Eitt kerti - pælið í því! ...

Er enn að sjokkerast eftir að heyra smá saman meira af brunanum í Hraunbænum í gær.  Þar á Andri vinur sonar míns íbúð og býr sjálfur, en sonur minn leigir hjá honum tvö herbergi, fyrir sig og dóttur sína og er önnur aðstaða, stofa, bað og eldhús samnýtt.

 - Tobbi var vakandi vegna þess að Eva Rós, þriggja ára dóttir hans,  hafði þurft að pissa um nóttina, - hann heyrði svo stuttu seinna hávaða frammi á gangi, en ekki nein orðaskil, opnaði dyrnar fram á gang og þá blasti við honum sótsvartur reykur og hann sá eldinn á hæðinni fyrir neðan. -

Kallaði hátt "eldur" og Andri vinur hans sem svaf  vaknaði, Tobbi gekk beint inn í Evu Rósar herbergi og tók hana upp, greip jakkann sinn og vafði utan um hana. Hann var sjálfur á nærbuxunum einum fata. - Þeir héldu síðan niður ganginn til að komast út, í gegnum reyk og eldtungur. - Andri á stóra og yndislega Rottweilertík sem heitir Elding, hún er stór en með lítið hjarta og þegar hún kom í reykinn snéri hún við upp í íbúð og Andri á eftir henni. Hann sá ekki handa sinna skil fyrir reyk - stofan full - en komst með hundinn inn í herbergið sitt, þétti dyrnar með handklæði og opnaði svo glugga til að anda út um. - 


Hann skrifaði á sína síðu: " Kveiknadi i ibud fyrir nedan mig, eldtungur, hiti og reykur um allt.. Eg attadi mig a thvi I nott ad madur fær bara einn andadratt, sér ekki utur augunum og bakast eins og vid 200 gradur I ofni.. Allir heilir a hufi.." 
Tobbi komst með naumindum fram hjá eldinum og út þar sem tekið var á móti þeim feðginum og fóru inn í sjúkrabíl þar sem þau voru vafin í teppi Tobbi hringdi í Ástu mömmu Evu Rósar, sem kom að sækja hana - en það var þegar þau voru komin inn í strætó sem var kominn á staðinn til að fólk gæti fengið skjol. Ásta skrifaði um nóttina: "Hef sjaldan verið eins hrædd á ævinni! Eva Rós var hjá pabba sínum í nótt þegar það kviknaði í blokkinni hjá honum. Sem betur fer var allt í lagi með þau, en þrátt fyrir langa góða sturtu angar hún enn eins og kolamoli og er of spennt að tala um eldinn í pabbahúsi til að vilja fara að sofa aftur! úff.." .. Eva Rós tilkynnti síðan að þetta hefði verið í lagi "vegna þess að pabbi hafi verið svo sterkur."

Á leiðinni niður stigaganginn hafði hann jafnframt kallað fullum hálsi "eldur, eldur" - ef svo kynni að vera að einhver hefði ekki vaknað og svo reyndist vera og haf einhverjir íbúanna látið hann vita að þeir hafi vaknað við það. - 


Tobbi hafði að sjálfsögðu gríðarlegar áhyggjur af Andra félaga sínum að sjá á eftir honum aftur inn í reykjarkófið og reyndi að kalla upp til hans - þegar hann var kominn út, og lét jafnframt slökkvilið vita af honum uppí íbúðinni. - 
Andri hefur líklega bjargað hundinum sínum frá köfnun með því að fara á eftir henni, því hún hefði varla kunnað að bjarga sér ein. 
Það verða margar frásagnir til í einum eldsvoða, - sem betur fer endaði þessi á góðan hátt. Sjokkið er enn til staðar, það þarf að hreinsa sót og íbúðina hjá fólkinu sem kviknaði í þarf eflaust að endurbyggja. 


Eitt kerti - pælið í því. 

 

Förum varlega með eldinn elsku fólk. -

<3 

 



Förum varlega elsku fólk.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband