Hvernig spörum við lyfjakostnað og ferðir í heilsugæsluna?

Stórt er spurt, en flest vitum við svörin.  

Við getum svo margt, - eins og að við getum lifað lífi þar sem við erum ekki endalaust að taka áhættu með heilsuna okkar.  Hér er ég ekki að tala um græna djúsa endilega eða hreyfingu, þó bæði sé gott og nauðsynlegt - a.m.k. hreyfingin.

Ég er að tala um þessa andlegu "hreyfingu"  .. sem skapar okkur hollan huga, og styrkir andann.

Hreyfinguna sem skapar lífsfyllinguna.  

Margir upplifa skort,- og að það sé tómarúm innra með þeim.  Þá er leitað ýmissa leiða til að fylla tómarúmið, - "glúbb, glúbb, glúbb.."  það á að fylla tómarúmið með áfengi, - eða "omn, omn, omn, það á að fylla það með mat."  .. Hvað er annars hljóðið þegar við erum að borða? :-) 

Þetta tómarúm er stundum fyllt með of mikilli vinnu, - eða einhverju ytra.  

En hvað ef við skiptum um fókus? -  Hvað ef að við uppgötvum að við erum að leita á röngum stað, - og við uppgötvum að við höfum nóg og erum nóg, og að rúmið tóma,  er ekki tómt?

Hmmm.. ?

Ég kann smá formúlu fyrir lífsfyllingu, - og hef búið til fyrirlestur um hana, sem lesa má ef smellt er á eftirfarandi tengil.   HÉR  

Þakka þér annars fyrir að lesa - mundu að þú ert PERLA .... já, já - ÞÚ ..  


Kálsúpan kaloríulétta

Það ganga alltaf einhverjar "dellur" á Íslandi, og fyrir einhverjum tug ára var það súpan sem átti að elda og borða alla vikuna, til að losa sig við umframvökva (og þá kg.)  

"Súpukúrinn" hét það eða eitthvað svoleiðis. -  Þessi súpa hafði þann eiginleika að vera mettandi, bragðgóð en kaloríusnauð.  Ég fann þessa uppskrift á netinu, hún á ekki að skaða nokkurn mann :-) 

 

Kálsúpan kaloríulétta  

 

  • ½ hvítkálshaus - saxaður
  • 1 bolli sellerí, sneitt
  • 1 bolli laukur,  saxaður
  • 1 bolli gulrætur, sneiddar
  • 1 bolli græn paprika söxuð
  • 2-3 hvítlauksrif,  maukuð
  • 4 bollar kjúklingaseyði 
  • 14 oz niðursöðnir tómatateningar (hvítlauks eða basil) 
  • 1 teskeið oregano
  • 1 teskeið basilikum 
  • ½ teskeið rauðar piparflögur
  • svartur piipar 
  • 1/2 teskeið salt (má sleppa)

  • Aðferð
  1. Hitið 2 matskeiðar ólífuolíu við vægan hita. 
  2. Hellið út í olíuna sellerí, lauk, papriku og gulrótum. 
  3. Hitið þar til mjúkt. 
  4. Bætið við hvítlauk. 
  5. Hellið kjúklingaseyði útí. 
  6. Hrærið tómötum og káli úti. 
  7. Náið upp suðu og lækkið síðan hita. 
  8. Sjóðið þar til kálið er mjúkt. 
  9. Bætið við oregano, basil, rauðum piparflögum, svörtum pipar og salti (ef þið notið það). 
  10. Smakkið og bætið við kryddi ef þarf. 
  11. Njótið. 

 

Ætli það blási ekki ferskir vindar með þessari súpu? - ;-)  

 

 

 


Hver ræður yfir þér - og hver er þinn besti vinur? .....

Hér ætla ég aðeins að skoða muninn á því sem ég kalla "hið innra" - og "hið ytra" .. 

  • innra verðmæti - ytra verðmæti
  • innri markmið - ytri markmið
  • innri hindranir - ytri hindranir

Mörkin þarna á milli geta verið óskýr, sérstaklega ef við leyfum öðrum að ákveða þau, - þ.e.a.s.  hið ytra verður hið innra. -

Innra verðmæti - þýðir okkar skilyrðislausa verðmæti, - án allra merkimiða (stétt, staða, menntun, hjúskaparstaða, útlit, eignir o.s.frv).  Það er það sem varir, -  breytist aldrei.  Við fæðumst verðmæt og við deyjum verðmæt og það breytiist ekkert - þetta innra verðmæti alla æfi. Það er líka það sem við erum,  við erum verðmæt, yndisleg, dásamleg .. alltaf og um eilífð, alveg eins og hinn nýfæddi hvítvoðungur! ..

 Innri markmið -  þýðir hverju við viljum ná tilfinningalega, - eins og sátt, gleði, frið, ást o.s.frv. -  eitthvað sem hægt er að eiga fyrir sig. Þetta er okkar eigin uppspretta ástar, friðar, gleði, - ekki eitthvað sem við fáum frá öðrum, þó að annað fólk geti vissulega ýtt á eða hjálpað okkur við að muna eftir allri þessari innri dásemd. -   Þetta er okkar fjársjóður, - en oft erfitt að muna eftir honum eða skynja.  Markmiðið er að tengjast þessari innri uppsprettu, - þá verðum við minna þurfandi fyrir eitthað frá öðrum, eða einhverju utanaðkomandi til að gera okkur glöð, friðsæl eða ástfangin. -  VIð upplifum innri frið, gleði og ást!   Ytri markmiið eru öðruvísi, þau felast í að ná árangri t.d. að fá diplómur í skóla, eignast maka, eignir, börn o.s.frv. -

Innri hindranir -  það er þegar við erum sjálf að trufla okkur, - "hver þykist ég vera?" -  "ég á ekkert skilið að allt gangi upp hjá mér" -  "týpískt að ég sé óheppin/n" .. -  Það eru þessar hugsanir, þar sem við ákveðum t.d. að við eigum ekki allt gott skilið, eða að við séum óheppin, eða að við séum ótrúlega léleg í einhverju. - Við erum eins og galdrakellingar-eða karlar með töfrasprota,  og leggjum álög á okkur sjálf og erum fyrir okkur sjálfum í farsældinni. - (Ekki skrítið ef við höfum verið alin upp með þau skilaboð að við séum t.d. alls ekki nógu dugleg, góð, mjó - eða hvað það nú er). -   Stundum erum við vel stemmd, munum eftir eigin yndisleika, munum að við eigum uppsprettu og munum að við megum láta drauma okkar rætast, -  þá hittum við kannski einhvern (ytri aðila) og förum að segja frá vonum og væntingum og við höfum sjálf trú á því sem við ætlum að gera, - þá segir þessi ytri aðili:  "Er þetta nú ekki full miki bjartsýni?" - eða "Þykist þú nú geta þetta?" -    Ef að við tökum þennan aðila nærri okkur, inn í okkar eigið,  þá verða orð hans okkar, við "samþykkjum" þau og drögum til baka. Hindranirnar sem komu að utan hrannast nú upp í okkur, - og við sprengjum drauminn. -

Ef við höfum sterkt sjálf, - sjálfstraust, - þá gerum við ekki þessa ytri rödd að okkar innri. - Þá áttum við okkur á að viðkomandi er að draga úr okkur af einhverri af eftirfarandi ástæðum:

  • Honum/henni þykir vænt um okkur og er hræddur við að sjá okkur mistakast og særast af þeim orsökum, -  það er ákveðinn þroskaþjófnaður falinn í því að stöðva fólk sem langar að fylgja eftir draumum sínum og hugmyndum, - af hverju ekki að leyfa þeim að prófa? - Leyfa því sjálfu að læra af mistökum sínum? - Nú, eða kannski gengur draumurinn bara upp, sem hann gerir frekar ef viðkomandi hefur trú á honum alla leið og hann þarf ekki að sitja uppi með úrtöluraddir. -
  • Hún/hann öfundar okkur - og þorir ekki sjálfur að fylgja sinni ástríðu. Þetta er aðilinn sem er alltaf "on the safe side" -  bátur þeirra siglir aldrei úr höfn. En eins og ég hef áður skrifað, þá er báturinn öruggastur í höfninni, eða fjörunni - en það er ekki tilgangur bátsins. -  (Tilvitnun frá Paulo Coehlo).

Við þurfum s.s. að pasa að gera ekki ytri úrtöluraddir að okkar innri úrtölurödd, þess vegna tala ég um að passa mörkin milli ytri og innri. -  Við þurfum líka að passa það að fara ekkii að meta verðmæti sálar okkar eftir hinu ytra, eftir upphæð á bankabók, tölu á vigt, hversu margar hrukkur við erum með eða ör, eftir hvernig maki okkar er, eða makaleysi, börnum eða barnleysi. -  Hið innra verðmæti er óbreytanlegt. -  Þá eru eftir hin innri markmið - eða okkar innri friður, gleði og ást, - það bara ER þarna í uppsprettunni, - og við þurfum bara að kalla það fram, - með hugsun okkar.

Allt þetta finnum við best í kyrrðinni með okkur sjálfum, - þegar við erum ekki trufluð af hinu ytra, - en þegar við höfum náð æðruleysinu, þá er það eins og að ganga vel dúðuð í storminum, -  við lyftum andlitinu að regninu og brosum við því, við föðmum storminn og breiðum jafnvel hlæjandi út hendurnar eins og við ætlum að hefja okkur til flugs.   Við höfum valdið - en ekki hann. -

Það sama á við um fólkið í kringum okkur, - ekki láta það feykja okkur eða draumum okkar um koll. -

Við klæðum okkur eftir veðri og vindum. Dúnúlpan er þá t.d.  tákn fyrir andegan styrk, og þennan andlega styrk - "sixpack á sálina" kalla ég það stundum, fáum við helst með að stunda hugrækt, eins og sumt fólk fær "sixpack" á magavöðvana við líkamsrækt.

Það þarf að iðka og ástunda til að rækta, - hugsa inn á við, - rifja upp hver við erum í að hugleiða, tengjast náttúrunni, því við erum náttúra, - tengjast dýrum, því við erum dýr, - tengjast börnum, því við erum börn, - tengjast öðru fólki, því við erum fólk,   en fyrst og fremst og mikilvægast af öllu AÐ TENGJAST OKKUR SJÁLFUM,  ÞVÍ VIÐ ERUM  ..............

Elska sig nógu mikið og treysta - leyfa okkur að sigla úti á sjó, taka áhættuna á að lifa.  Líka draumana. 

Það er gott, í öllu þessu að muna - að í draumunum geta falist alls konar ytri markmið, að ná í "draumastarf" - "draumamaka" - fara í "draumaferð" o.s.frv. -    Ef það gengur ekki upp, - þá er gott að vera sterk/ur hið innra, -  haf mikið af innri gleði, frið og ást, - því þá gerir ekki svo mikið til þó að við náum ekki þessum ytri markmiðum, - það feykir okkur ekki um koll, - a.m.k. ekki nema tímabundið. -   Þegar við höfum okkur sjálf, er minna að missa og minna að óttast.  Þegar við fylgjum okkar eigin ástríðu í okkar eigin samfylgd og stuðningi, - þá er óþarfi að hafa áhyggjur, það sem verður það verður, og við stöndum alltaf með okkur sem okkar besti vinur, í súru sem sætu. - 

e0510150ffb51b8bb164bc2d078dc77e


Erum við að veita vandamálunum of mikla athygli?

"Það sem þú veitir athygli vex"  

"Ekki byggja á rusli fortíðar"  

Þetta eru setningar sem ég nota sjálf. 

En lífið er fullt af þversögnum og mótsögnum, - og hvor er réttari fullyrðingin: "Oft má satt kyrrt liggja"  - eða "Sannleikurinn er sagna bestur" .. ? 

Er ekki bara "bæði betra"  eins og börnin segja? - 

Þarf ekki að að skoða í hvaða samhengi við erum að tala?  

Ef við verðum bensínlaus, dugar ekki að líma brosmerki yfir bensínmælinn og segja að allt sé í lagi og halda að við getum keyrt áfram. -   Eigum við að veita bensínmælinum athygli? -  Já auðvitað. 

En það er ekki þar með sagt að við þurfum að stara á hann allan tímann og óttast það að bensíntankurinn tæmist,  við gætum líklegast ekki keyrt ef við tækjum ekki augun af honum! .. 

Þegar við skoðum fortíð,  þá skönnum við hana - rennum augun yfir hana eins og bensínmælinn og höldum svo áfram.  Fortíðin er eins og fenjasvæði, við höldum áfram þegar við förum þar í gegn, en það er enginn staður til að reisa sér hús. - 

Ef við erum vansæl, þá þurfum við í mörgum tilfellum að vita orsök til að geta unnið í henni. - 

Afleiðingar eru pollurinn sem við erum alltaf að þurrka upp, - pollur sem e.t.v. stækkar og stækkar,  stækkar meira eftir hvert skiptið sem við þurrkum hann upp.  Kannski vegna þess að við erum alltaf með fókusinn á pollinum? -   Hvað ef við stilltum hann á orsökina, hinn leka krana?    Væri ekki rétt að gera við hann, þá hættir kraninn að leka og pollurinn að birtast. 

Hér er ég að stinga upp á því að við þurfum að hætta að veita vandamálum athygli - sem eru í raun afleiðing, og veita orsökunum athygli.   Hvað ef við erum með slæman sjúkdóm,  við tölum sífellt um hann þegar við hittum einhvern,  við lesum um hann og spáum og spekúlerum,  sjúkdómurinn fær gríðarlega athygli og vex og vex, en kannski erum við ekki að íhuga orsök, eða kannski erum við ekki að hugsa hvað læknar? -  Þegar við erum veik, þarf fókusinn og athyglin að fara í orðið "heilsa." - 

Jákvæðni hjálpar í öllum tilfellum.  Broskallinn skaðar engan, og það að hugsa á lækninganótum - eins og einhver sagði, "mitt bros lætur frumurnar mínar brosa". -   

Allt tal um sjúkdóma - allt væl um vandamál, án þess að gera eitthvað í því er eins og að tala um að bíllinn sé bensínlaus og kvarta yfir því, jafnvel skammast yfir að einhver annar fyllti ekki á bílinn,  en sleppa því að setja bensín sjálf/ur - þrátt fyrir að vita að það er leiðin til að komast af stað aftur. - 

Ég hef mikið rætt um skömm, og skv. "skammarsérfræðingnum" Brené Brown,  minnkar skömmin þegar við tölum um hana.  -  Skömmin er eins og hinn leki krani, hún orsakar vanlíðan og óhamingju. -  Viðgerðin er á þeim bæ að opinbera hana, gefa hana frá okkur, fyrirgefa okkur og með því skrúfum við kranann fastan. 

Það er ekki hægt að hunsa lekann krana, eða bensínlausan bíl.  Bíllinn keyrir ekki - af hverju? - Jú, hann er bensínlaus. -  Við bara tölum ekki um það út í hið óendanlega að hann keyri ekki, og gerum það að risa vandamáli. 

Gerum ekki úlfalda úr mýflugu, heimsstyrjöld úr rökræðum, fjall úr þúfu.  -  Það gerum við þegar við veitum vandamálinu of mikla athygli en hunsum orsakirnar,  eða gerum ekkert í þeim. 

"Oh ég er svo feit/ur" -  hvað ætlar þú að gera í þvi og af hverju ertu of feit/ur? -   Ef þú ætlar ekkert að gera í því, hættu þá að tala um það, því  þú fitnar bara af því. - Já, svoleiðis er það. 

"Oh, ég er svo blönk/blankur, - hvað ætlar þú að gera í því og af hverju ertu of blönk/blankur? - Er það öðrum að kenna,  ertu þá fórnarlamb?  Gætir þú gert eitthvað í því? -  Verður þú ekki bara blankari ef þú ert alltaf að tala um vandamálið blankheit? -  

Niðurstaða mín (í bili - aldei endanleg):  - ekki stilla fókusinn vandamálin,  en um leið ekki afneita þeim,  það er nauðsynlegt að vita af þeim, sjá "sársaukann" sem veldur þeim og vinna í honum. 

Fine Young Cannibals sungu: "What is wrong in my life that I must get drunk every night? -  Vandamálið er álitið drykkjan, eða alkóhólisminn sem fær vissulega mikla athygli, - en það er auðvitað þetta "what is wrong" - "hvað er að?"  sem við ættum að spyrja og leitast við að gefa gaum.  

Meikar þetta sens? - svo ég tali góð íslensku? 


Er óttinn við að vera ein að eyðileggja samböndin?

Þegar við förum í samband, verðum við að fara í það á réttum forsendum.  Ef forsendurnar eru að einhver á að bjarga okkur frá einmanaleika, eru þær rangar.  Við verðum að fara heil og sjálfbjarga inn í samband og vera heil og sjálfbjarga í sambandinu. -  Eftirfrandi grein er lauslega þýdd, en hún heitir á frummálinu:

"3 Ways Your Fear of Being Alone Sabotages Your Relationships"

"Það er ekki endilega skemmtilegt að vera einhleyp/ur, og það getur verið mjög einmanalegur tími,  og það versnar bara ef það að vera einhleyp/ur er það sem við óttumst mest. Það eru margir kostir við tímann sem við erum ein og mikilvægasti kosturinn er að læra að elska okkur sjálf, vera sjálfstæð og vinna í því að byggja upp sjálfstraust.

Fátt heillar meira og fátt er meira aðlaðandi en manneskja með gott sjálfstraust. Ef þú lendir ítrekað í samböndum sem ganga ekki upp, er óttinn við að vera ein líklega að viðhalda því að þú lendir með röngum maka.

 

3 Sjálfs-eyðandi mynstur sem er viðhaldið af ótta. 

1. Samband með þeim sem er ekki tilfinningalega tengd/ur:
Þegar við erum hrædd við að vera ein, verðum við þurfandi.  Líklegt er að við förum í samband með einhverjum sem hefur ekki þessa þörf fyrir okkur.  Þetta verður þá eins og leikur kattar og músar, þar sem kötturinn er alltaf að elta - en nær aldrei músinni.  Ef félagi þinn gefur sér ekki tíma til að næra þig, eða sinna öðrum samböndum í lífi sínu, er ekki nokkur möguleiki að þú verðir sú eða sá sem breytir honum.  Þetta tengist tilfinningaþroska.  Þau sem eru ekki tilfinningalega til staðar eru ekki nógu þroskuð nema  til að taka þátt í þessum kattar - og músarleik.

Ef við höldum áfram í sambandi við svona manneskju, upplifum við  meiri einmanakend en ef við erum einhleyp.  En ótti okkar við að vera ein hindrar okkur í því að sjá þessa höfnun sem er í raun sársaukafyllri en það að vera ein.

31050be8d6a6c7a6dbdcc6ca42ff39b9

2. Afsökum það sem er óásættanlegt.  

Óttinn við að vera ein getur orðið til þess að við förum að samþykkja framkomu sem er fyrir neðan okkar virðingu og fjarri því sem við eigum skilið.  Ef við upplifum að við séum stöðugt að afsaka eða hagræða framkomu makans með því segja við okkur sjálf og/eða aðra: "Enginn er fullkominn" -  eða "Þetta er nú ekki svo slæmt" erum við að flýja eigið óöryggi inn í samband sem býr aðeins til meira óöryggi fyrir okkur. Þar að auki, með því að viðhalda þessum vonlausu samböndum, tefur það okkur í því að finna rétta makann.

download (5)

3. Við sleppum ekki fyrrverandi. 

Við getum ekki sleppt tökum á fyrrverandi samböndum, og þurfum að halda þeim við, eða halda dyrunum opnum að einhverju leyti, bara svona til vonar og vara, ef við endum aftur einhleyp.   Þannig setjum við of marga leikmenn á völlinn.  Ef við viljum verða raunverulega ástfangin verðum við að taka áhættuna á að skuldbinda okkur einni manneskju, - ef við höfum lokið kaflanum með fyrrverandi, höldum honum lokuðum,  svo við getum gefið okkur að fullu að nýja aðilanum í lífi okkar.

Óttinn við að vera ein, fær okkur til að missa sýnina á ástina og okkar eigið verðmæti.  Við förum á stefnumót með hverjum/hverri sem er, samþykkjum hvern/hverja sem er,  eltumst við hvern/hverja sem er - og/eða sleppum engum þeirra.  Það er ekki besta leiðin að finna varanlegt samband um leið og við erum í sambandi.  Besti tíminn til að finna það er að finna varanlegt og vel grundvallað samband við okkar eigið sjálf, við líf okkar og við verðmæti okkar.    Besti tíminn til að kynnast einhverjum er þegar við finnum ekki lengur þessa "þörf" fyrir samband. Það er okkar vinna að skapa sjálfstætt líf sem okkur líkar það vel, að við þurfum ekki að láta bjarga okkur frá því.

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

Greinin er eftir:

Sherrie Campbell, PhD og sést ef smellt er á nafn hennar. 


Hver ber ábyrgð á gleði þinni?

GLEÐI - GLEÐI - GLEÐI ... eða ekki? ..

Það er voðalega vont, ef við förum að setja okkur skilyrði fyrir gleðinni okkar. -

  • EF ég fer út að ganga .. ÞÁ "leyfi ég mér" að eiga góðan dag!
  • ÞEGAR ég er búin að skúra gólfin ... ÞÁ "má ég" láta mér líða vel!

Ertu að skoða fésbókina og horfa á alla "dúerana?" -  Þ.e.a.s. þessa sem hafa vaknað eldsnemma og hlaupið 10 km? ..   Geta þeir verið glaðir en ekki þú, af því þú hljópst ekki?  Ertu að berja úr þér gleðina af því þú gerðir ekkert?  Af því þú svafst lengi,  hreyfðir þig ekki o.s.frv.? ...

Ætli það sé líklegt til árangurs?  - Að berja sig niður? -   Eða viltu berja þig til að fara að hreyfa þig? -

Það sem skiptir máli er að líða vel, - við berum sjálf ábyrgð á okkar vellíðan.  Ef að okkur líður vel eftir að hafa farið út að hlaupa,  þá er það æðislegt!  EN ef við förum ekki, þá megum við ekki berja okkur niður,  - því það er upphafið að vítahringnum.

Þegar okkur líður illa, þá missum við flugið - við missum orku og vilja.  Þá nennum við líka ómögulega að hreyfa okkur. -  Þess vegna verðum við að setja það í forgang að líða vel.   Það er hamingjan sem dregur vagninn.

Ég kalla það "hamingjuforskotið" ..

Þegar okkur líður vel þá eykst orkan og okkur langar til að gera.  Svo þegar við förum að gera, - t.d. fara í göngutúr,  langar okkur e.t.v. í meiri hreyfingu eins og að fara og synda eða bara ganga meira. -

Lykilatriði í vellíðan er að líka við sjálfan sig. -  Vera í góðu (ástar)sambandi við sjálfa/n sig.

Horfa í spegil - djúpt í augun - og segja: "Mikið þykir mér vænt um þig" .. og brosa við okkur sjálfum. -  Við komumst varla hjá því, því okkur finnst þetta fyndið,  en það venst. -   Brosið er plús. -

Svo ef við ætlum að eiga góðan dag, - þá skulum við a.m.k. ekki vera sá eða sú sem skemmir hann með því að dæma okkur, eða skemma allan daginn með því að taka eitthvað nærri okkur. -

Við getum tekið ákvörðun:  "Ég ætla að gera MITT BESTA til að eiga góðan dag." Það þýðir að við lifum innan frá og út, - látum ekki aðra stjórna okkar líðan.  Hvort sem það er með því að lesa um þessa aðra á fésbókinni eða hvort að einhver er að segja eitthvað sem okkur mislíkar.

Við megum vera glöð - skilyrðislaust! ..  ekki þegar, þá, ef o.s.frv. -

NÚNA ... já, já ....

og

NÚNA ...

Finndu gleðina vella upp innra með þér, - það getur vel verið að viðnám myndist og hugsunin byrji að stoppa þig, - "þetta er nú meiri vitleysan" .. gæti neikvæðnipúkinn verið byrjaður að hvísla .. eða öskra jafnvel.. eða "Þú átt ekkert skilið að vera happy,  þú þarft nú að vinna fyrir því" ... blah...

Það þarf ekki að vinna fyrir því -  hamingjan og gleðin er hér og nú, hún er skilyrðislaus.

(Vonandi ertu ekki að skemma NÚIÐ með því að leita í fortíð og framtíð að ástæðum fyrir að vera óánægð/ur?) ...

Líður þér best illa? ..

Neeee....

"The Present Moment"  NÚIÐ ..  er Gjöfin ..  og okkur er gefið "Power" eða vald yfir þessu NÚI ...

Hver hefur valdið/ábyrgðina á þínu lífi - á þínum degi? 

670px-Create-a-Rainbow-in-Photoshop-Intro

 

 


Hr. Réttur og Hr. Rangur ..

Eftirfarandi grein er þýdd, - mér þykir hún bæði skemmtileg og sorgleg. -  Allt of margir eru í sambandi með röngum aðila.  Hér er talað um Hr. Rangan og Hr. Réttan.  En það er vissulega líka til eitthað sem Heitir Frk. Rétt og Frk. Röng.

En þessi grein er s.s. eftir  Sophia Elise and Lady Sarah (nefna þær sig) og heitir á frummálinu:  "Looking for Mr. Right when all you see is Mr. Wrong."  Greinin ber með sér að hún er skrifuð inn í amerískt samfélag, en elskurnar - það er svo sannarlega margt "Universalt" í þessu. 

Hér kemur greinin - í lauslegri þýðingu minni:

 

"Margar konur upplifa sig á einhvers konar sambands-hlaupabretti leitandi að Mr. Right, eða Hr. Réttum.  Jafnvel þegar þeim finnst þær hafa fundið hinn fullkomna félaga,  uppgötva þær hið gagnstæða. Stundum gerist það, í stað þess að losa sig strax við Hr. Rangan og fara aftur að leita að Hr. Réttum,  ákveða þær að eyða tímanum í tilraunastarfsemi við að breyta  Hr. Röngum í þennan Hr. Rétta sem þær þrá.  Því miður er enginn rofi, takki eða töfrar sem breyta honum í rétta gaurinn.  Það þýðir heldur ekkert að bíða eftir að hann breytist sjálfur í Hr. "Fyrirmyndarmann" - en það mun ekki heldur gerast, a.m.k. ekki á þessari öld.

Menn eru ekki gerðir úr leir, og enginn skammtur ástar, leiðbeiningar, stuðnings eða hvatningar getur mótað þá í hinn fullkomna mann.  Hr. Réttur þarfnast ekki mikillar mótunar,  eða sköpunar.  Hann kemur Réttur "úr kassanum" - og þarf ekki mikið að hafa fyrir honum.   Ef þú þarft að svitna svo árum skiptir við að gera einhvern réttan fyrir þig, er hann Hr. Rangur.

Hann gæti verið Hr. Réttur í upphafi, en í gegnum tíð og tíma hefur hann þróast í Hr. Rangan, en ólíkt  Dr. Jekyl og Mr. Hyde, hefur hann ekki töfrana til að breytast til baka í þennan frábæra sem hann var.  Hvað gerðist eiginlega á leiðinni?  Hvaða slæmu siði, vana tók hann upp og hvaða hegðun breyttist hjá þessum manni sem breytti honum frá Hr. Réttum yfir í Hr. Rangan?  Var hann tillitssamur í upphafi? -  Er hann bara orðinn Hr. Utangátta?

Kona sem finnur Hr. Réttan mun fljótlega uppgötva að þau eru á sömu blaðsíðunni. Hr. Rangur getur ekki einu sinni lesið bókina.  

Hr. Réttur mun láta í ljós að hann sé að leita að raunverulegu sambandi, og þegar tækifæri gefst mun hann grípa það. Hr. Rangur er ekki tilbúinn til að kalla þig kærustuna sína, hvað þá að þróa samband.  Raunin er sú að hann mun finna allar mögulegar afsakanir til að gera það ekki.

Hr. Réttur veit hver hann er og hvað hann vill.  Hann hefur hugrekki til að bera og ákveðni til að fylgja draumum sínum og væntingum, sérstaklega þegar kemur að ástarmálum. 

Hr. Rangur veit ekki hvað hann vill og skemmir þannig sambönd sem þó hafa möguleika.  Hr. Réttur heldur fókus.  Hr. Rangur er ráðvilltur, skiptir um skoðun, um leið og tilfinningar, álíka oft og hann skiptir um nærbuxur.  Sú sem er í ástarsambandi við hann er í stanslausri óvissu um stöðuna á sambandi þeirra.

Hr. Réttur setur þarfir þínar í forgang, og tekur frá tíma til að verja með þér, og leyfir þér að sjá hversu mikilvæg þú ert í hans lífi. Hr. Rangur er sjálfhverfur, og notar frítíma sinn einungis fyrir sjálfan sig, vini sína og fjölskyldu sína. Hann er alltaf of upptekinn fyrir þig.

Hr. Réttur horfir fram á hvernig þetta nýja samband þróast. Hr. Rangur kemur með byrðarnar úr fyrr samböndum, og er of upptekinn af fortíðinni til að sjá framtíð með þér.  Hr. Rangur notar sín gömlu sambönd til að afsaka hegðun sína í sambandinu ykkar.  Hr. Réttur er tilbúinn til málamiðlana og leggja sín lóð á vogarskálarnar til að sambandið gangi upp. 

Hr. Rangur er enn upptekinn af sinni fyrrverandi.  Þegar sú fyrrverandi er að reyna að stjórna í nýja sambandinu, setur Hr. Réttur henni mörk.  Hr. Rangur leyfir sinni fyrrverandi,  eða minningunni um hana, skapa óreiðu, óvissu og drama.

Hr. Réttur er einhleypur, Hr. Rangur er það ekki.  Hann getur ekki verið það ef hann er enn í sambandi.  Ef hann segist vera að losna úr sambandi, er hann enn ekki Hr. Réttur, og það er eitthvað rangt við sambandið þar til hann er einhleypur.

Hr. Réttur vill kynnast til að sjá hvort að samband geti þroast. Hr. Rangur vill ekki þróa samband.  Hann vill aðeins kynlíf,  án sambands.  Hr. Réttur hringir á milli stefnumóta, bara til að segja halló.  Hr. Rangur mun aðeins hafa samband á síðustu stundu, þegar hann vill koma við til að stunda kynlíf.

Hr. Réttur sýnir væntumþykju í verki og gjörðum.  Hr. Rangur sendir blönduð skilaboð.  Hr. Réttur lætur þér líða eins og þú sért mikilvæg þegar þú ert með honum, og jafnvel þegar þið eruð ekki saman.  Hr. Rangur lætur þér liða eins og þú sért gleymd, tekin sem sjálfsagður hlutur og ekki mikilvæg.  Hr. Réttur segir þér að hann elski þig, þegar hann er tilbúinn. Hr. Rangur stynur bara.

Hr. Réttur er áreiðanlegur,  en Hr. Rangur er óáreiðanlegur. Hr. Réttur er til taks þegar á þarf,  en Hr. Rangur finnst hvergi.  Hr. Réttur heldur þér upplýstri, meðan þú kemst að því hvað Hr. Rangur er að gera á facebook status hans.  Hr. Réttur er til taks þegar þú þarft hans, en Hr. Rangur lætur þig vita þegar þú ert að trufla hann.

Þú getur elskað einhvern mann alveg brjálæðislega, en ef sambandið við hann er að misbjóða þér, er hann ekki Hr. Réttur - núna.  Hann er Hr. Rangur.  Ef að hlutirnir beytast ekki, verður þú að láta hann vita.  Ef hann getur ekki breyst í Hr. Réttan,  verður að ræða það, strax.  Ef hann hefur ekki áhuga á að breyta neinu,  skiptir ekki máli hvort hann var einhvern tímann Hr. Réttur ef hann er það ekki lengur, er kominn tími til að forða sér.   Það er betra að verja tíma sínum með Hr. Réttum, en að berja hausnum við steininn mínútu lengur,  með Hr. Röngum! .."

Já, þá vitið þið það! :-)  ..    

 

bad-date_mr-wrong-750x400

Elskum börnin og þá lýkur stríði ...

 Við gerum voðalega mikið af því að benda.  Ísraelsmenn eru vondu kallarnir, Hamas skæruliðar eru vondu kallarnir.  Hvar sem stríðsrekstur er eru "vondir kallar" .. og þegar ég tala um þessa vondu kalla, er ég auðvitað að vitna í málfar barna. -  

Þegar við horfðum á Kúrekamyndir í gamla daga, hverjir voru þá vondu kallarnir, indjánar eða kúrekar? -  Ætli kúrekar hafi ekki verið fullir sjálfsréttlætingar um leið og indjánar? -  Þeir hafa væntanlega hvorugir litið á sig sem "vonda kalla."    

Hjá indjánum og kúrekum voru væntanlega líka börn.  Tilheyrðu þau hinum vondu eða góðu?  

Hvers eiga blessuð börnin að gjalda?  

10502200_10152651297449954_5424029572813954339_n

 

En lítum okkur nær, - stríðið geisar ekki bara útí heimi, heldur inni á íslenskum heimilum.  Þar eru börnin svo sannarlega fórnarlömb.    

Þetta stríð milli Ísraels og Palestínu er eins og stríð sumra foreldra eftir skilnað. Það eru börnin sem eru fórnarlömb, þar sem annars staðar.

Þetta er valdabarátta sem bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er sorglegt þegar völd og hlutir er orðið mikilvægara en líf og heilsa barna.

 
 það eru fjölmargar fjölskyldur - foreldrar á Íslandi í svona stríði. Þegar við getum farið að leysa þau stríð og setja börnin þar í fyrsta sæti, höfum við náð þroska. 


Birtingarmyndin er önnur og miklu meira áberandi þegar áþreifanlegum sprengjum er kastað, enda er líkamlegt ofbeldi sýnilegra, hitt er andlegt og tilfinningalegt - og sárin ósýnileg, en þau eru í einhverjum tilfellum jafn ljót og þau sem sýnd hafa verið í fréttum frá Palestínu.

Í Palestínu er talað um að þau séu notuð sem mannlegir skildir.  Hvað er ekki gert í skilnaðarmálum? Börnin eru sett fremst á spjótin,  - og það er í raun óvinnandi stríð.   

 
Börn eiga að fá að vera börn, - hvar sem þau búa í heiminum. 


Ef við gætum ÖLL sett börn í fyrsta sæti, framar en peninga og völd, þá væru engin sveltandi börn eða stríðshrjáð börn og engin börn í tilfinningaklemmu milli foreldra.    

Um leið og við elskum börnin, - þá lýkur stríði,  öllu stríði. - Já við "fullorðin" eigum að taka þetta til okkar, hvert og eitt einasta.

 

Tár sem er fullt af ást,

fellur í mannhafið

og því fleiri tár sem falla

fyllist hafið af meiri ást. 

 

Elskum meira - miklu meira ..  

 

10553424_10203624820194831_6720934462087982931_n 


Að mörgu að hyggja við skilnað ...

Eins og glöggir lesendur kannski taka eftir þá er ég að blogga við frétt þar sem verið er að segja frá námskeiði sem ég hef haldið undanfarin ár. - 

Það sem er mikilvægast að mínu mati, er að fá skilning.  Hvort sem það er við skilnað eða aðra sorg lífsins. -  

Fólk verður stundum alveg brjálað út í sinn fyrrverandi maka, - en reiðin er oftast vegna þess að viðkomandi þráir að þessi fyrrverandi sýni skilning.  Stundum verður fólk reitt út í sjálft sig, reitt vegna þess að það gerði ekkert í málunum, - ekkert fyrr en það var of seint.  

Á þessum málum, eins og öllum þeim sem tengjast mannlegum samskiptum eru margar hliðar.  Fólk kemur með sjálft sig inn í samband, og kannski er það ekkert endilega í góðum málum þegar það byrjar samband en ætlast til að makinn bæti allt upp.   Þegar það svo ekki gerist, verður það fyrir vonbrigðum.    

Það þurfa allir að huga að sínum grunni, taka ábyrgð á sinni velferð, heiilsu og lífi.  Setja mörk þegar þeim er misboðið og yrða upphátt vonir sínar og væntingar og ekki ætlast til að makinn sé hugsanalesari. -

Einu sinni skrifaði ég eftirfarandi:  

 "Ég á skilið að eiga góðan maka, ég þarf á samneyti, nánd og snertingu aðila af gagnstæðu kyni að halda eins og svo margir. Ég væri að ljúga ef ég þættist ekki þurfa þess. Ég á skilið maka sem stendur mér við hlið og hann á skilið maka sem stendur honum við hlið.

Ég á skilið jafningjasamband, heiðarleika, traust og það að vera elskuð eins og ég er og þurfa ekki að sanna mig, eða betla um athygli. Ég á skilið maka sem veit hvað hann vill. Hann á líka skilið að ég segi honum hvað ég vil."  

Allt of mörg pör yrða ekki væntingar, langanir sínar og þrár við hvort annað og fara svo í fýlu þegar að þær eru ekki virtar. -

Grunnurinn að góðu sambandi er því heiðarleiki, traust og ást.  

Svo skaðar ekki ef makinn er skemmtilegur ;-)

Ef heiðarleiki er ekki fyrir hendi, er það eins og að byggja hús á sandi.  

Þau sem mættu í sunnudagaskólann vita hvernig fór fyrir því húsi.   

 


mbl.is Er skilnaður endalok alls?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár fæðutegundir sem forvörn gegn þunglyndi ...

Ég sá pistil eftir konu sem heitir Carolanne Wright,  um þrjár fæðutegundir sem eiga að vinna gegn þunglyndi, eða hafa a.m.k. forvarnargildi. - Ég veit það hafa margir áhuga á slíku, - svo ég ætla að leyfa mér að segja lauslega frá greininni og hafa hana hér með pistlunum mínum, en Carolanne hefur inngang að sínum pistli, þar sem hún talar m.a. um breytta tíma, þar sem  aukið efnahagslegt óöryggi, atvinnu- og húsnæðisleysi sem hafi áhrif á geðslag fólks.

Náttúruleg þungyndislyf eru m.a.:

FISKUR download

Of lítil inntaka  omega-3 fitusýra hefur verið tengd við geðsveiflur eins og þunglyndi.  Við ættum að borða feitan fisk eins og lax, silung, sardínur og makríl. Hún vitnar þarna í  "Everyday Health"  um að japanskir rannsakendur hafi komist að því að það að borða mikinn fisk væri forvörn gegn þunglyndi og þá um leið gegn sjálfsvígshugsunum.    Finnsk rannsókn hafi sömu niðurstöður, - þ.e.a.s. eftir að hafa kannað mataræði hjá 1.767 íbúum, væri niðurstaðan að það að borða fisk oftar en tvisvar í viku, hefði það forvarnargildi gegn þunglyndi og sjálfsvígshugsunum.  Ef við erum að sleppa því að borða fisk  (eða erum algjörlega á grænmetisfæði), getum við fundið uppsprettu omega-3 m.a.  í valhnetum, graskers- flax - og chiafræjum.

TURMERIK download (3)

Turmerik er næsta sem hún nefnir, og kemur það ekki á óvart, enda mikið rætt um það hér á landi.  Hún bendir á grein þar sem stendur: "Turmeric is superior to Prozac in treating depression."   S.s. að turmerik sé betra en lyfið prozac til að vinna gegn þunglyndi!   Þar bendir hún á rannsókn í  "Phytotherapy Research"  sem sýni að  efnið curcumin sem sé i turmerik hafi þessi góðu áhrif sem öruggt lyf sem geti virkað gegn alvarlegu þunglyndi.  Þar hefur hún eftir "GreenMed" að "hiðarverkanir" séu að margt annað lagist en þunglyndið :-)Gott sé að blanda við turmeric örlitlu af ógeisluðum (vissi ekki að hann væri geislaður) svörtum pipar,  sem auðveldar upptöku turmeriks í líkamanum. Óhætt sé að taka allt að 8 grömmum af turmerik á dag.

GRÆNT TE download (4)

Grænt te er þarna með í þessari þrenningu, - en margir drekka grænt te fyrir líkamann, en það er víst ekki síður jákvætt fyrir andann.  Þar liggi leyndarmálið í L-theanine - sem er náttúrleg aminósýra sem skýri hugsun og um leið minnki kvíða og þunglyndi. Hún nefnir að japanskir búddistamunkar hafi getað stundað hugleiðslu tímunum saman,  algjörlega afslappaðir en um leið með skýra hugsun.  Vitnar hún þar í Mark Blumenthal, frá "American Botanical Council." 

Það sem þessar ofangreindu fæðutegundir eigi sameiginlegt - er að þær eru allar bólgueyðandi.  Það sé ljóst að þegar jafnvel aðeins smábólga er viðvarandi, aukist líkur á þunglyndi töluvert.  Það sé alltaf best að vinna við orsakir bólgunnar í stað þess að ráðast á afleiðingar.  En þar til orsök bólgu er fundin, geti feitur fiskur, turmerik og grænt te unnið gegn henni og komið jafnvægi á geðslagið.

Það er mikilvægt að huga að því sem við erum að taka inn, - hvort sem það er matarkyns eða hin andlega næring.  Ef við hlustum á líkamann þá finnum við nú fljótt hvað passar okkur.  Ef við erum t.d. komin með útþandan maga eftir pizza-át,  þá er líkaminn að segja okkur eitthvað, er það ekki? -

Líka ef við förum að finna til, t.d. við að borða djúpsteikt eða grillmat.  Á sama máta má spyrja sig, hvernig okkur líður á sálinni eftir t.d. að lesa mikið af óvönduðum athugasemdum á fréttamiðlum og skítkast.  Fólk áttar sig oft ekki á því að öll næring endurspeglast í okkur sjálfum, hvort sem hún er andleg eða líkamleg.  Það sést á líkama okkar t.d. ef við borðum of mikið, - og það sést líka á okkur ef við liggjum í andlegu "sukki." -   Þess vegna þurfum við að vera meðvituð um næringuna okkar. -

Að lokum; ég tek fram að þessi pistill er bara "spekúlasjón" ekki með læknastimpli og ítreka að hver og einn einstaklingur þarf að finna út fyriir sig, hvað hentar, því við erum svo sannarlega ekki öll eins, þó við séum mjög lík og öll af sama meiði!

Munum svo að lifa lífinu lifandi á meðan við höfum líf! .. <3 

Pæling: Carolanne er með þessum pistli að tala um fæðutegundir - sem eru efnislegar, - til inntöku, - en byrjar pistil sinn með að segja að ástæður fyrir vanlíðan séu andlegar, atvinnuleysi - fjárhagslegt óöryggi o.fl. -    Þá má spyrja sig hvort að þetta virki ekki í báðar áttir, þ.e.a.s. að líkamlegir kvillar læknist með góðri andlegri næringu? -  :-)

Auðvitað vinna líkaminn og sálin saman. -

Kíkið endilega á skemmtileg námskeið sem eru á döfinni,  en þau má öll finna undir flipanum Á DÖFINNI.   :-)

(Hér er hlekkur á pistil Carolanne, svo maður geti nú heimildar!)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband