Hvernig spörum við lyfjakostnað og ferðir í heilsugæsluna?

Stórt er spurt, en flest vitum við svörin.  

Við getum svo margt, - eins og að við getum lifað lífi þar sem við erum ekki endalaust að taka áhættu með heilsuna okkar.  Hér er ég ekki að tala um græna djúsa endilega eða hreyfingu, þó bæði sé gott og nauðsynlegt - a.m.k. hreyfingin.

Ég er að tala um þessa andlegu "hreyfingu"  .. sem skapar okkur hollan huga, og styrkir andann.

Hreyfinguna sem skapar lífsfyllinguna.  

Margir upplifa skort,- og að það sé tómarúm innra með þeim.  Þá er leitað ýmissa leiða til að fylla tómarúmið, - "glúbb, glúbb, glúbb.."  það á að fylla tómarúmið með áfengi, - eða "omn, omn, omn, það á að fylla það með mat."  .. Hvað er annars hljóðið þegar við erum að borða? :-) 

Þetta tómarúm er stundum fyllt með of mikilli vinnu, - eða einhverju ytra.  

En hvað ef við skiptum um fókus? -  Hvað ef að við uppgötvum að við erum að leita á röngum stað, - og við uppgötvum að við höfum nóg og erum nóg, og að rúmið tóma,  er ekki tómt?

Hmmm.. ?

Ég kann smá formúlu fyrir lífsfyllingu, - og hef búið til fyrirlestur um hana, sem lesa má ef smellt er á eftirfarandi tengil.   HÉR  

Þakka þér annars fyrir að lesa - mundu að þú ert PERLA .... já, já - ÞÚ ..  


Bloggfærslur 20. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband