"Ég var smá hrædd en pabbi er svo sterkur" ...

Þetta voru orð Evu Rósar, þriggja ára sonardóttur minnar - þegar hún var spurð hvort hún hefði verið hrædd. Hann býr á 3. hæð í Hraunbæ 30 og hljóp út með hana, fram hjá logandi íbúð á neðri hæð - en hafði vafið hana inn í jakkann sinn. - 

Mamma hennar kom svo til að sækja Evu Rós um nóttina, þar sem búið var að safna fólkinu saman í strætó fyrir utan blokkina og sofnaði litla ljósið ekki fyrr en undir morgun. Pabbinn kom til mín í vesturbæinn - ég þvoði reykjalyktina úr fötunum og hann lagði sig og var svo mættur í vinnuna um hádegið. -   Nokkuð týpískt fyrir hann segja þau sem til þekkja!  

Auðvitað er mamma/amma þakklát fyrir að þau sluppu svona vel feðginin, og allir viðkomandi, þó leiðinlegt að heyra þetta með aumingjans kisu sem dó, og  sem mér skilst að hafi verið í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í. - 

Mynd tekin af feðginunum: Hér eru þau Þórarinn Ágúst og Eva Rós á gamlárskvöld hjá ömmu Jógu! 

Tobbi og Eva Rós

 


mbl.is „Vöknuðum við hróp á neðri hæð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vá ! heppilegt að ekki fór ver. Auðvitað er pabbi manns sterkastur í heiminum :)

Ragnheiður , 10.1.2014 kl. 18:59

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

:-) Akkúrat!

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.1.2014 kl. 19:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta fór betur en maður getur ýmyndað sér við þetta líka eldhaf,man ekki hvort ég var búin að segja Gleðilegt nýtt ár,en set það til öryggis Jóhanna mín.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2014 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband