Anorexía og tanorexía ...

10255194_1008632072498171_6752662803802466520_n

 Þessi mynd segir eiginlega allt sem þarf um áhættuna við útlitsdýrkun.  

Löngunin til að vera mjó og brún fer yfir strikið, -

Þetta er ein af þessum myndum sem er grátbrosleg. -  Í raun afskaplega sorgleg, því hún lýsir því hvað gerist þegar farið er yfir strikið, bæði hvað megrun varðar og ljósabekkjanotkun.  

Þetta er menningartengt. Ekkert barn fæðist með þá hugmynd eða pælir í því að það sé ekki nógu grannt eða nógu brúnt.  Það hreinlega er ekki að dæma sig eða útlit sitt, fyrr en því er kennt það. Kennt af samfélagi sem segir stúlkum hvernig þær séu fallegar.

Að vísu er farið að nota brúnkusprey fyrir fegurðarsamkeppnir og fitness. Danspörin í danskeppnum úða á sig speyi. Hvað er það?  Er dansinn ekki fallegur ef fólk er með sinn eigin húðlit?  

Ég vil vara við þessari stefnu og þessum bæði leynda og augljósa áróðri sem ýtir undir bæði anorexíu eða átröskun og líka tanorexíu, þar sem fólk fær þá hugmynd að það sé ekki nóg.  Annað hvort aldrei nógu grannt eða aldrei nógu brúnt, eða bæði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband