Völvuspá, vinátta og viðhorf - að morgni jóladags 2011

Ekki það að ég sé búin að lesa völvuspána, en las það sem stóð í Pressunni "2012 verður ömurlegt ár"...  mikið þykir mér sorglegt að setja svona fyrirsögn, því það er sumt fólk sem lætur svona hafa áhrif á sig - en auðvitað ekki þú ;-) -

Við vitum vel að margir góðir hlutir eiga eftir að gerast, en í fréttinni segir að Völvan geti ekki séð neitt gott í spilunum. - Jahérnahér! .. 

Ég gerði spá í fyrra, sem var reyndar bara staðreyndaspá;  eins og að mörg dásamleg börn myndu fæðast á árinu, margir myndu njóta góðrar vináttu, finna ástina, njóta lífsins, komast nær kjarna sínum, spila skemmtileg spil, dansa, leika, syngja,  hlusta á góða tónlist, ganga á marga tinda ...  

Flestir Íslendingar eiga þak yfir höfuðið, eða njóta þess að vera inni, er hlýtt, fá nóg að borða, ferskt vatn, frískt loft .... 

Ef við veitum þessu athygli og þökkum fyrir það, verða "hræðilegu" hlutirnir ekki eins hræðilegir.  Þá erum við að tala um hluti eins og efnahag þjóðarinnar, pólitíkina, náttúruöflin o.s.frv. eitthvað sem við í sumum tilfellum getum ekki stjórnað. 

Stundum þjappa erfiðleikar fólki saman, - það eru margir sem eru einmana og einangraðir og langar í meiri nánd, vináttu - kærleika o.s.frv.  Hafa engan eða fáa að tala við, eða eru smeykir við að biðja um hlustun. 

Við þurfum að efla tengslin, vináttuna og kærleikann,  láta okkur náungann varða.  Það getur hver og ein/n litið í eigin barm og spurt "Hvað get ég gert?"

Það sem hver og ein/n getur gert er að skapa sína eigin framtíð, ekki láta utanaðkomandi - hvort sem það er Völva eða annar,  segja sér hvernig framtíðin verður. 

Þetta er spurning um þína ákvörðun ekki annarra. 

Það getur hver og ein/n tekið ákvörðun um sitt viðhorf. 


  • Attitude is a little thing that makes a big difference.  Winston Churchill 
  • If you don't like something, change it. If you can't change it, change your attitude. Maya Angelou
  • It is very important to generate a good attitude, a good heart, as much as possible. From this, happiness in both the short term and the long term for both yourself and others will come.   Dalai Lama
  • Nothing can stop the man with the right mental attitude from achieving his goal; nothing on earth can help the man with the wrong mental attitude.   Thomas Jefferson
  • Your living is determined not so much by what life brings to you as by the attitude you bring to life; not so much by what happens to you as by the way your mind looks at what happens.  Kahlil Gibran
  • Choosing to be positive and having a grateful attitude is going to determine how you're going to live your life.  Joel Osteen 

 

Hér að ofan eru bara nokkur dæmi sem ég fann á internetinu, en þau eru morandi.  Þau segja það að viðhorf okkar til lífsins, til okkar og til náungans skipti öllu. 

Það sem kemur að innan, hvernig þú ert og hugsar  skiptir meira en það sem kemur að utan, hvað heimurinn færir þér.  

Í þessu tilfelli er gott að hafa þrennt í huga:  Að bera virðingu fyrir sjálfum/sjálfri sér, virðingu fyrir náunganum og að taka ábyrgð á sjálfum sér á viðhorfi og viðbrögðum sínum. 

 

glasssmall.jpg

Hvort sérð þú glasið hálftómt eða hálffullt. 

 

 

 

 

 

 

Fékk þetta lag í kollinn á meðan ég var að skrifa þetta og sendi það hér með kærleika til þín sem ert að lesa,  með innilegri ósk um gott og farsælt ár og líf framundan.  Gerum það gott InLove ... saman

 

 "Guð - gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli." 
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Rétt í þessu fóru kirkjuklukkurnar að hringja í kaþólsku kirkjunni, - mér finnst það notalegur hljómur

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: www.zordis.com

Dásamleg lesning

Ég hef þá góðu trú að árið verði jafn gott og við leggum í það.  Ég hlakka til að takast á við ný verkefni og ekki síst að þakka fyrir líðandi stund og það eitt að vera. 

Gleðilega hátíð mín kæra.

www.zordis.com, 25.12.2011 kl. 10:25

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir zordis - og þakka þín góðu innlegg í jákvæðnina í gegnum tíðina. 

Gleðilega hátíð sömuleiðis.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 10:31

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mikið er þetta fallegt og mikill sannleikur. Á þessum velli eigum við völ til að gera hið besta út úr hverju máli. Með afstöðu. Með jákvæðni. Með hið góða skap í forustu.

Takk, takk takk!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 25.12.2011 kl. 10:32

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Sigurður, og takk fyrir mikla og góða hvatningu á árinu sem er að líða.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 10:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Diana Warwick var ein af mínum uppáhalds, ásamt Cleo Lain, yndislegar söngkonur.

Takk fyrir enn einn hugvekjupistil kæra Jóhanna.   Gott að þú ert ekki alveg búin að yfirgefa okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2011 kl. 16:45

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur, - æ ég kem alltaf aftur hér á moggabloggið, það er einhvern veginn lang þægilegast að blogga hér! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 20:06

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Glasið er augljóslega hálf tómt.  Það kemst meira fyrir í tóma hlutanum.

En, svona grínlaust, gleðileg jól!

Theódór Gunnarsson, 25.12.2011 kl. 20:32

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðileg jól, Theódór! .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 22:04

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðileg jol! Vinan, tölvan vill ekki að eg geri mig breiða,tekur ekki i mal að skrifa fyrir mig breiðan serhljoða,þessvegna skrifa eg ekki nafnið þitt (-:

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2011 kl. 22:43

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðileg jól Helga, - mér líkar ágætlega að vera kölluð vinan af þér! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 23:12

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2011 kl. 00:21

13 identicon

Flott grein hjá þér Jóhanna, takk fyrir að deila með okkur og gleðilega hátið, alltaf gaman að lesa hugrenningar þínar:)

Sigga (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 10:19

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir Sigga ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.12.2011 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband