Heiðarleikinn framar öllu

Ég er ánægð með Kristján Þór Júlíusson að hafa viðurkennt að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ég held að mjög margir hafi a.m.k. prófað, - og mjög margir hafi einnig ekið undir áhrifum áfengis.  Það að enginn viti, þýðir ekki að maður ekki gert það. - 

 


mbl.is Hefur neytt ólöglegra fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matargjafir á facebook - hin sanna "kirkja?" ....

11En hann (Jesús) svaraði þeim: "Sá sem á tvo kyrtla, gefi þeim, er engan á, og eins gjöri sá er matföng hefur."

Eins og margir vita, - hefur "fólkið" tekið málin í sínar hendur, - þ.e.a.s. nokkrir velviljaðir einstaklingar hafa stofnað síðu/r á facebook undir heitinu "Matargjafir"  og þar er þeim dreift milli landssvæða. -

Inni á síðunni eru margir gefendur,  sem láta vita hvað þeir vilja gefa og margir þiggjendur sem láta vita að þeir eru tilbúnir að þiggja.

Í raun eru allir að gefa og þiggja, - því það að gefa - felur í sér að þiggja og það að þiggja felur í sér að gefa.   Það er þessi dásamlega hringrás gjafarinnar.

Það er sælt að gefa og það er sælt að þiggja.   Það þarf ákveðna auðmýkt til að þiggja, og það þarf í raun styrk til þess. -  Það þarf styrk til að biðja um hjálp og það þarf styrk til að tengja ekki það að þurfa að biðja við eigin sjálfsmynd. -  Öll eigum við nóg - af okkur sjálfum.  En ekki endilega nóg til að fæða og klæða líkamann.

Mér finnst það mjög kristilegur hugsunarháttur,  miðað við textann sem ég birti hér í upphafi, að gefa með sér.  Ef við eigum tvennt af einhverju, að gefa hitt.  

Það er miklu auðveldara t.d. að láta það liggja ofan í skúffu, eða inní skáp,  en að fara með það í Rauða Krossinn.   Margir henda mat, bakarí henda afgöngum af bakkelsi o.s.frv. -

Við vitum alveg af ójafnvæginu í heiminum, - að sumir svelta og aðrir eru að springa úr "seddu" .. (a.m.k. líkamlegri).  

Það er gott að geta jafnað þetta út og hver er hvatningin? - Það hlýtur að vera kærleikurinn. 

Kærleikurinn að gefa af því sem við höfum eignast. 

Kærleikurinn að þiggja þegar við eigum ekki.

Kærleikur er "galdurinn"  við að lifa sem eitt og láta engan í heimsfjölskyldunni hungra.  Það er óþarfi.

Þess meiri kærleikur í heiminum,  þess fleiri geta lifað í fullnægju, anda sem efnis.

<3

Hér er hlekkur á matargjafir á facebook  

 

 


Listin að LEYFA ..

Fortíðin er liðin tíð, svo LEYFÐU henni að fara.

Framtíðin er leyndardómur, svo LEYFÐU henni að koma.

Nútíðin er andartakið NÚNA –

Taktu við því, þér er rétt þessi gjöf andartaksins. –

Til að njóta gjafarinnar, er gagnlegt að losa um allan ótta (byggðan á fortíð) og áhyggjur (byggðar á ímyndaðri framtíð) ……

 Andaðu djúpt, veittu andanum athygli og VERTU.

LEYFÐU ÞÉR AÐ LIFA  

 


Bloggfærslur 15. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband