Er einhver að sjúga úr þér lífsorkuna?

Býrð þú við aðstæður eins og er lýst í "Little Shop of Horrors" - eða Litlu hryllingsbúðinni? 

Stundum eru aðstæður þannig í samböndum - að annar aðilinn er aldrei ánægður,  það gerist t.d. í meðvirkum samböndum þar sem verið er að "nærast" á því sem hinn hefur,  en það eru takmörk fyrir því hvað ein manneskja hefur af blóði.  

Það má skoða alls konar sambönd og samskipti,  þar sem þú upplifir að það sé verið að taka frá þér orku og þú sért alltaf að gefa og gefa.  Við getum verið að tala um erfiða móður sem er háð þér,  fyrrverandi maka,  núverandi maka,  unglinginn o.s.frv.  Það þarf að læra að setja mörk, svo við endum ekki upp orkulaus.  

Það er hægt að gefa - en ekki allt sitt blóð,  við vitum hvernig það fer.  

Hvað getur þú gert? -   Hættu að gefa blóð til að halda lífi í plöntunni (en plantan hér er ekki tákn fyrir einstaklinginn heldur fyrir þessi vondu samskipti og fyrir vonda siði).  þannig að þú fórnir eigin lífi til að halda henni gangandi,  nema að þú sért haldin/n sjálfspíslarhvöt.  

Um slíkt má lesa 

 http://johannamagnusdottir.com/2012/05/04/medvirkni-eda-masokismi/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband