Kálsúpan kaloríulétta

Það ganga alltaf einhverjar "dellur" á Íslandi, og fyrir einhverjum tug ára var það súpan sem átti að elda og borða alla vikuna, til að losa sig við umframvökva (og þá kg.)  

"Súpukúrinn" hét það eða eitthvað svoleiðis. -  Þessi súpa hafði þann eiginleika að vera mettandi, bragðgóð en kaloríusnauð.  Ég fann þessa uppskrift á netinu, hún á ekki að skaða nokkurn mann :-) 

 

Kálsúpan kaloríulétta  

 

  • ½ hvítkálshaus - saxaður
  • 1 bolli sellerí, sneitt
  • 1 bolli laukur,  saxaður
  • 1 bolli gulrætur, sneiddar
  • 1 bolli græn paprika söxuð
  • 2-3 hvítlauksrif,  maukuð
  • 4 bollar kjúklingaseyði 
  • 14 oz niðursöðnir tómatateningar (hvítlauks eða basil) 
  • 1 teskeið oregano
  • 1 teskeið basilikum 
  • ½ teskeið rauðar piparflögur
  • svartur piipar 
  • 1/2 teskeið salt (má sleppa)

  • Aðferð
  1. Hitið 2 matskeiðar ólífuolíu við vægan hita. 
  2. Hellið út í olíuna sellerí, lauk, papriku og gulrótum. 
  3. Hitið þar til mjúkt. 
  4. Bætið við hvítlauk. 
  5. Hellið kjúklingaseyði útí. 
  6. Hrærið tómötum og káli úti. 
  7. Náið upp suðu og lækkið síðan hita. 
  8. Sjóðið þar til kálið er mjúkt. 
  9. Bætið við oregano, basil, rauðum piparflögum, svörtum pipar og salti (ef þið notið það). 
  10. Smakkið og bætið við kryddi ef þarf. 
  11. Njótið. 

 

Ætli það blási ekki ferskir vindar með þessari súpu? - ;-)  

 

 

 


Bloggfærslur 17. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband