"All children are born artists" Picasso ... samt eru listir afgangsstærð í skólakerfinu

Mjög  mikilvæg skilaboð í þessum fyrirlestri - við verðum að hlusta, þetta gæti verið hin raunverulega forvörn gegn brottfalli úr skóla. Að skilja að við verðum að hætta að troða öllum í sömu kassana. 

Robinson talar um skólakerfið sem drepur niður sköpunargáfu,  skólakerfið miði að því að gera alla að háskólaprófessorum.  Það þarf ekki að ræða það - að samfélagið þarf ekki einungis háskólaprófessora. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Hvers vegna ekki að kenna dans? (sem er jafn mikilvægur stærðfræði) - við erum öll með líkama. Hið hefðbundna er að kenna frá mitti og upp, síðan er fókusinn á höfuðið, og sérstaklega annan helminginn" ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.5.2011 kl. 09:19

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæl Jóhanna - þakka þér fyrir að koma þessu á framfæri, þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur og það besta var að ég þurfti ekki að "nota fæturna sem farartæki fyrir höfuðið til að komast á þennan fyrirlestur".........

Að sjálfsögðu vekur þetta upp spurningar og setur af stað það sem hefur verið nefnt á ensku "brainstorm" mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta hugtak...........

Þú segir "hversvegna ekki að kenna dans" sem forvörn við brotthvarfi úr skóla - góð hugmynd - ég held að allt sem hægt er að gera til að gera nám og líka störf á vinnumarkaði lifandi og skemmtileg sé af hinu góða..........

Gamall kennari minn í skóla sagði við okkur krakkana "ef þið hafið ekki gaman af vinnunni sem þið eruð í - fáið ykkur aðra vinnu"..........

Ég gerði þetta að minni lífsstefnu og ef á einhverjum tímapunkti þetta virtist ekki geta gengið, gerði ég í því að hafa gaman af því sem ég var að gera - 

Að gera hlutina, ekki af því að maður þarf eða verður - heldur af því að mann langar til að gera þá.............

Eyþór Örn Óskarsson, 28.5.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband