Samviskufrelsi presta í íslensku Þjóðkirkjunni og Kung Fu

Ég trúi því að samhugur, eða samhygð sé ákveðinn staðall fyrir þroska.  Það sama gildir að geta sett sig í spor náungans en það þýðir auðvitað að sjá málin frá hans sjónarhóli og leitast við að skilja á annan hátt en sinn eigin. -

Mikið hefur verið fjallað um það á síðum presta, guðfræðinga og djákna og víðar reyndar,  hvort að þjóðkirkjuprestar eigi að komast upp með það að vígja ekki samkynhneigð pör,  karl og karl, eða konu og konu í hjónaband þegar að þjóðkirkjan hefur samþykkt það. -

Frá minum sjónarhóli séð,  finnst mér afdráttarlaust að líta eigi eins og á vígsluna, það séu ekki forsendur til að neita henni,  það sé bara lóð á vogarskálar kærleikans í heiminum að vígja þær eða þá saman í hjónaband sem vilja heita hvort öðru ást, virðingu og trausti fyrir augliti Guðs. - 

En af hverju hugsa ekki allir eins og ég? -   Kannski sjá þeir annað og hafa fengið aðra "forritun" -  Þeir standa á öðrum sjónarhóli og í öðrum sporum. -

Þau fluttu e.t.v. í fjölbýlishúsið þegar að reglurnar voru aðrar og nú er búið að breyta reglunum og þau þrjóskast við að fara eftir þeim "Þetta er ekki það sem ég skrifaði undir upphaflega" .. gæti einhver sagt.

Þau finna ýmislegt í reglugerðum sem passar ekki, og það er einhver skekkja í hausnum á þeim - því að forritið segir það. - 

Getum við haft samhygð með þessu fólki? -  Eða er þetta bara þrjóska? -  Getum við haft samhygð með fólki sem hefur ekki samhygð með samkynhneigðum pörum? - 

Eða er trúin á lögmálið það sem  fólk rígheldur sér í,  sem veldur það að það getur ekki samvisku sinnar vegna vígt karl og karl í hjónaband eða konu eða konu? -

Hvað með nýju reglurnar í húsfélaginu? -   Verður fólkið að virða þær eða á það ekki heima lengur í blokkinni? - 

"Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn't it is of no use."  

Carlos Castenada

Hvað með nýju reglurnar í kirkjunni, - hvernig væri að skoða þær með gleraugum kærleikans. -  Eða af sjónarhóli kærleikans. -   

Er þetta vegurinn eða ekki? -

Jesús sagði ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið - enginn kemur til föðurins nema í gegnum mig. -

Ég vel að túlka það að Jesús (Guð sem maður)  sé að segja þetta fyrir allar manneskjur,  ÞÚ ert vegurinn, sannleikurinn og lífið. -   Ef við höldum okkur á veginum,  erum sönn, heil, hugrökk og komum fram af heilu hjarta - erum við ekki aðeins á veginum,  þá erum við vegurinn. -   Jesús sagði: "Ég er dyrnar" -  "Þú ert dyrnar" -  að Guði. -

"Sá sem þekkir sjálfan sig þekkir Guð" -   sagði Pýþagóras. - 

"Guðs ríki er innra með yður." - Hvað er það annað en að guðsríki er í okkur og að við erum vegurinn.

Það væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem fæddist á þeim stað í heiminum sem engin Biblia væri til, og enginn Jesús kenndur að sá aðili sem þar fæddist kæmist ekki til föðurins,  vegna þess að hann þekkti ekki Jesú.  -

Faðirinn sem er Guð,  móðirin sem er Guð,  heimurinn sem er Guð og lífið er Guð.  -

Eckhart Tolle talaði um að Guð væri misnotað og ónýtt hugtak og því notaði hann það helst ekki, þó hann "slysist" stundum til þess. -  Hann talar m.a. um Being í staðinn,  verund eða veröld? - Er það ekki bara tilveran sem er Guð, eða heimurinn? - 

Hver manneskja er vegurinn,  tvær fullveðja manneskjur sem óska þess að heitbindast og verða hjón með kirkjulegri athöfn fyrir augliti Guðs með milligöngu kirkjunnar þjóns,  eru að ganga veg kærleikans.  Hvers vegna að stöðva það? -  Álíta einhverjir að það sé vegur glötunar? -

Þessi hjón geta ekki átt börn með hefðbundum getnaði,  en það gildir líka um mörg gagnkynhneigð pör og þau eru ekki spurð hvort þau,  konan eða karlinn sé örugglega frjó,  hvað þá hvort þau ætli sér að eiga börn.  Þannig að þau rök duga skammt.  Ekki myndi neinn stöðva mig í að giftast í annað skipti,  þó það sé útséð að ég beri fleiri börn vegna aldurs. -

Þessi pistill, eins og svo margir aðrir, varð lengri en upphaflega var farið af stað með.  -  Ég játa að ég á erfitt með að setja mig í spor þeirra sem samvisku sinnar vegna geta ekki treyst sér til að vígja eftir nýjum reglum.   Ég get sett mig í spor allra sem vilja gifta sig, kvenna og karla. - ;-) .. 

Ég skil að hjónabandið er mörgum heilagt,  eða ætti að vera það. -

Spurningar sem eftir standa:

1)  Á að þvinga þessi fáu sem ekki vilja lúta reglum, samvisku sinnar vegna,  til að fara eftir reglum eða leyfa þeim að vera áfram á undanþágu?

2)  Á að loka á undanþágur og reka þau úr þjónustu kirkjunnar?

3)  Getur Þjóðkirkja staðið undir nafni sem ekki er tilbúin að þjóna öllum jafnt? -  Hvað ef hún væri veitingahús og  það væri veitt samviskufrelsi til að þjóna ekki samkynhneigðum?-

Við í rannsóknarhópnum Deus Ex Cinema horfðum á áhugaverða danska mynd í gær, þar sem forn feðraveldismenningarheimur múslima mætti hinum frjálsa menningarheimi. -

Ung múslimastelpa, Aicha,  fór að læra Kung Fu í óþökk foreldra sinna, og í þokkabót í blönduðum hópi drengja og stúlkna.  Lærimeistarinn var af austrænu bergi brotinn. -

Í hópnum voru flestir danskir að uppruna og eflaust kristnir,  en einn strákur, Omar,  var múslimi.  Hann neitaði að slást við stelpuna.  -  Lærimeistarinn rak hann þá út,  en ekki Aichu. -

Staðfesta Omars við lögmálið var slík að hann gat ekki samvisku sinnar vegna tekið Kung Fu slag við stelpu. -  Heilindi lærimeistarans voru þau að allir voru jafnir,  konur og karlar. -

Það skal þó tekið fram að Omar sá að sér síðar og tók slaginn. -

Hann þurfti bara að sjá og skilja. 

Það er ákveðinn hroki í því að spyrja eins og ég spurði hér áðan

"Af hverju hugsa ekki allir eins og ég?"-

Kannski þurfum við að gefa fólki tækifæri á að sjá og skilja,  menningin breytist hraðar en fólk ræður við eða uppeldi þeirra eða trúarsannfæring segir til um. -  Það eru átök að sleppa því sem búið er að læra,  eða að aflæra það. -  

(Atriðið milli Aichu og Omars er í seinni hlutanum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hve ég er oft sammála þér Jóhanna mín.  Og hve ljúft er alltaf að lesa orðin þín.  Þú yrðir prestur sem sannarlega stæði undir þeim væntingum.

Varðandi spurningarnar þá tel ég að aðferð ku fungkennarans séu réttar.  Ef prestur neitar að gefa saman einstaklinga af sama kyni er hann að neita kærleikanum um pláss.  Þess vegna þarf hann að víkja. spurning númer tvö sem sagt.   Og við spurningu númer þrjú er það svar að mínu mati að Nei kærleikurinn hlýtur alltaf að vera landamæralaus, annars er hann ekki sá hinn eini sanni kærleikur.  Því þá setur sá sem það gerir sjálfan sig í dómarasæti og tekur afstöðu gegn kærleikanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur mín, - ég er örugglega allt of frjálslynd og fer of frjálslega með textana, - en það er frelsi í því ;-) -

Mér fannst þessi mynd vera svo gott innlegg inn í umræðuna um hvað er rétt og hvað er rangt og í henni komu fram ákveðnar hefðir sem ég sem er ekki alin upp í þeim á erfitt með að skilja. -  Allt fór þó vel að lokum.

Já, nú sit ég bara á kantinum og bíð eftir því hvort ég kemst að á Ólafsvík eða Þingeyri,  en mér skilst að hluta til sé það starf að þjóna Ísafirði,  þannig að það væri ekki amalegt að fá að þjónusta þig!

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2012 kl. 10:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þú komist að á Þingeyri, við gætum þá spjallað meira saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 12:43

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Hvað er samviskufrelsi  ? Og af hverju á að taka það af prestum ? Er ekki boðskapur ykkar konur góðar farin að snúast upp í andhverfu sína. Þegar ég les þetta blogg, þá sé ég tvær konur einmitt tvær konur í dómarasæti.

Burt með þá presta sem ennþá hafa einhvern snefil af Guðs ótta, segið þið. Hvar eru nú mannréttindin ? Afstaða ykkar minnir óþægilega á anda kaþólsku kirkjunnar, á dögum Marteins Lúters.  Er þá kærleikurinn sem þið talið um fólgin í andlegri kúgun ? 

Kristinn Ásgrímsson, 12.4.2012 kl. 00:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þú sért að snúa hlutunum á hvolf Kristinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband