf barn foreldra minna og mörg okkar tala um sig sem börn Guðs.

Munum að hafa manngildið í fyrirrúmi, við erum ekkert merkilegri en náunginn vegna kynhneigðar okkar, litarháttar eða kyns.  Við erum fyrst og fremst merkileg fyrir að vera við og koma fram í sannleika. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 21:19

43 identicon

Og sannleikurinn er að það er enginn guð.. við fljúgum um á kúlu sem flýgur um geiminn á ógnarhraða, kúla sem er bara eitt brotabrotabrotabrotabrot af því er er í þeirri vetrarbraut sem við erum í...
við erum svo geggjað ómikilvæg in the big picture... ef jörðing springur á morgun, sólkerfið.. eða vetrrarbrautin... það mun enginn/ekkert sakna okkar...
Okkar eini tilgangur er í okkar eigin höfði... við erum okkar eigin "guðir".

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:15

44 identicon

DoctorE er sinn eiginn tilgangur og við erum bara raddi i höfði hans. En kannski mun hann sakna sjálfan sig þegar jörðin spingur á morgun.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:14

45 identicon

Já Jakob... því miður fyrir þig er ekki neinn ofurpabbi að bíða þín... + að ef allt draslið springur, þá sakna ég einskis, ekki frekar en þið.. því við verðum dauð.
Game over

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:09

46 identicon

enok, ég treysti því að þekking aukist og að sjónarhólar hækki. Ég treysti því að fólk sé almennt orðið þroskað og hafi ekki orðið eftir á í ferlinum. : enok svarar þessu svona : Það er gott að þú treystir því .En hefur þú einhverja tryggingu fyrir því að þroskinn og þekkinginn þróist næstu 2000 árin eftir þínu höfði ?

Mér líður VEL við tilhugsunina að fólk haldi áfram að þroskast, þroskast frá því að telja sig merkilegri en náunginn o.s.frv. : enok svarar þessu svona : Hvernig mundi þér líða ef þroskaferillinn yrði á þá leið, að fólk afneitaði og gerði gys af lífsskoðunum þínum, og þínum líkum  eftir 2000 ár ? Það er einmitt það sem margir gera í dag gagnvart mönnum sem voru uppi fyrir 2000 árum !

Hvað telur þú þig vera að gera með því að segja "kvenna eins og þér"  "skoðanir á kynvillu"  og  að ég eigi að blogga um "kökuuppskriftir" ? : enok svarar þessu svona : Þú ert í hópi Íslenskra kvenna sem hafa tekið fram einhvern sérstakann skilningshjálm, og þykjast vita hvað er best að hafa í ritningunum á þessum tímum, frekar virtir karlprestar hér á landi, og eruð að sundra söfnuðum .

Hvaða forsendur;  menntun, reynslu og þekkingu hefur þú að baki  enok með litlu e-i til að ráðleggja mér slíkt?  Af hverju kemur þú ekki fram með þinn bakgrunn og þinn andlit? : enok svarar þessu svona : Á meðann nafnleysi doctore truflar þig ekki, held ég mér á bak við tjöldinn eins og hann . Jesú hafði enga skólagöngu að baki, né diplómu en leyfði sér samt að tjá sig .

Mig langar að biðja þig að fara eftir boðorðum Krists að sýna náunga þínum þá virðingu og  elsku að kalla hann ekki kynvilltan.: enok svarar þessu svona : Þú veist ekkert um hvað Kristur kallaði fólk er hneigðist til sama kyns . Þú veist eins vel og ég, að Kristur kallaði syndina réttum nöfnum . Hann var ekkert að pukra í kringum hlutina til að hafa alla góða eins og allt of margir prestar brenna sig á í dag . Kveðja : enok crv Jónatansson

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 20:28

enok (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband