Hamingjan hangir á þvottasnúrunni ..

 

HAMINGJAN HANGIR .. 

Forsaga: Ég þvoði af rúmunum einn sumardaginn fyrsta, sem er nú ekki alveg í frásögur færandi, en þegar ég var að hengja lökin og sængurverin upp - og fylgdist með þeim blakta - um leið og fuglarnir á Sólheimum sungu morgunsönginn, leið mér svo ótrúlega vel. Ég fór að ræða þessa vellíðan við samstarfskonu mína, og þá sagði hún einfaldlega: "Já þetta er hamingjan" ..

 

Hamingjan hangir á  þvottasnúrunni. 

Hún blaktir í vindinum

og það tekur í fúnar tréklemmur

sem hafa staðið af sér veturinn.

Ég anda djúpt

og hlusta á lökin taka undir

fuglasönginn.

Mikið er gott að vera hér

við þvottasnúrurnar

þar sem hamingjan hangir.  cool

 

Jóhanna Magnúsdóttir -  vorið 2016 

 


Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband