Um Kristsdag og bænaskjal

Það sem ég sé (upplifi) sem utanaðkomandi) varðandi Kristsdaginn: 1. Það kom út bænaskjal, með bænarefnum þar sem sum voru þess eðlis að þau gátu virkað stuðandi og jafnvel meiðandi. 2. Bænaskjalið virðist EKKI hafa verið notað á Kristsdeginum sjálfum.  3. Fjölmiðla vantar eitthvað til að hrista upp í fólki, og það er búið að gefa upp tilefnið (sem er bænaskjalið). 4. Þau sem voru á Kristsdegi eru segja einum rómi að dagurinn hafi verið góður og fylltur góðum sameiningaranda.

Það eru því þrjár meginhliðar á þessu: 1) hlið fjölmiðlanna - 2) hlið þeirra sem sjá meiðandi bænaskjal - 3) hlið þeirra (og upplifun) sem voru á hátíðinni (veit ekki hvort þau sáu bænaskjal eða hvort það skipti þau máli).

Ég sá hlið 1í upphafi og mér brá svakalega við fyrirsögnina á Vísi - og varð fyrir miklum vonbrigðum, og mín upplifun af fréttaflutningi var að þarna hefði verið einhvers konar "Teboðs-samkoma" þar sem átti að hafa vit fyrir lýðnum. - Í framhaldi skoðaði ég hlið 2, þ.e.a.s. bænaskjalið og sá ýmislegt rangt og stuðandi  við þetta. - 


Vandamálið virðist vera bænaskjalið, sem var tengt við hátíðina. Það er ekki hægt að afneita því. Það er eins og lagalisti sem hafi verið settur upp fyrir kórahátíð og svo kemur kórinn og segir: "En við sungum ekki þessi lög og það var svo indælt og dásamlegt hjá okkur." - Þar small inn hlið 3. Það er því ekki lengur þessi dagur sem verið er að gagnrýna, heldur þetta viðhengi dagsins sem er auðvitað tengt honum. Þar liggur vandinn, í hugmyndafræðinni þar á bakvið, sem er eins og áður sagði meiðandi.

Aðal málið virðist því vera að vanda sig betur næst. Kannski vissu sumir sem fóru á hátíðina ekki af þessu skjali og koma nú bara hissa og sár undan því að hafa verið jafnvel ásökuð fyrir að vera þátttakendur í deginum? ..

Þetta virðist nú þegar verið farið að valda sárindum og sundrungu og það er ekki þar sem við viljum vera stödd í þessari kristnu fjölskyldu, nú eða bara alheimsfjölksyldunni.  Það er mikilvægt að allir fái að tjá sig, hvort sem það er í bæn eða með að bera undir það sem verið er að ræða, eða eigin upplifanir. Það sem við upplfum er nefnilega það mikilvægasta og að sjálfsögðu líka það sem náunginn upplifir. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á eigin upplifun, - en þau sem eru í ábyrgðarstöðum innan kirkju, verða að sjálfsögðu að svara fyrir það sem sagt er í þeirra nafni, eða nafni kirkjunnar. -

Gagnrýnendur eru fljótir að spretta upp ef eitthvað bitastætt finnst - það vitum við. Þau sem tjá sig um innihald bænaskjalsins og furða sig á efni þess eru í raun að taka ábyrgð gagnvart því fólki sem bregður og jafnvel verður sárt, sérstaklega vegna framsetningar á bæn um fóstureyðingar. Þess vegna fnnst mér sjálfsagt að sérarnir Hildur Eir og Kristín Þórunn segi sína meiningu. Það hljóta að koma spurningingar frá t.d. konum sem hafa þurft að fara í gegnum fóstureyðingarferlið, - hvort að Þjóðkirkja sé sammála bænaskjalinu. Við ræddum þetta efni mikið í guðfræðideils í kúrsinum Siðfræði lífs og dauða hjá föðurbróður mínum heitnum Birni Björnssyni, - og vissulega er þetta kirkjunnar mál að hafa skoðun á - og ekki bara félagslegt.

Í stuttu máli: Vandamálið virðist vera bænaskjalið, eða túlkun á því,  sem síðan var ekki notað á Kristsdegi, en gefur tóninn - og fjölmiðlar grípa tóninn, en alls ekki fólkið sem sótti Kristsdag, þar var gefinn annar tónn, sem virðist ekki hafa náð eyrum fjölmiðla - eða hann var of góður og jákvæður til að það yrði frétt.

KÆRLEIKUR <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sem aðnjótandi Kristsdagsins verð ég að segja að það er með hreinum ólíkindum að fylgjast með fréttaflutningi þeirra sem komu til að finna eitthvað bitastætt eitthvað krassandi og reyna að skapa úlfúð meðal fólks.

Ég spyr, er eitthvað að því að biðja fyrir ófæddum börnum, velferð þeirra og að þeim mætti vera tekið fagnandi, fyrir og eftir fæðingu??????

Er ekki Guð, Skaparinn, höfundur lífsins???  Ætli nokkuð okkar hafi orðið til nema getnaður hefði komið til og við fengið að vaxa, fyrst í móðurkviði og síðan eftir fæðingu???

Í Davíðssálmi 139 segir:  "Bein mín voru þér eigi hulin þegar ég var gerður í leyndum, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni..." 

Guð, Skaparinn, hefur áætlun með hvern einstakling, jafnvel áður en getnaður kemur til.  En svo grípa menn frammí fyrir hendurnar á Skaparanum og þykjast kunna betur. 

Óttalegt  verður að standa frammi fyrir Drottni á efsta degi og þurfa að svara fyrir það að hafa verið valdur að dauða í stað þess að hlúa að lífi.

En náðugur og miskunnsamur er Drottinn, fús til að fyrirgefa og taka við hverjum þeim sem til Hans kemur í auðmýkt og iðrun.

Bæn okkar á Kristsdegi og áframhaldandi er sú að þjóð okkar mætti gefast Guði á vald, því að allir þeir sem taka við Honum (Jesú Kristi) gefur Hann rétt til að vera Guðs börn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.9.2014 kl. 17:06

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessar bænir eru ákveðin meðvirkni;

hver er SPURNINGIN sem ætti að keppast við að svara?

Jón Þórhallsson, 30.9.2014 kl. 18:35

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir orð Tómasar Ibsen Halldórssonar hér.

"Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu."

Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta:

"Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að."

Já, þetta er úr skjölum Kirkjuþings árið 1987, nánar tiltekið í greinargerð með þessari ályktun sem þar var samþykkt einum rómi haustið 1987:

  • "Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti." [Nánar seinna, JVJ.]

Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar.

Er ekki ljóst, fr. Jóhanna, að róttæklingar í röð presta (sjá Fréttablað dagsins í dag og í gær) eru í uppreisn gegn stefnu Þjóðkirkjunnar í málefnum hinna ófæddu?

Jón Valur Jensson, 30.9.2014 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, hvað höfum við hér? Jú, 3 erindi, þ.e.a.s. inngangserindi og svo koma prelátar og leggja út af efninu - og þá finnst mér nú talsvert erfitt að greina hvað nákvæmlega átti sér stað á hinum alræmda kristsdegi.

Einn segir þetta, annar hitt og sá þriðji enn annað.

Nú, að öðru leiti botnar maður nú barasta ekki neitt í tilurð eða í orsökum þess að nefndur dagur kom til.

Eg fór að pæla: Kristsdagur? Aldrei heyrt þetta. Gúgglaði. Þá kom þetta um sögu dagsins og hvernig hann kom undir:

,,Sagan.

" (...) Willie hafa mjög alvarlegan boðskap til hans og íslensku þjóðarinnar. Guð hafði sýnt honum að mjög dökk ský væru yfir Íslandi. Þau táknuðu að miklir erfiðleikar vofðu yfir þjóðinni vegna hroka hennar og sjálfsupphafningar sem myndu leiða til mikilla efnahagsþrenginga. Hann sagði Ómari að fara heim til Íslands og kalla saman leiðtoga í kirkjum landsins til að koma saman og biðja fyrir þjóðinni og ákalla Guð að hann sneri við hag hennar." (...) http://kristsdagur.is/index.php/sagan

Hvaða bull er þetta? Er ekki í lagi! Var Sjallahrunið þá refsing guðs!? Eða varð Sjallahrunið vegna þess að allir stóðu ekki útá torgum og ákölluðu guð??

Dugði ekki að hann Geir greyið tjattaði við þá Himnafeðga?

Nú nú. Auðvitað er þessi uppákoma í Hörpu öll hin hlægilegasta og jafnframt hin undirfurðulegasta. Og í Hörpu! Eldborgarsalnum. Og hvað kostaði það? Hver borgaði?

Með þessa bænaskrá, þá er engu líkara en þeir sem sömdu hana hafi verið á eitursveppum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2014 kl. 21:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Neikvæður ertu, Ómar Bjarki, um kristna trú, en það er þitt vandamál.

Enginn gaf þér grænt ljós á að útleggja sögð eða skrifuð orð eins og þér sýndist og láta sem það væri meining viðkomandi manna.

Sjálfsþægðarlegt er því innlegg þitt og gerir Jóhönnu líka engan greiða.

Jón Valur Jensson, 1.10.2014 kl. 02:00

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heil og sæl,

Ég sé að hér er kominn í gang þráður athugasemda. Það sem ég hef tamið mér og gert eins og mér er frekast kostur, - miðað við mennsku mína, er að sjá hlutina frá fleiri sjónarhornum en mínum eigin. - En við viljum svo oft reyna að sannfæra náungann um að VIÐ vitum sannleikann. -

Ég rakti hér í pistli mínum ástæður fyrir ólgu vegna Kristsdags.

Það er fyrst og fremst vegna bænaskjalsins - sem ekki var notað á hátíðinni, sem inniheldur - miðað við viðbrögð við því - of mikla pólitík og um leið er það staðreynd að bænarefnin eru um siðferðileg álitamál.

Orðalagið varðandi fóstureyðingar er:

"Biðjum fyrir ófæddum börnum og komandi kynslóðum. Biðjum um breytt

viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu"

Tómas Ibsen skrifar: "Ég spyr, er eitthvað að því að biðja fyrir ófæddum börnum, velferð þeirra og að þeim mætti vera tekið fagnandi, fyrir og eftir fæðingu??????"

En hann sleppir að setja þar fram niðurlag bænarinnar sem er skv. bænaskjali. Að beðið er um "breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu."

Þarna kemur fram siðfræðilegt álitamál, og þarna er hægt að lesa mikla gagnrýni á þau sem hafa þurft að nýta sér fóstureyðingarúrræðið. Það verður að vera í boði á lögformlegan hátt, því að eins og þið kannski vitið þá var það þannig hér á öldum áður, eða kannski bara fyrir tugum ára, að konur voru að leita til skottulækna til að fá eytt fóstri.

Það er fólk sem er betur lesið í guðfræðibókum og akademískri guðfræði en ég sem er með ágæt svör við þessu. -

----

"Þegar við erum vöknuð þá dæmum við ekki þau sem eru sofandi" Við erum öll systkini - hvort sem okkur líkar betur eða ver. Þegar við ásökum einhvern um neikvæðni - þá er það vegna þess að eitthvað neikvætt vaknar innra með okkur, sáir jafnvel efasemdafræjum.

Mig langar að biðja þig, í fyllstu einlægni, Jón Valur - að skoða þessa dómarastöðu sem þú hefur sett þig í. Það er ekkert okkar mannanna komið með hinn stóra sannleika. Við erum að gera það besta miðað vð aðstæður og vonandi batnar okkar besta í sameiningu.

Við ráðum engu né stjórnum - og það er líklegast bara ein bein sem sameinar alla þá sem trúa á Guð og Jesú Krist og það er:

"Verði ÞINN vilji"

Við getum beðið um að vilji Guðs eða rödd Guðs verði ríkjandi í hjörtum mannanna, - en við getum ekki tekið okkur það vald að vera ríkjandi í hjörtum annars fólks.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2014 kl. 11:27

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, kemur hér með rök sem er ágætt að hlusta á, það má hlusta á vef RUV.

http://www.ruv.is/frett/thjodkirkjan-ihugi-thatttoku-sina

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2014 kl. 11:30

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta er m.a. það sem kemur fram.

"Ef það er tilgangurinn með Kristsdeginum að sameina fólk í bæn og stilla hugi saman þá hefur hann varla náðst. Þvert á móti voru þar ýmisleg bænarefni sem eru til þess fallin að sundra fremur en sameina og ganga þvert á afstöðu sem íslenska þjóðkirkjan hefur verið að móta síðustu ár og áratugi, til dæmis til kvenna og til samkynhneigðra. Það er skoðun Sólveigar Önnu Bóasdóttur prófessors við Guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands.

Nú hafi það gerst í annað sinn að Kristsdagurinn hafi vakið deilur og Sólveig Anna telur að Þjóðkirkjan hafiskaðast og að regið hafi úr trausti til hennar. Hún hljóti að íhuga hvort hún eigi að halda áfram þátttöku í þessum viðburði, sem í sumum tilvikum beinist gegn hópum sem kirkjan hefur viljað styðja, eins og samkynhneigðum og konum sem eru í þeirri stöðu að íhuga fóstureyðingu. Hér má hlusta á viðtal við hana í heild sinni."

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2014 kl. 11:33

9 identicon

Jón Valur dómari mættur á svæðið fullur af málæði sem enginn nennir að lesa. Vinsamlegast ekki gefa tröllinu að borða. Þessi maður er gjörsamlega óþolandi með sína óstöðvandi málræpu.

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 12:39

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Megnið af texta mínum hér var úr samþykktum sjálfrar Þjóðkirkjunnar.

Huldumaðurinn/konan "HK" er ekki marktækari en svo.

En eins og fréttirnar af viðhorfum hinna fjögurra róttæku presta í Fréttablaðinu í gær og fyrradag voru sorglegar, þá var það mér margfalt meira áfall, virkilegt sjokk, að lesa um fráfall Agnesar Sigurðardóttur, BISKUPS ÍSLANDS, frá kristinni siðakenningu í þessum málum, eins og ég frétti fyrst af í gærkvöldi. Sjá um það þessa mikilvægu grein: Biskup í stríði við kristna trú og samþykktir Þjóðkirkjunnar.

Jón Valur Jensson, 1.10.2014 kl. 13:06

11 identicon

Ekki gefa tröllinu að borða - plííís ekki fara að rífast við tröllið!!!

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 13:46

12 Smámynd: Einar Karl

Jón Valur,

kannski kirkjan og hennar þjónar hafi önnur viðhorf núna en fyrir 26 árum síðan.

Læknar, vísindamenn, og mikill meirihluti fólks lítur EKKI svo á að "manneskja" verði til við getnað. Með svoleiðis rökum má allt eins segja að sáðfruma sé "hálf" manneskja, sjálfsfróun sé fjöldamorð og að munnmök þar sem sæði er gleypt sé mannát!

Nei, frumur og frumuklasar eru ekki "manneskjur", og í guðanna bænum, verið nú ekki að flytja inn hatrammar deilur frá Bandaríkjunum hingað, sem við höfum verið blessunarlega laus við og byggja ekki á upplýstri umræðu.

Einar Karl, 1.10.2014 kl. 14:20

13 identicon

Einar Karl; "verið nú ekki að flytja inn hatrammar deilur frá Bandaríkjunum hingað, sem við höfum verið blessunarlega laus við og byggja ekki á upplýstri umræðu."

Þetta er einmitt kjarni málsins hjá tröllinu og plíiiiiss sveltið það frekar heldur en að svara því og ausa olíu á eldinn. Látið tröllið frekar þusa inn á sinni síðu þar sem enginn nennir að lesa kjaftæðið í honum hvað þá að fara út í ritdeilu.

EKKI FÓÐRA TRÖLLIÐ!!!

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 16:41

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fóstureyðingalöggjöfin hefur verið nokkuð til umræðu hér. Við hjónin erum í Amnesty og vorum að fá inn á borð hjá okkur mál 9 ára stúlku í El Salvador. Henni var nauðgað , að sjálfsögðu ekki leyft þar að fara í fóstureyðingu þar sem landið er kaþólskt.Barnið var tekið með keisara og fram kom að bann við fóstureyðingum leiðir til dauða hundraða kvenna og stúlkna í El Salvador árlega. Dóttur okkar var nauðgað af manni frá Kolumbíu þegar hún var fimmtán ára og keyrð beint á neyðarmóttökuna þar sem hún fékk "morguninn eftir" töflu . Lögfræðingur sem sá um mál hennar sagði okkur að innflutningur á mönnum frá Kaþólsku löndunum væri búið að vera stórt vandamál mörg undanfarin ár. Þessir menn þekktu það frá sínu heimalandi að komast upp með nauðgun þar sem fórnarlambið þorir ekki að kæra. Ég held að löggjöfin á Íslandi sé mjög góð og fásinna að skipta henni út fyrir þá sem ríkir í hinum vanþróuðu kaþólsku löndum. Þeir sem eru vilja banna alfarið fóstureyðingar ættu að líta einstöku sinnum upp úr bíblíunni og á heiminn í kring um sig.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.10.2014 kl. 17:19

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir mikilvægan vinkil Jósef Smári Ásmundsson.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2014 kl. 17:26

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

HK af hverju kemur þú ekki fram undir nafni? :-) .. Það er ekkert að óttast.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.10.2014 kl. 17:26

17 identicon

HK þolir ekki vindhana eins og Jón Val Jensson og aðrar Ómega vælur.

HK finnst trú vera hégómi og úrelt valdatæki og tilþess fallið að sjúkt fólk fái útrás fyrir þörf sína af því að það er normal að þá eigi að níðast á þeim sem ekki falla inn í ramma biblíunnar. Enn verra þó að venjulegt kristið fólk skuli láta gjamm harðlínunnar ganga yfir sig. En velur þó skynsömu leiðina að þagga harðlínuna í hel með því tildæmis að gefa tröllinu ekki að borða.

HK tekur undir með Jósef Smára varðandi ruglið sem á sér stað í rómönsku ameríku. Sem dæmi komst Daniel Ortega forseti Nicaragua ekki að fyrr en hann lofaði kaþólskum prelátum ákveðnum loforðum og hafði þó reynt áður en ekki haft árangur sem erfiði.

HK er opinber persóna og ekki passandi að koma fram undir nafni.

HK segir að trúin sé blekking og ópíum fólksins sem hafnar því að hugsa rökrétt og trúa á sjálft sig í stað ímyndaðs guðs.

HK óskar Jóhönnu alls góðs og vonar að hún verði alltaf samkvæm sjálfri sér.

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 19:04

18 identicon

P.s Ekki gefa tröllinu að borða!!!

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 19:07

19 identicon

Takk fyrir góðan og þarfan pistil Jóhanna. Það þarf hugrekki til að vera kristinn þessa dagana, hvað þá að þora að segja frá því að hafa sótt Kristnidaginn.

Ef þetta hefur verið eitt af bænarefnunum - sem ég veit ekki hafandi ekki sótt viðburðinn finnst þetta frekar saklaust í stórum hópi með misjafnar skoðanir. Og afar slæmt ef æsifréttamennskan fókuserar á alla mögulega neikvæðni.

Við þurfum ekki að vera svo dramatísk að fara að líkja okkur við rómönsku Ameríku, við höfum okkar lög og biskup Íslands og við fögnum því að fóstureyðingar eru og verða löglegar hér á landi.

En heilbrigðisstarfsfólk okkar sem bundið er þagnaðareiði gæti sagt okkur margar sögur af því hve margir nota þetta úrræði sem getnaðarvörn. Sem er alls ekki í lagi og vonandi rata einhverjar bænir í þann rann.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 20:29

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur öllum gott kvöld. Hef verið að reyna að lesa í gegnum kommentin. Meira bullið í Ómari Bjarka. Guð er lifandi og hann sá að fullt af fólki á Íslandi var að eyðileggja allt hér með þjófnaði og flutningi peninga frá landinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru við völd og þau ásamt okkur öllum voru blekkt af þessum glæpalýð sem heita Útrásarvíkingar. Sem betur fer sendi Guð mann til okkar og bað okkur um að biðja fyrir þessu landi og sýndi honum að það væri slæm staða - svarta skýið. Hver hefði getað trúað því að til væri svona vont fólk sem fór um rændi og ruplaði. Klikkað að kenna einum Stjórnmálaflokki um en þeir voru tveri við völd. Ingibjörg Sólrún spilltist heldur betur við að verða ráðherra - ferðaðist um á einkaþotu eiginkonu eins útrásarvíkingsins um Eyjahöf til að afla atkvæða til að Íslendingar kæmust í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna en svo kom í ljós eftir allt þetta bruðl að við höfðum ekki rétt sem herlaus þjóð að vera í þessu ráði. Mér fannst líka ýmislegt misjafnt hjá Jólu og Skallagrími sem vildu gefa Ísland í hendur ESB með því að borga Icesave sem voru skuldir útrásarglæpamanna en ekki þjóðarinnar.

Guð hefur heldur betur blessað okkur í þessum þrengingum. Makrílinn tók uppá því að synda inní íslenska lögsögu sem sumir frændur okkar voru nú ekkert ánægðir með en þjóðartekjur okkar jukust við þessa búbót og einnig hefur aukist og aukist ferðamennskan. Eyjafjallajökull gaus og allir vissu um litla skerið okkar og öskuna sem gerði það að verkum að það var ekki hægt að fljúga. Margir voru í kjölfarið mjög spenntir fyrir að heimsækja þetta fræga litla sker.

Ég var í Hörpunni sl. laugardag og naut þess að vera þar. Biskupinn stóð sig vel en nú er hún komin í bullandi vörn því það hafa blásið fjölmiðlavindar um Kristsdag og bænaskjal sem var notað í Friðrikskapellu og víðar. Ég man ekki eftir að það hafi verið beðið fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðingar í Hörpunni en ef svo væri þá er ekkert við það að athuga. Fyrst verður getnaður en foreldrar ráða því ekki hvort þessi getnaður fær líf heldur Guð sjálfur og við höfum ekkert vald að taka líf hvort sem það er í móðurkviði eða á vígvöllum eins og t.d. í Miðausturlöndum.

Ég tek það fram að innlegg Jósefs Smára var mjög gott og svo sannarlega þarf að grípa inní svona kringumstæður. En 1000 fóstureyðingar á Íslandi eru ekki allar í þessum dúr heldur hrein og bein getnaðarvörn. Við þurfum virkilega að fara varlega með þessi mál. Ég þrái að sjá þessa tölu lækka en ég geri mér fulla grein fyrir að það eru tilvik sem ekki er hægt að horfa framhjá og segja að það megi ekki framkvæma fóstureyðingu í þeim tilvikum. Hræðilegir ofgar eins og með stúlkuna í El Salvador sem var aðeins 9 ára.

Vinkona mín sem er nú á áttræðisaldri varð ófrík af sínu síðasta barni um fertugt. Þetta var fljótlega eftir að fóstureyðingar voru gerðar löglegar hér á Íslandi. Þar sem það hafði liðið langur tími frá því hún átti öll hin börnin og svo þegar hún varð ófrísk í síðasta skipti þá var hún hvött til að fara í fóstureyðingu. Rökin að hún væri fullorðin og barnið kannski ekki heilbrigt. Hún sagði að með Guðs hjálp ætlaði hún að eiga þetta barn. Drengurinn sem hún ól er gáfaðri en mörg okkar sem hér skrifum :-)

Svo með kvótakerfið. Væri ekki mjög þarflegt að biðja fyrir þessu kerfi sem var sett á af mislukkuðum stjórnmálamönnum sem svo varð að söluvöru. Ég var og er ósátt þegar kvótakerfið var sett á. Ekki veitir af að biðja Guð um að þessir forkálfar fari vel með auðlindirnar og komi með allan afla að landi -það hlýtur að vera hægt að breyta reglum og þessi fiskur sem rýrir tekjur þessa auðmanna mætti nota til að metta þá sem eiga ekki í sig né á hér á þessu landi.

Læt þetta duga með bros á vör.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.10.2014 kl. 21:42

21 identicon

Merkileg þessi frávarps árátta "guð hefur blessað okkur í þrengingum" Ég sé ekkert áþreifanlegt að guð hafi blessað mig þótt ég hafi gengið til vinnu og fengið mín laun. Aðeins að bera ábyrgð á sjálfum sér og gera besta úr sínu án þess að vera að blanda þeim ósýnilega í málið. En sælir eru einfaldir.

HK (IP-tala skráð) 1.10.2014 kl. 23:21

22 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég er læknir og hef aðhyllst fóstureyðingar hér áður eða lét þær óáreyttar. Því miður var ég blindur. Ég geri það ekki lengur. Þegar ég les textana hér að ofan finnst ljóst að Jón Valur og Tómas Ibsen hafa rétt fyrir sér, enda sanntrúaðir menn og það sést á texta þeirra.

Það er einnig auðvelt að þekkja orð þeirra sem hafa afvegaleiðst og trúa á eyðandann og hugarfóstur hans, því ekkert vill hann framar en skaða sköpun Guðs. Það er hans ástríða og auðvitað er það klætt í falskan búning" miskunnsemi og góðvildar".

Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug bræður og systur að Kristur leyfi fóstureyðingar? Hvaðan eru þessi ósköp komin? Hvernig eru bænir ykkar og hvert beinast þær? 

Það er dagljóst frá ritningunni og trúarskilningi hinnar almennu kirkju um allan heim að fóstureyðngar og kristin trú fara alls ekki saman. Þannig hefur það verið frá upphafi kristninnar og er staðfest gegn um orð heilagra manna. Þær eru einhver mesti glæpur sem hægt er að hugsa sér.

Hægt er að segja og það er ekki langt frá sannleikanum að sá sem "berst fyrir fóstureyðingum" sé samkvæmt skilgreiningu ekki kristinn maður heldur vinnur hann gegn Kristi og lífinu sjálfu. Hann hefur aðra trú. Menn skoði þetta í bænum sínum.

Guðmundur Pálsson, 2.10.2014 kl. 08:37

23 identicon

Samviskubit lækna er frekar ódýrt þegar kemur að því að ræða læknamistök og mörg dæmin sanna þegar fólk þarf að leita réttar síns á göngu í gegnum lygaskóginn þann mikla myrkvið eftir að hafa beðið skaða vegna mistaka menntaðra manna sem telja sig þó trúaða. Það á ekkert skylt við trú að taka ábyrgð á eigin lífi og lifa samkvæmt því. Konan á að hafa það val að gera það sem henni þykir réttast. Það er ekki trú heldur er það mannréttindi.

HK (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 08:45

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur Pálsson segir:

Ég er læknir ...

Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug bræður og systur að Kristur leyfi fóstureyðingar? ... Það er dagljóst frá ritningunni og trúarskilningi hinnar almennu kirkju um allan heim að fóstureyðngar og kristin trú fara alls ekki saman.

Nú spyr ég, af hverju byrjar þú innlegg þitt með að segja okkur að þú sért læknir þegar ALLT þitt innlegg gengur út á Jesú Krist, en ekki læknisfræði.

Skeggi Skaftason, 2.10.2014 kl. 08:53

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

úbs - þarna átti miðjumálsgreinin líka að vera partur af inndreginni tilvitnun, enda tilvitnun í orð Guðmundar Pálssonar.

Skeggi Skaftason, 2.10.2014 kl. 08:54

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðmundur Pálsson, læknir - þú skrifar: "enda sanntrúaðir menn og það sést á texta þeirra" ..

Af hverju setur þú þig í þetta dómarasæti? - Þekkir þú t.d. mína trú og mín skref? - Þekkir þú hjarta mitt, sorgir og átök? - Göngu mína með Guði niður til helvítis og til baka? -

Nei, það gerir þú ekki. Guð er eini dómarinn og Guð sér í hjörtum fólks hvort það er sanntrúað eða ekki. Það þarf ekki UPPSKRIFTABÓK til að vera sanntrúaður. -

Sjálf hef ég ekki gengið í gegnum þá lífsreynslu að fara í fóstureyðingu, en hef fylgt konu í gegnum það ferli. - Ég get ekki sett mig í spor konu sem þarf að taka þessa ákvörðun, og það getur enginn karlmaður. Guð getur gert það, því í því liggur m.a. almætti Guðs.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2014 kl. 09:31

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hættum að reyna að handstýra fólki, - að það eigi að trúa eins og við trúum. Látum hvort annað í friði. - Notum ekki bænina sem stjórntæki eða valdatæki manna, það er hrein misnotkun á bæninni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2014 kl. 09:36

28 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigrún og Rósa. Viðhorf mitt til fóstureyðinga er að það á að nota í algjörri neyð. Ég veit að það er tilhneiging til að mæla með fóstureyðingu þegar mjög ungar stelpur verða ófrískar en það er miklu sennilegra að styðja þær frekar með barnið. Þarna er eitthvað sem mætti bæta .Að eyða fóstri getur haft sálræn áhrif á móðurina sérstaklega ef hún er lengra gengin með og tengsl hafa myndast. En þegar líf móður er í hættu eða þungun verður af völdum nauðgunar er ég alfarinn þeirrar skoðunar að beita á fóstureyðinu. Það sem mér finnst alrangt hjá bókstafstrúarmönnunum er það viðhorf að miða byrjun lífs við getnað. Þessi neyðarmóttaka er ekki til í Kaþólsku löndunum og "daginn eftir" tafla er bönnuð . Raunverulega tel ég að þetta geti ekki talist til fóstureyðinga . En ég hef einhvern tímann lesið að það sé guð einn sem geti dæmt en ekki mannfólkið. Er ekki rétt hjá ykkur sem eruð kristin að halda þeirri reglu í heiðri?

Jósef Smári Ásmundsson, 2.10.2014 kl. 10:01

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sumir andstæðingar fóstureyðinga samþykkja fóstureyðingar í kjölfar nauðgunar. Af hverju eigum við absolút að leyfa fóstureyðingu ef þungun verður í kjölfar nauðgunar?

Er það vegna þess að við VIÐURKENNUM að fóstur á fyrsta hluta meðgöngu er EKKI manneskja ?

Ef fóstrið er ekki manneskja, getum við þá ekki látið konuna sem GENGUR MEÐ FÓSTRIÐ ákveða þetta.

Skeggi Skaftason, 2.10.2014 kl. 10:09

30 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég held þú sért á villigötum Jóhanna Magnúsdóttir.  Beygðu þig heldur undir trúna, því það er það sem þú þarft vina mín. Og þess þurfum við öll með. Því trúin er ekkert hugarfóstur sem við gegum beigt og sveigt eins og við sjálf viljum heldur handfastur veruleiki með Krist sjálfan sem dómara. Það er ekkert álitamál hvað Kristur kennir í þessu efni ( að deyða ungviði í móður kviði) og hættu nú að segja fólki að nóttin sé dagur.

Sjálf bænin úr því þú minnist á hana er einmitt vopn hins góða gegn hinu illa, og bænin sigrar alltaf, því lofaði Kristur eins og þú kannski þekkir. Því eiga menn einmitt að beita bæninni eins og vopni. Bænin er raun eina leyfilega vopnið.

Guðmundur Pálsson, 2.10.2014 kl. 10:13

31 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En það er nú búið að beygja og sveigja trúarkenningarnar út í það óendanlega í gegnum aldirnar Guðmundur Pálsson. Við börnin borðuðum ekki slátur vegna þess að Afi var hvítasunnumaður og það var ekki leyft í söfnuðinum vegna boða bíblíunnar. Og í Sænskri bók sem ég las er vitnað í 3. Mósebók þar sem bannað er að borða skeldýr. Mér finnst rækjusamlokur algjört æði. Og hvað með öll tilmælin hvernig hvernig fara eigi með konur sem halda framhjá? Og svo margt margt fleira sem ekki er lengur til siðs?

Jósef Smári Ásmundsson, 2.10.2014 kl. 10:33

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir umræðurnar, - takk fyrir uppbyggileg innlegg. Og takk fyrir dómana, - því við lærum svosem af þessu öllu.

Það er heppilegt núna, að ég sit sátt við sjálfa mig og Guð, - og sem betur fer ert þú ekki Guð, Guðmundur Pálsson :-)

Ég þarf ekkert að beygja mig, það er komið nóg af beygðum konum og ég skil ekki þessa bón þína, Guðmundur læknir. Þú ræður þínum stellingum og ég mínum.

Ég ætla að leyfa ykkur að halda áfram, - með þráðinn, hann verður opinn áfram. En stimpla mig út, a.m.k. í bili.

Bið um frið í hjarta til ykkar allra - og að við verðum breytingin sem við viljum sjá í heiminum, hvert og eitt okkar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2014 kl. 11:08

33 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur Pálsson, hvar í Biblíunni talar Jesús Kristur um fóstureyðingar?

Skeggi Skaftason, 2.10.2014 kl. 12:01

34 identicon

Statism: The Most Dangerous Religion (feat. Larken Rose)

 https://www.youtube.com/watch?v=N6uVV2Dcqt0

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 13:20

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Helgi Ármannsson

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2014 kl. 13:38

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jósef Smári, vera má, að ýmsir hafi reynt að teygja og sveigja trúarkenningar um leyfilega fæðu í átt til Gamlatestamentisreglna. Hitt ert dagljóst, að kristnir menn eiga að fylgja Kristi sjálfum í því efni, en hann "lýsti hreina sérhverja fæðu" (Mark.7.19). Já, hann er löggjafi kristins siðar og breytti með þessu frá boðum GT um bann við neyzlu svínakjöts, skelfisks o.fl. fæðutegunda, enda mega kristnir menn borða sitt bacon og grísasteik, þótt múslimar og Gyðingar geri það ekki. Einu undantekningarnar frá neyzlu fæðu sjást í Postulasögunni, þar sem lærisveinunum er kennt, "að þeir skuli varast kjöt fórnað skurðgoðum, blóð, kjöt af köfnuðum dýrum" (21:25, sjá og 15:20, 20:28).

Þetta innlegg þitt á því ekki að draga hug úr neinum kristnum manni að taka mark á kristinni boðun. Og meðal hennar er það, að fóstrið er lifandi, lifandi vera, lifandi mannvera. Þetta sést til dæmis af spádómsbók Jeremía, 1:9, Dómarabókinni, 16.17, Davíðssálmum, 139:13-16, Lúkasarguðspjalli, 1:15 og 1:41-44 (sbr. einnig Mt.25:40 og 45).

Ef einhverjum hér er fyrirmunað að sjá þetta, þá er það ekki Guðs orði að kenna.

Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 21:36

37 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jeremía 1:9

9 Því næst rétti Drottinn út hönd sína og snart munn minn. Og Drottinn sagði við mig: Sjá, ég legg orð mín þér í munn.

Dómarabók 16:17

sagði henni allan hug sinn og mælti: &#132;Aldrei hefur rakhnífur komið á höfuð mitt því að ég var helgaður Guði frá móðurlífi. Væri hár mitt skorið hyrfu kraftar mínir og ég yrði linur og eins og allir aðrir menn.&#147;

Davíðssálmur 139:13-16

13 Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.

14 Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

15 Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.

16 Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.

Lúkasarguðpjall 1:15

Því að hann [Jesús] mun verða mikill í augliti Drottins. Aldrei mun hann drekka vín né áfengan drykk, en fyllast heilögum anda þegar frá móðurlífi.

Lúkasarguðpjall 1:41-44

41 Þá varð það, þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók viðbragð í lífi hennar, og Elísabet fylltist heilögum anda

42 og hrópaði hárri röddu: "Blessuð ert þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns.

43 Hvaðan kemur mér þetta, að móðir Drottins míns kemur til mín?

44 Þegar kveðja þín hljómaði í eyrum mér, tók barnið viðbragð af gleði í lífi mínu.

Nú getur hver og einn dæmt hvort Biblían sé þarna að tala um FÓSTUREYÐINGAR.

Skeggi Skaftason, 2.10.2014 kl. 22:37

38 identicon

Hverjum er ekki sama hvað í biblíunni stendur varðandi mat og það sem fólk má og má ekki láta ofan í sig. Það er ljóst að kristnir og aðrir sem þurfa að láta trú þvælast fyrir sér svona dags daglega borða það sem að þeim er rétt sé lítið um matvæli. Biblíuunnendur og harðlínan sveltir sig í hel.

HK (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 23:16

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristnum mönnum er ekki sama um það sem í Biblíunni stendur, en HK (HulduKonunni eða HulduKarlinum?) er greinilega nákvæmlega sama um það. Í hans/hennar tilfelli er því ekki um kristinn einstakling að ræða, sem leitar hér réttra lausna í samræmi við bæði trú og þekkingu í málefnum ófæddra barna.

En ég ætla rétt að vona, að engum sé sama um HK. Hann/hún þarfnast fyrirbænar okkar.

Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 23:37

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Jósef Smári - Jón Valur er búinn að svara þér með rækjur og rækjusamlokur - ég borða þær með góðri lyst ásamt svínakjöti og fl. Aftur á móti borða ég ekki blóð og var Jón Valur einnig búinn að benda á ritningastaði í Postulasögunni. Post. 15. 28-29 "Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti, er fórnað hefur verið, skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta gerið þér vel."

Ég trúi að við getnað gefi Guð líf en það skiptir ekki máli hvort ég eða þú höfum rétt fyrir okkur - við erum sammála um allt annað. Ég var virkilega ánægð með innleggin þín. Ég vona til Guðs að stúlkunni þinni farnist vel eftir þennan viðbjóð sem hún þurfti að upplifa.

Skoðanaskipti eru ágæt á meðan við höfum það í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar - verum dugleg að láta vita það sem okkur vel líkar og einnig að njóta málfrelsis og tjá okkur ef við erum ekki sammála - bara vera kurteis og málefnaleg.

Jóh. 13:34. "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað."

Að endingu vil ég taka það fram og er búin að fá það staðfest að við báðum ekki fyrir breyttu viðhorfi til fóstureyðingar eða fyrir útgerðarmönnum í Hörpunni svo ég skil ekki þetta fjölmiðlafár. Svo finnst mér fólk megi biðja í Friðrikskapelu eins og þeim sýnist.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.10.2014 kl. 23:48

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svar til Gervi-Skeggja (með Johannesar Brahms-myndina tekna í óleyfi):

Aldrei sagði ég, að þessir textar fjölluðu um fóstureyðingar, en hitt sagði ég, "að fóstrið er lifandi, lifandi vera, lifandi mannvera. Þetta sést til dæmis af ... spádómsbók Jeremía, 1:9, Dómarabókinni, 16.17, Davíðssálmum, 139:13-16, Lúkasarguðspjalli, 1:15 og 1:41-44 (sbr. einnig Mt.25:40 og 45)."

Svo er það líka textinn í Jeremía 1.4&#150;5: "Orð Drottins kom til mín: Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig."

Tökum einn áfanga í einu. Það er sem sé biblíuleg boðun, að fóstrið sé mannleg vera, mannvera, mynduð í móðurlífi af Guði. (Aðrir en kristnir þurfa ekki á þessu stigi að meðtaka þetta, en fyrir kristna er þetta eðlileg forsenda, og svo geta þeir haldið áfram að álykta út frá þessu og öðru sem frá segir í heimildum trúarinnar.)

Í Sálmi 139.14 segir: "Því að þú hefur myndað innstu veru mína [sjá 1], ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður". Brezki, evangelíski rithöfundurinn John Stott bætir við í bókarkafla um þetta:

"... Það, sem er sérstaklega athyglisvert við þessi orð, er sú sannfæring, sem höfundur Sálmanna lætur í ljós um óslitinn feril sinn sem persónu. Um 40 sinnum í sálminum [139.], næstum í hverri einustu setningu, notar hann orðið &#145;ég&#146; [eða beygingar þess]. Hann notar þetta orð, hvort sem hann vísar til tímans áður en hann fæddist eða til yfirstandandi tíma ellegar til þess ókomna í lífi sínu. Hann er sér ekki meðvitaður um nein vatnaskil milli tilveru sinnar fyrir eða eftir fæðinguna. Þvert á móti -- hvort heldur hann ræðir um ástandið í móðurkviði eða utan hans, fyrir eða eftir fæðinguna, er hann sér þess meðvitandi, að hann er sama persónan; og ástæðan fyrir þessari óslitnu, persónulegu tilvist er þessi: Sá Guð, sem þekkir hann í dag, og sá Guð, sem verður með honum í framtíðinni, er hinn sami Guð, sem myndaði hann í upphafi í kviði móður hans" (Who Is for Life? (1984), s. 22, en hluti úr þeirri grein (upphaflega ræðu) Stotts (&#39;Vitnisburður Biblíunnar um lífsgildi og lífsrétt hinna ófæddu&#39;) er birtur í blaðinu Mannhelgi, nr. 2, 1988, útg. Lífsréttur).

Fóstrið er því ekki aðeins mannleg vera, heldur sama mannsveran og síðar vex upp og verður fullorðin og allt þar til hún deyr.

Og hér getum við, kristið fólk, haldið áfram með ályktun: Eins og Jóhannes gladdist í móðurlífi (og vafalaust gefið það af Andanum, en gladdist þó sjálfur, skv. Lúk.1.44, ekki bara Heilagur Andi) yfir návist Jesú snemma á meðgönguskeiði Maríu, þannig megum við líka gleðjast yfir börnum okkar á fósturskeiði sínu í móðurkviði og játa mennsku þeirra.

Og næsta stig er þetta: Þar sem Biblían -- NT ekki síður en GT -- játar mannlegt eðli fóstursins, og við, trúað fólk, gerum það sama, þá veitum við líka þeim orðum Jesú fulla athygli, er hann segir undir lok píslargöngu sinnar (Matth.25.31, 40 og 45): "Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. ... Konungurinn [Kristur] mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. ... Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér."

Eiga kristnir menn í alvöru nokkuð erfitt með að draga sínar réttu ályktanir af þessu? Var þeim nokkurn tímann sagt, jafnvel af Kristi, að hafi einhverjum persónum þótt erfitt, jafnvel mjög erfitt, að virða lífsrétt hans minnstu bræðra og systra, þá séu viðkomandi persónur löglega afsakaðar?

En þeir menn hafa vitaskuld miklu meiri sök í þessu máli, sem tekizt hefur að skrökva því að fólki, að fóstrið sé ekki mannvera með sitt líf og lífsgildi og að það tilheyri meintum kvenréttindum að konur ráði með þeim hætti yfir "líkama sínum", að fela megi læknum (þrátt fyrir eiðstaf þeirra) að deyða líkama mannsfósturs -- sköpunarveru Guðs og eins af minnstu bræðrum frelsarans.

Ég vona að Jóhanna og fleiri kristnir sjái hér trúarrökin fyrir því að virða til fulls lífsrétt ófæddra barna. Með orðum Kirkjuþings 1988:

"Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti."

[1] "my inmost being," skv. þeirri þýðingu sem enski kirkjuleiðtoginn John Stott notar -- &#147;myndað nýru mín&#148; skv. ísl. þýð. 1912 og áfram.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 00:18

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært hér hjá Guðmundi lækni Pálssyni:

"Sjálf bænin, úr því þú minnist á hana, er einmitt vopn hins góða gegn hinu illa, og bænin sigrar alltaf, því lofaði Kristur eins og þú kannski þekkir. Því eiga menn einmitt að beita bæninni eins og vopni. Bænin er raun eina leyfilega vopnið."

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 00:46

43 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú er ég ekki kristinn, svo þetta svar JVJ segir mér ekki mikið. Læknisfræðilega er það hins vegar þannig að FÓSTUR, á fyrsta hluta meðgöngu er ekki manneskja. 4 vikna fóstur er ekki manneskja, frekar en þarmatota úr manni, eða stakur fingur. Thomas frá Aquinas áttaði sig betur á þessu heldur en þú, Jón Valur.

10 vikna fóstur er t.d. með miklu miklu óþroskaðra taugakrefi og tilfinningar heldur en lamb sem við slátrum og borðum.

Ef Biblían stangast á við raunveruleikann, þá verðum við sem samfélag að taka mið af raunveruleikanum.

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 00:59

44 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Jón Valur.

Markús 7:19 hefur skolast til í þýðingum á vegferðinni. Þa&#39;ð hafa Biblíur víðast um heiminn, til dæmis King James, ekki gert eins og sú íslenska. Tilvísaða setningin hjá þér virðist óvíða að finna. Hér er eldri þýðing sem er í samræmi við þýðingar annarra þjóða :

Guðbrandsbiblían :

&#132; En hann sagði til þeirra: ,,Eru þér og so skilningslausir? Og skilji þér enn eigi að allt það sem fyrir utan er og innfer í manninn það fær eigi saurgað hann? Því að það fer eigi inn í hans hjarta heldur fer það í magann og gengur so út eftir eðlilegri rás hver eð úthreinsar allan mat.&#148; Og hann sagði: 

 ,,Hvað eð útfer af manninum það saurgar manninn því að af innan úr hjartanu mannsins þá framganga vondar hugrenningar, hórdómar, frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirni, illvilji, undirhyggja, munaðlífi, illt tillit, guðlastanir, drambsemi, vanvirðing. Allt þetta vont þa gengur út af innan og saurgar manninn.&#148;

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2014 kl. 01:41

45 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Skeggi.

Þú ert greinilega ekki vísindamaður í fósturfræði - svo mikið er deginum ljósara á skrifum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.10.2014 kl. 01:44

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skólaspekingurinn Tómas (um 1225-1274) var ekki "frá Aquinas", heldur frá Aquino (ít., Aquinum á latínu). Aquinas er lýsingarorð (í ef.: Aquinatis) og kenningarnafn hans. Þaullærður var hann í öllum þeim ritum Aristotelesar, sem þá höfðu svo mörg komizt til Vestur-Evrópu. Þrátt fyrir ófullkomnar ályktanir heimspekingsins (Arist.) um mannsfóstrið gaf Tómas hvergi í skyn, að það væri ekki með mannseðli né hafnaði því, að það er friðheilagt frá frjóvgun (hinn þekkti dr. Finnis, próf. í Oxford, hefur fjallað um það mál).

Þarmatota úr manni getur aldrei verið manneskja, en 4 vikna fóstur er það og hefur í sér íbúandi vaxtarmátt til að verða fullvaxin manneskja -- þarf ekkert nema fæðu til þess, þiggur EKKERT af síðara mannseðli sínu frá móðurinni, ekkert af eðlisþáttum sínum, aðeins næringuna.

Nægir þetta þér ekki til að skilja málið? Trúlega ekki.

En ég yrði sannarlega sáttur við þann ávinning af næstsíðasta innleggi mínu, kl. 00:18, að ýmsir kristnir menn, sem hingað til hafa e.t.v. verið óvissir og tvístígandi, hafi nú áttað sig betur með tilstuðlan Biblíu-textanna og góðra raka Johns Stott. Sá Stott kom einmitt hingað til Íslands (1988?) og predikaði eða flutti erindi í Neskirkju, að mig minnir í boði Kristilegra skólasamtaka og sennilega prestanna þar. Hjá honum fer saman evangelískur kristindómur og biblíuleg lífsvrndarstefna.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 01:49

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir orð predikarans til þín, Skeggi: "Þú ert greinilega ekki vísindamaður í fósturfræði - svo mikið er deginum ljósara á skrifum þínum."

Þú minntist á fjögurra og 10 vikna fóstur. Er þá ekki ráð fyrir þig að líta á þessa óvenjulegu mynd af 10 vikna fóstri? Þar eru einnig tenglar á fleiri myndir af mannsfóstrum.

Og ekki er vitað til þess, að þarmatota úr manni eða stakur fingur sé með sitt eigið blóðkerfi og hjarta í frummynd, eins og fjögurra vikna fóstur er komið með.

Vísa hér með á gagnlegu samantektina Fyrstu vikur lífsins (með mynd).

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 02:06

48 identicon

JVJ bullar og fullyrðir út í loptið eins og honum er tamt. JVJ er geimvera sem var send til jarðarinnar vegna þess hversu leiðinlegur þessi einstaklingur er enda gengur hann undir nafninu Jón Kvöl. Sama hvað þessi maður þylur upp úr biblíunni sem hann kann utanbókar taka kannski að hámarki 50 manns á íslandi mark á honum. Öðrum finnst hann vera óþolandi leiðinlegur og vilja ekkert með hann hafa eins og hvern annan trúarnöttara. Annað sem ég tek eftir að predikarinn og JVJ eru sláandi líkir - Skrifar JVJ undir dulnefni þegar enginn nennir þrasinu og hann fer út í að þrasa við sjálfan sig? Sama hvað þið þyljið fræðin og sýnið gríðarlegan utanbókarlærdóm ykkar úr biblíunni er ekkert mark tekið á ykkur. Reyndar minnir JVJ mig á harðlínu íslamskan klerk og gæti án efa skartað vefjarhetti og ræktarlegu skeggi sem litað væri með rauðum henna lit til að skarta skeggi spámannsins. Sem betur fer fyrir okkur hér á skerinu er ekkert mark tekið á honum öfugt sem veslings fólkið sem þarf að una ofríki íslamska klerksins.. kannski það sé draumastaða JVJ

HK (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 08:47

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesöld þess manns er ekki lítil, sem finnur, að hann á ekkert í röklegan bardaga um efnisatriði máls og lætur sér nægja níðhögg og nag, álygar og uppskáldað fjas, í þeirri fánýtu von, að eitthvað kunni undan að láta. Kannski fer nafnleysið slíkum veslingi vel. Ábyrgðarmenn vefsíðna, sem birta slíkt, mega þó minnast ábyrgðar sinnar á birtingu svo ómerkilegs efnis.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 09:24

50 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur,

það er ekki mælikvarði á hvort eitthvað sé "manneskja" að til staðar sé "eigið blóðkerfi og hjarta í frummynd".

Í 1-2 vikna gömlu fóstri er sannarlega ekkert hjarta. Það er þá væntanlega ekki manneskja samkvæmt þínum fræðum?

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 09:45

51 identicon

Vesöldin er þín JVJ, fólgin í því að kunna biblíuna utanað og þylja eins og páfagaukur og boða trú á það sem ekki er til. Ósýnilegt og óáþreifanlegt. Sem betur fer hefur trúin misst gildi sitt hér sem stjórntæki þótt það sé til spari vegna stjórnarskrárbundins réttar evangelísku þjóðkirkjunnar. Kosti skattgreiðendur offjár árlega. En það er ekki kaþólksk kirkja ef ég skil dæmið rétt. Skoðanir fólks eru aldrei svo ómerkilegar að megi segja það sem satt er. Hversvegna JVJ hinn heittrúaði guggnaði á því að gerast prestur ætti að vera umhugsunarefni okkar hófsama fólksins sem aðhyllumst þjóðleg gildi og rétt einstaklingsins til frelsis og athafna.

HK (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 10:17

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, eðlið er manneskjueðlið (af tegundinni maður), og íbúandi er hin fullkomna geta til að verða 4 vikna eða 8 eða 12 eða 40 vikna fóstur og fullorðin manneskja, án þess að nokkuð utanaðkomandi komi til, sem gæði viðkomandi lífveru nýju eðli --- á engu þarf fósturvísirinn að halda til að stækka og verða sem þú sjálfur (ég vona að þú lítir ekki mikið verr út en Johannes Brahms, sá snillingur!) nema næringu einni saman (veittri í gegnum fylgjuna og samt ekki með blóði úr móðurinni inn í barnið, því að það hefur sjálft sitt eigið blóð, með sínu DNA og sínum blóðflokki).

En þar fyrir utan fara fósturvígsaðgerðir læknanna ekki fram, þegar frumfóstrið er 1 dags gamalt til fjögurra vikna, heldur flestar alllöngu seinna og sumar ótrúlega seint, eins og þú sérð af þessu: "Árin 1982&#150;1990 fóru fram 117 fóstureyðingar á 13&#150;16 vikna fóstrum á Íslandi, 73 á 17&#150;20 vikna fóstrum og 13 á ófæddum börnum eldri en 20 vikna &#150; af alls 6189 fóstureyðingum á þeim níu árum einum saman (sjá skýrslu, sem er birt hér á bls.10-11)" (Lífsvon, fréttabréf Lífsvonar, samtaka til verndar ófæddum börnum, IX/i (marz 1993), s. 12).

Það er spurning, hvort þú sættir þig við þetta, "Skeggi", og þær fréttir, sem nú hafa heyrzt, að aukning sé nú seinni ár í fósturdeyðingum á tímabilinu 12-14 vikna. En hvað elztu fóstrin, 17 vikna og jafnvel eldri en 20 vikna (nær og yfir 5 mánaða), varðar, þá ertu vís með að svara, að þar sé aðallega um fósturgallaástæður að ræða. Má ég þá minna þig og aðra hér á þessa afstöðu Kirkjuþings árið 1987 (feitletrun mín):

"Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu. Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að."

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 10:27

53 Smámynd: Jón Valur Jensson


Fóstur &#150; Þremur og hálfum mánuði eftir getnað. Nánar hér:

http://lifsvernd.is/about/myndir/

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 10:32

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er HulduKarlinn eða HulduKerlan (HK) fulltrúi kristinnar afstöðu hér.

Og nota bene : ekki heldur fulltrúi vísindalegrar þekkingar.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 10:37

55 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er forvitnileg og mikilvæg tölfræði, þó hún sé ekki alveg ný. Hún sýnir að á árunum 1982 til 1990 voru 97% fóstureyðinga FYRR heldur en 13. viku meðgöngu. Það er jákvætt.

Svo er það auðvitað orðhengilsháttur að segja að fóstur hafi getu til að verða fullorðin manneskja án þess að nokkuð "utanaðkomandi" komi til, fóstrið á ekki nokkurn séns án þess að líkami móður verndi fóstrið og næri það. Þess vegna er það mín bjargfasta skoðun að MÓÐIRIN skuli hafa fullt ákvörðunarvald yfir meðgöngunni. Svo mátt þú hafa þína skoðun.

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 10:44

56 Smámynd: Skeggi Skaftason

Myndir Lennart Nilsson eru fallegar og upplýsandi. En þær eru reyndar alls ekki af lifandi fóstrum, eins og oft er gefið í skyn.

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 11:05

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað, Skeggi, gerist þessi vöxtur og þroski ekki án þess að líkami móður verndi fóstrið og næri það. Og þetta er það náttúrlega og það sem konan á, skv. náttúrunni (náttúrlegum skyldum sínum og náttúrurétti), að uppfylla, enda hafði hún í frelsi valið þau kynmök, sem kölluðu þetta fram og gat allt eins gert það á þeim ca. 83% mánaðarins, sem hún er alls ekki frjó, eða gripið til getnaðarvarna, ef sá var vilji hennar).

Og karlmaðurinn á líka sínar náttúrlegu skyldur þarna: að styðja móðurina sem slíka og hvetja hana aldrei til fósturdeyðingar og allra sízt að neyða hana til hennar, eins og gerzt hefur í fjölda tilvika um allan heim --- fósturdeyðingalög eru áskjósanlegt tækifæri fyrir karlrembur og þjösna til að manípúlera með konur, misvirða frelsi þeirra og þvinga þær til aðgerðar sem í mörgum tilvikum leiðir til heilsuskaða fyrir þær, sálræns og líkamlegs, og hefur gert ótrúlega margar ófrjóar. Ekki bera ÞEIR skaðann, hann lendir allur á konunni. Það er jafnvel svo, að í meirihluti hinna fórnfærðu meðal ófæddra í heiminum eru kvenkyns fóstur. Svo talið þið um kvenréttindi !!!

Það kom mér ekki á óvart, að tölur mínar um fóstur 17 vikna og eldri (á tímabili þegar jafnvel mun minna var um fósturvíg á ári hverju en nú) skyldu ekki ná að vekja meðaumkun þína. Svar þitt var einfaldlega að framreiða prósentutölu! Þú horfðir ekki á myndina af 15 vikna fóstrinu hér fyrir ofan (3½ mán.) til að láta það hræra við hjarta þínu. Ennþá fullkomnara manneskjulíf geturðu svo séð á myndum af 17-24 vikna fóstrum, en að deyða þau með þjáningu virðist þér ekki á móti skapi. Á svo endalaust að álasa okkur kristnum mönnum og öðrum fósturverndarsinnum fyrir að stíga fram til varnar þessum minnstu okkar bræðra og systra -- og jafnvel fyrir það eitt að biðja fyrir þeim?!!!!!!!

Farið nú að hugsa ráð ykkar og horfa í spegil, fósturvígsverjendur!

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 11:12

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er líka rangt hjá þér, gerviskeggur, að myndir Lennarts Nilsson séu "alls ekki af lifandi fóstrum". Hann er með tækjabúnað til að taka myndir af lifandi fóstrum í móðurlífi (foetoscope o.fl.). Farðu nú að nota daginn í eitthvað annað en vanþekkingarhjal hér á síðunni. Þú gætir líka byrjað á því að fara að kynna þér fósturfræðina. Ég mæli t.d. með bók háskólakennarans Marjorie A. England, A Colour Atlas of Life Before Birth, Wolfe Medical Publications, með fjölda mynda af líffærum og líkamshlutum og öllum líkama fóstursins frá upphafi til fæðingar, en þar er um hágæða-vísindarit að ræða.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 11:26

59 identicon

Valdabarátta JVJ nær alltaf nýjum hæðum. JVJ telur sig vera almáttugan talsmann helgrar ritningar. JVJ telur sig vera talsmann vísinda þegar hann trúir á og boðar trú á guð almáttugan sem er ósnýnlegur óáþreifanlegur og byggist á engu haldbæru. Við skulum athuga annað, [Siðblindu],sem fólk áttar sig oftast ekki á en ætti að kynna sér vandlega þegar kemur að varasömum trúarnötturum og skaðsemi þeirra innan kirkjunnar og trúarhreifinga sem telja sig vera kristnar. Lesið ykkur til um siðblindu innan kirkjunnar

"Að hafa siðblindan prest eða leiðtoga í kirkjunni er eins og að afhenda siðblindum óútfyllta ávísun"

http://sidblinda.com/sidblindir_kirkjan.html

HK (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 11:46

60 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eins og ég segi, þú mátt hafa þína skoðun á því hvað móðirin "á að gera samkvæmt náttúrunni". Ég tel að við séum komin lengra á þróunarbrautinni en svo, að miðaldra karlar geti sagt hvað konur skuli gera "samkvæmt náttúrunni".

Ég þekki vel myndir Lennart Nilsson, og vissulega var hann með búnað til ða mynda inni í líkama, en frægustu og skýrustu fósturmyndir hans, eru af dánum fóstrum. Færga forsíðumyndin á Life þar se fóstur sýgur þumalputta er uppstillt. Þetta geturðu lesið um víða. Ekki að það breyti í sjálfu okkar ágreiningi, en alla vega voru fóstrin ekki helagri í augum ljósmyndarans en svo, að honum fannst sjálfsagt að stilla þeim þannig upp og gera tilraunir til ða ná sem bestum myndum.

Svo bið ég þig að vera ekkert að þykjast vita hvað mér finnst umfram það sem ég hef hér sagt. Ég hef aldrei sagt að mér finnst allar fóstureyðingar léttvægar og sjálfsagðar. Ég er fyrst of fremst á móti þessu dogmatíska tali þínu og fleiri að fóstur sé "manneskja" strax eftir getnað. Í mínum huga er eitt gott og einfalt viðmið - fóstur getur fyrst talist manneskja þegar það getur lifað utan móðurkviðar.

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 13:03

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki rétt hjá þér, gerviskeggur, um Lennart Nilsson, enda geturðu engra heimilda fyrir þessu, og varla ætlastu til þess að menn taki mark á þér hér, nafnleysingja* sem skreytir sig með mynd af Johannes Brahms!

Lennart Nilsson er hlutlægur vísindamaður og hefur ekki verið neinn baráttumaður í neinum lífsverndarsamtökum, en eflaust er ýmsum fósturvígssinnum sárt um afhjúpanir hans á lífi og útliti hinna ófæddu, sem svo mikill atvinnuvegur margra snýst um að koma fyrir kattarnef.

* Enginn "Skeggi Skaftason" er í þjóðskrá Hagstofunnar.

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 15:27

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... fóstur getur fyrst talist manneskja þegar það getur lifað utan móðurkviðar," sagði gerviskeggurinn í einsýni sínu, og þetta er víst það, sem á að vera merki um að vera EKKI "dogmatískur"!

En fjölmörg dæmi eru um, að fyrirburar hafi fæðzt mánuðum fyrir eðlilegan fæðingartíma, jafnvel 24 vikna og yngri, og jafnvel hafa verið gerðar lækningar á fóstrum í móðurkviði, og halda einhverjir, að þar sé verið að lækna plöntulíf eða einhverja aðra dýrategund en manneskju?!

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 15:32

63 Smámynd: Skeggi Skaftason

Fyrirburi sem lifir af fæðingu, honum hefur augljóslega tekist að lifa utan móðurkviðar. Um það erum við sammála.

Heimildir um Lennart Nilsson, þar sem þessa er getið:

http://en.wikipedia.org/wiki/Lennart_Nilsson

Hér er blogg með fleiri linkum: http://silk-noir.livejournal.com/560218.html

Viðtal við Nilsson sjálfan:

NOVA: Of course, many of your photographs are taken outside the body. Where do you get these fetuses?

LN: For the animals, they came from the University in Uppsala and all different kinds of clinics here. The chickens came from the University of Uppsala and the human embryos came from women&#39;s clinics in Stockholm and in Göteborg and so on.

http://www.pbs.org/wgbh/nova/odyssey/nilsson.html

Skeggi Skaftason, 3.10.2014 kl. 15:52

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Human embryos" vísar til 0-8 vikna frumfóstra og einkum þó til fósturvísa.

Það er eðlilegt, að af fósturvísum séu myndirnar ekki endilega teknar í móðurkviði. En "women&#39;s clinics" er líka ósköp eðlilegur staður til myndatöku af fóstrum í móðurkviði, eða hélztu að hann gerði þetta heima hjá sér?!

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 16:33

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að "Skeggi" var að skrifa um 10 vikna fóstur, hefur hann gott af þessu:

"No obstetrician [fæðingalæknir] could now maintain that the individual is not a child before the first kick was felt and was a child when the mother felt it.

Indeed, Professor Ian Donald of Glasgow, who introduced the technique of sonar scanning into obstetrics years ago, has produced a film in which the baby is clearly seen within the uterus [í leginu] to be jumping around in the amniotic fluid [líknarbelgsvökvanum, &#39;legvatninu&#39;], sucking its thumb, and waving its arms around and turning its head. This particular baby was 5½ cms. long and ten weeks of gestation [10 vikna þungun] ..."

R.B. Zachary, prófessor í barnalækningum: The Humanity of the Fetus, bls. 4 (5), sbr. HÉR!

Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband