"Líf mitt hófst eftir að hann dó" ....

"Líf mitt hófst eftir að hann dó" .. voru orð þýskrar konu sem flutti hingað til lands sem vinnukona. -  Í raun skiptir ekki máli hver konan var eða hver maður hennar var, - en þetta var hennar veruleiki.  

Hún átti eitt barn fyrir og vænti annars, - og það vofði yfir henni að börnin yrðu tekin af henni. Kosturinn sem hún hafði var að ráða sig í vist hjá bónda í sveitinni.  Hún þurfti síðan að þjóna honum í rúminu líka. -

Allt þetta kom fram í þýskri heimildarmynd sem sýnd var núna á RIFF - eða á Reykjavíkurkvikmyndahátíðinni. -

Bóndinn var mjög virkur alkóhólisti, -  en hún lét sig hafa það að búa með honum.  Þau giftu sig seint og síðarmeir, en þá voru börnin orðin fimm talsins,  og við giftinguna var hann svo drukkinn að hann gat varla skrifað nafnið sitt. -

Ekki veit ég hvað dró bóndann til dauða, - en það kom að því að hann lést og eins og áður hefur komið fram, þá upplifði þessi kona að líf hennar hafi hafist þegar hún var laus við hann og alkóhólisma hans.

Þetta er mjög dramatísk saga, - en því miður ekki einsdæmi. -   Fólk í sambandi við alkóhólista er oft eins og í fangelsi. -  Lifandi dautt. -  

Maður gæti spurt sig af hverju þessi umrædda kona fór ekki frá manni sínum - en beið eftir að hann létist? -  Jú, þetta er fyrir mörgum árum síðan - hún ættlaus og án stuðnings.   Þetta er því miður raunveruleiki í dag, -  fólk er ekki að lifa að fullu í sínu sambandi eða hjónabandi,  vegna drykkju makans. Það þarf reyndar ekki alltaf drykkju til,  bara að sumt fólk er hreinlega vont við hvort annað í samböndum.  -  

Það er vont ef að hugsunin kemur upp hjá fólki að það sjái enga útkomuleið úr hjónabandi aðra en að makinn hreinlega deyi - eða jafnvel það fer að óska sjálfu sér dauða.  

Þetta er náttúrulega svakalega alvarlegt, - og stundum spyr ég fólk í þessari stöðu af hverju það fari ekki út úr sambandinu, en þá koma skýringar eins og ótti við afkomu - nú eða þessi setning "hvað segir fólk?" -  Jú - allt er þetta byggt á ótta. Ótta annars vegar við afkomu og hins vegar við almenningsálit.  

Það er alltaf betra að leita sér hjálpar, en að vera farinn að upplifa það að einhver þurfi að deyja til að leysa upp hjónaband. -  

Munum að við megum ekki fórna lífinu okkar fyrir það sem aðrir hugsa! .. 

 


"Hver þykist þú vera?" -

„Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það öllum í húsinu."  Mt. 5:15

Ég vitna oft í ritningargeinina hér að ofan sem er fengin að láni úr Matteusarguðspjalli. 

Ég geri það þegar ég er að hvetja fólk til að koma út úr skápnum sem það sjálft, og láta ljós sitt skína.  Það er nefnilega ekki bara fyrir það sjálft,  heldur fyrir aðra líka.  -

Það er hægt að taka þetta bókstaflega með Edison, - þann sem á spjöldum sögunnar fann upp ljósaperuna.  Gott að hann lét ljós sitt skína og sagði frá því! -

Það er mikilvægt að bæði konur og karlar,  stelpur og strákar - geti látið ljós sitt skína án þess að þau séu rekin til baka með athugasemdum eins og „Hvað þykist þú vera?" -  eða þá að þau hugsi svona um sig sjálf.   „Hvað þykist ég vera?"

Gott að Edison hugsaði ekki svoleiðis, og gott að hún Marie Curie hugsaði ekki svoleiðis og fleiri uppfinningamenn.  Nú gott líka að Jesús hugsaði ekki svoleiðis, en margir reyndu nú að segja: „Hver þykist þú vera?" 

Já, - leyfum okkur að skína, og leyfum ljósi okkar að skína. - 

Hvert og eitt okkar er perla, í perlufesti lífsins,  - þess fleiri skínandi perlur,  þess fallegra verður mannlífið.

Verum ljós og gefum ljós. 

junglewomanhologram3


Virðum tilfinningar okkar ...

Það að samþykkja sig eins og við erum, er að samþykkja ALLT.  Líka tilfinningarnar.  Ef við afneitum tilfinningum okkar eða bælum erum við að afneita sjálfum okkur og þá verðum við veik. - 

Hver einasta tilfinning er velkomin, - við mætum henni og förum í gegnum hana.  Sumar eru erfiðar að fara í gegnum, aðrar eru mjög léttar og við óskum þess að þær vari lengur. -  Þá höldum við í þær og ræktum.  Vondu tilfinningar eru þarna líka - það þýðir ekkert að láta eins og þær séu ekki til! -  Það er líf í afneitun. -  Við, eins og áður sagði,  við förum bara í gegnum þær en ræktum þær ekki eða gerum meira úr þeim en ástæða er til.

Við getum svolítið stjórnað tilfinningunum - með því að gefa okkur góðan "tilfinningamat" -  við horfum stundum á "feel-good" myndir, - eða sorgarmyndir sem við vitum að við munum fara að gráta yfir.  Þær eru það sem kallað er "fimm vasaklúta myndir."  Ég vil ekki endilega kalla þær "feel-bad" myndir, því að okkur þykir stundum gott að gráta og kannski notum við þessar myndir til að fá útrás sem við kunnum ekki að fá öðruvísi. - "Feel-bad" mynd væri frekar ofbeldismynd, með grófu ofbeldi.

Við vitum líka oft fyrirfram hvernig það er að umgangast ákveðið fólk,  í sumum kringumstæðum líður okkur vel og öðrum illa. -  

Ég fann góðan pistil sem ég þýddi - fyrir þau sem hafa áhuga á þessum "tilfinningamálum" - um hversu stórt hlutverk sjálfsástin spilar í því að virða tilfinningar sínar.   Það sem skiptir máli er að elska sig, í hvaða ástandi sem við erum,  hvort sem við erum neikvæð eða jákvæð,  á toppnum eða botninum.  Að við sjálf yfirgefum okkur aldrei,  og við verðum alltaf okkar bestu vinir - hvort sem er úrhellisrigning eða glampandi sól! -  

Ef smellt er hér má fara dýpra í þetta. -  


Alltaf tengd ....

Ég las þessa frétt um mikilvægi þess að eiga útvarp með langbylgju hér á mbl.is, fletti síðan yfir á facebook og þá var eftirfarandi það fyrsta sem ég sá og fannst mér það frekar skondið: 

"It doesn't matter if you can't get a cell phone signal or Wi-Fi where you are. You are always connected to Source. I'm not kidding about this. I'm serious. Wherever you are, wherever you go, you are always connected to Divine Wisdom, Divine Intelligence, and Divine Love. Just close your eyes. Breathe. Stop whatever you're doing for ten seconds and find The Silence. Visit The Quiet. Just for ten seconds. Do it six times today. One minute a day. That's all it takes. One minute, divided into six parts. Go ahead. Do it now."  Neale Donald Walsch 

sem útleggst á okkar ástkæra ylhýra:

"Það skiptir engu máli hvort þú nærð sambandi á gemsanum þínum eða á Wi-Fi, þar sem þið eruð.  Þið eruð alltaf tengd Uppsprettunni.  Ég er ekki að grínast.  Ég er að meina þetta. Hvar sem þið eruð, hvert sem þið farið - eruð þið ávallt tengd hinni guðlegu visku, guðlegu greind.  Lokið bara augunum. Andið. Hættið hverju sem þið eruð að gera og upplifið Þögnina. Heimsækið Kyrrðina.  Bara í 10 sekúndur. Gerið það sex sinnum í dag.  Eina mínútu á dag.  Það er allt sem þarf.  Eina mínútu, sem er skipt í sex hluta.  Byrjið.  Gerið það núna."  Neale Donald Walsch - þýtt af JM 

 

Já, já, slökum bara á og tengjumst "the Source" -  kannski er það hin raunverulega "lang-bylgja?" -

:-) ..

Gamanaðessu!  


mbl.is Langbylgjan nauðsynleg landsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband