BORG Ó BORG "I´ve got to tell you how I feel about you"

Ég var ánægð með úrslit borgarstjórnarkosninganna og reyndar með Eurovision líka. Lagið hennar Lenu þar sem hún söng " LOVE OH LOVE,  I´ve got to tell you how I feel about you" 

Ég kaus Besta flokkinn enda kominn tími til að segja STOP við fjórflokkana, en kaus þó alls ekki á málefnalausum grunni,  því ég las aðgarðaráætlun og um það fólk sem þar var innanbúðar og hef áður lesið skrif Jóns Gnarrs sem eru bara ekkert grín. Grín + skynsemi er annars góð blanda og lífið á að vera skemmtilegt.  Þegar lífið er skemmtilegt líður okkur vel. 

Ég vil síðan fá Samfylkinguna með í borgarstjórn en hugnast ekki Sjálfstæðisflokksfólkið.  Hefði að vísu viljað fá mann nr. 4 og 5 inn í Samfylkingu en ekkert voðalega spennt fyrir 1. og 2. manni en Samfylkingin er mun skárri kostur en Sjálfstæðisflokkur þar sem, eins og kom í ljós í viðtölum við bæði Bjarna og Hönnu Birnu í gær, eru þau frekjudósir í forsvari.  Samstarfskona mín sem býr í Garðabæ sagði einu sinni að þó það væri ljósastaur í fyrsta sæti myndi Sjálfstæðisfólk kjósa sinn flokk.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það. LoL

Ég þykist ekki sérfróð um borgarmál, en veit að það er ágætis aðferð við stjórnun að taka púlsinn á t.d. starfsfólki borgarinnar og vita hvort það er eins glatt með störf fráfarandi borgarstjórnarfulltrúa eins og virðist koma fram í máli fráfarandi borgarstjóra. 

Þó að það komi fram í könnunum að borgarbúar séu ánægðir með þjónustu leikskólanna, þá skal það tekið fram að það er eflaust vegna þess að Íslendingar eru svo ótrúlega duglegt fólk upp til hópa.  Þeir leggja sig vel fram í vinnu og "redda" hlutunum.  Reddingar t.d. á leikskólum eru á þann hátt að ef að um forföll er að ræða hlaupa aðrir starfsmenn í skarðið og setja á sig meira álag. 

Ég þekki það að vera stjórnandi og sjá hvað fólk er tilbúið að leggja á sig og einmitt enn og aftur "redda" hlutunum til að þeir gangi upp. 

Svona er hægt að starfa í einhvern tíma, en ef það er ekki metið og álagið er orðið regla en ekki undantekning  gefst fólk upp og hrökklast úr starfi, missir starfgleði og/eða verður veikt.  Þess vegna er, þegar til lengri tima er litið,  hagkvæmara að hlúa vel að starfsfólki heldur en að skera við nögl eða ætla þvi um of.  Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að bjóða fólki upp á í vinnu. 

Ég fann þetta myndband á Youtube með henni óborganlegu Lucy og margir þekkja sig kannski í þessari stöðu,  þó ekki svona extreme: 

Innihaldið er að ef að gengur vel og við kvörtum ekki, eða látum líta út eins og allt sé í lagi þá endar allt með ósköpum. Þetta gildir að sjálfsögðu í lífinu almennt. 

 

 

 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn blint heldur sig vera að kjósa ákveðna hugmyndafræði. Flestir sem hins vegar eru fremst í flokknum hafa fyrir löngu yfirgefið það sem flokkurinn á að standa fyrir eða full frelsi einstaklingins til athafna án þess að skerða rétt annarra til hins sama. Það er nefnilega hið síðarnefnda (undirstrikað) sem flestir þarna hafa gleymt og flokkurinn orðin klíkuskapur og einkavinavæðing.

Halla Rut , 30.5.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband