Lærum af sögunni

Það er varla til nokkur manneskja sem ekki fyllist óhug við að lesa þessar niðurstöður sem verið er að birta.  Það sem verkur athygli er m.a. eftirlit sem bregst. 

Fólk með fötlun er oft varnarlaust gagnvart fólki sem kann ekki á fötlun þeirra. Þess vegna er BRÁÐNAUÐSYNLEGT að hafa vel menntað og vel uppfrædda einstaklinga sem sinna þjónustunni. - 

Foreldri sem elur upp barn verður ekki sjálfkrafa sérfræðingur í uppeldi.  Það sama gildir um foreldri sem elur upp t.d. barn með einhverfu.  Flestir foreldrar læra þó á barnið sitt og kynna sér, sem betur fer, kærleiksríkar uppeldisaðferðir.  En sumt fólk notar bara uppeldisaðferðir sem notaðar voru við þau sjálf og því miður eru þær ekki alltaf góðar. -

Það sama gildir um ófaglært fólk sem er að vinna með fötluðum.  Það talar um dónaskap eða frekju viðkomandi,  þó það sé algjörlega óviðeigandi! -  Þetta fólk veit ekki eða kann ekki betur, en er samt sem áður að vinna með fötluðum.   Það þarf hærra hlutfall þroskaþjálfa - iðjuþjálfa eða þeirra sem hafa lært að vinna með fötluðum.  -  Auðvitað þarf líka kærleika og góðan vilja og það þarf ekki að vera samsem merki milli þess að manneskja sé ófaglærð og að kunna illa að umgangast fatlaða.  

Við verðum öll að vera tilbúin að læra,  hvort sem við erum foreldrar, ófaglærð eða faglærð - til þess að fólk - allt fólk - geti lifað á jafnréttisgrundvelli og upplifað almenn mannréttindi, eins og er bara svo sjálfsagður hlutur! 

Nú er verið að gagnrýna og opinbera hluti sem gerðust á Kópavogshæli.  Lítum í nútímann og skoðum hvernig staðið er að þjónustu við fólk með fötlun, - hvort að pottur sé brotinn, og þá hvernig og hvar?  Lærum af sögunni svo að ekki komi önnur skýrsla fram eftir einhver x ár þar sem fólk tekur andköf!  - 



mbl.is Börn sættu ofbeldi á Kópavogshæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband