Ljóðabók frænku

"Ég er 48 ára gömul Asperger einhverf kona" ....."Ég vil breyta samfélaginu þannig að einhverf börn eigi sér bjarta framtíð" ...  

10407200_1537954919805507_4202596502678227163_n

Þetta er m.a. það sem frænka mín Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar á fésbókarsíðu sína, - en hún er vel virk á henni. - Við erum bræðradætur, Magnús faðir minn og Björn faðir hennar voru bræður.  Blessuð sé minning þeirra beggja. - 

Ingibjörg Elsa er gift í dag og eiga þau hjón fimm ára son.  Myndin sem hér fylgir er af henni sjálfri þar sem hún var barn og í fjölskyldunni var hún kölluð Ingella. 

 

Ingibjörg Elsa - Ingella er að gefa út ljóðabók og er að leita eftir styrkjum á Karolina fund.  30 prósent hefur áunnist, en 70 prósent vantar uppá.  

Ljóðin eru fjölbreytt - en skrifuð af tilfinningu - sum koma langt innan úr skelinni og opna þannig inn í hugarheim höfundar, og þá í leið e.t.v. okkar allra, þvi öll erum við manneskjur og öll erum við eitt. -

Mig langar að vekja athygli á ljóðabók frænku, - ég er sjálf búin að styrkja útgáfuna og hlakka til að fá tækifæri til að lesa ljóðin í bók. 

Hér er hlekkur á verkefni

 

Eins og er eru komnir 19 "bakkarar" eða backers og 30 prósent af upphæð. 

Sjáum hvað setur á næstu dögum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Anorexía og tanorexía ...

10255194_1008632072498171_6752662803802466520_n

 Þessi mynd segir eiginlega allt sem þarf um áhættuna við útlitsdýrkun.  

Löngunin til að vera mjó og brún fer yfir strikið, -

Þetta er ein af þessum myndum sem er grátbrosleg. -  Í raun afskaplega sorgleg, því hún lýsir því hvað gerist þegar farið er yfir strikið, bæði hvað megrun varðar og ljósabekkjanotkun.  

Þetta er menningartengt. Ekkert barn fæðist með þá hugmynd eða pælir í því að það sé ekki nógu grannt eða nógu brúnt.  Það hreinlega er ekki að dæma sig eða útlit sitt, fyrr en því er kennt það. Kennt af samfélagi sem segir stúlkum hvernig þær séu fallegar.

Að vísu er farið að nota brúnkusprey fyrir fegurðarsamkeppnir og fitness. Danspörin í danskeppnum úða á sig speyi. Hvað er það?  Er dansinn ekki fallegur ef fólk er með sinn eigin húðlit?  

Ég vil vara við þessari stefnu og þessum bæði leynda og augljósa áróðri sem ýtir undir bæði anorexíu eða átröskun og líka tanorexíu, þar sem fólk fær þá hugmynd að það sé ekki nóg.  Annað hvort aldrei nógu grannt eða aldrei nógu brúnt, eða bæði.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband