Barn er blessun ..

Ég ár þrjú ömmubörn, tvö búa í Danmörku sem eru fimm á tíu ára,  en eitt á Íslandi og er hún yngst, aðeins fjögurra ára. 

Sú fjögurra ára ber nafnið Eva Rós, en nafnið Eva fær hún frá dóttur minni, föðursystur sinni, sem lést í janúar í fyrra. -  Mér þykir vænt um að hún beri þetta nafn, auk þess að nafnið þýðir "líf." -

Eva Rós er mikið ljós í mínu lífi, eins og hin barnabörnin Elisabeth Mai og Ísak Máni, dótturbörnin sem búa í fjarlægu landi með dönskum föður, en þau heimsæki ég eins oft og mér er kostur.

Eva Rós var í pössun i gærkvöldi, - og hún er einstaklega glaðlynt barn og elskuleg.  

Við brugðum okkur eftir kvöldmat í gær, í göngutúr til systur minnar - hér á næsta "bæ." -  Þar heillar hún frænku sína yfirleitt upp úr skónum, - og athyglin beinist að henni meðan við erum í heimsókn, enda Hulda systir  í miklu uppáhaldi og alltaf spennandi að koma í heimsókn. 

Á heimleiðinni skoðuðum við pollana og tókum nokkrar myndir, en svo spurði Eva: "Amma af hverju er himininn svona fallegur?"  -  Það tók mig smá stund að hugsa, en svaraði síðan: "Af því að himininn er spegill og þú ert að horfa í hann"..   Henni þótti þetta augljóslega gott svar, - því hún endurtók það sem ég hafði sagt:  "Himininn er fallegur af því ég er falleg" ..  :-)

Þegar við komum heim, var henni eitthvað illt í tánni og tilkynnti mér að henni væri illt í "þumaltánni" - já - elsku börnin leggja saman tvo og tvo og fá út "þumal-tá!"

Eva Rós fær að sofa í ömmu bóli þegar hún er að gista, - og þegar við vorum að fara að sofa sagði ég við hana: "Mikið er eg heppin að eiga þig" -  og þá leið ekki á löngu að hún sagði á móti "Og ég er heppin að eiga þig".. og síðan bætti hún um betur og lagðist stundarkorn á bringuna á ömmu, til að undirstrika það sem hún sagði, þarna lá hún í nokkrar sekúndur, en nógu lengi til að tárin komu fram hjá ömmunni,  - gleði - og þakkartár fyrir litlu Evuna.

Og þá hugsaði ég: "Barn er blessun."   

<3 

247719_10204054765703200_2040009976862878894_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Amma, af hverju er himininn svona fallegur? "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband